Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 31
Nám í tómstunda- og
félagsmálafræði
Fjarnám, 45 einingar
Nám fyrir þá, sem vinna að tómstunda- og félagsmálum, t.d. í
grunnskólum, framhaldsskólum og félagsmiðstöðvum, hjá íþrótta- og
æskulýðsfélögum eða á öðrum vettvangi.
Fyrsta staðbundna lotan er 28. - 30. ágúst.
Þeir, sem sinna skapandi tómstundastarfi, eru
hvattir til að nota tækifærið og afla sér menntunar.
Umsóknarfrestur er til 1. júní. Sjá nánar á www.khi.is
UNDIR yfirskriftinni „Guð, helg-
ur andi“, á öðrum degi í hvítasunnu,
hélt Mótettukór Hallgrímskirkju
söngmessu undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar. Fysta viðfangsefni tón-
leikanna var Guð, helgur andi, heyr
oss nú, gamall sálmur frá Wittem-
berg, er var sunginn í fallegri radd-
setningu Róberts A. Ottóssonar.
Hörður nær oft að gæða einfalda
sálma trúarlegri tign, sálma sem
annars eru sungnir blátt áfram.
Tignunin einkennir flutning Mót-
ettukórsins og það kom einstaklega
vel fram í fjórum mótettum op. 11
eftir Duruflé, er voru næst á efnis-
skránni. Þessar stuttu en áhrifaríku
tónsmíðar voru einstaklega fallega
fluttar. Önnur mótettan, „Maríuv-
ísa“, var einstaklega fallega sungin
af kvennröddunum en tvær seinni
mótetturnar (Tu es Petrus og Tant-
um ergo) eru glæsilegar tónsmíðar,
þar sem heyra má skemmtileg
kontrapunktísk tilþrif hjá Duruflé,
og í þessum verkum var söngur Mót-
ettukórsins einstaklega glæsilegur.
Eftir Messiaen söng kórinn mót-
ettuna O sacrum convivium, sem er
falleg andstæða verkanna eftir Du-
ruflé, þ.e. rithátturinn er sérlega
hljómrænn og tónsmíðin nánast
bundin í háröddunum, yfir liggjandi
hljómferli. Söngur sópransins var
glæsilegur og sérstæður og magn-
aður hljómgrunnurinn var þéttur og
fylgdi lagferlinu eftir en var ekki að-
eins „undirleikur“.
Tveir íslenskir sálmar voru fluttir,
sá fyrri Leiftra þú sól, hvítasunnu-
sálmur, sem undirritaður samdi við
texta eftir Sigurbjörn Einarsson
biskup, og sá seinni Guð sem í ár-
daga oss reisti bústað á jörðu, þar
sem Hörður Áskelsson og Kristján
Valur Ingólfsson stilltu saman
strengi sína í hljómi og texta. Tón-
mál Harðar er fallega mótað, þótt
það sé frekar óvenjulegt að enda
tónhendingu á „stökki“, en hvað sem
því líður var niðurlag sálmsins sér-
lega fallegt. Báðir sálmarnir voru
sungnir á þann hátt að efni þeirra
skipti máli og mótun tónhending-
anna því annað og meira en söng-
urinn einn.
Þrátt fyrir að norsku tónskáldin
Knut Nystedt og Kjell Mörk Karl-
sen hafi notað ómstreituna ótæpi-
lega eru verk þeirra að því leyti til
gamaldags, að lagferlið og radd-
fleygunin eru meginuppistaðan í
verkum þeirra, og oft glæsilega út-
færð, eins og hjá Nystedt í mótett-
unni If you receive my words og
einnig hjá Karlsen í Songs from the
Revelation, sem eru sex sjálfstæðir
söngvar. Í báðum þessum verkum
var söngur kórsins einstaklega
glæsilegur, þéttur, hljómmikill og
tignarlegur.
