Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Miðvikudagur 3. september 1980. AF HVERJU LOGBROI? Rikisstjórnin hefur eina ferð- ina enn heykzt á þvl að fram- fylgja lögum, sem sett voru i april 1979, um efnahagsmál, og stundum eru rangiega kennd við Ólaf Jóhannesson. Það bita- stæðasta sem eftir stóö af þess- um lögum, voru ákvæði um vaxtahækkanir i áföngum, þannig að markmiði jákvæðra raunvaxta yrði náð fyrir árslok 1980. Svo mikið hefur verið deilt um hvað sé rétt vaxtastefna, hvenær ávöxtunarkjör séu rétt og skynsamleg, að við þá um- ræðu er óþarft að bæta að sinni. Lög og lögbrot Það sem skiptir máli i þessu samhengi er hins vegar það, að samkvæmt ákvörðun Alþingis frá árinu 1961, er það Seðla- banki íslands, en ekki rikis- stjórn, sem fer með fram- kvæmd vaxtastefnu. Fyrir þessu voru ákveðin rök á sinum tima, og þá væntanlega þau helzt, að þar sem vaxtastefna á hverjum tima er einhver veiga- mesta ákvörðun i efnahagslif- inu, þá væri eðlilegra að óháð stofnun eins og Seðlabankinn sæi um slika framkvæmd, eftir þeim almennu linum, sem Al- þingi hefði ákveðið. Seðlabank- inn væri ekki undir óeðlilegum þrýstingi, sem á hinn bóginn gæti auðveldlega hent kjörið framkvæmdavald. Saga vaxta- stefnunnar, siðan efnahagslögin voru samþykkt í april 1979, hafa raunar rækilega sannað þessa kenningu. Það hörmulega er, að kjörið framkvæmdavald hefur ekki reynzt hafa manndóm til þess að framkvæma vaxta- stefnu, sem þó er skýrt kveðið á um i lögum. Vegna þess, hve margt er i raun ruglingslegt um valdsvið löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds svo og hinna ýmsu stofnana, þá hefur sú skipan komizt á, að fram- kvæmdavaldið er stöðugt með fingurna viðar en það hefur lagalegan rétt til. Og siðasta dæmið er, að framkvæmdavald- ið hefur beygt sig fyrir þrýst- ingi, og er á góðri leið með, ef þvi hefur ekki þegar tekizt, að eyðileggja þá vaxtastefnu, sem Alþingi mótaði á sinum tima. Það er óyggjandi lögbrot, að eftir að Alþingi hefur ákveðið að vextir skuli breytast i áföngum á gefnum tima, þannig að markmiði jákvæðra raunvaxta verði náð fyrir árslok 1980, þá skuli framkvæmdavaldið aftur og aftur gripa fram fyrir hend- urnar á Seðlabankanum, og koma i veg fyrir framkvæmd þessarar stefnu. Réttmæti raunvaxtastefnu fólst vitaskuld i þvi, að Seðla- bankinn framkvæmdi hana hik- laust, eins og Alþingi hafði lagt fyrir. Sparifjáreigendur áttu að geta treyst þvi að vextir breytt- ust i áföngum, og þá jöfnum á- föngum eins og aðrar efnahags- stærðir, til dæmis laun, gera. Lántakendur áttu aðgeta treyst þvi, að vextir breyttust i jöfnum áföngum eftir sömu reglu. Þetta er ein af þeim undirstöðum, sem verða að vera til staðar, til þess að aðrar ráðstafanir i efnahags- kerfinu skili árangri. Auðvitað gátu menn sagt fyrir, að við sérhverja vaxta- hækkun heyrðust mótmæli frá lántakendum. Það er eðli máls- Vilmundur Gylfason alþm. skrifar grein i til- efni þeirrar ákvörðunar ríkisst jórnarinnar að fresta hækkun vaxta í samræmi við ,/Ólafslög- in" svonefndu, en hann telur þá ákvörðun lögbrot og óstjórn. ins samkvæmt. En kjarni máls- ins átti að vera sá, að eftir að Alþingi hafði tekið þessa á- kvörðun, þá