Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Viðauki við skráningarlýsingu
verðtryggðra skuldabréfa
Kaupþings banka hf.
3. flokkur 2001
Stjórn Kaupþings banka hf. samþykkti þann 6. maí 2002 að heim-
ila stækkun skuldabréfaflokksins KAUP 01 3 um 2.000.000.000,-
tvö þúsund milljónir króna og mun að lokinni stækkun nema allt
að 3.000.000.000,- þrjú þúsund milljónir króna.
Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni ásamt
viðauka er hægt að nálgast hjá Kaupþingi banka hf.
Ármúla 13, 108 Reykjavík
Sími 515-1500, fax 515-1509
SÆNSKI fjárfestingasjóðurinn Ind-
ustrivärden, sem er annar af tveimur
stærstu fjárfestingarsjóðum í Sví-
þjóð, hefur keypt hlutabréf í Össuri
hf. að nafnverði 50 milljónir króna,
eða sem svarar til 15% hlutafjár í fé-
laginu, á verðinu 49 krónur á hlut.
Kaupverð hlutarins nemur alls 2.450
milljónum króna en seljendur hluta-
bréfanna eru Kaupþing banki hf.,
Mallard Holding S.A og Össur hf.
Industrivärden er nú annar stærsti
hluthafinn í Össuri, á eftir stofnanda
félagsins.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
fagnar aðkomu hins nýja hluthafa.
„Þetta er rökrétt skref á leið okkar.
Við höfum mjög lengi unnið að því að
fá sterkan, erlendan aðila að fyrir-
tækinu. Það tryggir ekki aðeins að-
gang að nægilegu fjármagni til
áframhaldandi vaxtar heldur veitir
það okkur einnig aðgang að mikilli
þekkingu og ekki síst samböndum.“
Aðrir fylgja þeim gjarnan eftir
Jón segir fjárfestingu Industri-
värden sérlega ánægjulega í ljósi
þess að sjóðurinn er þekktur fyrir
skynsamlegar fjárfestingar. Það þýði
að aðrir fjárfestar fylgi þeim gjarnan
eftir. Þá séu þetta ákveðin vatnaskil á
íslenskum hlutabréfamarkaði enda sé
um að ræða einn virtasta fjárfesting-
araðila á Norðurlöndum.
Jón segist gera fastlega ráð fyrir að
fulltrúar Industrivärden setjist í
stjórn Össurar og muni taka virkan
þátt í stjórnun félagsins.
Í tilkynningu frá Össuri hf. segir að
mikil vinna liggi í að kynna fyrirtækið
fyrir fjárfestum ytra og unnið hafi
verið að því að fá fjarlægðar hindr-
anir sem erlendir fjárfestar hafi bent
á að standi í vegi fyrir fjárfestingu
þeirra á Íslandi. Verður á hluthafa-
fundi 6. júní nk. farið fram á heimild
til að breyta hlutafé félagsins í doll-
ara, líkt og hefur þegar verið gert
með reikningsskil þess.
Ingólfur Helgason, framkvæmda-
stjóri markaðsviðskipta hjá Kaup-
þingi, segir að með þessum viðskipt-
um hafi stórum áfanga verið náð, sem
lengi hafi verið stefnt að.
„Væntanlega er þetta í fyrsta skipti
sem fram fer einhver alvöru sala til
erlendra fjárfesta í skráðu íslensku
félagi, án þess að það sé í tengslum
við útboð eða slíkt. Það gefur þessu
skemmtilegt yfirbragð“, segir Ingólf-
ur og játar því að seljendur hafi þarna
fengið mjög ásættanlegt verð fyrir
hlut sinn.
Kaupþing seldi Industrivärden
hlutabréf í Össuri að nafnverði 32
milljónir, eða sem svarar til 9,74%
eignarhlutar, en söluverð hlutarins er
1.568 milljónir króna. Eftir söluna á
Kaupþing 15 milljónir að nafnverði í
Össuri eða 4,60%.
Mallard Holding, sem er eignar-
haldsfélag í eigu Össurar Kristins-
sonar, stjórnarformanns í Össuri,
seldi bréf að nafnverði 15 milljónir
eða tæplega 5%, en söluverðið nam
735 milljónum. Eftir söluna á Mallard
Holding tæpan fjórðungshlut í Össuri
eða tæpar 80 milljónir að nafnvirði.
Össur hf. seldi eigin bréf að nafn-
virði 3 milljónir króna eða að söluvirði
147 milljónir. Eftir söluna nema eigin
hlutabréf félagsins rúmum 5 milljón-
um króna að nafnverði.
