Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 12

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSSTOFNUN tel- ur að umferð um Álftanes- og Vífilsstaðaveg muni hafa töluverð neikvæð áhrif á hljóðstig í Gálgahrauni og leiða til þess að útivistargildi svæðisins rýrni til muna, t.a.m. mun gildi þess til fuglaskoðunar og berjatínslu skerðast verulega. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðu úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum nýs Álftanesvegar og lengingar Vífilsstaðavegar í Garðabæ, en fyrirhugað er að reisa íbúðasvæðið Garðahverfi við Álftanesveg. Í matskýrslu eru bornir saman tveir kostir, A og B, á legu Álftanesvegar við þriðju leiðina, D, sem er meginkost- ur framkvæmdaraðila. Skipu- lagsstofnun telur að lenging Vífilsstaðavegar og þeir þrír kostir á legu Álftanesvegar sem kynntir eru í skýrslunni skerði allir heildarmynd Gálgahrauns. Niðurstaða stofnunarinnar er hins vegar sú að fyrirhuguð lenging Víf- ilsstaðavegar og lagning Álftanesvegar samkvæmt leiðum A, B eða D muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Leið B er samkvæmt áliti stofnunarinn- ar ótvírætt besti kosturinn og veldur minnstri skerðingu verndarsvæðisins. Leið B sé einnig ásættanlegust með hliðsjón af útivistargildi og muni ótvírætt hafa minnst áhrif á umhverfið. Í úrskurðarorðum er fallist á fyrirhugaða lengingu Vífils- staðavegar og lagningu Álfta- nesvegar samkvæmt leiðum B, D og A. Ekki er talið unnt að gera upp á milli mismun- andi kosta vegarins til að ná fram því markmiði fram- kvæmdarinnar að bæta sam- göngur og auka umferðarör- yggi. Áhrif á gróðurfar frekar lítil Í niðurstöðum segir að stofnunin telji að áhrif Vífils- staðavegar og framlagðra kosta Álftanesvegar á vatna- far og grunnvatnsmengun séu ekki líkleg til að verða umtalsverð og að áhrif á gróðurfar verði frekar lítil. Skipulagsstofnun bendir á að samkvæmt lögum um náttúruvernd njóta sjávar- fitjar, leirur og eldhraun á borð við Gálgahraun sér- stakrar verndar og skal forð- ast röskun þeirra eins og kostur er. Gálgahraun, fjörur umhverfis allt Álftanes, Skógtjörn og Lambhúsatjörn eru jafnframt á náttúru- minjaskrá. Kæra má úrskurð Skipu- lagsstofnunar til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 28. júní nk. Álftanesvegur mun ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif                                    Garðabær BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að skipuð verði nefnd á vegum borgarinnar til að fara yfir þau atriði sem snúa að frekari framkvæmdum og uppbyggingu Laug- ardalsvallar og gera tillögur til borgarráðs og stjórnar Knattspyrnusambands Ís- lands, KSÍ, fyrir 1. ágúst nk. um áframhaldandi uppbygg- ingu og rekstur Laugardals- vallar. Nefndin, sem í eiga sæti fulltrúar Reykjavíkurborgar og KSÍ, mun vinna að áætlun um nýjar stúkur á Laug- ardalsvellinum þannig að völlurinn rúmi 10-12.000 áhorfendur á leik. Þá mun hún vinna að áætlunum um nýja þjónustubyggingu á vellinum sem hýsi skrif- stofur og fræðslusetur KSÍ og endurnýjun á leikvell- inum sjálfum. Í bréfi Steinunnar V. Ósk- arsdóttur formanns ÍTR og Ómars Einarssonar fram- kvæmdastjóra, sem lagt var fyrir borgarráð, er enn- fremur lagt til að áætlanir verði gerðar um