Johann Sebastian Bach átti síð-
asta orðið, fyrst með sálmútsetning-
unni á lagi eftir Nacholai, Skín á
himni skír og fagur hinn skæri hvíta-
sunnudagur, er var sunginn á þann
hátt er einkennir tóntúlkun Harðar
og Mótettukórsins. Tónleikunum
lauk síðan með mótettunni Der Geist
hilft unsrer Schwachheit auf BWV
226 (ekki 22), sem samin er fyrir átta
raddir, þ.e. tvöfaldan kór. Mótetta
þessi er í þremur þáttum. Fyrsti
kaflinn er í eins konar konsertformi
og þar er undirleikurinn uppruna-
lega hugsaður fyrir strengi. Annar
þátturinn er tvöföld fúga og þar eru
raddirnar tvöfaldaðar með undirleik
tréblásturshljóðfæra (óbó og fagott)
en sá þriðji er sálmur. Til eru í hand-
riti tónskáldsins útskrifaðar raddir
fyrir hljóðfærin og af þeim má ráða
að hljóðfærin voru að miklu leyti
notuð til að tvöfalda söngraddirnar.
Hér var undirleikurinn leikinn á org-
el (Brynhildur Ásgeirsdóttir), selló
(Inga Rós Ingólfsdóttir) og kontra-
bassa (Richard Korn) og var flutn-
ingur verksins glæsilegur endir á
frábærum tónleikum, t.d. var tvö-
falda fúgan ótrúlega þétt í hljóman
og sálmurinn fluttur eins og um væri
að ræða tónsmíð gædda trúarlegri
tilfinningu en ekki sálm ætlaðan til
daglegs brúks, sunginn beint af aug-
um, eins og oft má heyra við kirkju-
athafnir. Það er þetta sem gefur
söng Mótettukórsins, undir stjórn
Harðar, sérstaka dýpt, að fyrir utan
frábærlega mótaðan söngmáta er
allur flutningurinn gæddur innilegri
tignun, þannig að fagurfræði og
trúarleg upplifun verða eitt.
„Allur flutningurinn (er) gæddur innilegri tignun, þannig að fagurfræði og trúarleg upplifun verða eitt.“
Frábærir tónleikar
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Mótettukór Hallgrímskirkju
undir stjórn Harðar Áskelssonar
flutti trúarleg verk er tengjast
hvítasunnuhátíð kristinnar kirkju.
Mánudaginn 20. maí.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
ÁRBÆJARSAFN hefur tekið
leiklistina í þjónustu sína og hafið
samstarf við leikhópinn Icelandic
Take-Away Theatre (ITAT). Sam-
starf safnsins og leikhópsins er liður
í þeirri viðleitni stjórnenda minja-
safnsins að miðla sögu Reykjavíkur
á nýstárlegan hátt til gesta. Fyrsta
verkefni leikhópsins var frumflutt í
safninu síðastliðinn mánudag og
tókst í alla staði prýðilega.
Hugmyndin að þessari sýningu er
bráðsnjöll: „Athafnamaðurinn og
heimsborgarinn Þorlákur Ó. John-
son býður til skemmtunar fyrir fólk-
ið á heimili sínu að Lækjargötu 4, nú
staðsett í Árbæjarsafni,“ segir í leik-
skrá, og það er í þessu húsi fyrrum
heimili áðurnefns Þorláks sem leik-
urinn fer fram. Árni P. Reynisson er
í hlutverki Þorláks og hann flytur
gestum blandaða dagskrá í formi
frásagna, söngs, skuggamynda og
lítils leikþáttar, auk þess sem hann
leiðir þá út á tún í lokin þar sem
vinnukonur og tómthúsmenn (leið-
sögumenn Árbæjarsafns) stíga
kostulegan dans og henda saltfisk á
loft.
Þorlákur Ó. Johnson var uppi á ár-
unum 1838–1917 en hann birtist okk-
ur „afturgenginn“, svo að segja, og í
frásögn hans blandast fortíð og nútíð
saman á snjallan hátt. Þannig notar
Þorvaldur í bland nútímamál og til-
vísanir í nýjustu tækni um leið og
hann notar þá íslensku sem töluð var
hér um aldamótin 1900 og slettir
óspart ensku – enda sigldur maður.
Þorlákur tekur lagið við undirleik
„ósýnilegs“ en dálítið uppreisnar-
gjarns píanóleikara, sýnir skugga-
myndir af gömlu Reykjavík, segir
frá athafnamennsku sinni og upphafi
blaðaauglýsinga (sem hann átti heið-
urinn af) og hann endursegir, með
leikrænum tilþrifum, ástarsögu
ekkjunnar Sire Otteson og Dillons
lávarðar af Englandi (sem Dillons-
hús er kennt við). Allt lifnaði þetta
skemmtilega í flutningi Árna, sem
var reffilegur í hlutverki Þorláks.
