Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 29 ÞEGAR Chandra Levy hvarf spor- laust hinn 30. apríl 2001 var enn skammt um liðið síðan Bill Clinton hvarf úr Hvíta húsinu en samband hans við starfsstúlkuna Monicu Lew- insky hafði mjög sett svip sinn á síð- ustu ár hans í forsetaembætti. Hvarf Levy vakti upp minningar um Lew- insky-mál forsetans vestra enda hafði Levy, sem var tuttugu og fjögurra ára, átt vingott við þingmann Repú- blikanaflokksins frá Kaliforníu, Gary Condit. Batt málið enda á stjórn- málaferil hans. Lögregla í Washington hefur nú staðfest að líkamsleifar, sem fundust á útivistarsvæði í borginni, Rock Creek Park, væru af Levy. Líkið fann maður sem var á ferð um garðinn ásamt hundi sínum. Hundurinn hafði tekið að róta á tilteknum stað, sem að mestu var hulinn trjám, og fann mað- urinn höfuðkúpu Levy er hann tók að grennslast fyrir um hvað það væri, sem vekti áhuga hundsins. Lögreglu tókst að bera kennsl á lík Levy með því að bera tennur þess við gögn, sem fjölskylda hennar hafði af- hent fyrir um ári, þegar leitin að Levy stóð sem hæst. Sagði Charles H. Ramsey, lögreglustjóri í Wash- ington, ekkert liggja fyrir um það, hvert var banamein Levy, né heldur hvort líklegt væri að líkið hefði legið á þessum stað, frá því að hún dó, eða hvort það hefði verið fært þangað síð- ar. Hlýtur grunur manna þó að bein- ast að því, að Levy hafi verið myrt. Staðurinn sem lík Levy fannst á er ekki fjarri heimili hennar. Þá er ekki langt í Klingle-húsið í Rock Creek Park, en þar leitaði lögregla að Levy eftir að hún hvarf í fyrra enda sýndi rannsókn á tölvu hennar að hún hafði skoðað heimasíðu Klingle-hússins 1. maí í fyrra. Var það hið síðasta sem til Levy spurðist en síðast sást hún hins vegar á lífi daginn áður, 30. apríl 2001. Svæðið þar sem lík Levy fannst verður nú afmarkað og þar hyggst lögregla leita af sér allan grun í von um vísbendingar um það hvernig dauða hennar bar að. Líkið hafði ekki verið grafið í jörð- ina heldur lá einfaldlega innan um öll trén, sem þarna eru. Telur lögregla að trjálauf og annað rusl hafi á end- anum hulið líkið sýnum en það var auk þess, sem fyrr segir, ekki á stað sem auðvelt var að komast að vegna trjágróðurs. Líkið var afar illa farið og gat lög- regla sér þess til að það væri af völd- um dýra í skóginum. „Þetta eru fréttir sem ég hafði von- ast til að þurfa aldrei að flytja for- eldrum Levy,“ sagði Billy Martin, lögmaður Roberts og Susan Levy. Sagði hann að engrar yfirlýsingar frá þeim væri að vænta þar sem Susan Levy væri miður sín vegna tíðind- anna. Condit sagði þau Levy einungis hafa verið vini Hvarf Levy vakti á sínum tíma mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess sambands sem hún hafði átt við þingmanninn Gary Condit, sem var frá Kaliforníu eins og Levy. Levy kom til Washington haustið 2000 til að starfa sem lærlingur hjá Fangelsismálastofnun. Mun hún hafa sagt frænku sinni frá því, skömmu eftir að hún kom til Washington, að hún ætti nýjan ástvin, þingmanninn frá heimabæ hennar, Modesto. Þá sagði Levy leigusala sínum frá því í janúar 2001 að hún myndi hugs- anlega flytja úr húsnæðinu til að hefja búskap með kærasta sínum. Í næsta mánuði á eftir sagði hún hins