Vísir - 02.10.1980, Page 22

Vísir - 02.10.1980, Page 22
* V^vt'lV 22 VÍSIR Fimmtudagur 2. október 1980. Umsóknum um verslunarhúsnæði á seltjarnarnesl slunglð undir stól? Þóroddur Skaptason fyrir utan verslunina Nesval á Seltjarnarnesi. Þóroddur Skaptason. annar eigenda Nesvals: „Mér linnsl óheiðar- lega að hessu staðið” „Þeir voru aldrei inni í myndinni” - segir forseti bæjarstjörnar Seiijarnarness ,,Það er rétt, að eigendur Nes- vais lögðu inn umsókn um þessa umræddu lóð i janúar. En ég kem ekki inn i þessa mynd fyrr en fyrir hálfum öðrum mánuði. Þá kom þessi ungi inaður til min. ásamt félaga sinum. Hann setti mig inn i málið og sendi mér siðar bréf, sem ég tagöi fyrir bæjarstjórn. Það var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar fyrir u.þ.b. hálfum mánuði og bæjar- stjóra svo falið að svara þvi formlega". Þannig fórust Magnúsi Erlendssyni orð, þegar Visir spurði hann um afgreiðslu um- soknar eigenda Nesvals. „Umsóknin frá þvi i janúar heiur legið hjá bæjarstjóra, án þess að hann hefði svarað henni formlega eins og honum bar að gera i þessu tilviki. Þeir hafa þvi aldrei verið inni i myndinni, varðandi by ggingu þessa verSl- unarhúsnæðis. Sagði Magnús enn fremur, að það hefði alltaf verið hugmynd bæjarstjórnar að gera þessa þjónustumiðstöð sem vegleg- asta. Ef þær hugmyndir sem unnið hefði verið að i samráði við Vörumarkaðinn næðu fram að ganga, yrði reistur stór- markaður á Eiðsgranda, með margvislegri þjónustu ss. mat- vöruverslun, bakarii, raftækja- verslun, hárskerastofu, veit- ingasal o.fl. „Ungu mennirnir voru ný- búnir að festa kaup á húsnæði þvi sem Nesval er i, þannig að við álitum, að þeir hefðu engan fjárhagsgrundvöll til að ráðast i stórbyggingu. Það kom lika á daginn, aö svo var ekki, skv. út- reikningum, sem þeir lögðu fyrir okkur um sina fjárhags- getu", sagði Magnús. „Það er sem sagt allt rétt, sem kemur-'fram hjá Þóroddi, en vitaskuld get ég ekki tjáð mig um viðræður hans og bæjar- stjóra. Þar stendur íullyrðing gegn fullyrðingu og þarna var um að ræða tveggja manna tal, svo að ég get engu svarað til um það. En hins vegar hefði átt að svara umsókn þeirra íormlega og það fyrr en siðar”, sagði Magnús Erlendsson formaöur bæjarstjórnar Seltjarnarness. —JSS ,,Ég er ekki i striði við bæjaryfirvöld, en mér finnst hafa verið staðið óheiðarlega að þessum málum. Það er að minu áliti, ekki ó- eðlilegt að ég njóti sama réttar og utanað- komandi aðilar. En það hef ég greinilega ekki gert. Umsókn minni var ekki einu sinni svarað formlega, hvað þá annað”, sagði Þór- oddur Skaptason, annar eigandi versl- unarinnar Nesval. ,,Eg sótti upphaflega um þessa lóð á Eiðsgrandanum að tilmælum bæjarstjórans á Sel- tjarnarnesi. Hann hafði sýnt mér rissteikningu að væntan- legri verslunarbyggingu, sem mér leist mjög vel á og hentaði mér mjög vel. Skv. henni átti ég að fá verslunarhúsnæöi um 1000 ferm. að stærð. Það var hluti stærri samsteypu þar sem áttu að vera ýmsar þjónustu- greinar til húsa. Ég lagði inn umsókn mina skömmu eftir áramót og fékk þá góð orð hjá bæjarstjóra um framhald málsins. Þegar liðnir voru tveir mánuðir og ekkert hafði heyrst um afgreiðslu málsins, snéri ég mér aftur til bæjarstjórans. Þá höfðu heidur betur skipast veður i lofti. A- kveðið hafði verið að Vöru- markaðurinn fengi að byggja þarna. Teikningunum hafði verið breytt að