Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 35
tnsaflsvirkjun á borð við
rkjun. Fyrirtækið hefði
vitað um þá miklu und-
u sem fram hafði farið.
ru það okkar mistök að
oðað hér aðstæður áður
n við héldum að hér gætu
færi einhvern tímann í
Eftir nokkrar þreifingar
að því að hér var verkefni
m hafði verið í undirbún-
m samstarfsaðila (Norsk
k. Mbl.), sem síðan ákvað
um áformum. Við erum
með að hafa komist inn í
,“ sagði Pizzey.
máli aðstoðarforstjórans
ri að skoða álversfram-
í heiminum og nú síðast
kveðið að ráðast í bygg-
rs í Bahrain. Miðað við
ramleiðslu um 2–3% á ári
ð bæta við sig 100 þúsund
ðslu á ári til að halda sín-
lut. Yfir tíu ára tímabil
kið því að auka fram-
a verulega og skoða sem
sem byðust.
bindum okkur til
na hratt og vel“
i Alcoa hafa fengið góðar
nskra stjórnvalda og
Austfjörðum. Ljóst væri
að meiri undirbúningsvinna hefði farið
hér fram en þeir hefðu gert sér grein
fyrir. Fyrirtækið hefði fengið greiðan
aðgang að mikilvægum upplýsingum,
sem hefði komið þeim þægilega á óvart.
Morgunblaðið spurði Pizzey hvort
Alcoa gæti staðið við þá tímaáætlun
sem Reyðarál, með þátttöku Norsk
Hydro og íslenskra fjárfesta, hafði uppi
um álverið á Reyðarfirði. Hann sagði
Alcoa geta skuldbundið sig til að vinna
málið hratt og vel, búið væri að fram-
lengja viðræðuáætlunina um sjö vikur.
Samkvæmt henni ætti að leggja málið
fyrir aðalstjórn Alcoa, sem kæmi sam-
an til fundar í byrjun júlí næstkomandi.
Að þeim fundi loknum lægi fyrir hvort
fyrirtækið ætlaði fyrir alvöru að ráðast
í framkvæmdir.
Fram kom í máli Pizzey að 320 þús-
und tonna álver gæti tekið 30 til 36
mánuði í byggingu, eða upp undir þrjú
ár. Er það svipaður tími og fyrri áfang-
inn í Noral-verkefni Reyðaráls átti að
taka. Lokaákvörðun af hálfu Norsk
Hydro átti einnig að liggja fyrir 1.
september nk.
„Við getum fullvissað ykkur um að
eftir sjö vikur munum við ekki fresta
ákvörðunum um aðrar sjö vikur. Auð-
vitað getur brugðið til beggja vona en
við teljum að miðað við okkar þarfir og
forsendur þá muni verða af þessu verk-
efni. Við viljum ekki vera sakaðir um
að byggja upp falsvonir og vonum að sú
staða komi ekki upp. Við munum vinna
af heilindum í þessum viðræðum,“
sagði John Pizzey.
Hann tók það skýrt fram að Alcoa
ætlaði sér að fjármagna álverið sjálft
en útilokaði ekki að á síðari stigum yrði
samstarf við aðra fjárfesta kannað. Al-
coa væri víða í slíku samstarfi en verk-
efnið hér væri af þeirri stærðargráðu
að fyrirtækið gæti vel ráðið eitt við
það.
Umhverfissérfræðingar
Alcoa eru jákvæðir
Fulltrúar Alcoa hafa að undanförnu
rætt við talsmenn Norsk Hydro og
sagði Pizzey fátt vera því til fyrirstöðu
að vinna með því fyrirtæki. Hann
minnti þó á að tækni fyrirtækjanna við
álframleiðsluna væri mismunandi.
Spurður af Morgunblaðinu um um-
hverfismál vegna álversins og virkj-
unarinnar sagði Pizzey það liggja ljóst
fyrir að Alcoa færi ekki í framkvæmd
sem þessa nema að hún uppfyllti
ströngustu mengunarkröfur. Ekki væri
áhugi á að heyja stríð við umhverf-
isverndarsinna. „Við munum halda
áfram að skoða umhverfisþættina mjög
náið en það sem okkar sérfræðingar á
því sviði hafa séð hér er mjög jákvætt,“
sagði Pizzey.
Honum leist aðspurðum vel á Kára-
hnjúkavirkjun og hvernig Landsvirkjun
áformaði þá framkvæmd. „Við erum
mjög ánægðir með það sem við höfum
séð og hvernig umhverfismatsskýrslan
lítur út. Virkjunin virðist geta tryggt
mjög örugga raforka, sem er mikilvægt
fyrir álversframleiðslu.“
Samkvæmt viðbótarsamkomulaginu
er sem fyrr segir fyrirhugað að reisa
320 þúsund tonna álver í einum áfanga,
sem yrði að fullu í eigu Alcoa. Eru það
önnur áform en Reyðarál hafði uppi,
sem ætlaði í fyrri áfanga að reisa 240–
280 þúsund tonna álver og svo í seinni
áfanga 360–420 þúsund tonna álver.
