Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSKA sendiráðið í París gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Nokkrir slökkviliðsmenn slösuðust í baráttunni við eldinn, sem mun hafa kviknað út frá rafmagni. Unn- ið var að endurbótum á þeirri hæð sendiráðsins þar sem eldurinn kom upp. Reuters Eldur í sendiráði GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti leggur áherslu á að ná persónu- legum tengslum við aðra þjóðarleið- toga en nokkuð misjafnt er hvernig tekst til. Sumum þeirra líkar vel kumpánleg kímni hans og sjálfur segist hann geta séð hvort mönnum sé treystandi eftir að hafa hitt þá, augliti til auglitis. Fyrstu fundir hans með Gerhard Schröder Þýska- landskanslara tókust illa, segir í grein í Washington Post en Schröd- er braut ísinn er hann lýsti yfir full- um stuðningi við aðgerðir Banda- ríkjamanna í Afganistan sl. haust. Hefur síðan farið mjög vel á með þeim. Bush minnist oft á að hann eigi sitthvað sameiginlegt með gestum sínum en hefur stundum gengið brösótt að útskýra hvað hann eigi við. Eftir fund með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í fyrra í Camp David sagði Bush aðspurður að þeir notuðu báðir Colgate-tann- krem. Er hann var beðinn að til- greina fleira nefndi hann sameigin- legan áhuga á íþróttum og líkamsrækt, einnig væru þeir feður og ættu báðir góðar eiginkonur. Forsetinn er sagður geta verið af- ar sannfærandi í tveggja manna tali, hann sé oft mjög óformlegur. En sumir gestir hans eiga erfitt með að venjast því hvernig hann byrjar stundum umsvifalaust að fjalla um mikilvæg mál án formála og hefðbundins kurteisishjals. Bíltúr með Abdullah krónprins Forsetinn á búgarð í grennd við þorpið Crawford í Texas og hefur þegar tekið á móti mörgum tignum gestum þar. Hann hefur þar leikið sér með hafnabolta ásamt forsætis- ráðherra Japans, rætt um sportfisk- veiðar við forsætisráðherra Kan- ada, fengið forseta Rússlands til að taka þátt í Texas-dansi og talið Ab- dullah, rúmlega sjötugan krónprins Sádi-Arabíu, á að hysja upp um sig skikkjulöfin, setjast upp í pallbíl og fara í bíltúr um landareignina. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst því hvernig Bush hafi ver- ið lýst í sín eyru sem manni sem ekki gæti hlustað lengi á aðra, manni sem vildi sjálfur hafa orðið og skorti þolinmæði. Bush hefði komið sér þægilega á óvart. „Allt reyndist þetta með öðrum hætti – í reynd komust strax á mjög traust tengsl,“ sagði Pútín á fréttamannafundi. Sérfræðingar vara þó við því að persónuleg vinátta sé tvíbent leið- arljós í samskiptum ríkja þar sem beinharðir hagsmunir ráði þegar upp sé staðið. Þannig er fullyrt að Vicente Fox, forseti Mexíkó, sé orð- inn óþolinmóður og vilji meira en fögur orð, ekki síst varðandi breyt- ingar á innflytjendalöggjöf Banda- ríkjanna. Ekkert hafi enn gerst í þeim málum. Fox sagði nýlega í ræðu að úrslitum myndi ráða í sam- búð þjóðanna hvort Bush léti gjörð- ir fylgja orðum í innflytjendamálun- um, þau væru prófið sem sýndi „hvort við hyggjumst beita okkur fyrir nýjum og nánum samskipt- um“. Reuters George W. Bush (t.v.) Bandaríkjaforseti gengur ásamt Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, inn í kanslarahöllina í Berlín í gær. Kumpánlegt fas á bú- garðinum ’ Bush hefur unniðhug sumra en ekki allra leiðtoga með óvenjulegum stíl ‘ FULLTRÚAR á þingi Alþjóða- hvalveiðiráðsins sögðu í gær, að þar ríkti „stríðsástand“ eftir að fellt var að leyfa frumbyggjum að halda áfram takmörkuðum veiðum. Einnig var felld tillaga Japana um að afnema 16 ára gamalt bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Tillaga Japana um að íbúar í nokkrum japönskum þorpum fengju að veiða 50 hrefnur á ári var felld og að því búnu beittu þeir sér gegn tillögu Bandaríkjamanna og Rússa um áframhaldandi hval- veiðar frumbyggja. Þegar hún var felld varð mikið uppistand og sum- ir lýstu að bragði yfir, að komið væri upp „stríðsástand“ innan ráðsins. Fulltrúi Hollendinga, Frederik Vossenaar, sagði úkomuna vera „svartan dag“ í sögu ráðsins, ekki aðeins fyrir frumbyggja í Alaska og Síberíu, og Rolland Schmitten, fulltrúi Bandaríkjanna, sakaði Jap- ana um leika sér að velferð fólks. Masayuki Komatsu, fulltrúi Jap- ana, sakaði hins vegar Bandaríkja- menn um tvískinnung í hvalveiði- málum. Vegna eigin hagsmuna vildu þeir undanþágu fyrir sitt fólk en væru harðir friðunarsinnar gagnvart öðrum. Hugsanlegt er, að einhver mála- miðlun finnist um þetta og Japanir kváðust bíða eftir tillögum Banda- ríkjamanna um það. Sumir fulltrúanna höfðu á orði, að aldrei hefði verið meiri hætta á því en nú að ráðið leystist upp. „Stríðsástand“ í Alþjóðahval- veiðiráðinu Bann við framhaldi veiða frum- byggja veldur miklum titringi Shimonoseki. AFP. „ANNAÐHVORT takið þið fullan þátt í samstarfinu eða ykkur verð- ur skipað á bekk með Íslending- um, Norðmönnum og Svisslend- ingum.