Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 2
Kylfingar byrja keppnistímabilið
með stigamóti í Eyjum / C2
Byrjað að ræða við arftaka Guð-
jóns Þórðarsonar hjá Stoke / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Indjánar norðursins/B1
Duldar áfengisauglýsingar – dulin áhrif/B2
Svona var ég og svona er ég/B3
Konur og geðlyf – þörf eða þyrnirósarsvefn?/B4
Trúarlegur listiðnaður/B6
Auðlesið efni/B8
I j r r r i
l r i l i r li ri
r r
r l r r ir r
r rl r li i r
l i i
Sérblöð í dag
Fyrsta ferð
Norrænu
í sumar
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
UM 280 farþegar og 100 far-
artæki voru með ferjunni Nor-
rænu sem kom til hafnar í Seyð-
isfirði klukkan níu í gærmorgun
í fyrstu ferð sumarsins. Það er
um 80 farþegum meira en var
með í fyrstu ferð síðastliðið sum-
ar.
Þetta er síðasta sumarið sem
þetta skip siglir á þessari leið því
nýtt skip, sem er þrisvar sinnum
stærra, verður tekið í notkun
næsta sumar. 17 ferðir eru áætl-
aðar með Norrænu hingað til
lands í sumar en skipið heldur
uppi ferðum milli Seyðisfjarðar,
Þórshafnar, Esbjerg og Bergen.
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðinu
í dag fylgir
32 síðna
blaðauki
með
kosninga-
greinum.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Guðmund Inga Þór-
oddsson í fimm ára fangelsi, annars
vegar fyrir tilraun til að flytja 4000–
5000 e-töflur til landsins frá Amst-
erdam og hins vegar fyrir að flytja
994 e-töflur hingað til lands með
pósti.
Guðmundur skipulagði og fjár-
magnaði innflutninginn frá Litla-
Hrauni þar sem hann beið dóms
Hæstaréttar vegna innflutnings á
3.850 e-töflum. Dómurinn taldi að í
ljósi aðstæðna Guðmundar hefðu
brotin sem hann er nú dæmdur fyrir
verið „einstaklega harðsvíruð“.
Faðir Guðmundar var sýknaður af
ákæru um aðild að málinu fyrir að
hafa skipt peningum í gjaldeyri fyrir
son sinn og annar maður var sýkn-
aður af ákæru um aðild fyrir að hafa
farið til Amsterdam til að sækja
e-töflurnar.
Tveir menn til voru dæmdir í fimm
og tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að
póstmálinu.
Guðmundur Ingi játaði að hafa lagt
á ráðin um að flytja inn til landsins
allt að 5000 e-töflur á næstu vikum.
Hafði hann samband við kunningja
sinn, fékk hann í heimsókn til sín í
fangelsið og lét hann fá bréf með ítar-
legum fyrirmælum. Áður en maður-
inn fékk bréfið í hendur höfðu fanga-
verðir komist í það og ljósritað.
Líkur en ekki sönnun
Faðir Guðmundar Inga tók við
peningum sem komu frá syni hans og
skipti hluta af þeim í hollensk gyllini
og afhenti kunningjanum féð. Kunn-
inginn fór til Amsterdam í desember
og hitti Hollendinginn. Hann bar hins
vegar að þegar hann hefði fengið
bréfið frá Guðmundi Inga hefði hon-
um orðið ljóst að löggæslumenn
höfðu lesið það og því hefði ekki
hvarflað að honum að leggja út í
þennan innflutning. Þess í stað notaði
hann peningana í eigin þágu, um 500
þúsund krónur. Héraðsdómur sagði í
niðurstöðu sinni, að enda þótt nokkr-
ar líkur gætu talist vera fyrir því að
maðurinn hefði tekið við fénu í því
skyni að fara með það út og kaupa
fyrir það fíkniefni væri til þess að líta
að hann hefði frá upphafi neitað sök
að þessu leyti og ekkert hefði komið
fram í meðferð málsins fyrir dómi
sem hnekkti frásögn hans. Því bæri
að sýkna hann af ákærunni.
Grunaði ekkert þótt
sonurinn væri í fangelsi
Faðir Guðmundar Inga sagðist
ekki hafa velt því fyrir sér til hvers
peningarnir voru ætlaðir sem hann
fékk hjá syni sínum og þeir hefðu
ekkert rætt um það. Hefði sú stað-
reynd að sonur hans var í fangelsi
fyrir fíkniefnabrot ekki vakið neinn
grun hjá honum. Hann hefði oft tekið
að sér að sjá um ýmsan erindrekstur
fyrir son sinn, svo sem að greiða fyrir
hann skuldir og senda honum pen-
inga til útlanda. Dómurinn segir, að
enda þótt nokkrar líkur verði að telja
fyrir því að hann hafi grunað að sonur
hans ætlaði sér að nota féð til að
kaupa fíkniefni sé ekki hægt að úti-
loka að hann hafi staðið í þeirri trú að
hann væri að greiða skuldir fyrir son
sinn.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
kvað upp dóminn. Ragnheiður Harð-
ardóttir saksóknari sótti málið fyrir
ákæruvaldið. Hallvarður Einvarðs-
son hrl. var skipaður verjandi Guð-
mundar. Aðrir verjendur voru Sveinn
Andri Sveinsson hrl., Pétur Örn
Sverrisson hdl., Hilmar Ingimundar-
son hrl. og Sveinn Guðmundsson hdl.
