Vísir - 05.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 05.09.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR r-”1 2 3 4 5 6 Föstudagur 5. september 1980 Hvaö vilia helst sjá á áhörfén'dUr skákmðtum? Hvaö vilja áhorfendur helst sjá á skákmótum? Þessi spurn- ing var lögö fyrir áhorfendur á alþjóðlegu móti fyrir nokkru, og voru flest svör á þá leið, að fórn- ir, tlmahrak og óvænt úrslit gleddu augað hvað mest. Teoriskar nýjungar, tækni i úr- vinnslu og vel tefld endatöfl voru neðar á blaði, og þvi væru það skákméistarar á borð við Alechine og Tal sem fremur skák Umsjón: Jóhann örn Sigurjóns- sop tefldu fyrir áhorfendur, heldur en tæknimenn svo sem Capa- bdianca, Petroshan og Smyslov. Miðað við svör áhorfenda hlýtur eftirfarandi skák að hljóta hæstu einkunn. Hér sigr- ar alls óþekktur skákmaður heimsfrægan stórmeistara á al- þjóðlegu móti, með þvi að fórna hverjum manninum á fætur öðrum. Skákin var tefld i 1. um- ferð National Bank of Dubai-mótsins i London fyrir stuttu, en þar urðu 8 keppendur jafnir i efsta sæti, þeirra á með- al Englendingarnir P. Little- wood og Speelman. Hvitur: A. Kosten England Svartur: B. Kurajica Júgó- slavia Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 (Paul Keres mun hafa verið upphafsmaður þessa leiks sem talin er hvassasta leið hvits gegn Sceveningen-uppbyggingu svarts.) 6.... h6 Svar: Fórnir, tímahrak 09 óvænt úrslit 7. g5 hxg5 8. Bxg5 a6 (Venjulegra er 8...Rc6 9. Dd2 Db6 10. Rb3a6 11. Be3 Dc7 12. f4, en stórmeistarinn vill koma andstæðingi sinum út af þekkt- um leiðum. Viss þversögn virð- ist þó liggja i þvi að stórmeistari sem liggur marga klukkutima á dag yfir hinum margvislegustu byrjanakerfum, skuli leitast við yfirgefa fræðin sem fyrst.) 9. Dd2 b5 10. a3 Rb-d7 11. f4 Bb7 12. Bg2 Dc7 13. 0»0*.0 Rb6 14. De2 Rc4 15. h4 Hc8 (Ef 15...Rxa3 16. e5 dxe5 17. fxe5Rd7 18. Bxb7 Dxb7 19. bxa3 og hvltur vinnur mann. Nú hót- ar svartur hins vegar 16.... Rxa3, eöa 16...Rxb2.) 16. Hd3 Be7 17. Bh3 Db6 18. Rd5!? (Með þessari þekktu fléttu, fer allt i gang.) 18.... exd5 19. exd5 Hc7 (Bjargar hróknum og valdar biskupinn á e7.) 20. Hel b4 21. a4 b3 22. Rf5 bxc2 23. Dxc2 Re5? (23....Re3! var rétti leikurinn, og eftir 24. Hdxe3 Hxc2+ 25. Kxc2 Rxd5 hefur hvitur ekki næg sóknarfæri fyrir þann mannafla sem hann hefur af hendi látið. Eftir textaieikinn gengur allt hins vegar upp hjá hvitum.) 24. Hc3 Hxc3 25. bxc3 Rg6 26. Rxg7+ Kf8 t 1 * Jlt 6 1 44 t t t a 4 t 27. Re6+! (Nú hefst magnaður hringdans, þar sem sporin eru tekin á e6-reitnum.) 27................... Kg8 28. Rd4 Rxd5 29. Be6! (Með ógnuninni 30. Dxg6+.) 29................... Kg7 30. Df5 Rf6 I X tik t iUtf A44 #4 t t & 5 t t Michael tefldi fyrir áhorfendur. Það gerði Aljekin líka. 31. Bxf7! Kxf7 32. Hxe7+! („Og enn kvað hann”.) 