endurbætur á flóðlýsingu þannig að hún uppfylli kröfur UEFA. „Tekið verði mið af því að gerður verði nýr samstarfs- samningur til allt að 25 ára, KSÍ fjármagni nýjar fram- kvæmdir á vellinum gegn föstu árlegu framlagi Reykjavíkurborgar til fram- kvæmda og rekstrar og að fjárstyrkur til KSÍ frá FIFA nýtist til þessara fram- kvæmda,“ segir í bréfinu. Nefnd mun fara yfir þau atriði sem snúa að frekari fram- kvæmdum og uppbyggingu Laugardalsvallar. Áætlun um stækkun stúkubyggingar Laugardalsvöllur Morgunblaðið/Þorkell EF ÞÚ sérð hópa fólks eða einstaklinga ganga hugsandi og athugandi um Hafnarfjörð og nágrenni skaltu ekki strax draga þá ályktun að eitthvað sé bogið við hegðun þeirra. Þau eru sennilega öll þátttak- endur í skemmtilegum ratleik sem Upplýsingamiðstöð Hafn- arfjarðar stendur fyrir. Rat- leikurinn stendur í allt sumar og er tilgangur hans að hvetja almenning til að njóta þeirrar náttúru sem við bæjardyrnar er. „Að þessu sinni eru leiðirn- ar í ratleiknum aðallega í Und- irhlíðum,“ segir Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. „En árlega er boðið upp á nýjar leiðir enda er alltaf ákveðinn hópur fólks sem tekur þátt og leggur metnað sinn í að leysa leik- þrautirnar. Stöðugt bætast ný- ir og nýir þátttakendur í hóp- inn.“ Leitað að spjöldum á felustöðum Þetta er í sjöunda sinn sem Upplýsingamiðstöðin stendur fyrir Ratleiknum og sem fyrr er það Pétur Sigurðsson, járn- smiður og útivistarkempa, sem skipuleggur leikinn, sem felst í því að leita að spjöldum á felu- stöðum sem merktir eru inn á sérstakt ratleikskort, sem fæst ókeypis í Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar á Vesturgötu 8. Til að sem flestir geti tekið þátt í útivistarleiknum er hon- um tvískipt: Annars vegar er létti leikurinn sem hugsaður er fyrir byrjendur, en er jafn- framt kjörið verkefni fyrir fjöl- skyldur eða hópa. Hins vegar er það garpaganga sem reynir meira á úthald þátttakenda og hæfni við að nota landakort. Ekki er um kapphlaup við tím- ann að ræða og kjósa margir að krydda gönguferðir fjöl- skyldunnar með þessum skemmtilega leik allt sumarið. Lausnir verða að berast fyr- ir 20. september og eru vegleg- ir vinningar í boði. Ratleikur- inn hefur tekið breytingum ár frá ári. Meðal nýjunga í ár er að merktar hafa verið göngu- leiðir á kortið ásamt leiðalýs- ingum Jónatans Garðarsson- ar, leiðsögumanns. Kortið nýtist þannig jafnframt sem almennt útivistarkort. Ratleik- skortið fæst í Upplýsingamið- stöð Hafnarfjarðar á Vestur- götu 8 og þar er opið kl. 9-18 og kl. 10-16 um helgar. Ratleikur- inn hafinn Hafnarfjörður Kort/Lovísa Ásbjörnsdóttir Ganga í kringum Hvaleyrarvatn tekur um klukkustund. HVALEYRARVATN ofan Hafnarfjarðar er í fallegri kvos sem er umlukt lágum hæðum á þrjá vegu. Að norðan er Vatnshlíð, aust- anvert stendur Húshöfði og Selhöfði að sunnan. Vestan vatnsins er Selhraun sem lokar fyrir afrennsli þess úr kvosinni. Áður fyrr höfðu Hvaleyrarbændur í seli við vatnið og sjást tóftir undir Selhöfða þar sem selstöðin mun hafa verið. Þegar komið er að Hval- eyrarvatni frá Kaldársels- vegi er ekið yfir Beitarhúsa- háls þar sem Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar hefur stundað trjárækt frá 1956, fyrst við Húshöfða, en síðar í Höfða- landi. Húshöfði