Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 15
vtsm Fimmtudagur 2. október 1980. Starfsmenn Flugleíða hættu við hátttöku í umræðuhætti: Sex auðir stólar í slónvarpsDættinum?i Sex fulltrúar starfsmannafé- hádegi. hafi ætlaft sér aö ráhast harka- laga innan Flugleifta höfðu þegið t morgun hafði fulltrúum lega að Siguröi Helgasyni, en við með þökkum boð um að koma i starfsmanna hins vegar snUist nánari athugun ekki talið sig hafa umræðuþátt sjönvarpsins i kvöld hugur og vildu ekki koma til þess nein stórskot á forstjórann. Það um málefni Flugleiða. Laust upp að bauna spurningum á Sigurð og ma þvi bUast við sex auðum stól- Ur klukkan niu i morgun til- ráöherrana. Töldu sig þð geta Um I sjónvarpssal f kvöld. — sx Baldur Oúflsson lormaður Félags Loftleiðaflugmanna: „VISISFRETTIN KOM I VEG FYRIR ÞATTTÖKU” „Viö vorum búin aö ákveöa aö koma i þennan umræöuþátt i sjónvarpinu þrátt fyrir allt og var þaö vegna beiðni Sigrúnar. En þegar frétt um þetta birtist i Visi þá kom sú frétt f veg fyrir aö viö tækjum þátt í þessum umræöum” sagöi Baldur Oddsson FOR- MAÐUR Félags Loftieiöaflug- manna i samtali viö Visi I gær- dag. Það vakti mikla athygli sjón- varpsáhorfenda. er sex fulltrúar starfsmannafélaga innan Flug- leiöa mættu ekki i umræðuþátt sjónvarpsins um málefni Flug- leiða á þriöjudagskvöldið. Eins og fram kom i frétt Visis þann dag höfðu þessir fulltrúar þegið boð um að koma, en siðan snúist hugur. Um þetta sagði Baldur Oddsson: „Við komum saman kvöldið fyrir þáttinn til þess að semja spurningar. Þegar við fórum að kanna þetta nánar, meðal annars með þvi að tala við reynda sjón- varpsmenn, sáum við að timinn nægði ekki til þess að ræða mál- efni Flugleiða að neinu gagni. Hvert okkar hefði ekki fengið nema eina til eina og hálfa min- útu og það er ekki hægt að spyrja mikið á þeim tima. Við hefðum bara Verið eins og áhorfendur”. Visisfréttin „Við tilkynntum Sigrúnu Stefánsdóttur þetta á miðviku- dagsmorgun, en vegna beiðni hennar ákváðum við að endur- skoða afstöðu okkar. Mér er sagt að samstaða hafi siðan náðst um að koma, en þegar Visir kom út fannst okkur fréttin þar um málið á þann veg, að samstaðan rofnaði” sagði Baldur Oddson. — Hvers vegna óskuöu þiö ekki eftir aö fá aö senda bara einn eöa tvo fulltrúa i staö sex? „Þaö var einmitt það sem við ætluðum að gera þegar Visir kom út. Sigrún hafði hlaupið með þetta i blaðið og okkur fannst að það værieins og við létum kúga okkur til að mæta. ef við létum verða af þvi,"sagði Baldur Oddsson. Hann sagði ennfremur, að þeim hefði ekki verið boöið upp á breytt fyrirkomulag á þættinum. Þá kvað hann það rangt i frétt Visis að ætlunin hafi verið að skjóta einhverjum rosaspurningum á Sigurð Helgason. óeðlileg vinnu- brögð sjónvarpsins og fréttin i Visi hefði komið i veg fyrir þátt- töku fulltrúa starfsmanna. Magnús L. Sveinsson, formaður félags verslunar- og skrifstofu- fólks.sagði i samtali við Visi, að hann hefði aldrei neitað að koma i þáttinn, en þátttaka sin hefði verið bundin þvi, að