Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 10

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er mikill erill og greinilega nóg að gera í öllum hornum í kosningamiðstöð R-listans á Tún- götu tveimur dögum fyrir kosn- ingar. Í þröngu herbergi er hóp- ur fólks að skrá sig til þess að bera út bæklinga og í móttökunni heldur síminn fólki vel við efnið. Einhvers staðar í allri iðunni er kosningastjórann, Ingvar Sverr- isson, að finna og hann segir stemninguna gríðarlega góða. „Við finnum geysilegan meðbyr með því sem við erum að gera og frambjóðendur okkar eru núna út um alla borg að ræða við kjós- endur og dreifa bæklingum. Hér eru svo liðsmenn komnir til að dreifa síðustu skilaboðunum okk- ar til kjósenda í hvern einasta póstkassa í Reykjavík.“ Hann segir mjög marga hafa komið við í kosningamiðstöðinni og milli tvö og þrjú hundruð manns séu við dreifinguna. „Við höfum keyrt þetta mun meira á fólkinu en peningunum, ef maður getur orðað það þannig. Það hef- ur tekist mjög vel og andinn er alveg einstaklega góður.“ „Andinn ein- staklega góður“ Morgunblaðið/Jim Smart Hópur fólks í kosningamiðstöð R-listans í Túngötu beið í gær eftir því að fá afhenta bæklinga til að bera út seinna um kvöldið. Í VALHÖLL er hópur ungra sjálf- stæðismanna upptekinn í síman- um tveimur kvöldum fyrir kosn- ingar. Á hinum enda línunnar eru ungir reykvískir kjósendur sem í fyrsta sinn eru að ganga að kjör- borðinu á laugardag og meðal þeirra sem reyna að telja þá á að nýta kosningaréttinn er Helga Árnadóttir, kosningastjóri ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Það eru margir að vinna og nóg af verkefnum fyrir alla þann- ig að það hefur verið prýðileg stemmning síðustu daga,“ segir hún þegar hún gefur sér tíma frá símhringingunum. „Það hafa ver- ið 15 manns að vinna á hverju kvöldi en auk þess erum við ung- ir sjálfstæðismenn með alls konar verkefni, t.d. tifar skuldaklukkan enn í Kringlunni og skuldahalinn er á stöðugu vappi um borgina.“ Að sögn Helgu er fólk innan raða ungra sjálfstæðismanna bar- áttuglatt. „Við erum með hátt í 100 manns sem munu starfa fyrir okkur á kjördag. Það er kraftur í fólkinu og það ætlar ekkert að láta deigan síga.“ „Nóg af verkefn- um fyrir alla“ Morgunblaðið/Jim Smart Ungir sjálfstæðismenn voru önnum kafnir við að hringja í nýja kjós- endur í Reykjavík í gær. HEIMASÍÐAN www.xxxd.is, sem býður kjósendum að fá send SMS- skilaboð frá fyrirsætum að eigin vali um að kjósa rétt á kjördag, er ekki á vegum Sjálfstæðisflokksins. Bríet, fé- lag ungra femínista, hafði áður mót- mælt þessu meinta innleggi D-lista- kvenna í kosningabaráttuna. Að sögn Péturs Rúnars Guðnason- ar er um að ræða einstaklingsframtak fjögurra stuðningsmanna D-lista sem vilja með þessu höfða til ungs fólks. Vefurinn var opnaður fyrir fáeinum dögum en var breytt fyrr í vikunni eftir athugasemdir vegna mynda af stúlkum, sem þóttu of klæðalitlar. „Það er búið að breyta þessu öllu núna og slípa til,“ segir Pétur. Að gefnu tilefni vill Elva Dögg Mel- sted, frambjóðandi D-lista til borgar- stjórnarkosninga, koma á framfæri á að hún tengist á engan hátt vefsíð- unni. SMS-þjónusta stuðn- ingsmanna D-lista Myndir af fáklæddum stúlkum fjarlægðar FRAMBJÓÐENDUR R-lista kynntu stefnuskrá sína í Kringlunni í gær, dreifðu bæklingum og merkjum til kjósenda. „Við erum með hvatn- ingarhátíð á morgun á Ingólfstorgi og kosningavöku á laugardagskvöldið, erum að kynna það, dreifa bækling- um og spjalla við fólk,“ segir Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, sem skipar 4. sæti listans. „Það taka okkur flestir mjög vel, það er greinilegt að fólk hef- ur fylgst með og veit greinilega um hvað er kosið og hvaða málefni skipta máli,“ heldur hún áfram. Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem skipar 11. sæti listans, segir að um 100 mismunandi gerðir af barm- merkjum hafi verið útbúnar fyrir R- listann vegna kosninganna. „Við tók- um þá stefnu að hafa mikla fjöl- breytni í merkjavalinu og krökkunum finnst alveg rosalega spennandi að garfa í merkjunum og velja sér,“ seg- ir Kolbeinn en bætir við að hann viti ekki hversu pólitískir þessir kjósend- ur framtíðarinnar eru. Aðspurð segir Steinunn að sér finnist flestir búnir að gera upp hug sinn þar sem fáir hafi sagst vera óá- kveðnir. Hún segir að frambjóðendur listans hafi síðustu daga kynnt stefnuskrána í öllum helstu verslun- armiðstöðvum í borginni og að í nógu sé að snúast. „Sólarhring- urinn er náttúru- lega allt of stutt- ur, en maður verður ekkert þreyttur því það er svo ofsalega gaman að fara út og hitta kjósendur, heyra hvað þeir hafa að segja og kynna þau málefni sem við