Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 41

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 41 hyggjusamar, ekki síst eftir að Jónas frændi dó 1988. Ég er ákaf- lega glöð yfir því að hafa fengið að sjá hana daginn áður en hún dó. Hún vissi ekki af mér, en ég vissi að nú var hún á leiðinni heim. Ég vil muna hana eins og hún var þegar hún kom síðast í Sellát- ur. Það var1989. Þá var tengda- dóttir mín að vinna örnefnaskrá um Sellátur. Dagbjört fór um alla ey og taldi upp hvað hver þúfa og hver steinn hétu sem nafn höfðu. Ég á mynd af henni standandi á háeynni. Hún er glæsileg með vindinn í gráu fallegu hárinu. Þetta var góður dagur og ég held að hún hafi ekki komið í Sellátur eftir það. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti henni. Jóhanna sagði mér að eitt það síðasta sem hún sagði hefði verið að kalla á Stínu. Hún er efa- laust búin að finna hana nú. Samúðarkveðjur til allra sem þótti vænt um Birtu frá mér og minni fjölskyldu. Dagbjört Sigríður Höskuldsdóttir. Húsfreyjan í Elliðaey var drottn- ing húss síns, hvar sem heimili hennar og eiginmannsins, Jónasar Pálssonar, stóð. Við hjónin nutum ástríkis þeirra og fengum að njóta þess að dvelja í Elliðaey og Stað- arfelli. Sigla með bátnum Kára og njóta leiðsagnar Jónasar um Breiðafjarðareyjar, þar sem Elliða- ey skartaði sínu fegursta. Svipmynd bregður fyrir núna: Staðarfell er timburhús, lifandi umgjörð langra tíma. Okkur hjón- um var boðið að gista. Við gengum upp þröngan tréstiga. Þessi stigi meðtók og mældi hvert fótatak. Við gengum til náða í norðurherbergi og gripum bækur til að lesa. Litlu seinna komu Dagbjört og Jónas upp stigann. Og hann mældi þeirra fótspor. Er þau gengu til náða, ræddu þau um daginn og veginn. Hvort loka skyldi gluggan- um, eða hafa hann opinn. Hvernig veðrið yrði á morgun. Og hversu gjöfull þessi dagur hefði verið. Síð- an lásu þau saman bænir. Hjá þeim var bænin kjölfestan. Guðsorðið til næringar og styrks í daglegri önn. Það var aflgjafi dagsins. Og sem ég lá þarna og ómur bænarinnar barst inn til mín, þá varð mér hugsað til þess, hvort við gætum þess nægilega vel að hafa kjölfestu lífs okkar í lagi. Mín niðurstaða var sú, að þrátt fyrir öll nútímans gæði, ættum við ekki betri lífsfyllingu en sú kyn- slóð, sem enn varðveitir bænina sem kjölfestu lífs síns. Og þegar ég gekk niður stigann morguninn eftir, fannst mér hann segja: Bænin má aldrei bresta þig. Lotning fyrir lífsins höfundi birt- ist átakalaust hjá Dagbjörtu. Hún var hæglát, hlý og hamingjusöm. Ósérhlífni og vinnusemi voru henn- ar, en aldrei miklaðist hún af verk- um sínum. Dagbjört hafði þolgæði og trúar- vissu og vissi, að vor upprisunnar væri framundan. Æviganga þess- arar mikilhæfu konu er á enda. Dagbjört Níelsdóttir fór hávaða- laust gegnum lífið, en skildi engu að síður eftir sig djúp spor í hjarta samferðamanna sinna. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigríður Jóhannsdóttir. Elsku langamma. Okkur langar til að rifja upp nokkrar minningar um þig. Okkar sterkasta minning er þeg- ar við komum á Staðarfell, fengum pönnukökur með sykri og appelsín að drekka, fengum að fara í langa- skápinn í eldhúsinu, ná í litina og litabækurnar, setjast inn í stofu og hlusta á borðið með spiladósinni. Okkur fannst líka gaman að fara upp á loft, upp stigann sem var svo brattur og fara í búðarleik í her- berginu þar sem lundinn var, en þú áminntir okkur alltaf að passa okk- ur í stiganum. Það sýndi hversu vænt þér þótti um okkur. Í langan tíma eftir að afi dó geymdir þú alltaf sixpensarann hans og stafinn með merkjunum á frammi í forstofu eins og afi var vanur að gera. Það leið ekki sá aðfangadagur að við hittumst ekki öll heima hjá ykk- ur langafa og þú að sjálfsögðu tilbúin með súkkulaði og kökur og eftir að þú fluttir á Dvalarheimili hélt sú hefð áfram. Einhver jólin komum við til þín og þú drapst tím- ann með því að horfa á teiknimynd- ir í sjónvarpinu og kom þá eitt gull- korn upp úr þér: ,,Sit ég hérna eins og hálfviti og horfi á þessa hálf- vita.