“ Þannig hljóðar boðskapur framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, ekki síst til Dana, og þeim sagt í stuttu máli, að dönsku fyrirvararnir verði að vera úr sögunni fyrir 2004 þegar nýr sáttmáli eða stjórnarskrá fyrir ESB á að líta dagsins ljós. Framkvæmdastjórnin leggur til, að nú strax verði farið ofan í saumana á fyrirvörum einstakra aðildarríkja með það fyrir augum að afnema þá. Ríkin verði að gera upp við sig hvort þau vilji fullt samstarf eða stöðu á borð við þá, sem gildir um Ísland, Noreg og Sviss. Fyrirvarar gera samræmda löggjöf erfiða Poul Nielson, fulltrúi Dana í framkvæmdastjórninni, sagði í við- tali við Jyllands-Posten, að staða Dana nú væri óviðunandi og ætti eftir að versna. Framkvæmda- stjórnin gæti ekki annað en vakið athygli á því, að það væri ekki hægt að koma á samræmdri lög- gjöf og tryggja þegnunum jöfn réttindi þegar einstök ríki væru með fyrirvara um hitt og þetta. Nielsen lagði þó áherslu á, að yf- irlýsingu framkvæmdastjórnarinn- ar væri ekki sérstaklega beint að Danmörku. Per Stig Møller, utanríkisráð- herra Danmerkur, segist vera sammála því, að dönsku fyrirvar- arnir verði að hverfa, ekki síst með það í huga, að brátt verði að- ildarríki ESB 25. Talsmenn jafn- aðarmanna og Radikale Venstre eru sama sinnis en Sósíalíski þjóð- arflokkurinn segist andvígur því, að öllum aðildarríkjunum verði skipað að ganga í takt. Yfirlýsing frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins Fyrirvarar og undan- þágur skulu burt MONA Juul, sendiherra Noregs í Ísrael, fékk í gær skriflega áminn- ingu frá utanríkisráðuneytinu vegna gjafar sem hún fékk á sín- um tíma frá svonefndum Peres- sjóði árið 1999 en lét ekki yfirboð- ara sína í Ósló vita af. Um hríð var rætt um að Juul yrði beðin að segja upp starfi sínu vegna máls- ins. Peningunum, sem nema 50.000 Bandaríkjadollurum, nær fimm milljónum ísl. króna, fær Juul að halda og er því borið við að svo langt sé um liðið að ekki sé hægt að gera þá upptæka, að sögn dag- blaðsins Verdens Gang. Ef Juul hefði skýrt frá gjöfinni strax hefði hún ekki fengið að halda fénu. Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins norska, gagnrýndi í gær niðurstöðu málsins og sagði að setja ætti reglur sem gerðu kleift að hindra að sendiherrar héldu peningum sem þeir fengju með þessum hætti. Refsingin sem Juul hefði fengið væri allt of mild en áminningin verður fjarlægð úr skjölum ráðuneytisins um feril Juul eftir fimm ár. Talsmaður ráðuneytisins, Karsten Klepsvik, sagðist ekki muna eftir því að sams konar mál hefði komið upp í ráðuneytinu en neitaði að tjá sig um gagnrýni Hagens. Mona Juul slapp með áminningu VONIR um, að líf sé að finna á yf- irborði Evrópu, einu tungla Júpiters, hafa dofnað mjög. Talið var, að það gæti leynst í hafinu undir íshellu, sem umlykur það, en nú bendir margt til, að ísinn sé allt að 25 km þykkur. Þetta kemur fram í grein í breska vísindatímaritinu Nature eftir bandaríska vísindamanninn Paul Schenk. Þar segist hann hafa borið saman loftsteinagíga á Evrópu og tveimur öðrum ístunglum, Gany- mede og Gallisto, við gíga á tunglinu en það er álíka stórt og hin tunglin þrjú. Á tunglinu eru þeir djúpir með háum hamraveggjum en á Ganymede og Gallisto fremur óreglulegir. Á Evrópu eru þeir hins vegar líkir dal- verpi með mjög ávölu og sléttu yf- irborði. Það bendi til, að ísinn sé mjög þykkur. Áður var talið, að íshellan á Evr- ópu væri ekki nema kannski þriggja km þykk og kynni þá stundum að brotna og bráðna sums staðar vegna mikils aðdráttarafls Júpiters. Það gæti aftur auðveldað tilvist frum- stæðs lífs. Lítil von um líf á Evrópu París. AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.