Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 20
FRÉTTIR 20 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í TILLÖGU að aðalskipulagiReykjavíkur 2001–2024 ermörkuð stefna um hlutverka-skipti einstakra hafnarsvæða í Reykjavík. Á hafnarsvæðinu eru um 400 fyrirtæki og þangað sækja um 3.000 manns vinnu. Almennir vöru- flutningar og stórflutningar af ýmsu tagi fara um Sundahöfn. Fram kemur að almennir vöruflutningar hafi tvö- faldast á síðustu 20 árum og því spáð að þeir muni enn tvöfaldast á næstu 30 árum. Fiskvinnslu- og þjónustufyrirtækj- um hefur verið komið fyrir á landfyll- ingu í Vesturhöfn. Öll geymsla og dreifing olíuvara í lausu máli er í Ör- firisey. Lagt er til að taka hafnarsvæðin í Ártúnshöfða og Gufunesi undir blandaða byggð. Höfnin í Ártúns- höfða hefur einkum þjónað steypu- stöðvum og malbikunarstöð á svæð- inu. Jafnframt þarf að flytja starfsemi Björgunar þaðan. Einnig eru áform um að þróa frekari miðborgarstarf- semi inn á eldri svæði Gömlu hafn- arinnar og hætta skipaviðgerðum við Mýrargötu. Áætlað er í aðalskipulaginu að hafnarsvæði í Gömlu höfninni og í Sundahöfn verði að mestu fullbyggð eftir 15 ár og að full nýting á þeim ná- ist að mestu á skipulagstímabilinu. Því er talið að á síðari hluta skipulags- tímabilsins þurfi nýtt hafnarsvæði í Eiðsvík til að taka við nýjum viðskipt- um. Einnig til að taka við starfsemi af eldri svæðum eins og í Ártúnshöfða. Gert er ráð fyrir höfn og landaðstöðu í Geldinganesi í aðalskipulagi. Sundahöfn nægir næstu árin Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skips, er ekki viss um að núverandi hafnarsvæði Reykjavíkur verði full- byggð eftir 15 ár. Eimskip er m.a. að byggja vöruhótel í Sundahöfn sem á að vera tilbúið á næsta ári. Nýja vöru- húsið leysir nánast af hólmi eldri vöruhús, en er mun minna að flatar- máli. Nútíma vöruhús eru háreist með fullkomin hillukerfi og mun meiri nýtingu en eldri byggingar. Þorkell segir og að vara liggi skem- ur á hafnarsvæðum. Hún sé í meiri mæli flutt beint frá skipshlið í vöru- dreifingarstöðvar á hafnarsvæðum eða utan þeirra. Þorkell benti einnig á að flutninga- skipin hafa stækkað mikið á undan- förnum árum og þeim jafnframt fækkað. Það þýðir að færri skip liggja á sama tíma í höfnum og afkastageta hafnarmannvirkja og tækjabúnaðar eykst. Sé þörf á auknu landrými er hægt að auka við það með landfyll- ingum og öðrum framkvæmdum. „Það er hægt að auka enn talsvert at- hafnarými á Sundahafnarsvæðinu og Eimskip hefur átt mjög gott samstarf við Reykjavíkurhöfn varðandi þróun hafnarsvæðisins. Ég útiloka ekki að einhvern tíma þurfi höfnin að flytja og þörf verði fyrir meira rými. En það verður að mínu mati ekki næstu ára- tugina,“ sagði Þorkell. Hann taldi þó mjög eðlilegt að horfa til lengri tíma þegar þróunarmál Reykjavíkur væru í skoðun. Þorkell var spurður álits á fyrirætl- unum um nýtt hafnarsvæði í Eiðsvík og spurði hann á móti fyrir hverja það hafnarsvæði ætti að vera. „Ef ég horfi á áætlunarsiglingar með gáma og hefðbundna vöruhöfn, eins og við sjáum í Sundahöfn, þá sér maður ekki alveg þörfina á að flytja starfsemina á þessum tíma. Ég hef alltaf skilið um- ræðuna um Geldinganes þannig að þar sé verið að tala um stórskipahöfn, en er ekki alveg ljóst um hvers konar starfsemi er verið að tala um. Í mín- um huga er ekki stórskipahöfn nema þar séu stór skip, annaðhvort gáma- skip í áætlunarsiglingum eða stór- flutningum á aðföngum eða fullunn- um vörum stóriðju.