vegar, að af þessu yrði ekki, enda hefði sambandið ekki þróast sem skyldi. Levy lauk störfum hjá Fangelsis- málastofnun 23. apríl 2001 og und- irbjó ferðalag heim til Kaliforníu. Skildi hún um þetta leyti eftir skila- boð á símsvara frænku sinnar, að hún hefði „mikil tíðindi“ að færa. Lögreglan bandaríska sagði aldrei að Condit lægi undir grun varðandi hvarf Levy og raunar voru meira en eitt hundrað manns yfirheyrðir í málinu. Hins vegar var á sínum tíma framkvæmd húsleit á heimili Condits í Washington og þá var hann yfirheyrður fjór- um sinnum vegna málsins. Láku þær fréttir út að hann hefði gengist við því við yfir- heyrslur að hafa átt í ástarsam- bandi við Levy. Condit viðurkenndi hins veg- ar aldrei opinberlega að hann hefði átt í ástarsambandi við Levy, og sagði hann þau ein- ungis hafa verið vini. Foreldrar Levy ekki sátt við framkomu Condits Tengsl Condits við málið – einkum og sér í lagi ásakanir á hendur honum um að hann hefði ekki sagt allan sannleik- ann um samband sitt við Levy í upphafi, og að hann hefði þannig hugsanlega tafið rannsókn málsins – voru meginorsök þess að hann tapaði í forvali sem Demókrataflokkurinn hélt nú í mars vegna væntanlegra þingkosninga í Kaliforníu, en Condit hafði verið þingmaður ríkisins frá 1989. Fyrir gráglettni örlaganna höfðu foreldrar Levy verið í sjónvarpsvið- tali hjá hinum vinsæla þáttastjórn- anda Opruh Winfrey á miðvikudag, einungis fáeinum klukkustundum áð- ur en lík Levy fannst. Þar sögðust þau afar reið vegna hegðunar Con- dits, sem þau sögðu hafa hugsað meira um pólitísk örlög sín en afdrif Levy. „Ég tel að hann viti mun meira [um hvarf Chandra Levy] en hann hefur viðurkennt,“ sagði Susan Levy þá. Líkið illa farið af völdum dýra Lík Chandra Levy fundið á útivistarsvæði í Washington en hvarf hennar fyrir ári batt enda á stjórnmálaferil Garys Condits Chandra Levy Washington. AFP, The Washington Post. NANCY Crick, tæplega sjötug kona, sem haldin var banvænu krabbameini, stytti sér aldur í fyrradag á sumarleyfisstaðnum Gold Coast í Queensland í Ástr- alíu. Gerði hún það að viðstödd- um 21 vini sínum og ættingja. Eiga þeir nú yfir sér málssókn fyrir að hafa aðstoðað hana með óbeinum hætti. Hefur þessi atburður kynt undir umræðunni um líknar- morð í Ástralíu og dr. Philip Nitschke, sem berst fyrir því, að það verði leyft, sagði í fyrra- dag, að þetta væri í fyrsta sinn, sem svona stór hópur hefði sýnt borgaralega óhlýðni í þágu málefnisins. Áströlsk lög banna ekki sjálfsmorð en aðstoð við það getur varðað lífstíðarfang- elsi. Margaret Tighe, formaður samtakanna Réttar til lífs, sem berjast gegn líknarmorðum, fordæmdi fjölmiðlauppákom- una í kringum dr. Nitschke og sagði, að koma ætti í veg fyrir, að hann gæti endasenst lands- horna á milli við að ráðleggja veiku fólki að stytta sér aldur. Crick, sem kvaddi lífið með því að taka inn of stóran lyfja- skammt, var með sína eigin heimasíðu um þessi mál. Þar sagði hún, að það væri út í hött, að hún mætti fyrirkoma sjálfri sér en yrði að gera það ein og yfirgefin. Þvert á móti teldi hún sig hafa rétt til að loka augun- um hinsta sinni í návist ástvina sinna. Sjálfs- morð í vinahópi Sydney. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.