erum að berjast fyrir,“ segir Kol- beinn og tekur Marsibil Sæmunds- dóttir í 10. sæti í sama streng. Þau segjast spennt að sjá úrslitin á laugardag. „Það er ekki hægt annað en vera spenntur að sjá útkomuna þegar maður er búinn að vinna vikum saman að ákveðnu markmiði, en mað- ur treystir því að vel fari,“ segir Kol- beinn. „Sólarhringurinn er alltof stuttur“ Morgunblaðið/Þorkell Anna Kristinsdóttir í 5. sæti R-lista og Kolbeinn Óttarsson Proppé, 11. sæti, ræða við kjósendur í Kringlunni. „VIÐ göngum upp og niður Lauga- veginn, erum sýnileg, hittum fólk og spjöllum við það og dreifum málefna- skránni okkar. Við erum handviss um að því fleiri sem lesa málefna- skrána okkar því fleiri kjósa okkur. Við erum í rauninni að halda áfram þeirri stefnu sem sett var í upphafi, að hitta sem flesta Reyk- víkinga,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sem skipar 7. sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í borginni. Hann kynnti stefnu Sjálfstæðis- manna í miðbænum í gær ásamt Rúnari Frey Gíslasyni, sem situr í 16. sæti listans, og Þorbjörgu Vig- fúsdóttur í 19. sæti. Þau dreifðu bæklingum, barmmerkjum og blöðr- um og ræddu við vegfarendur. Þorbjörg segist telja að margir hafi enn ekki gert upp hug sinn og nú sé stefnt að því að hitta sem flesta kjósendur og kynna stefnuna. Rúnar Freyr sagðist telja að margir ættu enn eftir að kynna sér málefnin til hlítar þó stutt væri til kosninga. „Það hefur verið mikil hreyfing á fylginu, miklar sveiflur fram og til baka. Ég er viss um að sú hreyfing er ekki búin og að fylgið á eftir að sveiflast fram á kjördag,“ segir Gísli Marteinn. Þau segja kosningabaráttuna hafa verið mjög skemmtilega, gaman sé að hitta nýtt fólk og kynnast nýjum flötum á borginni. Dagskráin sé þéttskipuð, frambjóðendur hafi verið á ferðinni um allan bæ frá morgni til kvölds, hafi heimsótt vinnustaði, verslunarkjarna og aðra mann- marga staði. Þau sögðust spennt og full bjart- sýni fyrir kjördag. „Við vonum bara að við náum á þessum stutta tíma sem er eftir fram að kjördegi að hitta sem flesta, koma okkar boðskap sem víðast út. Ef við gerum það erum við alveg sátt á kjördag,“ segir Gísli Marteinn. „Erum sýnileg og hittum fólk“ Morgunblaðið/Þorkell Rúnar Freyr Gíslason, 16. sæti D-lista, og Gísli Marteinn Baldursson, 7. sæti, dreifðu stefnuskrá flokksins á Laugaveginum í gær. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnar hjúkrunar- heimilisins Eirar segir að Reykjavík- urborg hafi enn ekki svarað með formlegum hætti erindi Eirar frá því í febrúar um það hvort borgin muni taka þátt í kostnaði vegna viðbygg- ingar við heimilið, þar sem áformuð eru 40 ný hjúkrunarrými. „Mér finnst ótrúlegt að fylgjast með auglýsingum og yfirlýsingum Reykjavíkurlistans um að Sjálfstæð- isflokkurinn ætli að bregðast öldruð- um,“ segir Vilhjálmur. „Öll forysta varðandi uppbyggingu hjúkrunar- heimila í Reykjavík undanfarin ár hefur komið frá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn, sjálfseignarstofnun- um í Reykjavík og frá ríkisvaldinu.“ Vilhjálmur segir að fyrir þremur árum hafi Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, beitt sér fyrir byggingu Sóltúnsheimilis- ins, sem hafi verið nýjung að því leyti að ríkið greiddi í fyrsta sinn allan stofnkostnað. Reykjavíkurlistinn hafi hvergi komið að því máli. „Það sem mun nú bæta úr brýnustu þörf- inni á næstu þremur árum eru svo fyrirhugaðar nýbyggingar við Eir og Hrafnistu, sem R-listinn hefur ekki sýnt neinn áhuga eins og það sýnir að borgaryfirvöld hafa ekki virt Eir svars. Ríkisvaldið undir forystu Geirs H. Haarde fjármálaráðherra og Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra hefur hins vegar heimilað að farið verði af stað með þessar byggingar,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrir hálfu öðru ári hafi sjálfstæðismenn flutt tillögu í fé- lagsmálaráði um að stækka Drop- laugarstaði. „R-listinn hefur ekkert gert með þá tillögu í eitt og hálft ár,“ segir Vilhjálmur. Að hans sögn hafa biðlistar eftir þjónustuíbúðum og hjúkrunarrým- um lengst úr 330 manns árið 1994 í 605 manns í dag, sem sé nærri því tvöföldun. Sjálfstæðismenn hafi í kosningabaráttunni tekið frumkvæði að því að eyða þessum biðlistum. „Það er grátbroslegt að heyra úr munni frambjóðenda R-listans að sjálfstæðismenn ætli að bregðast öldruðum, þegar þeir hafa sjálfir brugðist þeim með þessum hætti undanfarin ár,“ segir Vilhjálmur. Erindi Eir- ar til borg- arinnar enn ósvarað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ♦ ♦ ♦ 25.maí2002 Frambjóðendur hafa í nógu að snúast síðustu daga fyrir kosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.