Leiðsögumenn Árbæjarsafns
stóðu sig vel í saltfiskdansinum úti í
góða veðrinu, sem var skemmtilegur
endapunktur á vel heppnaðri og
óvenjulegri sagnamiðlun. Þetta upp-
haf á samstarfi Árbæjarsafns og
ITAT lofar góðu um framhaldið, en
Þorlákur mun bjóða gestum á heim-
ili sitt á laugardögum og sunnudög-
um í sumar. Á eftir er hægt að fá sér
kaffi og meðlæti í huggulegum húsa-
kynnum safnsins og skoða sig um á
svæðinu.
Soffía Auður Birgisdóttir
Fortíðarmiðlun
í nýjum stíl
LEIKLIST
Icelandic Take-Away Theatre
Dálítil skemmtisaga af athafnamann-
inum og heimsborgaranum Þorláki Ó.
Johnson. Handrit og leikgerð: Ágústa
Skúladóttir. Ráðgjöf og heimildavinna:
Starfsfólk Árbæjarsafns. Leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir. Leikari: Árni P. Reyn-
isson. Búningar, leikmunir og lit-
skyggnur: Guðrún Öyahals og Katrín Þor-
valdsdóttir. Einnig koma fram
leiðsögumenn Árbæjarsafns. Lækjargata
4, nú staðsett í Árbæjarsafni, 20. maí.
SPEKÚLERAÐ Á STÓRUM SKALA
SÍÐASTA örleikritið í röðinni Níu
virkir dagar verður sent út í dag
frá Fógetagarðinum við Aðalstræti
á Rás 1 kl. 17.05.
Verkið nefnist
Fótabað og er
eftir Kristínu
Ómarsdóttur rit-
höfund og Gunn-
hildi Hauksdótt-
ur myndlistar-
mann.
„Fótabað er
eftir okkur báðar
enda er það nær
því að vera gjörningur en leikrit,“
segir Kristín. Gjörningurinn felst í
því að tíu þjóðþekktir einstaklingar
úr hópi fjölmiðla- og listafólks hef-
ur þegið boð um að fara í fótabað
og flytja texta eftir Kristínu á með-
an.
„Textinn er ekki óskyldur bæn
og hver fær sitt brot sem þeir
flytja hver á eftir öðrum.“
Uppskriftin að fótabaðinu er eft-
irfarandi: 3 bollar af grófu sjáv-
arsalti og 15 lárviðarlauf soðin í 2 l
af vatni þar til saltið leysist upp.
Sjóðandi vatninu hellt oní bala með
15 l af volgu vatni. Að lokum er 2
afhýddum sítrónum bætt útí ásamt
1msk. af ólífuolíu til mýkingar.
„Ef rétt er staðið að þessu öllu
og textinn fluttur af nægilegri inn-
lifun þá á þettaað leið til aukinnar
auðmýktar flytjenda og ástar í
heiminum,“ segir Krístín. Leik-
stjóri er Harpa Arnardóttir.
Kristín
Ómarsdóttir
Örleikrit á Rás 1
á Listahátíð
Frægir fara
í fótabað
Lúðrasveitar-
tónleikar verða í Ísa-
fjarðarkirkju á
morgun, laugardag,
kl. 18. Þar koma
fram um 90 blásarar
ýmist frá Bolung-
arvík, Ísafirði eða
Reykjavík.
Saman leika ungir
hljóðfæraleikarar úr
grunnskóla á Ísafirði
og í Bolungarvík
sem vorið 2001
ákváðu að end-
urreisa lúðrablástur
og hafa það að mark-
miði að leika á hátíðardögum,
halda sjálfstæða tónleika og taka
þátt í landsmótum. Til liðs við þá
gengu síðan blásaranemendur tón-
listarskóla bæjanna, auk eldri blás-
ara úr fyrrverandi Lúðrasveit Ísa-
fjarðar og leika nú undir nafninu
Lúðrasveit Ísafjarðar og Bolung-
arvíkur. Á tónleikunum nú verða
þeim til fulltingis trompetleikarar
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeir
Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur
Örn Pálsson, Einar Jónsson og
Guðmundur Hafsteinsson. Þeir
munu leika með hljómsveitinni auk
þess að flytja eigin efnisskrá.
Auk þess koma fram 40 nem-
endur sem hafa verið á
blokkflautunámskeiði á vegum
grunnskólanna.
Hljómsveitarstjóri og að-
alleiðbeinandi sameiginlegrar
Lúðrasveitar Ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur er Tómas Guðni Egg-
ertsson.
Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Steingríms-
son, liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eru
meðal blásara í Ísafjarðarkirkju.
Blásarar sameinast
í Ísafjarðarkirkju
ÁRNA Ibsen er óþarfi að kynna
fyrir íslenskum leikhúsáhorfend-
um, hann er eitt virtasta leikskáld
á íslenska tungu sem er lífs. Í
þessu örverki er hann á alvarlegri
nótunum, textinn er hugleiðing um
hvernig hinir núlifandi lifa með
hinu liðna og þá einnig hvernig
hinir liðnu lifa innra með þeim er
lifa. Þegar svo er málum farið end-
urtekur sagan sig; eftirlifendurnir
eru dæmdir til að endurtaka þá
lífshætti sem þeir voru innvígðir í
sem börn. Þetta verk er meitlað og
fullmótað, leikurinn er eins og
hringur, upphafs- og endalaus, þar
sem kynslóðunum mistekst að
leysa úr sömu vandamálum öld
fram af öld.
Rósu Sigrúnu Jónsdóttur er
tvennt efst í huga nú í upphafi fer-
ils síns sem myndlistarmanns. Í
viðtali sem tekið var við hana fyrir
rétt rúmlega ári er hún útskrif-
aðist úr skúlptúrdeild Listahá-
skóla Íslands leggur hún áherslu á
sjónarhorn – eða með hennar orð-
um „persónulega sýn á veru-
leikann“ – en tenging við rýmið
skiptir hana miklu enda hafa þau
verk sem hún hefur sýnt kallast á
við það.
Það sem vakir fyrir Rósu Sigrún
er, að hennar sögn, að
„dýpka … upplifun af hinu ósýni-
lega leikhúsi ímyndunaraflsins fyr-
ir þeim sem er á staðnum“. Það er
snilldarleg hugmynd að flytja
þetta örleikrit ætlað fyrir útvarp
fyrir hóp áhorfenda mitt í myrkv-
uðum tanki. Að vissu leyti „dýpk-
ar“ þetta reynslu áhorfandans af
verkinu en það sem Árna og Rósu
hefur e.t.v. ekki komið til hugar,
fjarlægir þetta áhorfendur líka frá
línulegri frásögn örleikritsins.
Gerðar hafa verið tilraunir á
mönnum sem var komið fyrir í
myrkvuðum tönkum, einangraðir
frá hvers konar áreiti. Eftir ákveð-
inn tíma misstu mörg viðfanganna
tengsl við raunveruleikann og sáu
ofsjónir. Undirritaður varð ekki
fyrir neinni dulrænni reynslu í
Öskjuhlíðinni en upplifunin var
samt einstök. Hljómburðurinn
kom í veg fyrir að hægt væri að
greina orðaskil ef leikararnir voru
of fjarri en sá hluti textans sem
komst til skila er greyptur í vit-
undina, enda ekkert sem glapti.
Eftirminnilegust er rödd Stein-
unnar Ólafsdóttur – sem heyrðist
greinilega í myrkrinu þó að orðin
yrðu ekki greind – eins og selló-
hljómar í algjörri kyrrðinni.
Að sjálfsögðu hafði undirritaður
vaðið fyrir neðan sig og hefur
hlustað á örleikritið af segulbandi.
Leikurinn er mjög vel unninn,
leikurunum hefur greinilega þótt
mikið í textann varið. Það er eins
og myrkrið skili sér í túlkun
þeirra: óvissan um hverju fram
vindur, óttinn við það sem sést
ekki – allt minnir á langt harm-
þrungið og margþætt ljóð. En að
hlusta á verkið og að vera á staðn-
um er tvennt ólíkt – eins ólík og
leikræn upplifun af „sama“ verk-
inu getur framast orðið.
Almyrkva
LEIKLIST
Útvarpsleikhúsið og Listahátíð í
Reykjavík
Höfundar: Árni Ibsen og Rósa Sigrún
Jónsdóttir. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir.
Hljóðstjórn: Hjörtur Svavarsson. Tækni-
maður: Georg Magnússon. Leikarar:
Steinunn Ólafsdóttir, Víkingur Krist-
jánsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Mið-
vikudagur 22. maí.
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR MISSKILNING
ÁKVAÐ MAMMA AÐ BEST VÆRI AÐ ÞEGJA
Sveinn Haraldsson