Fíkniefnabrotin voru
einstaklega harðsvíruð
Skipulagði og fjármagnaði fíkniefnasmygl úr fangelsinu á Litla-Hrauni
HARALDUR Örn Ólafsson er
kominn á lista yfir helstu afreks-
menn heimsins á vefnum
www.advent-
urestats.com og
er hans getið
sem nýjasta af-
reksmannsins
sem farið hefur
á „Pólana þrjá“,
þ.e. suður- og
norðurpólinn og
Everest-fjall.
Getið er um tólf
manns sem farið
hafa á pólana
þrjá og þar af eru fimm sem farið
hafa á „Hátindana sjö“ að auki og
er Haraldur þeirra á meðal. Ekki
liðu nema nokkrir dagar frá því
Haraldur lauk sjötindaleiðangri
sínum uns hann var kominn á um-
ræddan lista.
Móttaka í Smáralind
á sunnudag
Haraldur er væntanlegur til
landsins sunnudaginn 26. maí
ásamt unnustu sinni, Unu Björk
Ómarsdóttur, og bakvarðasveit-
inni en hópurinn hefur verið á
ferðalagi um Nepal að und-
anförnu. Haldin verður móttöku-
athöfn sem hefst kl. 17 á sunnu-
daginn í Vetrargarðinum í
Smáralind.
Haraldur
Örn Ólafsson
Haraldur
Örn kominn
á lista yfir
afreksmenn
Fimm farið á pól-
ana og tindana 7 SAMKVÆMT
heimildum Morg-
unblaðsins hefur
Hreinn Loftsson
hrl. ákveðið að
láta af stjórnar-
formennsku í
Baugi á aðalfundi
félagsins nk.
fimmtudag, 30.
maí.
Hreinn Lofts-
son staðfesti aðspurður í gærkvöldi
að hann hefði tekið þessa ákvörðun
og kvaðst mundu einbeita sér að
rekstri lögmannsstofu sinnar á
Höfðabakka 9 í framtíðinni.
Hreinn
Loftsson
lætur af
stjórnarfor-
mennsku
Hreinn
Loftsson
Baugur
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef-
ur dæmt karlmann í átta mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
þremur stúlkum, barnabörnum
mannsins. Sex mánuðir af refsingunni
eru skilorðsbundnir til þriggja ára.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa þuklað á stúlkunum innanklæða.
Við þingfestingu játaði maðurinn brot
sín. Maðurinn var dæmdur til að
greiða stúlkunum, hverri fyrir sig,
400.000 krónur. Logi Guðbrandsson
dómstjóri kvað upp dóminn.
Játaði
kynferðisbrot
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði í gær mann á þrítugsaldri í
síbrotagæslu að ósk lögreglunnar í
Reykjavík. Maðurinn er grunaður
um innbrot í nokkur fyrirtæki í
Reykjavík.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var
maðurinn handtekinn í fyrrakvöld en
hann hefur nokkuð komið við sögu
lögreglu áður. Óskaði lögreglan eftir
því að yfirheyra manninn og úr-
skurðaði Héraðsdómur hann í viku
gæsluvarðhald.
Síbrotamaður í
gæsluvarðhald
,,ÞRÓUN tekna ríkissjóðs er um
margt athyglisverð og gefur vísbend-
ingu um að samdrátturinn í efnahags-
lífinu sé í rénun,“ segir í nýútkomnu
vefriti fjármálaráðuneytisins. Tekjur
ríkissjóðs af virðisaukaskatti fyrstu
fjóra mánuði ársins hafa aukist um
1½ milljarð kr. frá sama tíma í fyrra,
eða sem nemur tæplega 7,5%. Þetta
svarar til um ½% samdráttar að raun-
gildi, samanborið við 8–9% samdrátt
næstu mánuði á undan.
Skv. nýjum tölum um greiðsluaf-
komu ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði
ársins hafa heildartekjur ríkissjóðs
hækkað um 5 milljarða frá fyrra ári
eða um tæp 7% og skatttekjur hækk-
uðu um rúm 5%. Á sama tímabili
námu almennar verðbreytingar rúm-
um 8%.
,,Þótt of snemmt sé að draga ein-
hlítar ályktanir af þessum tölum gefa
þær ákveðnar vísbendingar um
minnkandi samdrátt í efnahagslífinu.
Innheimta vörugjalds af bílum bendir
til sömu niðurstöðu [...].
Á hinn bóginn gætir áfram nokk-
urrar aukningar í innheimtu tekju-
skatts einstaklinga og trygginga-
gjalds sem endurspeglar minni
launahækkanir,“ segir í vefriti fjár-
málaráðuneytisins.
Dregur úr
samdrætti
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
rúmlega sjötugan karlmann fyrir að
hafa dregið sér og notað heimildar-
laust í eigin þágu a.m.k. 7,9 milljónir
króna af fjármunum háaldraðrar
konu meðan hann var skipaður lög-
ráðamaður hennar.
Hin meintu brot hófust á árinu
1992 og lauk árið 2000 þegar konan
lést. Maðurinn hélt samtals eftir
tæplega 10 milljónum króna. Til frá-
dráttar koma þær upphæðir sem
hann notaði í hennar þágu, um 1,8
milljónir króna.
Sveik fé af
aldraðri konu
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