Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 6

Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% SJÁÐU! LAGERLOSUN 28" Steríó 39.995,- United 28" sjónvarp Utv-1028 28" Flatur Black Matrix myndlampi. Textavarp. 2x20 W Nicam Steríó hljóðkerfi. Allar aðgerðir á skjá. Svefnrofi. 2 Scart-tengi. Fjarstýring. MUNUR á fylgi Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur aukist á nýjan leik samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofn- unar ef borið er saman við nið- urstöður könnunar sem gerð var í fyrri hluta maí. Skv. niðurstöðum könnunarinnar nú, sem gerð var dagana 18.–22. maí, nýtur R-listi 51,6% stuðnings þeirra sem afstöðu taka en D-listinn 43,5%, og skilja rúm 8 prósentustig framboðin að. Þetta er nánast sami munur á fylgi framboðslistanna og kom í ljós í könnun Félagsvís- indastofnunar sem gerð var 19. til 28. apríl en þá mældist R-listinn með 51,7% og D-listinn 43,4%. Í könnun sem gerð var 6. til 9. maí var fylgi R-listans hins vegar 48,8% og D-listans 45,6%. 6,6% óráðin og 2,8% neita að svara Fylgi F-lista Frjálslyndra og óháðra hefur aukist lítið eitt frá síð- ustu könnun og mælist nú 4,2% en var 4% í síðustu könnun og 3,5% í aprílkönnun Félagsvísindastofn- unar. Í könnuninni nú voru þátttak- endur fyrst spurðir: „Ef borg- arstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem svöruðu „veit ekki“ voru þá spurðir: „Hvaða lista eða flokk telurðu líklegast að þú myndir kjósa?“ Eftir fyrri spurn- inguna voru 14,8% óákveðin en eftir þá síðari var hlutfall óráðinna kom- ið niður í 6,6% og 2,8% neituðu að svara spurningunni. Tölfræðilega marktækur munur Ef báðar spurningarnar eru tekn- ar saman mælist D-listi með 37,9% fylgi af heildinni, R-listi 45%, Frjáls- lyndi flokkurinn 3,7%, H-listi Húm- anista 0,5%, A-listi Höfuðborg- arsamtakanna 0,0% og Æ-listi Vinstri-hægri snú 0,1%. Sé eingöngu litið á hlutfallslega skiptingu milli svarenda sem taka afstöðu til framboðslista segjast 43,5% ætla að kjósa D-lista, 51,6% R-lista, 4,2% F-lista, 0,5% H-lista, 0,0% A-lista og 0,1% Æ-lista. Ef aðeins eru svo teknir þeir sem nefna stóru framboðin tvö fær D- listi 45,7% fylgi og R-listinn 54,3%. Vikmörkin á fylgi framboðanna í könnuninni eru 3,36% til eða frá og er því tölfræðilega marktækur munur á fylgi stóru framboðanna. Tæplega 86% þeirra sem kusu D- listann í síðustu borgarstjórn- arkosningum segjast ætla að kjósa hann aftur nú, en rúm 80% þeirra sem kusu R-listann síðast ætla að kjósa hann aftur nú. Hins vegar segjast 5,3% þeirra sem kusu D- listann síðast ætla að kjósa R- listann núna, en 9,3% þeirra sem kusu R-listann síðast ætla að kjósa D-listann nú. Álíka margir þeirra sem kusu D- eða R-lista síðast eru óákveðnir eða 5,6-6%. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar ætla rúmlega 48% þeirra sem ekki höfðu kosningarétt í síð- ustu kosningum að kjósa R-listann nú, tæpt 41% þeirra ætlar að kjósa D-listann, rúm 7% þeirra ætla að kjósa F-listann og tæp 4% þeirra eru óákveðin. Umtalsverður munur kemur í ljós á fylgi stóru framboðslistanna eftir borgarhverfum. Viðsnúningur hef- ur orðið á fylgi framboðanna í nýju hverfunum, þ.e. Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti (póstnúmerum 110,112,113 og 116), en þar mælist R-listinn nú með 52,3% fylgi en D- listinn 47,7%. D-listinn hafði meira fylgi í þessum hverfum í fyrri könn- unum og mældist þar með 60,6% í seinustu könnun en R-listinn 39,4%. Þá mælist D-listinn nú með meira fylgi en R-listinn í Breiðholti, póst- númerum 109 og 111, eða 55,3% samanborið við 44,7% fylgi R- listans. Í síðustu könnun voru fylk- ingarnar nánast hnífjafnar í þessum hverfum. R-listinn hefur sem fyrr mun meira fylgi í eldri hverfum borgarinnar, með póstnúmerin 101, 104, 105 og 107, og mælist þar með 61,3% fylgi en D-listinn 38,7%. Samkvæmt mati Félagsvís- indastofnunar reyndist ekki töl- fræðilega marktækur munur á fylgi stóru framboðanna eftir kyni og aldri í þessari könnun. Af þeim sem nefndu annaðhvort lista Sjálfstæð- isflokksins eða Reykjavíkurlistann sögðust 49,2% karla ætla að kjósa D-lista og 50,8% R-lista. 42,7% kvenna sögðust styðja D-listann og 57,3% R-listann. Könnunin var gerð í gegnum síma dagana 18.–22. maí meðal 1.200 íbúa Reykjavíkur á aldrinum 18 til 80 ára, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Alls fengust svör frá 846 og er það 70,5% svar- hlutfall. Þegar búið er að draga frá upphaflegu úrtaki þá sem eru ný- lega látnir, erlenda ríkisborgara eða þá sem eru búsettir erlendis er nettósvörun 71,4%. Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi framboðslistanna í Reykjavík Átta pró- sentustig skilja á milli R- og D-lista R-listinn hefur nú átta prósentustiga for- skot á D-listann samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Félagsvísindastofn- unar. Miklar breytingar hafa orðið á fylgi framboðanna eftir borgarhverfum.                                                              ! " #$ $! %& '     ( (!                   ! " #$ $! %& ' "  #" " "  %) ! *              !"      # ()! +  +  ()! +  +  ()! +  + ,          ! "  # %" ! $     )!! * & !  ,   -                    .!   #" " "    25.maí2002 Skoðanakönnun SAMTALS var hálft sjöunda þúsund manns búið að kjósa utankjörfundar í Reykjavík á níunda tímanum í gær- kveldi. Það er heldur meiri kjörsókn en í undanförnum sveitarstjórnar- kosningum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í Ármúlaskól- anum þar sem utankjörfundarkosn- ingin í Reykjavík fer fram. Frá 10 í gærmorgun og fram til klukkan 20 í gærkvöldi höfðu um 1.240 manns greitt atkvæði utankjör- fundar í Ármúlaskólanum, en þá voru enn tvær klukkustundir þar til kjör- stað yrði lokað. Í dag er hægt að kjósa utankjörfundar í Ármúlaskólanum frá klukkan 10–22 og á kjördag frá klukkan 10–18. Undanfarna daga hefur einnig ver- ið farið á stofnanir og sjúkrahús og þeim sem þar eru og ekki eiga kost á því að fara á kjörstað á kjördag gefinn kostur á því að kjósa utankjörfundar. Heldur fleiri utankjörfund- aratkvæði Morgunblaðið/Þorkell Undanfarna daga hefur fólki á sjúkrahúsum verið gefinn kostur á að kjósa utan kjörfundar og er þessi mynd tekin á Borgarspítalanum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.