Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 18

Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 18
FRÉTTIR 18 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA formlega aðal-skipulagið fyrir Reykjavíksem staðfest var sem slíkter fyrir tímabilið 1962– 1983. Það var gefið út 1966 í borg- arstjóratíð Geirs Hallgrímssonar. Þá er Geldinganesið nefnt til sögunnar og hugsað sem iðnaðar- og vöru- geymslusvæði eins og mestur hluti Gufunessins (Grafarvogssvæðisins), til notkunar síðar. Í þessu riti segir: „Í eldri áætl- unum er gert ráð fyrir olíuhöfn á Geldinganesi og allstórri skipa- smíðastöð norðan Gelgjutanga. Í að- alskipulaginu er gert ráð fyrir því, að árið 1983 verði iðnaðarhúsnæði á svæðinu 225.000–400.000 m2, en vörugeymslur 200.000–350.000 m2.“ Hugmyndir um íbúðabyggð koma fram 1975 Fyrstu hugmyndir um íbúða- byggð á Geldinganesi koma fram í tillögu að skipulagi Reykjavíkur 1975–1995. Þar er gert ráð fyrir íbúðasvæði um miðbik nessins en iðnaðar- og vörugeymslusvæði þar fyrir vestan og einnig á skika austan íbúðarbyggðarinnar. Hvort tveggja er merkt sem svæði til síðari aukn- ingar. Uppdráttur í samræmi við þessar hugmyndir var gerður af Þróunar- stofnun Reykjavíkur 1977, þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson var borg- arstjóri. Fram kemur í bók Trausta Vals- sonar, Reykjavík Vaxtarbroddur, sem kom út hjá Fjölva 1986, að upp- drátturinn var samþykktur af borg- arstjórn, en ekki tókst að fá staðfest- ingu ráðherra á honum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1978. „Þá komust vinstri flokkarnir til valda og lögðu uppdráttinn í salt,“ segir Trausti. Í umræddum uppdrætti er einnig gert ráð fyrir höfn fyrir litla vélbáta í Eiðsvík. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn kjörtímabilið 1978– 1982 lét vinna aðalskipulag sem sam- þykkt var í borgarstjórn en þar er vestasti hluti Geldinganess sýndur sem iðnaðarsvæði til síðari nota (eins og allt nesið í elsta aðalskipulaginu) en meirihluti nessins er þá sýndur sem óbyggt svæði og þannig litið á að það verði ekki notað fyrr en síðar. Í mars 1982 var staðfest nýtt skipulag fyrir svokölluð Austur- svæði borgarinnar þar sem merkt er inn iðnaðarsvæði vestast á Geldinga- nesi en nesið er að öðru leyti óbyggt. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1984– 2004, sem gefið var út skömmu eftir mitt ár 1988, í borgarstjóratíð Dav- íðs Oddssonar, er afmarkaður hluti Geldinganess, næst strandlengjunni á sunnanverðu nesin, sýndur sem at- hafnasvæði en megnið af nesinu sem athafnasvæði- og íbúðarbyggð til síðari nota, eftir 2004 þegar umrætt aðalskipulag er fellt úr gildi. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1984– 2004 segir m.a. í kafla um framtíð- aruppbyggingarsvæði: „Á næstu 20 árum er áætlað að taka í notkun ný athafnasvæði í Geldinganesi, Gufu- nesi, á Borgarholti, í Smálöndum og Hádegismóum. Geldinganes hentar vel fyrir ýmsa hafnsækna starfsemi. Í Eiðsvík, sunnan nessins, er ákjós- anleg hafnaraðstaða, gott var og að- djúpt.“ Í kafla um hafnir segir: „Eiðsvík: Við Geldinganes sunn- anvert er ákjósanleg hafnaraðstaða. Gerð hafnar þar er þó háð því, að stóriðja eða umfangsmikil hafnsæk- in iðnaðarstarfsemi verði byggð á nesinu.“ Í kafla um framtíðarbyggðasvæði er gert ráð fyrir 20 hektara athafna- svæði og viðlegukanti í Geldinganesi sunnanverðu. Í kaflanum Athafnasvæði segir: „Geldinganes er um 220 hektarar að stærð, álíka stórt og gamli bærinn innan Hringbrautar og Snorrabraut- ar. Í Breiðumýri, á sunnanverðu Geldinganesi, er tekið frá um 20 hektara land fyrir hafnsækna starf- semi. Við sunnanvert nesið er gert ráð fyrir viðlegukanti vegna þessar- ar starfsemi, en í Eiðsvík er ákjós- anleg aðstaða til hafnargerðar, gott var og aðdjúpt. Meginhluti nessins verður því til ráðstöfunar eftir þetta skipulagstímabil. Þó svo að ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir í því efni, verða þar í framtíðinni bæði íbúða- byggð og athafnahverfi, enda hentar nesið vel fyrir hvort tveggja.