Flugu strax austur
Að loknum fundi með blaðamönnum í
gær fór John Pizzey austur á land þar
sem flogið var yfir virkjanasvæðið við
Kárahnjúka og lent á Egilsstöðum það-
an sem ekið var til Reyðarfjarðar. Þar
var álversstæðið við Hraun skoðað og
einnig rætt við forsvarsmenn Fjarða-
byggðar. Með Pizzey í för voru fulltrú-
ar íslenskra stjórnvalda og samninga-
menn Alcoa, þeir Michael Baltzell,
Bernt Reitan og Joseph R. Lucot.
Stöldruðu þeir stutt við og fóru af landi
brott síðdegis í gær áleiðis til Banda-
ríkjanna. Þess má að lokum geta að
greint er frá undirritun viðræðuáætl-
unarinnar frá því í gær á vefsíðu Alcoa,
en þar eru aðeins birtar fréttir af
helstu samningum og málum sem þetta
risavaxna fyrirtæki kemur að. Starfs-
menn þess eru nærri 130 þúsund í 38
löndum víða um heim. Slóðin er
www.alcoa.com
æðuáætlun um byggingu álvers í Reyðarfirði sem gildir til 18. júlí í sumar
Morgunblaðið/Kristinn
husson, forstjóri Landsvirkjunar, og John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa, ræðast við fyrir blaðamannafundinn.
„ÞAÐ eru jákvæð skref sem hafa verið stigin þó að sjálfsagt sé
að hafa allan vara á vegna fyrri reynslu. Mér sýnist á öllu að
menn séu að ræða málin af mikilli alvöru og miklum þunga,“
segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um áhuga Alcoa á álveri á Austurlandi en
hann átti í gær fund með aðstoðarforstjóra Alcoa.
„Allir sem hafa komið að málinu, þeirra á meðal ég, hafa fundið raunverulegan
áhuga þessara aðila,“ segir forsætisráðherra jafnframt.
Sagði hann aðspurður að ekki væri laust við að munur virtist vera á áhuga Al-
coa og NorskHydro um framvindu málsins. „En það er margföld reynsla fyrir
því að það borgar sig að tala varlega þar til allt er í húsi.“
Davíð Oddsson sagði aðspurður að það væri jákvætt og flækti ekki málið að Al-
coa yrði einn eignaraðili álversins. „Þessi skref eru jákvæð, menn hafa lagt í
þetta mikla vinnu og munu vita innan tiltölulegra fárra vikna nákvæmlega
hvernig staðan er,“ sagði ráðherra að lokum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Jákvæð skref hafa
verið stigin
FINNUR Ingólfsson, seðlabankastjóri og formaður við-
ræðunefndar stjórnvalda í álversmálum, segir að með sam-
komulaginu við Alcoa í gær hafi verið stigið gott skref fram
á við. Verkefnið í Reyðarfirði sé að skýrast og áhugi Alcoa fari vaxandi.
„Mikilvægast í þessu er að sú ákvörðun sem stjórn Alcoa ætlar að taka um
miðjan júlí er sambærileg ákvörðun og talað hefur verið um að Norsk Hydro
tæki 1. september.
Þetta þýðir hins vegar ekki að verkefnið sé að færast fram í tíma heldur
það að undirbúningsframkvæmdir hjá Landsvirkjun gætu hafist síðar í sum-
ar eða í haust, ef stjórn Alcoa kemst að jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Finnur.
Hann sagði það einnig mjög mikilvægt að Alcoa ætlaði að standa eitt og
sér að verkefninu. Því væri aðeins við einn aðila að semja, sem þýddi að
hægt væri að vinna hratt og vel að undirbúningi og allri ákvarðanatöku.
Aðspurður hvað geti komið upp á sem kæmi í veg fyrir þátttöku Alcoa,
sagði Finnur að reynslan sýndi að það gætu verið mörg atriði, s.s. orkuverð,
fjárfestingarsamningar og umhverfismál. Niðurstöður Alcoa til þessa í
tækni- og umhverfismálum hefðu að vísu verið jákvæðar sem og skoðun á
arðsemi verkefnisins. Eftir væri að semja um orkuverð við Landsvirkjun og
skoða ýmsa aðra þætti, m.a. mengun frá álverinu miðað við 320 þúsund
tonna framleiðslu.
Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri
Framkvæmdir gætu
hafist í sumar
g-
k-
nni
i
fa
ver
kki
a
g-
ppi
ð
erf-
geri
vik-
nnig
urð
hvaða áhrif áform Alcoa hefðu á fyrirhugaðar stækkanir álvera
Ísal í Straumsvík og Norðuráls á Grundartanga sagði Val-
gerður að miðað við það að reisa ætti álverið í Reyðarfirði í ein-
um áfanga þyrfti að skoða þessi mál sérstaklega.