dregur nafn sitt af gömlu beitarhúsi eða seli frá Jófríðarstöðum og eru tóftir þess enn sýnilegar við höfðann. Á síðustu árum hefur Skógræktarfélagið lagt göngustíga um Höfðaskóg og komið upp trjásýnireit sem áhugavert er að skoða. Hægt er að hefja gönguna með því að feta sig eftir stíg sem liggur frá útigrillinu við eystri vatnsendann og upp í trjásýnireitinn. Síðan er auðvelt að þræða sig áfram eftir stígunum þar sem þeir liggja vítt og breitt um hlíð- ina og Beitarhúsahálsinn. Ganga kringum Hvaleyr- arvatn ætti að reynast auð- veld því göngustígur hefur verið lagður umhverfis það. Gangan hefst á sandströnd- inni við Norðausturendann og er gengið réttsælis. Fyrst er komið að útigrillinu og blasir þá skáli St. Georgs gildisskáta við. Gengið er framhjá skálanum þar til komið er að hálfgerðu nesi sem skagar út í vatnið undir Selhöfða. Þar er komið að tóftarbrotum Ássels sem er innar og Hvaleyrarsels sem er utar. Það mótar enn fyrir seltóftunum og auðvelt að glöggva sig á húsaskipan. Það er fremur létt að ganga upp á Selhöfðann og fæst þá góð sýn yfir svæðið. Við vesturenda vatnsins blasir Selhraun við í nokkrum fjarska, en nær vatninu stendur þjónustuhús og þar nærri er útigrill fyrir al- menning. Þá tekur Vatns- hlíðarskarð við, sem er áberandi kennileiti í hlíðinni og þar næst er skógrækt- arreitur Hákonar Bjarna- sonar. Göngunni lýkur þeg- ar komið er aftur að eystri vatnsendanum. Það tekur um klukkustund að ganga hringinn. Gönguleið um Hval- eyrarvatn og Höfðaskóg Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar fundaði utandyra í tilefni af útkomu ratleikskortsins. Á myndinni eru (f.v.) Sigurgeir Ólafsson, Bergur Ólafsson, Sigríður Þórðardóttir, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Helga Ragnheiður Stefánsdóttir. Útdráttur úr texta Jónatans Garð- arssonar. Birt með leyfi Upplýsingamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Samningur um land- græðslu- skóg GUÐRÚN Hafsteinsdóttir, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, og Jóhann Sig- urjónsson bæjarstjóri hafa undirritað samning um rækt- un landgræðsluskóga á ákveðnum svæðum í eigu Mos- fellsbæjar. Svæðin sem um ræðir er í hlíðum Lágafells meðfram Skarhólabraut ásamt norður hlíðum Úlfarsfells, í suðurhlíðum Mosfells, hluti Norður - Reykja og Æsustaða- fjall, land frá Varmalandi. Get- ur félagið úthlutað þeim til ein- staklinga, stofnana, félaga og starfshópa. Öll umrædd svæði verða ætluð til útivistar fyrir bæjarbúa. Mosfellsbær Bæjarverkfræðingur Garða- bæjar hefur ritað bréf til lóð- arhafa og forráðamanna fyr- irtækja í Molduhrauni vegna frárennslismála í hverfinu. Var bréfið samþykkt á fundi bæjarráðs í vikunni. Í bréfinu kemur fram að með hliðsjón af úttekt á frárennsli sem Verkfræðistofan Línuhönnun vann hyggjast bæjaryfirvöld bregðast við á þann hátt að flýta undirbúningi byggingar dælustöðvar fyrir hverfið og tengingar skolplagnakerfis- ins við Hafnarfjörð. Í skýrslu Línuhönnunar kom fram að víða eru vanda- mál með frárennsli og við hönnun rotþróa hefur ekki alltaf verið tekið tillit til nauð- synlegrar stærðar miðað við þá starfsemi sem síðar varð í viðkomandi húsum. Byggingu dælustöðv- ar flýtt Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.