“ Þorkell benti á að stóriðjuver á Grundartanga og í Straumsvík hefðuaðgang að eigin höfnum. Hann sagði að hafa þyrfti í huga að það væri mjög kostnaðarsamt að flytja hafnir, bæði að byggja upp nýja hafnaraðstöðu og jafnframt að fjár- festa í öllum þeim byggingum og tækjabúnaði sem þar er. Hann benti og á að vöxtur í flutningum til og frá landinu væri ekkert gífurlegur. Árið 1992 hafi farið um 1.632 þúsund tonn um Reykjavíkurhöfn en 1.993 þúsund tonn árið 2001. Framleiðniaukning á sama tíma hafi verið mikil. Aðspurður um Geldinganes og höfn í Eiðsvík sagðist Þorkell telja að út af fyrir sig gæti verið þar ágæt hafnaraðstaða, en ekki væri ljóst hvort og hvenær þörf væri á slíkri að- stöðu og hvort Reykvíkingar vildu taka þetta svæði undir vöruhöfn. Það væri einnig mjög mikilvægt að horfa til þarfa sjávarútvegsfyrirtækja og hugsanlega mundi þörf þeirra aukast enn meira á næstu árum. Spurningin væri m.a. hvort menn vildu setja þar stórskipahöfn fyrir áætlunarflutn- inga, eða „óhreinni“ starfsemi, á borð við efnisflutninga, nánast inn í borg- ina í viðbót við það sem fyrir er. „Ég sé þetta þá sem höfn til viðbótar við það sem fyrir er, en ekki að hún komi í staðinn fyrir Sundahöfn.“ Þorkell sagði enn fremur að Eimskip væri tilbúið að skoða alla möguleika og vildi ekki loka neinum dyrum á fram- tíðarþróun. Félagið væri ánægt með þá þjónustu sem það fengi hjá Reykjavíkurhöfn og vænti þess að fá áfram rými undir starfsemi sína. Á sama stað næstu árin Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam- skipa, segir að samkvæmt skipulagi Sundahafnar muni svæði Samskipa og Eimskipa nánast vaxa saman á komandi árum. „Við sjáum ekki ann- að en að þetta verði nægilega stórt svæði fyrir okkur í sjáanlegri fram- tíð,“ sagði Pálmar. Hann segir að þótt flutningar tvö- faldist á næstu 30 árum, eins og spáð er, þurfi það ekki endilega að þýða að tvöfalt meira landrými þurfi fyrir flutningastarfsemi. Þar komi við sögu tíðni flutninga og fleira. „Við erum að- eins með tvö skip í siglingum og af- greiðum eitt í viku. Ef tíðnin ykist í tvær afskipanir á viku myndi pláss- þörfin ekki aukast í sama hlutfalli og flutningarnir. Það þyrfti minna að stafla upp gámum, sem nú þurfa að bíða allt að viku eftir næsta skipi.“ Samskip eru að fara að reisa vöru- hótel. Að sögn Pálmars losna með til- komu þess meðal annars vöru- geymslur í Holtagörðum, sem félagið leigir nú. „Það er almennt að gerast í heim- inum á þessu sviði að hafnirnar eru að stækka og skipin einnig. Það er mikið lagt upp úr afkastagetu og stuttum afgreiðslutíma skipanna. Það er einn- ig verið að skipuleggja flæðið að og frá þessum risahöfnum. Það er atriði sem verður að velta fyrir sér. Stór hluti af vörum sem fara um höfnina hér endar í borginni,“ sagði Pálmar. En sér Pálmar fyrir sér að Sam- skip komi til með að flytja starfsemi sína í fyrirhugaða höfn í Eiðsvík? „Ég sé ekki svo langt fram í tím- ann. Þær framkvæmdir sem verið er að fara í hér eru af þeirri stærðar- gráðu að menn rífa sig ekki auðveld- lega upp til að fara annað. Það er ver- ið að reisa vöruhús og búið að fjárfesta í öðrum dýrum mannvirkj- um og búnaði, svo sem frysti- geymslum. En sjálfsagt kemur að því einn daginn að huga þarf að stækk- unum. En við höfum ekki verið að velta því fyrir okkur að fara héðan, að minnsta kosti ekki næstu tuttugu ár- in. Menn horfa kannski ekki mikið lengra fram í tímann en það. En bæði við og Eimskip erum að byggja ný vöruhús á þessu svæði og menn geta því sagt sér það að við ætlum að vera hér næstu áratugi.