færi óháður aðili, Seðlabankinn, með framkvæmd stefnunnar, eins og lög gera ráð fyrir. Samfélaginu lærðist þá, að það eru ekki vextirnir, heldur verðbólgan, sem eru vandamál- ið. Ekki svona Þvi miður hefur þetta ekki gengið svona fram. Það var alla tið vitað, að Alþýðubandalagið var mótfallið raunvaxtastefnu. Það var ennfremur vitað, að Framsóknarflokkur var hik- andi. Þegar Seðlabankinn hefur 'viljað framfylgja lögum, bæði l, marz og nú, 1. september, þá hefur myndazt þrýstingur lán- takanda á stjórnvöld, og þau hafa deilt fyrst innbyrðis, og síðan látið undan. Þessi ræfildómur stjórnvalda, sem auk þess er brot á landslög- um, á eftir að verða þjóðinni dýr. Liklegt er að vaxtastefnan hafi endanlega verið eyðilögð með þviaðþeirheyktustenn nú, 1. september. Bæði er, að spar- endur og lántakendur hafa misst trúna á þetta stýritæki efnahagslifsins. Eins hitt, að það stökk sem þyrfti að taka fyrir áramót er svo mikið, að þegar við bætist að stjórnvöld hafa hikað, þá er óliklegt að það verði hægt að ná þeim árangri sem heitið hafði verið. Þeir sem svo hafa haldið á málum, að heykjast á fram- kvæmd þessara laga, og það i heimildarleysi, hafa unnið ó- mældan skaða i efnahagskerf- inu. Raunvextir út af fyrir sig eru auðvitað engin lausn. En þeir eru annars vegar siðferði- legt réttlætismál, trygging sparenda og krafan um það, að lántakendur borgi lán til baka á réttu verði. Þeir eru einnig for- senda þess, að aðrar aðgerðir i efnahagskerfinu skili árangri, að fjárfesting verði i einhverju samhengi við væntanlegan arð. Með eyðileggingu þessarar stefnu hafa stjórnvöld unnið óþurftarverk, þvi miður. Furðulegur laga- skilningur Sagan um vextina leiðir hug- ann að öðru. Ætla hefði mátt, að um það gæti verið samkomulag i landinu, að þegar Alþingi sam- þykkti að ná markmiði raun- vaxta á hálfu öðru ári, i áföng- um, þá gætu sparendur treyst þvi, ao við þetta yrði staðið. Þetta hefur reynzt argasta fals. Sparendur hafa ekki getað treyst þessum lögum. Karakt- erlaust framkvæmdavald hefur séð fyrir þvi. En lögin i landinu segja ann- að. Þau segja, að Seðlabanki Is- lands, en ekki rikisstjórn, skuli fara með framkvæmd þeirrar vaxtastefnu, sem Alþingi á- kveður. Þetta eru skýr og ótvi- ræð lagaákvæði, og þess utan skynsamleg lagaákvæði, eins og reynsla siðustu missera hefur ó- tvirætt leitt I ljós. En allt kemur fyrir ekki. Tveir áhrifamiklir ráðherrar i núverandi rikisstjórn eru fyrr- verandi lagaprófessorar, þeir Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson. Sennilega stendur þeim nákvæmlega á sama. Þeir vita sem er, að þjóðin er orðin öllu vön I þessum efnum. Laga- bókstafur er litils virði, Kerfið er meira og minna ónýtt. Og jafnvel þótt einhver sparifjár- eigandi reyndi málssókn, þá er eins liklegt að dómur félli stjórnvöldum i vil. Af hverju er óstjórn á íslandi? Þetta er einn þáttur og meira að segja veigamikill þáttur þeirrar sögu. Vilmundur Gylfason. Minnkandi smygl eöa minna eftirlit? „Ekkl áslæða tn að ætia að mlnnl ðrangur nðlst” - segir tollgæslustjóri um öreytt fyrirkomulag á tollgæsiunni Smygltilraun ellefu skipverja á Hofsjökli, sem uppvist varð um á Suðureyri um siðustu helgi, hefur