Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 16.08.1980, Blaðsíða 21
Vf&Ut Laugardagur 16. ágúst 1980 21 DaDuaaaoooaoaniiDDaDDiiDDoaaDoiiDDoaDBaoaaaaDaci sandkasslnn Gísli Sigur- geirsson, biaöamaöur Vísis á Akur- eyri, skrifar. ■ Heil og sæl og ekkert væl. ■ Manni getur nú mis- sýnst, sagði broddgölt- urinn, þegar hann dratt- aðist niðurdreginn frá golfskrúbbinum. ■ „Ætti að leggja skattinn 1 niður", segirskattstjórinn á ísa- firði í Tímanum. Bravó, ég flyt vestur. ■ „Valsmenn léku við hvern sinn fingur", segir Tíminn. Voru þeir ekki að spila fót-bolta blessaðir. Þeir hljóta þá að haf a leikið við hverja sína tá. ■ Það er oft á tíðum skemmtilegt samspil á milli fyrirsagna í Þjóð- viljanum. Sýnishorn af bls. 2: „Af ástaróði til íslensku kvenþjóðarinnar" — og — „Engin umferð að næturlagi". ■ „Sundlaug er hola í jörð- inni', seg i r Þjóðvi I j inn. Skarplega athugað það, en er þá hola í jörðina sundlaug? ■ Þjóðviljinn birti í helgarblaðinu grein eftir skattamálaráðher- ann okkar, Ragnar Arnalds, og meðfylgj- andi mynd með: Nú verð ég sjálfsagt dæmdur kultúr-hálfviti, af kúltúr-alvitrum Þjóð- viljans. Ja, þvflíkir gjörningar, fyrr má nú rota en hálshöggva. ■ „Allslausir með fullar hendur fjár", segir Tíminn. Ég teldi mig nú ekki allslausan, ef ég hefði fullar hendur f jár. Þeir eiga sennilega við (slendinga, áður en þeir fengu skattseðlana. ■ „ Hókus — Pókus", segir Birgir ísleifur í Mogganum. Ekki að undra, þótt sjálfstæðis- menn hverf i til þessarar galdraþulu á þessum síðustu og verstu tím- um. ■ „Hvers vegna stekkur laxinn" spyr Dagblaðið. Það var nú ekki þessi spurning, sem ég velti fyrir mér þegar ég var að veiða í Laxá á dögun- um, heldur: „Hvers vegna bítur laxinn ekki á?". Þeirri spurningu fékk ég aldrei svarað. i ■ Vísir nær stundum upp samspili á milli fyrir- sagna. Á mánudaginn mátti sjá eftirfarandi fyrirsagnir á sömu sfð- unni: „Þjóðviljinn og skattarnir" — og — „Á bekk með vanþróuð- um". , ■ „Gamli Nói á langspil", segir í Vísi. Það er sjald- séður gripur, hvað skyldi Nói gamli vilja fá fyrir það. B„Engin kjarnorkuvopn hér", segir Mogginn. Sama dag segir Þjóðviljinn: 1 „Á Islandi eru kjarnorkuvopn" Alltaf jafn sammála. ■ „Pétur misnotaði tvær vitaspyrnur í sama leiknum — þarf hann að fara undir hnifinn", segir Mogginn. Ekki nokkur vafi, eftir svona frammistöðu. RAGNAR ARNALDS SKRIFAR „Korpúlfsstaðir hentug- ir", segir Þjóðviljinn. Það er sjálfsagt rétt og satt. En væru þeir ekki hentugri fyrir 100 beljur, sem gefa eitthvað af sér, en hundrað listamenn, sem fremja þar gjörninga á kostnað hins opinbera — og gefa ekkert af sér!! i„Míðað hefur í rétta átt", segir Gunnar Thorodd- sen í Tímanum. Já, já, mikil óskup. Einn flokk- ur klofinn og allt í steik. Þetta hefst með hægð- inni. í þessu s'ámbandi dettur mér í hug sagan af manninum sem datt of- an af háhýsinu. Þegar hann fór hjá 20. hæðinni heyrðist hann tauta: " „Allt gengur vel og miðar í rétta átt." 1 „Virðist lokað í báða enda", segir Tíminn. Hann átti ■ ekki við Framsóknar- stefnuna. ■ „Úrgangsf iskur og ólympíuleikar" sagði Svarthöfði. Þá fór ég að skilja þetta með magakveisuna hjá íslensku keppendunum. i „Minnst hækkun tekju- skatts í kjördæmi fjár- málaráðherra', segir Dagblaðið. Þar lá að. Hlaut raunar að vera, eins og hann hef ur verið ánægður með skattana sína. „Greiðslan fer eftir sölu", segir Dagblaðið á les- endasíðu. Rétt, skipti vinstra megin þegar vel selst, en hægra megin þegar selst illa. Þeir voru að koma af barnum vel slompaðir — höfðu f ógáti tekið bíl- inn. Lá leiðin sikk-sakk um göturnar: á milli gangstéttanna, strokist við staura og í eitt skipt- ið munaði minnstu, að þeir höfnuðu f tjörninni. Þá stundi annar þeirra upp með erfiðismunum. — ertu viiiiitlaus maður, getur þú ekki ekið beint? — Ég, nei heyrðu nú vinur, það ert þú sem keyrir. „Kristinn ritstjóri íslendings" segir rauði-Dagur á Akureyri. Loksins, loks- ins, það var mál til kom- ið að fá einn kristinn, eftir alla þessa heiðnu fyrirrennara hans. „Ekki lengi verið að fylla dallana í Hallormsstaðarskógi", segir Dagblaðið. Her er að tala um aflaleysi. Klárir í dallana strákar, hart í bak og síðan beina stefnu á Hallorms- staðarskóg. Hann lagði höndina var- lega á hné hennar og sagði: „Ég elska þig". „Hærra, hærra," sagði stúlkan. Hann hækkaði röddina, færði höndina ofar um leið í ógáti, og sagði: „Ég elska þig". „Ennþá hærra," sagði stúlkan dreymin. Hann dró djúpt að sér andann og öskraði af öllum lífs og sálrarkröftum: „Ég elska þig." Stúlkan henti honum út. Eg sagði ykkur áðan f rá bjartsýnismanninum, sem datt ofan af háhýs- inu. Þegar hann fór hjá 10 hæðinni kom konan hans út í glugga og hrópaði: „Meiddir þú þig vinur". „Ég veit það ekki, ég er ekki kominn niður enn," var svarið. „Skuldunum við ríkis- sjóð ekki breytt i hluta- bréf", segir Vísir í gær. Þá það, ég skal borga skattana. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I B I I I I I I i I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I D D D D D □ D •• D D D D D D D D D D D D TIL SOLU TOYOTA CEUCA org. <979 Stórglæsilegur bíll, blór uton sem innan. Lítið keyrður og eingöngu ó malbiki. Uppl. i síma 76197 D D D D D D D D □ O D D D D D D D D O D D D D D D D D D D D D D D D D D D BDDODDDaaaaoDDoaDaaoDODDaaaaDDaoDDDDBDBDDDaa KYNNIIMGAR- GUÐSÞJÓNUSTA vegna væntanlegra prestskosninga í Seljaprestakalli fer fram í Bústaðarkirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 11,00. Séra úlfar Guðmundsson annar umsækjandi Seljaprestakalls prédikar. Guðsþjónustunni verður útvarpaðá miðbylgju 1412 KHZ 210 m. SAFNAÐARNEFND. DDDDDDDDaDDDaaDDDDDDDDDDDDDDDDDDDaaDaaaDaDDaa D D D Lagerpláss óskast Sérvers/un með hrein/egar vörur óskar eftir upphituðu /agerp/ássi, með góðri aðkeyrslu; óskast hið fyrsta. Þyrfti helst að vera í nágrenni við Hlemm. Upplýsingar um staðsetningu, stærð og annað sendist auglýsinga- deild Visis, Síðumúla 8, fyrir fimmtudag 21. ágúst n.k. — merkt „Lagerp/áss D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D DDaaDDDDDDODDDDDDDDDDDDDDDDDaDaaaDDDDDaaDDDDa Nauðungaruppboð sem auglýst var I 15., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaösins 1980 á eigninni Helgalandi 9, Mosfellshreppi, þingl. eign Halldórs Ellertssonar fer fram eftir kröfu Ara isberg, hdl., á eigninni sjálfri þriöjudaginn 19. ágúst 1980. Sýslumaöurinn f Kjósarsýsiu. Af því ég er alltaf að “ jagast á sköttunum, þá fl dettur mér f hug skil- ■ greiningin á svartsýnis- 1 manninum. Það er sá | sem notar bæði belti og i axlabönd. Jæja, sandurinn er bú- ] inn og ég er flúinn. Veriðisælaðsinni. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 74., 76. og 78. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á ióö úr landi Pálshúsa, Garöakaupstaö, þingl. eign Gyöu Jónsdóttur fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri þriöjudaginn 19. ágúst 1980 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö. <J Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Markarflöt 57, Garöakaup- staö, þingl. eign Hákonar ö. Gissurarsonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 19. ágúst 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.