ósk eiganda hans. Þannig að nú var fyrir- hugað að byggja upp þrjár hæð- ir samtals rúmlega 3000 fermetra, bilastæðum hafði verið f jölgað að sama skapi, auk þess sem veitt haföi verið leyfi fyrir fleiri vöruflokkum. Bæjarstjóri spurði mig hvort ég treysti mér til að reisa siikt hús, en ég kvað nei við, þar sem kostnaður er áætlaður um 1 milljarður, eftir stækkunina. Þar við sat. Ég veit ekki, hvernig ég sný mér i þessu i framtiðinni. Versl- uninaá Melabrautinni rek ég ekki nema i mesta lagi 2 ár til viðbótar. Þar er eríitt um allar aðstæður, engin bilastæði né annað sem til þarf. 1 skipulaginu er gert ráð fyrir versiun við Lindarbraut, og þar hefði ég getað fengið inni. En þar er sama sagan og á Mela- brautinni. Húsnæðið yrði mitt i ibúðarhverfi, bilastæði væru engin og ibúarnir eru mjög óá- nægðir með að fá verslun i götu. Þá gat ég íengið keypt hús- næði sem er hluti af Isbirninum og ætti, ef allt gengi eðlilega, að vera búinn að skrifa undir samning fil bráðabirgða núna. En mér hefur verið tjáð að það komi ekki til greina, að ég fái að versla þar með neinn þann vöruflokk, sem verði til sölu i nýja miðbænum, þannig að þetta veltur um sjálft sig. Ég vil að endingu taka það fram, að ég er ekki i neinu striði við bæjaryfirvöldin hér. Okkar samvinna hefur verið með mikl- um ágætum, þessi þrjú ár, sem ég hef verið með verslun hér. En mér finnst á hinn bóginn ó- heiðarlega staðið að þessu máli”, sagði Þóroddur að lok- um. —JSS Sigurgeir Sigurðsson J bæjarsljöri: j „Búiðað ! taka um- j sóknina ; ótal sinn- j um lypip”! ,,Þessi umsókn var | að sjálfsögðu tekin I fyrir i skipulagsnefnd. , Þar eru allar umsóknir ■ um aðstöðu i nýja mið- | bænum teknar fyrir”, I sagði Sigurgeir , Sigurösson bæjarstjóri, ' er Visir spurði hann um | afgreiðslu á umsókn I eigenda verslunarinn- , ar Nesvals. Aðspuröur um, hvort langt væri siðan umsóknin hefði verið ■ tekin fyrir á fundi skipulags- I nefndar svaraði Sigurgeir: ■ „Ætli það sé ekki búið að taka hana ótal oft fyrir. Skipuiags- I nefnd hittist alltaf hálfs mánaðarlega, stundum oftar." ■ Spurningu Visis um hvers vegna ® Magnúsi Erlendssyni, sem sæti _ á i skipuiagsnefnd, hefði ekki verið kunnugt um þetta mál, fyrr en umsækjendur leituðu til hans, svaraði Sigurgeir: ,,Ég vil ekkert fullyrða um það. En það getur verið að hann hafi ekki verið staddur á þeim skipulags- fundi, þar sem hún var tekin fyrir". Varðandi umíjöllun þessa máls i bæjarstjórn, sagði Sigur- geir að umsækjendur fengju m væntanlega formlegt svar eftir I næsta bæjarstjórnarfund n.k. « miðvikudag. Aðspurður um, I hvort honum hefði ekki verið ■ falið að svara umsækjendum ■ formlega fyrir rúmlega hálfum mánðuði, sagði hann: ,,Að sjálf- sögðu var mér falið að svara þeim á þann hátt, að við hefðum móttekið bréfið og að það væri hjá okkur”. Þess má geta að engin slik til- kynning hafði borist eigendum Nesvals i gær, þ.e. u.