“ Þetta sýnir hversu lífsglöð þú varst, þér fannst nú ekki leiðinlegt að setjast niður með barnabarna- börnunum og horfa á teiknimyndir. Oft eftir skóla þegar við vorum svöng var voða notalegt að koma til þín því þú varst svo glöð að sjá okkur og áttir alltaf eitthvað að borða. Oft laumaðir þú líka fimm- tíukalli í vasann hjá okkur, við mik- inn fögnuð. Við fundum það alltaf að þú saknaðir langafa og varst einmana án hans, en meiri áhyggjur hafðir þú af því að hann væri einmana án þín. Í seinni tíð talaðir þú alltaf um að fara að drífa þig til hans og nú loks hefur þú hitt hann á ný og við vonum að þú skilir til hans kveðju frá okkur. Það er góð tilhugsun að vita til þess að þið munið fylgjast með okkur og leiðbeina í gegnum lífið. Þessa bæn fórstu með fyrir okk- ur og kenndir okkur þegar við vor- um lítil: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Minningin um þig, elsku langamma, mun lifa alla ævi og vit- um við að þér líður vel. Takk fyrir allt. Þín barnabarnabörn Margrét Hildur Ríkharðs- dóttir, Jóhanna María Ríkharðsdóttir, Kristín Óladóttir, Árni Ásgeirsson, Unnur Lára Ásgeirsdóttir. Dagbjört var húsfreyja í Elliðaey á Breiðafirði þegar ég kom í Stykk- ishólm. Elliðaey var ein hin svip- mesta eyja hér á firðinum og tign hennar er enn sú sama. Ég kynnt- ist Dagbjörtu betur þegar þau hjónin fluttust í Hólminn og ef til vill seinustu árin best. Hún var svipmikil kona og dugleg að hverju sem hún gekk. Mikil trúkona og hafði góða söngrödd. Kona mín og hún voru miklar vinkonur, báðar í kristniboðsfélagi kvenna hér í Stykkishólmi. Hún kom því oft á heimili okkar og allt- af var hún aufúsugestur. Það var virkilega gaman að heyra hvað hún var trúföst og hvað hún lagði til málanna. Dagbjört kunni alveg óhemju af kvæðum og söngröddin hennar ent- ist henni fram til hins síðasta. Hún dvaldi á Dvalarheimilinu hér sein- ustu árin og þar ómaði röddin hennar, jafnvel eftir að minnið var þrotið. Hún trúði og treysti Drottni sín- um, sagði frá því hvað hann hefði verið sér mikill í lífinu og hversu hann hefði aldrei brugðist sér þeg- ar hún sendi sínar bænir til hans. Mörg hefði sú stundin verið erfið þegar hún vissi af manni sínum úti á sjó í vondu veðri. Þessu sagði hún mér oft frá. Þá voru engin tök á að koma skilaboðum eða grennslast eftir hvernig gekk á sjónum. Ým- islegt lærði ég af henni og sér- staklega þeirri gleði sem alltaf var í kringum hana. Vegna þess alls sem hún veitti mér er ég þakklátur og kveð hana með minni bestu kveðju og veit að nú hefir hún uppskorið trúrra þjóna laun. Góður guð blessi hana og leiði á nýjum brautum eins og hann var henni meðan hún var hér meðal okkar. Og enn vil ég taka fram þakklæti mitt fyrir farsæla og góða samfylgd. Árni Helgason. ✝ Guðrún Gríms-dóttir fæddist á Húsavík hinn 12. september 1931. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi þriðju- daginn 14. maí. For- eldrar hennar voru Grímur Sigurjónsson járnsmiður, f. 21. apríl 1882, d. 2. sept- ember 1955, og Jak- obína Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 13. októ- ber 1895, d. 1. janúar 1978. Systur Guðrún- ar voru Aðalheiður (hálfsystir samfeðra), f. 12. febr- úar 1906, d. 26. júní 1970; Hólm- fríður, f. 24. júlí 1920; Petrína, f. 14. janúar 1924; Júlíana, f. 8. júlí 1927, d. 4. maí 1960; Snæfríður, f. 9. september 1929, d. 1. júní 1971; Svala, f. 17. október 1938, og Huld, f. 10. janúar 1941. Árið 1958 giftist Guðrún Krist- jáni Þorlákssyni, f. 19. maí 1931 á Veiðileysu í Árneshreppi. Bjuggu þau allan sinn búskap í Hafnar- firði, lengst af á Glitvangi 27. Sonur þeirra er Gunnar Kristjánsson, f. 22. ágúst 1965. Sam- býliskona hans er Erla Bragadóttir. Einnig ólu þau upp bróðurson Kristjáns frá tveggja ára aldri, Ólaf Bjarna- son, f. 9. júlí 1969. Sambýliskona hans er Jóhanna Norlund. Guðrún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugum veturinn 1953-1954. Var hún ráðskona til margra ára í verbúð- um í Sandgerði, Keflavík og víðar um land. Síðast starfaði hún í mötuneyti Landsbankans í Hafn- arfirði. Guðrún var til margra ára virk- ur þátttakandi í starfi Slysavarna- deildar kvenna í Hafnarfirði. Útför Guðrúnar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er með sorg og hryggð í hjarta sem ég sest niður og rita fá- einar línur um elskulega frænku mína og besta vin, hana Gunnu, sem lést eftir erfið veikindi hinn 14. maí síðastliðinn. Hún Gunna frænka, sem var móðursystir mín, fékk í vöggugjöf gott skap og ég minnist hennar ætíð brosandi og kátrar. Hún var alltaf jákvæð og tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd og fær hún þúsund þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Allar samverustundirnar með Gunnu og Stjána, eiginmanni hennar, geymi ég í hjarta mínu. Stjáni minn, þinn missir er mik- ill, þú stóðst eins og klettur við hlið hennar þar til yfir lauk. Megi góður Guð styrkja þig, elsku Stjáni, og fjölskylduna alla. Ég og fjölskylda mín vottum Stjána, Gunnari, Ólafi, systrunum fjórum og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku frænka. Þín Jakobína. Veturinn 1953–54 settust ungar stúlkur á skólabekk í húsmæðra- skólanum á Laugum í Reykjadal. Þetta voru kátar ungar stúlkur hvaðanæva af landinu sem haldið hafa hópinn frá fyrstu kynnum. Smátt og smátt hafa verið höggvin skörð í þennan hóp og er Gunna sú sjöunda sem er kvödd. Ekki höfðum við verið lengi í skólanum er mannkostir Gunnu komu í ljós. Það lék allt í höndum hennar, hvort heldur var matar- gerð eða handavinna. Var hún bæði vandvirk og dugleg til allra verka. Sést það best á fallegu heimili hennar og Kristjáns hversu öllu er þar haganlega og vel fyrir komið. Þegar við lítum um öxl og hugs- um um samveruna í skólanum kemur margt fram í hugann. Öll okkar uppátæki, glens og kannski smá hrekkir sem engan skaðaði. Alltaf var Gunna með og fann upp á ýmsu okkur til skemmtunar. Gunna var stórbrotin persóna, hafði sínar skoðanir, lét þær óspart í ljós og stóð fast á sínu. Sparaði ekki stóryrðin ef svo vildi til, en hún var tryggur og góður félagi, mátti ekkert aumt sjá og gestrisin með afbrigðum og skar aldrei við nögl þegar hún gerði öðrum gott til. Skólasysturnar sem verið hafa með Gunnu í sauma- klúbb til margra ára hafa ekki far- ið á mis við rausnarskap hennar, hlaðin borð í hverjum sauma- klúbbi, allt upp í 17 sortir eins og ein sagði. Síðastliðið sumar komum við skólasystur saman á Bifröst. Bauð þá Gunna öllum í kaffi í sumarbú- staðinn sinn þar sem okkar biðu góðar veitingar. Á þessum tíma gekk Gunna ekki heil til skógar, gekk við göngugrind eftir erfið veikindi sem hún tókst á við með dugnaði sínum. Þetta lýsir henni vel, gera öðrum gott sama hvernig hennar heilsa var. Við munum lengi minnast þessa dags þegar við komum saman og rifjuðum upp liðnar stundir og við þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum. Elsku Kristján og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Hvíl þú í friði. Skólasystur frá Laugum. Nú kveðjum við eina af okkar ötulu félagskonum, Guðrúnu Grímsdóttur, sem látin er eftir erf- ið veikindi. Guðrún