vakið ýmsar spurningar um, hvernig toll- gæslu sé háttað við strendur landsins. Það vekur til dæmis athygli, að skipið var tollafgreitt i Reykjavik og kom á nokkrar hafnir á Vestfjörð- um áður en uppvist varð um smyglið en þá fóru um borð i skipið tollgæslumenn úr Reykjavik en ekki heimamenn. Á tæpri viku munu skipverjar, þeir er hlut eiga að máli, hafa selt 147 flöskur af áfengi og 125 karton af sigarettum en auk þessa varnings fundust i fórum þeirra 22 talstöðvar og hljómflutningstæki sem ætlunin var að smygla i land. Smyglið i Hofsjökli hefur vakiö ýmsar spurningar um breytt fyrir- komulag tollgæslu hér á landi. Á undanförnum árum hafa veriöaö ganga yfir breytingar á tollgæslunni þannig, að tollvörð- um úti á landsbyggðinni hefur verið fækkað en lögreglumönn- um falið aö annast tollgæslu i þeirra stað. Þær raddir hafa heyrst, aö við þetta hafi smyglurum veriö gert auð- veldara fyrir, einkum á hinum minni stöðum úti á landi. Þá mun einhverrar óánægju hafa gætt meöal tollvaröa og lög- reglumanna vegna þessa breytta fyrirkomulags. Vegna þessara umræðna haföi Visir samband viö Björn Hafsteinsson, deildarstjóra i tolladeild F jármálaráðu- neytisins og sagöi hann að breytingar þessar væru sam- kvæmt ákvörðun ráöuneytisins og heföu breytingarnar verið framkvæmdar i samvinnu viö tollgæslustjóra. Taldi Björn þetta fyrirkomulag vera til bóta ogvisaöiá bug fullyröingum um hiö gagnstæöa. Miklar sveiflur á milli ára Visir haföi samband við Kristin Clafsson, tollgæslu- stjóra og innti hann eftir samanburðartölum á áfengis- magni, sem tekiö hefur veriö viö tollskoöun á undanförnum ár- um. Kristinn sagöi, aö miklar sveiflur væru hvaö þetta varöar á milli ára enda þyrfti ekki aö komast upp um nema eitt stórt smyglmál til aö hækka þá tölu verulega. Þannig heföu 1451 flaska af áfengi veriö gert upp- tæk áriö 1979. Aöspuröur kvaöst Kristinn ekki vera I aöstööu til aö dæma um hvort smygl heföi færst I vöxt eöa ekki. Varöandi þá gagnrýni, sem fram hefur komiö vegna hins breytta fyrirkomulags á toll- gæslunni úti á landi sagöi Krist- inn, aö hér væri um aö ræöa fækkun um örfáar stööur toll- varöa, en hins vegar heföi lög- reglumönnum, sem jafnframt sinntu störfum tollvaröa, fjölg- aömun meira. Sagði Kristinn aö þvi væri engin ástæöa til aö ætla aö minni árangur næöist hvaö varðar tollgæslu úti á landi. Aðferðir skipta meira máli en fjöldi tollvarða. Kristinn var spurður um ástæöur fyrir þvi, aö nú færu aö jafnaði l-3mennum borö I skip i Reykjavikurhöfn til að tollaf- greiða þau en áöur heföu þeir veriö mun fleiri. Svaraöi hann þvi til aö þaö heföi sýnt sig aö fjöldi tollvarða skipti ekki meginmáli i þessu sambandi heldur þær aðferðir sem notaö- ar væru viö tollskoöun. Þá var Kristinn aö lokum spuröur aö þvi hvort ekki væri leitaö i verslunum aö smygl- uöum varningi eins og áöur var og sagöi hann að sá háttur væri enn haföur á. 1 þvl sambandi minnti hann á uppljóstrun um smyglvarning I verslunum Sláturfélags Suöurlands og fleiri verslunum fyrir um þaö bil ári, þanpig að slikar skyndi- kannanir heföu ekki verið lagö- ar af og væri ekki ætlunin aö gera þaö. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.