32.................. Rxe7 33. Dxf6+ Kg8 34. De6+ (E6-reiturinn er nýttúr til fulln- ustu.) 34................... Kg7 35. Dxe7+ Kg6 36. Df6+ Kh5 (Eða 36...Kh7 37. Df7 mát.) 37. Dxh8+ Kg4 38. De8 og i þessari gjörtöp- uðu stöðu féll svartur á tima. Það er kaldhæðnislegt, að eftir allar fórnirnar er hvítur manni og tveim peðum yfir i leikslok. Jóhann örn Sigurjónsson. 27 Evrópumót ungllnga I brldge: Hallar unflan- fæti hjá ís- lendlngum Siðustu fimm umferðir Evrópu- móts unglinga I bridge, sem stendur þessa dagana yfir I Israel, hefur islensku þátttakend- unum vegnað verr, eftir góða byrjun I fyrstu fjórum umferöum. í 5. umferð töpuðu þeir fyrir norsku sveitinni, 4-16, og þótt óheppni fylgja þeim þar. 1 6. umferð áttu íslendingarnir slæman leik á móti Bretum og töpuðu 20 gegn minus 5. í 7 umferð hafa þeir bitið á jaxlinn og brett upp ermar, þvi að þeir unnu Holland með 20 gegn minus 5. Spánn er efstur I mótinu með 130 stig, Frakkland i öðru sæti meö 118 og Sviþjóð i þriðja sæti meö 116. — ísland er i 8. sæti meö 78 stig (21 stigi á eftir Noregi i 7. sæti) og aðeins 1 stigi á undan 9. sæti. Þátttökusveitir eru fimmtán. Nýtt loðnuverð „Það hefur hingaö til ekki staöið á þvi, að verðiö hafi veriö borgað og ég tel tvimælalaust að verðiö sé ekki of hátt” sagöi Agúst Einarsson, en hann var annar af fulltrúum seljenda I nefnd sem ákvað verð á loönu fyrir haustloönuVerðið 1980. Verðiö var ákveðið 31.45 krónur fyrir hvertkiló og er þá miðaö við 16% fituinnihald. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns I nefndinni, Ólafs Daviðssonar og fulltrúa seljenda þeirra Agústs Einars- sonar og Ingólfs Ingólfssonar, á móti atkvæðum fulltrúa kaup- enda Guömundar Kr. Jónssonar og Jóns Reynis Magnússonar. Jón Reynir vildi litið um þetta verö segja, en sagði aö ágrein- ingur hafi verið minni en oft áður og hafi ekki þurft að gera neinar bókanir. Það sem hann var hvað óánægðastur með var það, að nú þarf Verðjöfnunarsjóður að greiða töluvert inn i þetta og taldi hann að meö þvi áframhaldi yrði litið eftir af sjóðnum við vertiðar- lok. AB. Sannteiksgildi íslendingasagna Margur frægur maðurinn hef- ur gengið fram fyrir skjöldu og dregið sannleiksgildi íslend- ingasagna iefa. Hefur þetta þótt eitt hið mesta menningarsport að undanskildu þvl sporti að rökræða höfunda einstakra verka og jafnvel skrifa bækur máli sinu til stuðnings. Litlu skiptir raunar hvort Þorvarður Þórarinsson skrifaði Njálu eða hvort Snorri lét skrifa. Umræða um sllkt er svona állka frjó og þingræðurum tófuveiöar. Verra hefur mörgum þótt ef ekki hefur mátt trúa islendingasögum. Menntastofnanir margvislegar og forustumenn þeirra hafa ekki þorað annað en hlaupa eftir tið- aranda véfengingarmanna, og látiðkyrrt liggja þótt tekinværi æran af islendingasögum. Ein- staka sveitamenn hafa þó trúað þvi, að þær væru sannar i meginatriðum og hafi þeir þökk fyrir. Maöur að nafni dr. Stefán Aðalsteinsson, sem einkum hefur lært fræði um erfðir og liti