“ Hafnarsvæði fyrirhugað í aðalskipulagi 1990 Í aðalskipulagi fyrir árin 1990 til 2010, sem gefið var út 1992, eftir að Markús Örn Antonsson hafði tekið við embætti borgarstjóra af Davíð Oddssyni, er í fyrsta skipti gerð til- laga um hafnarsvæði í Geldinganesi í slíku plaggi. Þar er sýnt þónokkuð stórt hafnarsvæði, ekki ósvipað og í næsta aðalskipulagi, því fyrsta sem samþykkt var eftir að Reykjavíkur- listinn komst til valda (1996-2016) og svo er sýnt afmarkað svæði austast, næst Sundabrautinni, sem athafna- svæði; blandað fyrir léttan iðnað, verslun og fleira. Í fyrsta aðalskipulaginu sem sam- þykkt var eftir að Reykjavíkurlistinn komst til valda, skipulagi fyrir tíma- bilið 1996–2016, breyttist lega Sundabrautar frá því sem verið hafði. Hún færðist vestar á Geld- inganesið og þar af leiðandi færðist hafnarsvæðið líka, en stærð þess er ámóta og var í aðalskipulagi sjálf- stæðismanna fyrir tímabilið 1990– 2010. Í skipulaginu fyrir 1996–2016 er gert ráð fyrir hreinni íbúðarbyggð austan Sundabrautar og vestan hennar er gert ráð fyrir blönduðu svæði; íbúðum og/eða athafnasvæði. Þegar svo er tekið til orða gæti orðið um annað hvort að ræða eða hvort tveggja, en úr því leyst í deiluskipu- lagi. Í tillögu að Aðalskipulagi Reykja- víkur 2001-2024, sem samþykkt var í borgarstjórn 18. apríl sl. og er nú til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, er búið að minnka höfnina sunnan meg- in í Eiðsvíkinni, út frá Gufunesinu, frá því sem var í aðalskipulagi ár- anna 1996-2016. Segja má að svæð- um hafi verið víxlað frá fyrra skipu- lagi: iðnaðar- og hafnarsvæði í Gufunesi, sem gert var ráð fyrir í síð- asta aðalskipulagi R-listans, er lagt af og gert að íbúðabyggð og hugs- anleg íbúðabyggð í Geldinganesi, sem sýnd var í síðasta aðalskipulagi, er orðin að athafna- og hafnarsvæði. Íbúðasvæði ráðgert á austanverðu nesinu Í aðalskipulaginu fyrir 2001-2024 er víða minnst á Geldinganes. Í markmiðum skipulagsins segir m.a. að stuðla eigi að öflugu atvinnulífi, meðal annars með því að skapa rými fyrir landfrekar atvinnugreinar. At- vinnusvæði verði á Hólmsheiði, Esjumelum og á Geldinganesi. Tekið er fram að ekki sé „skilyrt að at- vinnustarfsemi á Geldinganesi teng- ist höfn“ en vöxtur hafnar verði á fyllingum við núverandi hafnarsvæði og í Eiðsvík. Í fyrrnefndri tillögu að aðalskipu-  !                     ! "   "                       # $$  !    !   %     &        ! "   "     # ! $ %  &             ! "   "   ! ' ( )         !'  ( )      ! ' ( * !   Höfn eða heimili? Umræðan um Geld- inganes hefur verið áberandi í kosningabar- áttunni. Stærstu fram- boðsflokkana tvo greinir á um nýtingu nessins og hafa þeir deilt hart um framtíð þess. Guðni Einarsson, Ragna Sara Jónsdóttir og Skapti Hallgrímsson rekja sögu skipulags á Geld- inganesi, hugmyndir um þróun Reykjavík- urhafnar og umfang grjótnámsins í nesinu.   !          + '  !     ! "     "  , '-  ( .   /0   " 0 1   $ %           !       + '  ! "    ! "     "     , '-  ( , '-  ( Morgunblaðið/Þorkell Í Geldinganesi er fyrirhuguð efnistaka á allt að einni milljón rúmmetra af föstu bergi. Efnistakan er leyfileg samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum frá 1997. Um þessar mundir er verið að ljúka 2. áfanga grjótnámsins að sögn Jóns Þorvaldssonar, forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar. Hann segist telja að í dag sé búið sé að nýta 1/3 námunnar, eða um 300 þúsund m³.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.