“ Pálmar sagði að um mitt þetta ár fengju Samskip 20.000 m2 landrými til viðbótar sem fæst við lengingu á Vogabakka til norðurs. Sú aukning er forsenda þess að unnt sé að hefja framkvæmdir við nýtt vöruhús. Fjölnota höfn í Eiðsvík Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjórnar Reykjavíkur og borg- arfulltrúi R-lista, var spurður hvað lægi til grundvallar þeirri niðurstöðu í aðalskipulagi að þörf væri á aukinni hafnaraðstöðu í Reykjavík eftir 2015. „Það er fyrst og fremst mat sér- fræðinga okkar hjá Reykjavíkur- höfn,“ sagði Árni Þór. En hefur þróun undanfarinna ára sýnt að t.d. Sundahöfn verði of lítil? „Það hefur verið verulegur vöxtur í umferð um Reykjavíkurhöfn og inn- og útflutningi landsmanna. Ég held að það megi alveg reikna með að vöxt- urinn haldi áfram á næstu árum. Ef Reykjavík og Reykjavíkurhöfn ætlar að vera reiðubúin að taka að sér það hlutverk að vera miðstöð flutninga að og frá landinu þurfum við að eiga vaxtarrými til framtíðar.“ Árni Þór sagði að þetta snerist ekki einungis um tvö fyrirtæki, Eimskip og Samskip, eins og honum fyndist stundum mega skilja af umræðunni. „Það eru 400 fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðinu og þau þurfa líka að eiga sína möguleika. Við höfum verið að flytja hafnsækna starfsemi annars staðar úr borgarlandinu inn á hafn- arsvæðin. Þessi þróun hefur staðið í að minnsta kosti tuttugu ár og mun örugglega halda áfram.“ En þurfa þessi 400 fyrirtæki öll bryggju? „Nei, og af því held ég að stafi þessi misskilningur að höfnin þurfi ekki nýtt svæði fyrr en eftir 40 ár eins og sumir hafa sagt. Þeir sem halda því fram held ég að séu að vitna í skýrslu sem danskur ráðgjafi skrifaði um hafnarmálin. Hann gekk einungis út frá starfsemi tengdri hafnarbakka. En við sem höfum starfað að hafn- armálum vitum að það er miklu meira sem þarf nálægð við höfn og vill vera í nálægð við höfn. Hjá Reykjavíkur- höfn liggja umsóknir, sennilega upp á eitthvað á annað hundrað þúsund fer- metra, frá innflutningsverslunum, heildsölu- og vörudreifingarstöðvum og fleiri fyrirtækjum, sem eru að sækja um stækkun og meira rými. Við höfum ekki getað mætt þessu öllu. Atlantsskip völdu að fara í Kópa- vog því við gátum ekki komið til móts við þá í Reykjavíkurhöfn, miðað við það land og aðstöðu sem við höfum þar nú.“ Ef fyrirtæki eru að fara úr Reykja- vík, vegna þess að ekki er hægt að út- vega þeim hafnaraðstöðu, er þá ekki Morgunblaðið/Þorkell Geldinganes er um 220 hektarar að flatarmáli og svipað að stærð og svæðið, sem afmarkast af Snorrabraut og Hringbraut. Höfnin í Eiðsvík GELDINGANES teygir sig út í Kollafjörð norðan og norðaustan Gufuness. Lágt eiði eða grandi tengir Geldinganes við land. Eiðið fór í kaf í flóðum, áður en það var hækkað upp og lagður þar vegur. Geldinganes fylgdi lengst af jörðinni Gufunesi. Þar voru m.a. geymdir nautgripir á 18. öld, sem notaðir voru til að fóðra fálka Danakonungs á dögum fálkaútflutnings. Jörðin Eiði við Geldinganes var smábýli austan við Geldinganes og norðaustan við Korpúlfsstaði. Nafnið er líklega dregið af eiðinu sem tengir Geldinganes við Gufunes. Vestur af eiðinu er Eiðsvík. Geldinganes var konungseign og talið í eyði þegar það var selt ásamt Eiði um 1840. Bæjarsjóður Reykjavíkur eignaðist það árið 1924 ásamt Eiði, Knútskoti og Gufunesi. Saga Geldinganess Morgunblaðið/Þorkell Í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur, 2001–2024, er gert ráð fyrir 53 hektara blönduðu svæði/íbúðasvæði á austanverðu Geldinganesi og 155 hektara hafnar- og athafnasvæði á vestanverðu Geldinganesi/Eiðsvík. Fyrsta aðalskipulagið þar sem hugmyndir voru um að staðsetja hafnarsvæði í Geldinganesi var gefið út árið 1992.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.