Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Miðvikudagur 3. september 1980. HROLLUR TEITUR AGGI Ekki segja mér, égY Mjögfyndiö — ætla aö geta — þú ]ég ætla aö hjálpa ert aö fara aö r spila tennis. Okei, Ronný,vertu tilbúinn aöY Seinna. Pabbiætlar MIKKI 12 VlSLR Miðvikudagur „Ekki nema til sex uði á „Það getur verið að við förum i endaða þessa viku, en það fer eftir þvi hvað fréttist af loðnunni. Ef ekkert er að fá þá látum við það biða”. Þetta sagði Asmundur Sveinsson, annar stýrimaður á mesta loðnuveiðiskipi landsins, — Sigurði RE 4. Við hittum hann við spilið þegar verið var aö skipta um snurpuvir og spurðum hvað undirbúningnum liði. „Þetta fer allt að verða tilbúið og við fáum nótina senda frá Vest- mannaeyjum einhvern næstu daga. Það er ódýrara að fá hana senda með vörubil, sem fer á milli lands og Eyja með Herjólfi, heldur en að sigla eftir henni, en olian i slikan túr myndi kosta um eina milljón”, sagði Asmundur. á sjá fimm mán- ári” Kvótinn sem Sigurður fékk eru 18.500 tonn og var greinilegt að As- mundur var ekkert yfir sig hress með þann úrskurð. „Þetta er aðeins þúsund tonnum meira en við fengum i fyrrahaust. Það er sem sagt ekki reiknað með þvi að við veiðum neitt á vetrarver- tiðinni”. A Sigurði er fimmtán manna áhöfn og sagði Asmundur að flestir þeirra hefðu verið i eitthverju dútli i sumar. „Sjálfur hef ég verið að vinna I lóðinni hjá mér, en ég byggði i Breiðholtinu fyrir einu og hálfu ári. Nú svo hef ég passað börnin þvi konan vinnur úti á sumrin. Það er ágætt fyrirkomulag þegar maður er ekki á sjónum nema fimm til sex mánuði á ári”. Asmundur Sveinsson, annar stýrimaður á Siguröi RE, var ekkert alltof hress með kvótann sem þeir fengu úthlutað. 3. september 1980. .............................................................. 1 Hér sést i afturendann á einu loðnuskipanna þar sem það siglir út á ytri höfnina til kompásstillinga. úr 658 þúsund tonnum. Þaö er mikill samdráttur frá þvi sem verið hefur á tveimur siðastliðn- um sambærilegum timabilum, en þá var aflinn um milljón tonn. „Þegar Norðmenn fundu loön- una var hún við Jan Mayen, en við vitum ekki enn hvaö hún er komin langt áleiðis til okkar”, sagði Agúst. Visismenn lögðu leið sina niður að höfn i gær og spjölluöu lítillega við loðnusjómenn, sem voru að leggja siðustu hönd á vertiðar- undirbúninginn. Nú er sem óðast verið að gera loðnuskipin klár til veiða, en þær mega hefjast á föstudaginn. Skip- in hafa mörg hver legið við bryggju mánuðum saman og að mörgu þarf að hyggja áður en slagurinn byrjar. Aö sögn Agústs Einarssonar hjá Landssambandi islenskra út- vegsmanna, hefur 52 skipum verið úthlutað kvótum á þessari loönuvertiö og sagðist hann búast við aö um 30-40 af þeim færu til veiða um og eftir næstu helgi en hin myndu tinast á miðin upp úr þvi. „Það er ekki enn búiö að ákveða verð á loönu og við höfum ekki viljaö hvetja menn til að hefja veiðar fyrr en það hefur verið gert”, sagði Agúst. Heildaraflinn á þessari vertið, það er frá þvi nú i september og fram I mars, má ekki fara fram Texti: Páll Magnússon Myndir: Bragi Guömundsson Loðnuvelðar tiefjast á föstudaginn: FLOTI FIMMTÍU SKIPA ÚR HÖFN NÆSTU DAGfl „Náum ðllu núna ef allt gengur ver „Ef ekkert kemur upp á þá för- um við af stað i kvöld”, sagði Grímur Jón Grimsson þegar við hittum hann rétt i þvi sem hann var að fara með skip sitt, Nátt- fara RE 75 út á ytri höfnina til þess að láta stilla kompásinn. Þetta er fyrsta vertiðin sem Grimur er skipstjóri á loönuskipi, en áður var hann stýrimaður á aflaskipinu Guðmundi RE. „Við megum veiða 10.800 tonn og erum ekkert alltof ánægöir með þann kvóta enda fékk skipið um átta þúsund tonn á siðustu sumarvertiö einni saman. Við er- um nokkuö vissir um aö ná þessu öllu núna ef allt gengur vel”, sagöi Grimur. Náttfari ber um 540 tonn af loönu og er með fjórtán manna áhöfn. „Við þurfum alveg jafn marga menn og stóru skipin, enda er nótin hjá okkur jafn stór og þeirra”, sagði Grimur. Hann sagði að Náttfari myndi leggja upp aflann þar sem það væri hagstæðast hverju sinni, en bjóst við að bátar i eigu fiski- mjölsverksmiöja sigldu með afl- ann til þeirra. Við spurðum Grim hvernig það legðist i hann að vera nú skip- stjóri í fyrsta sinn. „Það leggst bara vel i mig. Það er heilmikill munur á þvi aö vera skipstjóri og stýrimaður,.en ég veit að hverju ég geng þvi ég leysti af sem skipstjóri á Guð- mundi”. Grimur sagðist hafa beðið eftir loðnuvertiðinni i allt sumar og þróunin væri sú, að menn þyrftu aðtaka inn árstekjurnar á tveim- ur til þremur mánuðum. Grlmur Jón Grimsson, skipstjóri á Náttfara, er aö hefja slna fyrstu vertlö sem loönuskipstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.