Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Meinatæknafélagið 35 ára
Á hraðri sigl-
ingu inn í
breytta tíma
STARF meina-tækna hefurlöngum verið
umvafið nokkurri dul-
úð. Þar fer fólk í hvít-
um sloppum sem vinn-
ur bak við luktar dyr
og starfar undir þagn-
areiði. Þetta er nokkuð
fjölmenn stétt, en allra
síðustu árin hefur
heldur fækkað í röðum
þeirra sem vildu
leggja fagið fyrir sig,
en á sama tíma hefur
starfið þó orðið stórum
fjölbreyttara og kröfu-
harðara. Það eru því
umbrotatímar hjá
meinatæknum og ekki
að ástæðulausu að þeir
líta fram veginn.
Fyrir skemmstu var
haldinn aðalfundur Meinatækna-
félags Íslands og var um leið
haldið upp á 35 ára afmæli stétt-
arfélagsins. Félagið skipti um
formann við þetta tækifæri og
við formennskunni tók Kristín
Hafsteinsdóttir. Kristín svaraði
nokkrum spurningum Morgun-
blaðsins í vikunni og varpaði
ljósi á starfið, fagið og hvað
framtíðin ber í skauti sér fyrir
meinatækna.
Hver er staða meinatækna á
35 ára afmæli stéttarfélagsins?
„Meinatæknar eru á hraðri
siglingu inn í breytta tíma. Upp-
haflega unnum við eingöngu við
meinafræðirannsóknir á lækn-
ingarannsóknarstofum en und-
anfarin ár hafa æ fleiri meina-
tæknar snúið sér að mjög ólíkum
verkefnum sem eiga það eitt
sameiginlegt að vera tengd líf-
sýnum af einhverju tagi.“
Hvert er hlutverk formanns
slíks félags?
„Formaður stýrir skútunni.
Og ég hef góða áhöfn, sem er
áhugasöm stjórn. Við erum á
hraðri ferð í óvissu og erum í leit
að öruggri leið til framtíðar.“
Er meinatæknifélagið eftirsótt
og vel launað?
„Meinatæknar voru vel laun-
aðir hér áður fyrr. Í mínum ár-
gangi sættum við fjöldatakmörk-
um, við vorum 24, en nemum
hefur farið fækkandi á síðustu
árum. Starfið er spennandi, fjöl-
breytnin mikil, aðferðir og tæki
þróast mjög hratt. Það er því al-
veg ljóst að launin fæla nýnema
frá stéttinni. Eins ber á því að
nýútskrifaðir meinatæknar með
B.S. gráðu fari beint í fram-
haldsnám og skili sér þar með
hægt inn á vinnumarkaðinn.“
Hvað gera meinatæknar, í
stuttu máli sagt?
„Við vinnum við rannsóknir á
flestu því sem tengist líkama
manna og dýra. Þekktust erum
við fyrir blóðrannsóknir sem
mjög mörg vinna við, en allir vef-
ir og vökvar líkamans
verða okkur að verk-
efnum, ásamt sýklum
og veirum. Hröðust er
þróunin núna í erfða-
fræðirannsóknum.
Störf okkar eru unnin undir
þagnarskyldu, við vinnum á lok-
uðum rannsóknarstofum og þar
sem fólk sér okkur ekki nema
rétt á meðan við skjótumst til að
safna sýnum erum við oft kölluð
blóðsugur. Í rauninni erum við
tæknilið, rannsóknartæki, að-
ferðarfræði og viðmiðunarmörk
eru okkar heimur.“
Hvers vegna er mikill meiri-
hluti meinatækna hér á landi
konur?
„Og hvílíkar konur! Við erum
flest mjög sjálfstæð í vinnu-
brögðum, jafnframt því sem við
finnum ríkt til samkenndar. Við
höfum mörg sveigjanlegan
vinnutíma miðað við flestar aðr-
ar stéttir og lengi voru laun okk-
ar vel boðleg til að framfæra
fjölskyldu. Karlar og konur í
stéttinni eru alveg jafnáhugasöm
fyrir verkefnum sínum.“
Er eitthvað áformað í tilefni af
35 ára afmæli félagsins. Eitthvað
til hátíðarbrigða?
„Við komum saman á afmæl-
isþingi. Meinatæknar kynna allt
of sjaldan sínar rannsóknir. Við
viljum gera meira af því í fram-
tíðinni.“
Mun hlutverk meinatækna
eitthvað breytast í fyr-
irsjáanlegri framtíð?
„Okkur sýnist að
það sé kominn tími til
að taka alvarlega á
ýmsum verkefnum.
Okkur líst illa á rannsóknarfúsk
sem boðið er upp á allt of víða.
Fólk kemur óttaslegið vegna
ábyrgðarlausra „mælinga“ í
verslunarmiðstöðvum til dæmis.
Eins finnum við fyrir því nú að á
meðan við sátum í einangrun
með okkar rannsóknir urðum við
ósýnileg og föllum ekki vel inn í
önnur kerfi. Þessu þurfum við að
breyta.“
Kristín Hafsteinsdóttir
Kristín Hafsteinsdóttir er
fædd 23. febrúar 1951 í Reykja-
vík, en alin upp í Keflavík og
Grindavík. Stúdent frá nátt-
úrufræðideild Menntaskólans í
Reykjavík 1971 og fór síðan í
nám í meinatækni í Tækniskóla
Íslands. Sérgreinar voru mein-
efnafræði og lífeðlisfræði. Síðan
tók hún BA í ensku frá Háskóla
Íslands og M.Phil. í bókmennta-
fræði við Sydney-háskóla í Ástr-
alíu. Kristín hefur unnið sem
meinatæknir á Íslandi og í Eng-
landi, starfað við greinarskrif,
kennslu og við söfn, verið dag-
skrárgerðarmaður á Rík-
isútvarpinu Rás 1, sett upp
Fræðasetrið í Sandgerði. Hún
starfar nú við lyfjarannsóknir í
meinefnafræðideild á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut og er formaður
Meinatæknafélags Íslands.
Kristín á þrjú börn, Gísla Jökul
lögreglumann, Hafstein, nema í
Tækniskóla Íslands, og Þor-
björgu, nema í Menntaskólanum
í Reykjavík.
Okkur líst
illa á rann-
sóknarfúsk
Tíu tutla fjóra.
Sérblað alla
sunnudag