Vísir - 30.09.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 30.09.1980, Blaðsíða 21
vtsm Þriðjudagur 30. september 1980 Alltaf stækkar „potturinn” i Is- lenskum getraunum. Þessa helg- ina var hann 4,5 milljónir. Úrslit voru frekar óvænt, en það hindr- aði ekki 7 heppna tippara, sem náðu 11 réttum og fá 452.500 krónur fyrir röðina. 128 voru með 10 rétta og fá 10.600 krónur fyrir. Yfirleitt hefur þátttaka f getraun- unum náð hámarki fyrir jól þannig að ekki er óliklegt að potturinn veröi um 7-8 milljónir um miðjandesember. E.J. Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Borussia Dortmund misstu dyrmætt stig i Bundesligunni á laugardaginn, þegar Dortmund gerði jafntefli 3:3 við VFB Stutt- gart á heimavelli sinum. Dortmund — með Atla sem besta mann — komst i 3:0 i leikn- um og var staðan þannig, þegar langt var liðið á siðari hálíleikinn. Þá voru leikmenn Stuttgart orðnir 10 talsins og við það rugl- aðist kerfið hjá þeim i Dortmund, svo að Stuttgart náði að jafna á örskömmum tima. Stórleikurinn i Bundesligunni á laugardaginn var sigur Bayern Munchen yfir Hamburg SV 2:1. Ahorfendur að leiknum voru 78 þúsund talsins og gal hann Bayern Munchen i aðra hönd um 1,8 milljónir vestur-þýskra markasem er met i vestur-þýsku knattspyrnunni. Staðan i Bundesligunni er nú þannig, að Bayern Munchen er efst með 14 stig. Siðan koma Hamburg SV og Kaiserslautern með 12stig hvort, en Dortmund er i 4. til 6. sæti ásamt Eintracht Frankfurt og Borussia Mönchen- gladback, en þau eru öll með 10 stig, aðloknum 8umferöum.... — klp — varOi víti 09 skoraði úr víti... Júgóslavneski lands- liðsmarkvörðurinn Pan- telic fékk á sig eitt mark úr vitaspyrnu og skoraði siðan sjálfur úr vita- spyrnu, þegar Júgó- slavar sigruðu Dani 2:1 i undankeppni HM í knattspyrnu á laugar- daginn. Pantelic átti ekki möguleika á að verja vltaspymuna frá Arne- sen, sem kom á 6. minútu leiksins og var fyrir brot Pantelic sjálfs á Lokeren-leikmanninn Preben Larsen. Danski markvörðurinn Quist átti heldur enga möguleika á að verja frá Pantellic 12 minútum siðar og heldur ekki þegar tvi- burabræðurnir Zlatok og Zoran Vujovic óðu saman upp aö marki hans, en þá skoraði Zoran sigur- markleiksinsmeðskalla.... -klp- Hinn vinsæli enski golfkennari John Mikaei Nolan, sem hefur starfað hér á landi s.l. þrjú ár, gekk i heilagt hjónaband á laugardaginn með Islenskri blómarós, Aðalheiði Sigriði Jörgensen. Þessi mynd, sem er tekin eftir athöfnina.sýnir aðþau hafa bæði gott grip á golfkylfunni og ekki skemmir það heldur myndina, aðsjálfur tslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson kemur þar fram sem „brúöarmær”. Visismynd SÞS.... Sumir aálust unn í rokinu vel mætl og mikll keppnl prátl lyrir vitlaust veður Siðasta opna golfmótiö á þessu keppnistimabili var haldið um helgina á golfvellinum á Horna- firði. Mættu þar til leiks yfir 50 kylfingar, þar af 34 frá öðrum golfklúbbum á landinu. Ekki höfðu þeir það allir af að ljúka við 36 holurnar, sem átti aö leika. Veðrið var svo vont — sér- staklega fyrri daginn — aö margir hættu keppni