Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR , Fimmtudagur .2. október 1980. Sá best klæddi Óskar Magnússon sumar- maður af Visi og Vikuloka- sprauta útvarpsins ritstýrir nú Fólki i afleysingum. Hann hefur tekið upp nýjan þátt i blaðinu þar sem tilnefndur er bestklæddi maður vikunnar. Sá fyrsti sem varð þessa heiðurs aðnjótandi er Hákon Sigurgrimsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda. Kveðst Hákon eiga fern jakkaföt um þessar mundir og vandi hann mjög val sitt á fötum. Er hann vei að titlinum kominn, enda smekkmaður i klæðaburði. Ég legg til að Fólk taki lika upp þann sið að tilnefna verst klædda mann vikunnar. Þá yrði nú fjör. £ Albert de Gaulle Margir af þeim 60-70 sem sátu stofnfund málfundasam- taka Alberts á dögunum munu hafa veriö óhressir með að hvorki Albert Guðmundsson sjálfur né kosningastjóri hans, Indirði G. Þorsteinsson voru á fundinum, en Indriði mun hafa verið erlendis. Helena Albertsdóttir varð vör við þennan kurr I fundar- mönnum og benti þá á, að ekki þyrfti þetta að þýða að sam- tökin ættu litla framtið fyrir sér. Þegar Gaullistasamtökin voru stofnuð i Frakklandi hefði de Gualle sjálfur verið fjarverandi, en allir vissu hve öflug þau samtök urðu. Hresstust menn við þessa á- bendingu. Bílprðf án kunnáttu Að undanförnu hafa oröið nokkrar umræöur um hvort hér skuii lögleiða notkun bil- belta til að draga úr hörmu- legum afleiðingum árekstra. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að öllu betra væri að íslensk- um ökumönnum væri kennt að aka á réttan hátt og á þann hátt megi draga stórlega úr tiðni árekstra og umferðar- slysa. Það þarf ekki lengi að virða fyrir sér umferðina i Reykjavik til að sjá, aö stór hluti ökumanna er gersam- lega ófær um að stjórna bif- reið og lætur allar umferðar- reglur lönd og leiö. Sú spurning hlýtur þvi óhjá- kvæmilega að vakna hvort ökukennarar i borginni séu starfi sinu vaxnir eða hvort baráttan um nemendur sé orð- in svo hörð aö það kómi niður á kennslunni. Þvi ekki að halda fundi um þetta mál? SAFNA FRMERKJUM? HVER VILL Lesendasiðunni barst eftirfarandi bréf frá dönskum frímerkja- safnara: Ég er frimerkjasafnari og hef áhuga á að fara að bæta islensk- um frimerkjum i safnið mitt. Er ekki einhver sem hefur áhuga á frimerkjasöfnun, eins og ég? og vildi bæta dönskum frimerkjum i sitt safn? Ef svo er þá er nafn mitt og heimilisfang: Carsten Strange, Elstedvej 176, 8520 Lystrup, Denmark. Eeemiill Hafnfirðingar reka myndar- legt dagheimili i húsi sem keypt var af Emil Jónssyni fyrrverandi ráðherra. Börnin una sér þarna vel og ekki þarf að taka fram að heimilið er aldrei kallað annað en Kattholt. ^ Frá kynningu Vikingakvöldanna að Hótel Loftleiðum fyrir skömmu. VÍKINGARNIR VORU KOLLÚTTIR Vikingur hringdi: Hvenær ætlar vitleysunni um hyrndu vikingana að ljúka. Góðir menn hafa um árabil bent á, að vikingarnir voru ekki með horn á hjálmum sinum, heldur voru þeir kollóttir. Svo sé ég það i Visi, að Hótel Loftleiðir ætlar að efna til svo- kallaðra vikingakvölda og fylgdu myndir með fréttinni. Þar voru forráðamenn hótelsins allir meðhjálma að vikinga sið, eins og stendur i fréttinni, en hjálmarnir voru allir með horn. Vikingar drukku úr hornum, þeir voru ekki með þau á hausn- um! Bréfritari segir JC eiga heiöurinn af Alþjóðaári fatlaöra. Furðuieg nelndarskipan Jósep hringdi: Mig langar að lýsa furðu minni á nefndaskipan Svavars Gestssonar vegna Alþjóðaárs fatlaðra. Það vekur athygli, að ekki einn einasti fulltrúi frá Junior Chamber skuli eiga þar sæti, en hreyfingin er með þetta mál á sinni könnu og hefur sett það á oddinn á starfsárinu i ár undir slagorðinu: „Leggjum ör- yrkjum lið.” Þetta er alveg samskonar og gerðist á Ári barnsins. Þá sótti hreyfingin um að fá fulltrúa i Barnaársnefnd, en var synjað. Þess i stað vorú settir einhverjir „finir pappirar,” i nefndina, sem ekkert kom út úr. óeðiileg- ur veró- mlsmun- ur I irí- hðlnlnnl K.Á. hringdi: Ég kom frá New York nýlega, sem varla er i frásögu færandi, nema hvað ég keypti áfengi i frihöfninni. Þetta voru þrjár eins litra flöskur, ein Vodka á 5.75 dollara, ein Baccardi á sama verði, en siðan Gordon ginflaska á 9.25 dollara. Og nú langar mig til að spyrja, hvern- ig stendur á þessum verðmis- mun? Siðastnefnda flaskan er á rúmlega 60 prósent hærra verði en hinar tvær. Hvernig má þetta vera? Ég hef athugað verð á þessum sömu tegundum i Áfengis- versluninni og þar kostar Vodka og Baccardi flaskan 15.300 krón- ur, en Gordon gin flaska 15.000 krónur. Af hvf hú eri biindur Mæðgur úr Vesturbæn- um hringdu: Okkur fannst átakanlegt að hlusta á Gisla Krist jánsson toga svörin upp úr Eiriki Hjartarsyni i útvarpinu á föstudaginn var. Atakanlegra var að heyra gamla manninn segja tvisvar, að hann óskaði hann væri nú kominn i skóginn, sem hann gróðursetti. En átakanlegast var þó að heyra Gisla segja það kæmi Eiriki nú að iitlu gagni, hann væri jú orðinn blindur. Heldur þessi Gisli að öll skilningarvit deyi þótt augun missi sjónina? Við skorum á Skógræktarfélag Islands að bjóða gamla manninum norður svo hann megi finna ilminn af birkinu sinu. (Viðtalið var flutt kl. 19.40 i útvarpinu, föstud. 26. septem- ber, Eirikur Hjartarson sem nú býr á Hrafnistu, starfaði mikið að gróðursetningu i Laugardal og á Hánefsstöðum i Svarfaðar- dal). Hver vlll penna vln? Annabelle Triantafillidou, Geroiomini 35, 80078 Pozzuoli (Na), ITALY Ofangreind Annabelle skrif- aði bréf, þar sem hún segist hafa fjöldann allan af pennavin- um á sinum snærum á aldrinum 13 til 28 ára, og þeir séu alls staðar að úr heiminúm Hún segir jafnframt i bréfinu, að hægt sé að skrifa á ensku, þýsku, grlsku, itölsku, frönsku og spönsku. Ef einhver hefur á- huga er hann beðinn að skrifa, umræddri önnubellu bréf með helstu upplýsingum um sjálfan sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.