Vísir - 30.09.1980, Blaðsíða 5
vtsm
Þriðjudagur 30. september 1980
Tenti: Cuð-
mundúr
Péturston
transkir hermenn skoba brak úr MIG-þotu frá trak, en mjög er fariö aö saxast á hergögn strfösaöila, og
gæti þaö knáiö þá til vopnahlés.
SLJAKKAR I BARDOGUM
EFTIR ÞVl SEM HERGðGN
OG SKOTFÆRI ÞVERR
Mjög hefur sljákkaö i bardög-
um Irans og íraks siöasta sólar-
hringinn, en um leið hefur drifiö
að viöa úr heimi áskoranir til
striðsaðila aö semja um vopna-
hlé. — Her Iraks segist hafa náð
helstu hernaðarlegu mark-
miðum, sem stefnt hafði verið að.
Saddam Hussein, leiðtogi
traks, átti i gærkvöldi viðræður
við Zia Ul-Haq, forseta Pakistan,
um hugsanlega málamiðlun sam-
taka múhameðstrúarrikja, eftir
aö hann hafði sent Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, orösend-
ingu þess efnis, að trak væri
reiðubúið til þess að binda endi á
átökin.
En skilmálar Iraks fyrir vopna-
hléi eru æöi harðir aðgöngu fyrir
tran og þykja jafngilda uppgjöf
transhers, sem hrakinn hefur
verið 90 km inn i tran frá landa-
mærum rikjanna.
Þessa niu daga sem átökin hafa
staðið hefur traksher státaö af
mörgum sigrum daglega, en
skýrði i gær frá aðeins einum
ávinningi. Nefnilega að náðst
hefði flugvöllur við Dezful, sem er
hernaðarlega mikilvægur bær,
noröan Khuzestan-oliuhéraðsins.
tranir hafa ekki gert neinar
loftárásir innan Iraks siðustu tvo
sólarhringa, og er skýringin á þvi
talin liggja i þvi, að saxast hafi á
skotfæra- og eldflaugabirgðir,
enda hafi trakar komist yfir tölu-
vert magn af hergögnum trana
meðfram landamærunum.
Útlendingar starfandi i trak
streyma úr landi og hafa erlendu
sendiráðin i Bagdad tekið hönd-
um saman viö aö hjálpa þessu
fólki til að komast, þvi að flug-
völlurinn i Bagdad hefur verið
lokaður vegna hættu á loftárasum
Irana.
I Teheran greina fréttir frá
bardögum iranska hersins við
traka og aðallega þá vörn bæjar-
ins Ahwaz, sem er á þröskuldin-
um aö Khuzestan-oliusvæðunum
og afar mikilvægur efnahagslifi
trans. Fjölmiðlar i tran hafa
samt litið upplýst almenning i
landinu um gang striðsins.
Forvisigmenn landsins hafa
lýst þvi yfir, að vopnahlé komi
ekki til greina, nema trak viður-
kenni landamærin eins og þau
voru fyrir striðið.
Sérfróðir menn ætla, aö
hergagnaskortur muni senn
knýja aðila til að gera hlé á átök-
unum.
ÆTLA AD SPRENGJA
AUSTANTJALDS-KAF-
DAT VID STOKKHÖLM
Sænski flotinn átti aö varpa
djúpsprengjum i nánd viö óþekkt-
an kafbát, sem hefur verið að
pukrast utan við skerjagarðinn i
Stokkhólmi siðasta hálfa mánuð-
inn.
Grunur leikur á þvi, að kaf-
báturinn tilheyri Varsjárbanda-
laginu og sé sennilegast pólskur,
en Svium þykir hann hafa brotið
landhelgi þeirra helst til lengi.
Sænska strandgæslan hefur af
og til á þessum hálfa mánuði
varpaö djúpsprengjum skammt
frá kafbátnum til þess aö annaö
tveggja hrekja hann Ur landhelg-
inni eða neyöa upp á yfirboröið,
sem hefur þd ekki tekist. — Botn
er þarna mjög ósléttur og
straumar miklir, svo að erfitt
hefur reynt aö finna kafbátinn
nákvæmlega meö bergmálsmæl-
ingum.
Menn urðu varir við, að kaf-
báturinn hreyfði sig I gær og virt-
ist þá hafa legiö i 20 klukku-
stundir hreyfingarlaus á botnin-
um, sem vakti hugmyndir um, aö
hann ætti ef til vill i einhverri
bilun.
Erik Korenmark, varnarmála-
ráðherra Svia, sagði I útvarpi i
gær, aö vera kafbátsins uppi
undir landsteinum Sviþjóðar i
þennan tima væri górflegasta
Nýnasistar
sprengja
V-bjóðverjar syrgja i dag 12
fórnardýr sprengjutilræöis á
föstudag á bjórhátið Munchen, en
efnt er til sérstakrar minningar-
athafnar.
Sprengjan sprakk á torgi i
Múnchen þar sem saman voru
komin um 200 þúsund manns, en
grunur leikur á þvi, að nýnasistar
hafi staöið að sprengingunni.