aðrir mættu. Þegar Visir hefði birt frétt um sex stólar yrðu auðir i sjónvarpssal, hefði þótt ófært að koma. Athugasemd blaðamanns: Þar sem frétt VIsis, sem ég skrifaði um þetta mál, er talin or- sök þess að fulltrúar starfsmanna tóku ekki þátt i nefndum sjón- varpsþætti, vil ég taka fram eftir- farandi: Ég fékk upphringingu frá starfsmanni hjá Flugleiðum á þriðjudagsmorgun, þar sem hann kvaðst hafa heyrt, að fulltrúar starfsmanna ætluðu ekki að mæta i umræddan þátt og var mjög ó- ánægður með þá ákvörðun. 1 framhaldi af þessu samtali, hringdi ég i Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamann og spurði hvort þetta væri rétt. Asakanir um að hún hefði farið með þetta i Visi.eru þvi út i hött og alrangar. Sigrún staðfesti, að einn af hin- um sex hefði hringt til sin og tjáð sér, aö ekki yrði af þátttöku sex- menninganna. Kemur það heim og saman við það, sem Baldur segir um þetta atriði. Að halda þvi siðan fram, að frétt Visis um þennan gang mála sé ástæðan fyrir þvi að ekki varð af þátttöku hinna sex, er svo fáránleg, að vart er orðum að eyðandi. Auðvitað var þeim i lófa lagið að senda tvo menn i stað sex til að fá meiri tima fyrir sin mál, ef þeir hefðu getað náð samkomu- lagi þar um og finnst mér óliklegt annað en sjónvarpið hefði sam- þykkt það. Þessir fulltrúar starfsmanna Flugleiða hafa við engan aö sak- ast nema sjálfa sig fyrir aö hafa ekki gefiö þjóðinni tækifæri til að heyra úrræði starfsmanna. Ein- stakir fulltrúar þeirra hafa þóst hafa ráö undir rifi hverju til að rétta hag Flugleiða og er ekki aö efa, að fróðlegt heföi verið að kynnast sjónarmiðum starfs- manna. Sæmundur Guövinsson, blaöamaöur. DR E ÓSKADRAUMUR FÖNDRARANS | Dremel „Moto-Tool" verkfæri með 1001 möguleika: Fræsar, borar, slipar, fægir, sker út, grefur, brýnir. Fjölmargir fylgihlutir fáanlegir, svo sem fræsaraland, borstatíf, haldari, ótal oddar, sagir og sliparar. Fjölvirkstingsög (jigsaw) með aflúrtaki fyrir margskonar fylgihluti, svo sem slipi- og fægi- hjól og fræsarabarka með ýmsum fylgihlut- um. | Póstsendum samdægurs | 1 rómsTuriDfíHúsiÐ hf augauegi 164-Reykjauil; s=21901 SÉRVERSLUN MEÐ GJAFAVÖRUR CORVS HAFNARSTRÆTI 77 simi. 22850 ÍÞRÓTTAFÉLÖG - SKÓLAR- FYRIRTÆKI Æfingabúningar Jakkinn með tveimur vösum. Buxurnar með vasa og beinum skálmum með saumuðu broti. Litir: Rauöir meö 2 hvltum röndum Rauðir meö 2 svörtum röndum Svartir með 2 hvitum röndum Bláir með } hvitum röndum. Verð: Aðeins kr. 17.960.- Plimn ' peysur og buxur Allar stærðir. Mikið litaúrval. ATHUGIÐ VEL: Ódýr og góð KYNNING. Þið getið fengið hvaða merki sem er á alla þessa búninga. Leitið upplýsinga og tilboða. Bómullar- æfingagallar * ; B/ússa meö rerinilás. /itir: .v, pumn ' Velour peysur Allar stærðir. Margir litir. Verð kr.: 9.200. - Dökkblátt og grátt. Verð til 13.500. - Póstsendum Sportvöruvers/un T-bolir Verð aðeins kr. 3.500.— pumn kr: 19.300,- Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44 — Sími: 11783

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.