var afskaplega dugleg og bar ávallt hag deild- arinnar mjög fyrir brjósti. Hún var góð fundakona og var í mörg ár formaður kaffinefndar 11. maí og stjórnaði kaffisölunni af mikilli röggsemi. Í þá daga voru gullald- arár deildarinnar, margir og stórir vinnustaðir í Hafnarfirði gáfu starfsfólki sínu frí til að koma í kaffi. Það þurfti hröð handtök og mikla útsjónarsemi til að leysa öll verkefnin vel af hendi, en þeim eiginleikum var Guðrún ríkulega búin, harðdugleg og vön að vinna frá blautu barnsbeini. Henni eru færðar bestu þakkir fyrir sam- veruna frá þeim konum sem unnu með henni og fengu að njóta sam- vista með henni í skemmtilegu starfi. Fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Veri góð kona guði falin. Fyrir hönd Slysavarnadeildinn- ar Hraunprýði, Ragna Björnsdóttir, formaður. GUÐRÚN GRÍMSDÓTTIR ✝ Jón ÞórarinnBenediktsson fæddist í Keflavík 12. júlí árið 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands föstu- daginn 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Björg Ein- arsdóttir og Bene- dikt Jónsson. Systir Jóns er Kristín Ingi- björg. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Halldóra Gísladótt- ir. Þau eiga ekki börn saman en Jón gekk syni Halldóru, Ingi- bergi Hraundal, í föðurstað. Kona Ingibergs er Svanhvít Pálsdóttir og eiga þau fjögur börn. Barnabörnin eru fimm. Jón og Halldóra bjuggu í Reykjavík þar til árið 1970, en þá flytja þau til Hafnar. Jón lærði og starfaði sem skósmiður, bæði í Reykjavík og á Höfn. Einnig vann hann mikið við smíðar auk þess að mála í frístundum. Útför Jóns Þórarins verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Baráttan við veikindin var búin að vera löng og ströng en ávallt sýndir þú sig- urvilja hvern einasta dag og varst alltaf jákvæður og bjarsýnn. Lifðir í voninni um að þú myndir sigrast á veikindunum með hjálp góðra manna sem þú talaðir oft um. Sér- staklega minntist þú á Sigurð Björnsson lækni og starfsfólk sem gaf þér mikinn styrk og baráttu- vilja. Flugferðirnar milli Horna- fjarðar og Reykjavíkur eru búnar að vera margar síðustu tvö ár, á fimmta tug, og aldrei datt nein ferð úr. Oft talaðir þú um að veð- urguðirnir væru þér hliðhollir. Samverustundirnar með þér og ömmu gáfu okkur öllum mikið, sögurnar þínar frá því þú varst strákur í Keflavík og hláturinn var smitandi og gaf mikla gleði. Þú og amma voru alltaf til staðar þegar eitthvað var um að vera í skól- anum hjá okkur, grímuböll og aðr- ar uppákomur, en þá voru þið allt- af tilbúin að búa til og gefa hugmyndir um búninga og föndur ýmiss konar. Það var alltaf mikið líf og fjör á Höfðanum, margt fólk sem kom með skóna, jakkana og annað sem þurfti að láta laga, enda gátuð þið hjálpað öllum sem þurftu á aðstoð að halda. Þegar þú hættir að vinna fyrir 5 árum voru penslar og trön- ur teknar fram og mörg falleg málverk sköpuð. Það er okkur ómetanlegt að eiga verk eftir meistara okkar, Jón Þ. Ben. Þú varst góður afi og langafi með mikla þolinmæði og alltaf með svör á reiðum höndum. Þú og amma eru okkar fyrirmyndir um það hvað það er mikilvægt að geta verið bæði hjón og vinir og staðið alltaf saman. Það er sárt að kveðja þig, elsku afi, og missir ömmu er mikill en við skulum hugsa vel um hana fyr- ir þig. Þú ert núna vel geymdur hjá Guði og ert hetjan okkar allra. Minningin um þig er vel geymd í hjarta okkar. Guð geymi þig, elsku afi okkar. Sigurpáll, Halldóra, Jón Ingi og Ásgerður Hildur. Við söknum þín mikið og send- um þér versið sem við förum með á hverju kvöldi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langafabörn, Sif, Svanhvít, Birna Ósk, Ingiberg Ólafur og Særún. JÓN ÞÓRARINN BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.