„Við vorum búin að stilla upp verkefnaröð miðað við áform
Reyðaráls. Þær áætlanir miðuðust við að byrjað yrði á stækkun
Norðuráls þannig að á næstu vikum munum við skoða sér-
staklega hvernig áform Alcoa hafa þarna áhrif,“ sagði Val-
gerður.
herra um samkomulagið við Alcoa
„Við færumst nær og nær markmiði okkar,“ segir Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
GEIR A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis og stjórn-
arformaður Reyðaráls, segist fagna því ef áform um byggingu
álvers í Reyðarfirði nái fram að ganga hjá Alcoa. Þar með
megi segja að markmiðum Hæfis hafi verið náð, en fyrirtækið hafi verið stofn-
að í þeim tilgangi að stuðla að því að álver yrði byggt í Reyðarfirði, með þátt-
töku íslenskra fjárfesta. Síðar hafi Reyðarál komið til sögunnar með samstarf-
inu við Norsk Hydro.
„Alcoa hefur greinilega mikinn áhuga á þessari fjárfestingu og mun innan
skamms tíma taka ákvörðun um byggingu álvers. Ef það gerist þá að sjálf-
sögðu fögnum við því hjá Hæfi. Þá má segja að okkar markmiðum hafi verið
náð. Einnig er ljóst að Alcoa ætlar að eiga þetta álver 100% og því er ekki þörf
fyrir íslenska fjárfesta eins og var í samvinnu við Norsk Hydro. Um það er
ekkert nema gott að segja, þrátt fyrir að við séum ekki þátttakendur í því. Það
má líta á þetta eins og boðhlaup þar sem nýir keppendur hafi tekið við kyndl-
inum. Okkur hjá Hæfi er sama hver kemur með þann kyndil í mark,“ sagði
Geir.
Hann sagði að eftir væri að koma í ljós hversu mikið af þeirri undirbúnings-
vinnu sem Reyðarál hefði unnið gæti komið Alcoa til góða. Búið væri að vinna
umhverfismat fyrir allt að 420 þúsund tonna álver. Ljóst væri að ef fyrirtækið
myndi ráðast í framkvæmdina þá væri hlutverki Hæfis lokið.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Alcoa hafi sýnt því
áhuga að kaupa Reyðarál og þar með alla þá vinnu og gögn sem eru til staðar.
Aðspurður hvort viðræður þessa efnis hefðu farið fram vildi Geir ekki staðfesta
það. Samtöl hefðu vissulega átt sér stað en engar formlegar samningaviðræður.
Hins vegar væri ljóst að Alcoa hefði hag af því að fá sem mestar og bestar upp-
lýsingar um verkefnið. Geir sagði að rætt yrði við fulltrúa Alcoa um þessi atriði
á næstu vikum, fyrir því væri jákvæður vilji af hálfu íslenskra fjárfesta.
Geir A. Gunnlaugsson Reyðaráli og Hæfi
Sama hver kemur
með kyndilinn í mark
„ÉG er mjög glaður í dag og Alcoa hefur sýnt málinu gríð-
arlegan áhuga og unnið í því af ótrúlegum krafti,“ segir Smári
Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, um ákvörðun Alcoa að
halda áfram formlegum viðræðum og stefna að ákvörðun um ál-
ver 18. júlí.
Smári Geirsson segist vera mjög ánægður með gang mála þar sem viðræður
hafi gengið ótrúlega hratt. „Áhugi Alcoa er ótvíræður, það kemur aftur og aftur
skýrt fram,“ segir Smári. Hann benti á að síðla í mars hefði verið upplýst um hik
Hydro í álverkefninu og þá hefðu ýmsir talið að ekkert myndi gerast í eitt til tvö
ár. „Nú eru aðeins liðnir tveir mánuðir og ákvörðun sem Hydro ætlaði að taka í
byrjun september, hvort haldið skyldi áfram með verkefnið, ætlar Alcoa að taka
18. júlí, fyrr en eldri áætlun gerði ráð fyrir. Þetta er athyglisvert og sýnir áhuga
þeirra,“ segir Smári ennfremur.
Smári segir þetta einnig þýða að nú sé í raun opnað fyrir þann möguleika að
hefja strax í sumar undirbúningsvinnu vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Þær und-
irbúningsframkvæmdir gætu því hafist í júlí og það skiptir okkur afskaplega
miklu máli hér fyrir austan að Alcoa sýnir þannig áhuga sinn í verki. Þeir hafa
unnið hratt en vitanlega njóta menn líka þeirrar undirbúningsvinnu sem þegar
hefur farið fram í tengslum við verkefnið,“ segir Smári að lokum.
Smári Geirsson Fjarðabyggð
Ég er mjög glaður í dag