eftir örfáar holur. Sigurvegari I mótinu án for- gjafar varö Þórarinn B. Jónsson frá Akureyri, sem sigraöi Inga Schusler III USA Forráðamenn vestur-þýska knattspyrnuliðsins FC Köln, sem Akurnesingar mæta i Evrópu- keppninni i þessari viku, til- kynntu i gær, að stórstjarna þeirra, Bernd Schuster, muni skrifa undir samning við banda- riska liðið New York Cosmos i dag. Kaupverðið er sagt vera um tvær milijónir Bandarikjadollara og árslaun Schuster hjá Cosmos verða um 336 þúsund dollarar. Schuster, sem er 20 ára gamall, vonast til að geta leikið sinn fyrsta leik með Cosmos i næstu viku og þá á móti Asgeiri Sigur- vinssyni og félögum hans hjá Standard Liege i Belgiu. —klp— POTTURINH Má Aðalsteinsson frá Hornafirði I „bráðabana” um 1. sætið. Þeir léku 36 holurnar á sama högga- fjölda, eða 157 höggum. Björgvin Þorsteinsson GA varð þriðji á 158 höggumenslðankomu þeirEinar Guönason GA og Karl Hólm GK á 161 höggi. 1 keppninni meö forgjöf sigraði Leifur Gunnarsson GV — lék á 181 höggi, hafði 22 i forgjöf eða 44 á 36 holurnarog var þvi á 137 höggum nettó. Annar varð Magnús Páls- son GHH á 141 höggi og þriðji Hermann Erlingsson GHH á 147 höggum nettó. I kvennaflokki sigraði Sigur- björg Guðnadóttir GV án for- gjafar á 188 höggum. önnur varð Rósa Þorsteinsdóttir GHH á 194 og þriðja Karolina Guðmunds- dóttir GA á 203 höggum. Með for- gjöf varð Margrét Gisladóttir GHH sigurvegari. önnur varð Kristin Einarsdóttir GV og þriöja Agnes Sigurþórsdóttir frá golf- kliíbbnum á Eskifirði. Góð aukaverðlaun voru fyrir að vera næstur holu á einni braut- inni. Rósa Þorsteinsdóttir GHH fékk t.d. humarkassa fyrir að koma næst henni af kvenfólkinu og Jón Steinbergsson GA fékk myndarlegan sildarkút fyrir að verða næstur holunni af karl- mönnunum.... —klp— (OQRKINSON j (•FUTBqlSON ) ~mn FUTBOLSON OG PARKINSON! Tyrkir voru allt annaðen hrifnir af árangrisinna manna I leiknum við tslendinga i undankeppni HM I knattspyrnu á dögunum.sem þeirtöpuðu 3:1. Blöðin þar I landi voru uppfuli af myndum og skripateikn- ingum eftir leikinn og má sjá tvær þeirra hér. A annarri þeirra er gert góðlátlega grin af öllum þessum „son” sem voru I islenska liðinu — og á hinni á storkurinn með höfuðið i sandinum að tákna tyrknesku knattspyrnuna eins og hún ereftir tapiðfyrir tslandi.... —klp— Allt fór I rugl Degar andstæðíngunum fækkaðl Brynjar Kvaran var aöalmark- vöröur Vals I handknattleiknum s.I. vetur. Hann átti einnig fast sæti i landsliöinu hjá Jóhanni Inga og var fyrirliði landsliðsins á HM keppni 21 árs og yngri I Dan- mörku. Brynjar tll KR? Landsliðsm arkvöröurinn I handknattleik karla, Brynjar Kvaran, sem var aöalmark- vörður Vals I 1. deildinni og Ev- rópukeppninni s.I. vetur, mun hafa ákveðið að skipta um félag og ganga úr Val yfir i KR. Brynjar sem stundar nám I tþróttakennaraskólanum á Laugarvatni næstu tvo vetur hefurveriö oröaöur viöýmis félög aö undanförnu. En KR mun hafa oröið fyrir valinu og ætti þaö aö styrkja Vesturbæjarliðiö enn meir i baráttunni i 1. deildinni nú I vetur... -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.