Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 6
vlsm Fimmtudagur 2. október 1980. adidas^ promodel k/assa körfu■ boltaskór adidas -i' UNIVERSAL iþróttaskórnir komnir aftur adidas^ (jMjiŒDaD ÆFINGAGALLAR TRÍMMGALLAR SPORTVÖRUVER! €V(i Hentug húsgögn í smekklegu samræmi hvetja barn þitt til að vera heima og stunda nám sitt af kostgæfni. Allt fyrir barnið þitt. Húsgögn í barnaherbergið fáið þér hjá okkur með aðeins kr. 50.000 útborgun og kr. 50.000 á mánuði. Lítið inn. cT^ r»a r»ö! !»r» llildyliijl<h 20 - .V tillÍHNW-HllW Sýninf’aliiillinni - .lilím\h<ifih Evrópukeppni meistaraliða: Tap hja meisturum Forest oegn Sofia og Evrópumeistararnir voru par með siegnir út úr keppnlnnl Evrópumeistarar Notting- ham Forest fengu heldur betur útreiö i gærkvöldi, er þeir voru slegnir út úr Evrópukeppni meistaraliöa i gærkvöldi af búlgarska liöinu Sofia. Forest tapaöi fyrir leiknum i Búlgariu 0:1 og einnig i gærkvöldi, þegar liöin léku i Nottingham. Það var leikmaöur aö nafni Kerimov, sem skoraöi sigurmarkið 11 minútum fyrir leikhlé og kom þaö mark sem köld vatnsgusa framan i þá 25 þúsund áhorfendur sem sáu leikinn. Þaö er aöra sögu aö segja af Liverpool. Þeir áttu ekki i erfið- leikum meö finnska liöiö OPS og sigruöu 10:1 eftir aö staðan i leikhléi hafbi veriö 4:0. Souness skoraði þrjú mörk fyrir Liver- pool, sem haföi algera yfirburði i leiknum. David Fairclough skoraöi tvivegis ásamt Terry McDermott og þeir Kenny Dalglish, Sammy Lee og Ray Kennedy skoruðu eitt mark. Liverpool vann þvi samanlagt 11:2. Belgisku meistararnir FC Brugge fóru halloka gegn svissneska liöinu Basle, sem sigraði hvorki meira né minna en 4:1 viö mikinn fögnuð 25 þús- und áhorfenda. FC Brugge er þvi úr keppninni, en svissneska liöiö heldur áfram. Vfkingarnir hans Tony Knapp fóru enga frægöarför til Belgrad i gærkvöldi, er liöiö lék gegn Red Star. Júggarnir sigruðu 4:1 og samanlagt 7:3. —SK. UEFA-keppnin: lllan. Uta. on Ull- arnlr slannlr úi - en Standard Liege og Lokeren komusi áfram Ensku félögin, Wolver- hampton Wanderers og Manchester United eru bæöi úr leik i Evrópukeppni Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA-deppninni. Wolves sigraði hollenska liöið PSV Eindhoven I gærkvöldi á heimavelli 1:0, en það dugði skammt, þvi að Úlfarnir töpuðu fyrri leiknum i Hollandi 1:3 og samanlögö markatala félag- anna i báöum leikjunum er þvi 3:2 PSV Eindhoven i vil. Manchester United lék siðari leikinn gegn pólska liöinu Lodz i Póllandi. I gærkvöldi og varö jafntefli, hvorugu liöinu tókst aö skora, og heldur Lodz þvi áfram i keppninni vegna þess aö liðiö skoraði mark á útivelli, en leiknum i Manchester lauk meö jafntefli 1:1. 40.000 áhorfendur fylgdust meö leiknum og fögn- uöur þeirra var mikill i leikslok og hylltu þeir sina menn óspart i leikslok. Ipswich lék gegn griska liðinu Thessalonika á heimavelli þess siðarnefnda og sigruðu Grikkirnir 3:1. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruöu fyrsta markiö eftir að- eins fjórar mlnútur og var það Tsirmikos sem skoraði. Dramvis bætti siðan öðru viö fyrir leikhlé og á 65. minútu komust Grikkirnir i 3:0 með marki Zeleides. Það var enski landsliösmaðurinn Eric Gates, sem minnkaöi muninn fyrir Ipswich 15 minútum fyrir leiks- lok og Ipswich heldur áfram i keppninni á samanlagðri markatölu 6:4. Horst Hrubesch var hetja Hamburger SV, er liöiö gerði jafntefli við júgóslavneska félagiö Sarajevo á útivelli i gær- kvöldi 3:3. Hann skoraði öll mörkin fyrir Hamburger og fyrrverandi félagar Kevins Keegans halda áfram i keppn- inni á samanlagðri markatölu 7:5. Liö Arnórs Guðjohnsen og Asgeirs Sigurvinssonar, Loker- en og Standard Liege komust bæði áfram i keppninni. Loker- en sigraði Dinamo Moskva 0:1, og samanlögð markatala er 2:1 Lokeren i vil. Standard Liege sigraöi Steaua Búkarest 2:1 i Belgiu og samanlögö markatala varð 3:2 Standard i vil. Þá var lið Þorsteins Olafsson- ar, IFK Gautaborg, slegið út úr keppninni I gærkvöldi, þó að lið- iö sigraöi Twente Enschede frá Hollandi 2:0 1 Gautaborg. Holl- endingarnir sigruöu i fyrri leiknum 5:1 og samanlögð markatala varð þvi 5:3. —SK Óli Ben átti stórleik á móti Noregi. Hvaö gerir hann i kvöld? Stórleikur í Höllinni VALUR VIKINGUR í kvöld kl. 21.15 ó eftir leik KR og ÞRÓTTAR Valsmenn,við viljum minna á eftirtalin fyrirtœki: Sólning hf. Valgorður Leirubakka 36 Skatta- þjónustan Finlux-Fischer

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.