þ.b. átta mánuðum eftir að þeir sóttu um aðstöðuna. ósóttir vinningar i happdrættinu „Hjólhestur ’80” Vinningar i happdrættinu „Hjólhestur ’80” sem efnt var til i tilefni hjólreiöakeppninnar á milli Hollywood og H-100 i sumar eru enn ósóttir. Vinningarnir eru: lOgira DBS kappreiöahjól á miöa nr. 127og trimmgalli frá Hummel á miöa númer 541. Vitja má vinn- inganna á skrifstofu S.A.A. Er breyting á Kjðrdæma- skipan i vændum? Stúdentafélag Reykjavikur og Mannréttindahreyfing Islands, gangast fyrir fundi um kjör- dæmamáliö i Atthagasal Hótel Sögu, kl. 20.30 i kvöld. Framsögumenr, veröa Gunnar G. Schram prófessor, ritari stjórnarskrámefndar, en hann mun meöal annars gera grein fyrir helstu hugmyndum sem fram hafa komiö hjá nefndinni. Auk Gunnars veröur Jóns Steinar Gunnlaugsson, hrl. framsögu- maöur á fundinum en aö fram- söguræöum loknum, veröa pall- borðsumræður þar sem íulltrúar allra stjórnmálaflokkanna taka þátt. Glímuætingar og borötennis hjá Víkverjum Glimuæfingar hefjast hjá Ung- mennafélaginu Vikverja i dag, fimmtudaginn 2. október n.k. Glimt veröur tvisvar i viku, mánudaga og fimmtudaga frá kl. 18.50 til 20.30 hvort kvöld i leik- fimisal undir áhorfendastúlkunni inn af Baldurshaga á Laugardals- velli. A glimuæfingum Vikverja er lögö áhersla á alhliða likams-- þjálfun, fimi, mýkt og snarræöi. Komiö og læriö holla og þjóölega iþrótt. Þjálfari glimunnar veröur landskunnur glimumaður, Hjálmur Sigurösson. Ungmennafélagar utan af landi eru velkomnir á glimuæfingar hjá Ungmennafélaginu Vikverja. Þá veröur borötennis á dagskrá hjá félaginu föstudaga kl. 21.20 og sunnudaga kl. 11.10 i Laugardals- höll i vetur. Rekstur Frlhalnarinnar verði boðinn út Framkvæmdastjórn Versl- unarráös íslands fagnar fram- komnum hugmyndum um útboöá rekstri verslunar i frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Skorar framkvæmdastjórnin á rikisstjórnina aö framkvæma þá hugmynd og bendir i þessu sam- bandi á góða reynslu danskra yfirvalda varöandi útboö á rekstri frlhafnarinnar i Kastrup. Ennfremur má benda á reynslu Reykjavíkurborgar af rekstri biðskýlis strætisvagna Reykja- vikur viö Hlemm, þar sem rekstur verslana i skýlinu er boð- inn út til einstaklinga. Ahættu- samur verslunarrekstur sem þessi, er ekki nauösynlegt viö- fangsefni opinberra aöila, og þvi er sjálfsagt, að bjóða þessa að- stööuút til einkaaðila, segir i yfir- lýsingu frá verslunarráðinu. Almenn málfræði eltlr transkan máivisindamann Iöunnhefurgefiö út bókina „Al- menn málfræöi, Frumatriöi”. Höfundur er franski málvisinda- maöurinn André Martinet, en dr. Magnús Pétursson þýddi og staö- færöi aö nokkru i samráöi við höf- und. Bókin greinist I sex aöalkafla, sem heita: Málfræöi og tungu- mál. Lýsing tungumáls, Hljóö- kerfisleg greining, Merkingareindir Fjölbreytni tungumála og málnotkunar, Þró- un tungumála. Höfundur samdi sérstakan for- mála aö islensku útgáfunni og hefur endurskoöaö nokkra kafla vegna hennar. Þessi bók kom fyrst út 1960. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og komiö út i mörgum útgáfum. 1 islensku útgáfunni er bókin 176 bls. aö stærö. Prenttækni sá um prentunina. „Endurráðið verði eftir starfs aldurslistanum” „Þaö var alger einhugur á fundinum um aö knýja þaö fram, aö endurráöiö veröi eftir starfs- aldurslistanum”, sagöi Jófriöur Björnsdóttir, formaöur Flug- freyjufélags tslands, en flug- freyjur funduöu um máliö i gær. „Þaö mættu um fimmtiu flug- freyjur á fundinn og er þaö mjög góö mæting, þar sem sjötiu flug- freyjur voru aö fljúga, meöal annars i pflagrimafluginu. Viö erum aö biða eftir þvi að forráöamenn Flugleiöa hafi sam- band viö okkur. Viö höfum til þessa aðeins barist meö oröum og viö vonumst til aö þurfa ekki að nota önnurvopn”, sagöi Jófriöur. —ATA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.