Einn stærsti sjóður
á Norðurlöndum
Industrivärden var stofnaður árið
1944 og er annar af tveimur stærstu
fjárfestingarsjóðum Svíþjóðar og
jafnframt einn sá stærsti á Norður-
löndum. Sjóðurinn er skráður í kaup-
höllinni í Stokkhólmi og sérhæfir sig í
fjárfestingum í skráðum félögum á
Norðurlöndum sem talin eru eiga
góða möguleika á að þróast áfram.
Hrein eign sjóðsins nemur um 3,3
milljörðum dollara en það svarar til
rösklega 300 milljarða íslenskra
króna.
Verð hlutabréfa í Össuri hækkaði
um 8,2% í gær í 66 viðskiptum og var í
lok dags 51,5 krónur á hlut en hæst
fór verðið í 52,5 innan dagsins. Þess
má geta að verðmat greiningardeild-
ar Kaupþings á bréfum í Össuri er
76,3 samkvæmt nýlegri greiningu.
Industrivärden
kaupir 15% í Össuri
Er nú annar stærsti hluthafinn. Veitir aðgang að fjár-
magni, samböndum og þekkingu, segir forstjóri félagsins
ÁRSREIKNINGAR Eftir-
launasjóðs starfsmanna Hafn-
arfjarðarkaupstaðar hafa nú
verið birtir. Raunávöxtun
sjóðsins á árinu var 2,4%.
Nafnávöxtun var 11,58%.
Ávöxtun Eftirlaunasjóðs
umfram aðra sjóði sem birt
hafa ársreikninga sína er á
bilinu 3 til 10%, að sögn for-
stöðumanns sjóðsins Sigurjóns
Bjarnssonar. Stjórn sjóðsins
skipa: Magnús Gunnarsson,
formaður og Þorsteinn Njáls-
son og Albert Kristinsson.
Góð ávöxtun
GRÁSLEPPUVERTÍÐIN á Bakka-
firði stendur nú sem hæst, en
margir bátar stunda grá-
sleppuveiðar þaðan. Hraungerði
efh. verkar mikið af hrognun. Þar
ráða ríkjum hjónin Freydís Magn-
úsdóttir og Elías Helgason, sem
hafa saltað grásleppuhrogn í tólf
vertíðar, en síðastliðin tvö ár hef-
ur Magnús sonur þeirra verið með
þeim. Tuttugu bátar leggja upp
hjá Hraungerði ehf., fimmtán
heimabátar og fimm aðkomubátar.
Að sögn Elíasar Helgasonar hjá
Hraungerði ehf. er búið að salta á
milli 1.100 og 1.200 tunnur í vor
hjá þeim, sem er 300 til 400 tunn-
um meira en í meðalári, sem er á
milli 700 og 800 tunnur, og vertíð-
in er ekki búin enn.
Aðspurð sögðu þau að einn dag-
urinn í vikunni hefði verið með
þeim stærri á vertíðinni en þá
komu í land milli 60 og 70 tunnur
eftir átta daga brælu hjá bátunum.
Til gamans má geta þess að það
mesta sem þau hafa tekið á móti á
einum degi var 92 uppsaltaðar
tunnur sem eru um fjórtán tonn af
blautum hrognum. Í einni kavíar-
túpu eru 250 g, þar af 140 g hrogn,
svo þetta eru nokkrar túpurnar. Á
myndinni sést Magnús Elíasson
hræra saman hrogn og salt og not-
ar hann steypuhrærivél til verks-
ins.
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson
Hrognin söltuð
Bakkafirði. Morgunblaðið.
LÍFTÆKNISJÓÐURINN MP Bio
hf. tapaði 128,9 milljónum króna á
fyrsta fjórðungi ársins 2002. Þar af
var innleyst tap tímabilsins 9,4
milljónir króna en óinnleyst geng-
istap nam 119,5 milljónum. Sam-
anburðartölur liggja ekki fyrir.
Vaxtatekjur sjóðsins námu tæp-
um 4,3 milljónum á tímabilinu.
Hreinar vaxtatekjur voru neikvæð-
ar um 3 milljónir króna. Eigið fé
nam í lok tímabilsins 873,1 milljón
króna.en var 749,0 milljónir króna
um síðustu áramót.
Í tilkynningu segir að tapið stafi
fyrst og fremst af lækkun á gengi
skráðra markaðsbréfa og vegna
styrkingar krónunnar gagnvart
dollar. „Eignarhlutir félagsins í
óskráðum félögum, sem öll eru er-
lend, eru sem fyrr metnir miðað við
kaupverð í erlendri mynt að teknu
tilliti til lækkana gagnvart íslenskri
krónu.
Gengi bandaríkjadollars gagnvart
íslenskri krónu lækkaði um 3,7% á
tímabilinu.“
Ennfremur segir að gengi
skráðra markaðsbréfa í eignasafni
félagsins hafa lækkað töluvert á
tímabilinu, t.d hafi gengi bréfa í de-
Code lækkað um 41%.
Tap af rekstri
MP Bio