Vísir - 30.09.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1980, Blaðsíða 2
vtsm Þriöjudagur 30. seþtember 1980 P. •V ..... Eyðir þú miklu i föt? lris Guömundsdóttir, vinnur hjá Liú: Nei, ég eyöi litlu, svona 30 þúsundum á mánuöi. mmí v,. ■ Offsettplöturnar af Helgarblaöi Vísis sem deilan stóö um. Gisli Jóhannsson, veitingamaö- ur: Nei, sáralitlu. Kristin Leifsdóttir, nemi: Ég kaupi föt á haustin og vorin, og svo um jólaleytið. Kristin Ingadóttir, sendiil hjá Hafskip: Nei, litlu. Sigurpáll Grimsson, rakari: Já, ég býst viö aö ég kaupi föt svona í meira lagi. Prentararnir neituöu aö vinna Heigarblaö Vísis - SOGÐU AD BLAÐH) MYNDI DEYFA AHRIF AF VERKFALLINU Miklar deilur risu i siðustu viku milli Reykjaprents hf., út- gáfufélags Visis, og fagfélaga i prentiðnaði vegna útgáfu á helgar- eintaki blaðsins. Prent- arar neituðu að vinna við úmrætt tölublað áður en verkfall þeirra hófst og þvi varð ekkert úr útgáfu þess. Frágangi efnis flytt Forsaga málsins er sú, aö þegar Bókbindarafélag Islands, Grafiska sveinafélagiö og Hiö islenska prentarafélag höföu boöaö verkfall i dagblaöaprent- smiöjum dagana 26., 27. og 29. september, var ákveöið, aö flýta vinnslu i Helgarblaöi VIsis þannig.aö henni yröi lokiö áöur en verkfalliö hæfist. Rætt var viö verkstjóra i Blaöaprenti strax föstudaginn 19. seþtember og hann sá ekkert þvi til fyrir- stööu, aö blaöiö yröi tekiö i vinnslu I prentsmiöjunni á mánudeginum, enda yröi þaö unniö i dagvinnutima starfs- fólksins. 1 trausti þessa unnu blaöamenn Visis aö frágangi efnis alla helgina og skiluöu þvi til vinnslu í prentsmiðju á mánudagsmorgun. 1 prent- smiöjunni var siöan unniö viö blaöiö á venjulegan hátt fram eftir degi, en um kvöldiö héldu forystumenn prentara fund meö starfsfólkinu, og var þar ákveö- iö, aö þaö færi sér hægt I starfi þar til verkfalliö hæfist, til þess aö koma i veg fyrir útgáfu á helgarblööum dagblaöanna. Aö sögn forsvarsmanna prentara myndu helgarblööin draga úr á- hrifum verkfallsins. Blaðið unnið annars staðar Þegarljóst varö, aö Helgarblaö Visis fengist ekki unniö i Blaöa- prenti, var látiö vinna aö setn- ingu, umbroti, ljósmyndun og plötugerö af fagmönnum i öör- um prentsmiöjum, þannig að hægt yröi aö prenta þaö i blaöa- prenti á fyrirfram ákveönum tima, sem var siödegis fimmtu- daginn 25. september. Fyrst var samið viö Prentstofu G. Bene- diktssonar hf., en forystumenn prentara komu I veg fyrir aö verkinu y röi lokiö þar, og var þá leitaö til Prisma i Hafnarfirði, sem lauk verkinu. Ráöamenn Visis voru hins vegar f nokkrum vafa um hvort blaöið fengist prentaö i' Blaöaprenti og til þess aö hafa vaöið fyrir neöan sig leituöu þeir hófanna hjá öörum prentsmiöjum. A miövikudegin- um 24. september lýsti Prent- smiöja Odds Bjömssonar á Akureyri sig fúsa til aö annast prentunina, en til þess aö svo gæti oröiö varö aö minnka blaö- iö Ur fyrirhuguðum 32 siöum i 24. Engu aö siöur var ákveöiö aö hafa þennan möguleika i bak- höndinni. Um kvöldiö höföu skipast veöur í lofti og forráöa- menn Prentsmiöju Odds Bjömssonar tilkynntu, aö þeir treystu sér ekki til þess aö prenta Visi vegna þrýstings frá samtökum prentara i Reykjavik á starfsbræður fyrir noröan. Aö sögn ráöamanna höföu for- svarsmenn prentara fullyrt, aö blaöið heföi veriö unniö að fúsk- umm i Reykjavik, og þvi væri ó- tækt aöprenta þaö. Þarmeö var þessi möguleiki á útgáfu Helg- arblaðsins úr sögunni. Prentarar neita Um hádegiö á fimmtudegin- um var komiö meö offsettplötur Visis I Blaöaprent og þær af- hentar framkvæmdastjóranum, Óðni Rögnvaldssyni, meö beiöni um aö blaöiö yröi prentaö, en þaövárdagsett þann dag. Fraim kvæmdastjórinn lagöi þetta verkefni fyrir starfsmenn Blaöaprents á venjulegan hátt, en prentarar neituöu aö prenta blaöiö. A sama tima voru prent- ararnirhins vegar reiöubúnir til aö prenta sérstakt fylgiblaö Þjóöviljans um húsbyggingar- mál, sem koma átti út á föstu- deginum, en óðinn Rögnvalds- son ákvaö þá aö banna þá prent- un. Slðdegis á fimmtudag hringdi Óöinn i forráöamenn Þjóöviljans og spurði þá hvort þeir vildu að fylgiblaöiö yröi prentaö, en þeir neituðu. Rök deiluaðila Forráöamenn Reykjaprents hf. sendu frá sér harðorða yfir- lýsingu þegar ljóst var hverjar málalyktir yröu og 1 henni stendur meöal annars: „Allt þetta atferli teljum viö mjög al- varlegt samningsbrot, þar sem um hefur veriö aö ræöa vinnu- stöövun i marga daga fyrir boö- aöa vinnustöövun, sem á aö hefjast á morgun, föstudag. Þegar svo á þaö er litið aö auki, aö d sama tíma og stöövuö var vinnsla á Visi/var lokiö viö vinnslu, allt aö pressu, á sér- stöku aukablaöi Þjóöviljans, sem ekki d aö koma út fyrr en á föstudag, veröur þaö berlega ljóst, aö hér er um aö ræöa póli- tiska ofsóknaraögerð þeirra öfgaafla, sem ráöa lögum og lofum i stéttarsamtökum prent- ara, gegn frjálsum fjölmiöli, sem þeir vilja koma höggi d”. Röksemdir prentara fyrir ofangreindum aögeröum voru hins vegar þær, aö meö útgdfu Helgarblaösins væri Visir aö sneiöa hjá áhrifum verkfallsins og þaö gætu prentarar ekki liö- iö. Um Þjóöviljann sögðu for- ráöamenn prentara, að gegnt heföi ööru máli, þar sem þaö væri um aö ræöa dæmigert fylgiblaö, sem heföi átt aö ber- ast út meö hinu reglulega tölu- blaði Þjóöviljans. Þvi heföi ekki veriöhægt aö jafna honum sam- an viö Helgarblaö Visis meö til- liti til áhrifa á boðað verkfall. Þess má geta, aö Lesbók Morgunblaösins, dagsett laug- ardaginn 27. september, var unnin í prentsmiöju blaösins og borin Ut á föstudaginn. p.M. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.