Lögreglan þykist viss um, að til-
ræðismaðurinn, 21 árs nýnasisti,
Köhler að nafni, hafi farist i
sprengingunni.
brot á landhelgi Svia, sem dæmi
væri um frá þvi I siðari heim-
styrjöldinni. Sagði hann, aö flot-
inn mundi gripa til hinna róttæk-
ustu aðgerða gegn kafbátnum.
Hugmyndin mun vera sú að
varpa djúpsprengjum fyrst I 100
metra fjarlægð frá kafbátnum, og
siðan færa sig nær honum, tiu eða
tuttugu í senn, ef kafbátsforing-
inn léti sér ekki segjast. Var
sænskum tundurspilli, tundur-
duflaslæðara, tundurskeytabáti,
þyrlum og kafbátum stefnt aö
staönum, þegar siðast fréttist I
gærkvöldi.
Arás á gyðinga-
skotmörk I Paris
Parisarlögreglan hefur fimm
menn i haldi grunaða um hlut-
deild i vélbyssuskotárásinni, sem
gerð var á föstudag á ýmsar
stofnanir gyöinga i Paris. Menn-
irnir eru allir nýnasistar.
Engan sakaði i árásinni, sem
gerð var á tvo gyðingaskóla, eitt
bænahús og grafhvelfingu til
minningar um franska gyðinga,
fórnardýr siðari heimsstyrj-
aldarinnar.
stjðrnarRreppa
Sandro Petrini, forseti Italiu,
byrjar i dag við ræður við hina
ýmsu leiðtoga stjórnmálaflokka
landsins i leit að leið út úr
stjórnarkreppunni, eftir að
samsteypustjórn Cossiga
forsætisráöherra var felid i at-
kvæðagreiðslu i þinginu fyrir
helgi með eins atkvæðis mun.
Úrslit atkvæöagreiðslunnar,
sem var leynileg, kom mjög fiatt
upp á menn, þvi aö skömmu áður
hafði þingiö lýst yfir trausti á
efnahagsstefnu stjórnarinnar, en
sú atkvæðagreiðsla var ekki
leynileg. Er nú vöknuð mikil úlfúö
innan stjórnarflokkanna og
þeirra i milli um, iiverjir
stjórnarsinnar hafi hlaupist
undan merkjum.
Reiðhjðlamaður
gómaður á radar
Þessi ungi Dani steig hjólið sitt
fullhratt að mati Kaupmanna-
hafnarlögreglunnar á dögunum,
þvi að hann lenti inni á radarnum
og reyndist vera á 60 km hraöa,
þar sem leyfilegur hámarkshraði
var 50 km/klst. Vitum við ekki
önnur dæmi þess, að reiðhjól
lendi I radargildru umferðarlög-
reglunnar. Pilturinn slapp samt
með áminningu.
Skáktölva
helmsmeistari
Skáktölva kölluð Belle sigraði
aöra, sem kölluð er Chaos, i úr-
slitaeinvigi f heimsmeistara-
keppni skáktölva. Belle hafði
raunar veriö spáð sigri, þvi að
hún er miklu fljótari en Chaos
(getur valið á milli 160 þúsund
mögulegra ieikja á sekúndu). En
Chaos var af mörgum haldin
„gáfaöri”. Þessar tvær höfðu
slegið út átján aðrar tölvur.
Gullverð
Gull féll niöur f 662 dollara úns-
an f gær á markaöifNew York, en
það byrjaði að dala f verði seinni
hluta siðustu viku. Þegar striöiö
braust út milli trans og traks i
byrjun siöustu viku, þaut gulliö
upp úr öllu valdi og komst i 700
dollara únsan og rúmlega það.
Var það i fyrsta skipi I átta mán-
uöi.
Heimilis-
saumavélir
Þessi draumavél
húsmóðurinnar hefur
alla helstu
nytjasauma — svo sem:
Zig-Zag, teygju
Zig-Zag, hnappagöt,
over-lock, teyjusaum, blindfald
og teygjublindfald.
Hún er auðveld í notkun og
létt í meðförum (aðeins 6,5 kg).
Smurning óþörf.
Þessi sænsksmíðaða vél frá Hus-
qvarna er byggð á áratuga
reynslu þeirra f smiði sauma-
véla, sem reynst hafa frábær-
lega — eins og flestum lands-
mönnum er kunnugt.
Það eina sem kerlingin hún Pálína átti var
saumamaskína.
Þess vegna spyrjum við:
Getur nokkur húsmóðir verið án sauma-
maskínu?
Nú — við tölum nú ekki um ósköpin þau —
að hún sé frá Husqvarna.
Við bjóðum viðhaldsþjónustu
í sérflokki
Sendum gegn póstkröfu
"0$
e'<
unnai ófyzeLióóo-n h.f.
Suðurlandsbraut 16-105 Reykjavík Simi (91) 35200
og umboðsmenn víða um land.