sauðfjár og unnið aö þvi að ná fram hvitri ull, hefur á liönu sumri unnið það afrek ásamt fleirum, I þjóðminjafræöi, sem er óskyldust hvítri ull allra fræöa, að sanna svo ekki verður um villst, að Hrafnkelssaga er sönn. Var hún þó talin Hðilegust lygisagna I samanlagðri lyga- þvælu tslendingasagna af spek- ingum Háskóla tslands og Stofnunar Árna Magnússonar, sem manni skilst að tekið hafi upp leiksstarfsemi á vettvangi lygasagnanna. Afrek Stefáns, sem er fyrst og fremst doktor I hvitri ull, er þeim mun merki- legra, þar sem hann hefur ekki haft nein visindaleg afskipti fyrr af þvi krukki, sem hinir lærðu viöhafa I fræðum er snerta sagnaritún I lok þjóð- veldisaldar. Með nokkrum greftri á söguslóðum Hrafnkötlu og notkun infrarauðra mynda, sannaði Stefán I einu vetfangi, að tuttugu bæir eða meir hafa verið I Hrafnkelsdal, eins og Hrafnkatla greinir frá, og þarf þvi ekki Iengur að fara á milli mála aö góður grunnur er undir sögunni. Auðvitað hefði dr. Stefán, vegna barnatrúar sinn- ar, getað hafið rökræður við hina „lærðu”, og flokkast meö Helga á Hrafnkelsstööum. En I stað hinnar endalausu og úr- slitalausu rökræðu hóf hann rannsóknir á sögusvæðinu, sem nú hafa leitt i ljós, að öll fræði Islenskra vlsindamanna I þá veru aö Ilrafnkatla væri dæmi- gerðust lygisagna meðal rita sögualdar, hefur ekki viö rök að styöjast. Ósagt skal látið hvaða áhrif þessi niðurstaða hefur á önnur fræði nafngreindra vis- indamanna, sem hafa þótt hvað skarplegastir, þegar þeir voru að koma lygaoröinu á Hrafn- kötlu. En llklegt má telja, að skrifum þeirra verði tekið með varúð I framtiðinni. Er leitt til þess að vita að hin vfsindalegu fræði skuli fara þannig i súginn mannsaldur eftir mannsaldur með ærnum kostnaði og ótlma- bærri vinnu. Dr. Stefán Aðalsteinsson mun I framtlðinni verða talinn sá maður, sem á einu sumri tókst að kippa islendingasögum I lið- inn aftur, og skipa þeim þar á bekk, sem þær eiga að vera, og voru raunar áður en fýldir spek- ingar komu til sögunnar með prófgráöur slnar til að rlfa niður samhengið I sálarllfi tslend- inga. Héðan af verður enginn i vafa um sannleiksgildi islend- ingasagna. AUt hitt dæmist dautt og ómerkt, þótt menn geti Ieikiö sér að ýmsum þáttum varðandi tilorðningu nafna og samsöfnunar i sögur. Það er sakiaust mál og skerpir frekar en deyfir umræðu. Dr. Stefán Aðalsteinsson er Austfirðingur, fæddur og uppal- inn á nálægum slóðum við sögu- svið Hrafnkötlu. Hann vildi ekki láta af barnatrú sinni og honum tókst að sanna að hún var rétt. Undarlega bregður nú við, þvi enginn af hinum málglööu flytj- endurn kenningarinnar um lyg- ina I íslendingasögum viröist þurfa aðandmæla eða játa villu sina. Þögnin ein virðist ætla að leggjast yfir sviðið, væntanlega þangað til afrek dr. Stefáns er gleymt, og aftur veröur hægt aö dusta rykið af villufræöum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.