Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 43
Elsku Reynir minn. Það hefði ver-
ið hægt að skrifa margar bækur um
þig, svo litríkur var þinn karakter og
minningarnar margar.
Ég er svo heppin að hafa fengið að
hitta þig og verða ástfangin af þér,
ástin mín. Ég var búin að vera
hrædd við tilfinningar í mörg ár og
tók lífið á hörkunni þar til ég hitti
þig. Þú komst inn í hjarta mitt og
opnaðir það upp á gátt. Þú varst líka
minn besti vinur og fékkst mig til að
tjá mig um hluti sem ég sagði eng-
um öðrum frá. Það er sárt að missa
þig. Lífið verður ekki samt án þín,
sárast er það þó fyrir gullið þitt,
hann Kidda, að missa pabba sinn.
Elsku Reynir, mér finnst óraun-
verulegt að vera að skrifa um þig
minningargrein, við ætluðum að
eyða lífinu saman og gera svo ótal
margt í framtíðinni. Við vorum búin
að skoða hús sem okkur langaði að
sameinast með börnunum okkar
beggja í. Sigga Rut og Kiddi áttu að
fá hvort sitt herbergið með sam-
tengdum tölvum. Ívar með músíkina
sína úti í bílskúr og við vorum í hug-
anum búin að ákveða hvernig við
ætluðum að hafa allt nema litina á
veggjunum. Við hlökkuðum svo til
að flytja saman. Það er erfitt fyrir
okkur öll að missa þig. Elsku Reyn-
ir, ég sakna þín mikið en þú munt
lifa áfram í hjarta mínu og huga.
Nú ferð þú Reynir minn eina leið
og við aðra, það er erfitt. Það verða
einhver mjög sérstök verkefni sem
bíða þín, það veit ég.
Þín unnusta,
Rut.
Elsku pabbi minn. Það er svo
sorglegt að þú skulir vera dáinn, þú
varst svo góður pabbi, mér þykir svo
vænt um þig. Við ætluðum á nýju
Star-Wars-myndina saman.
Mamma, Rut og Sigga fara með mér
og ég veit að þú verður hjá mér. Ég
sakna þín svo mikið. Það var gaman
að fara með þér í sund og spila í tölv-
unni, ég var farinn að vinna þig, þú
varst svo góður að kenna mér.
Ég veit að þú varst veikur og þess
vegna vildi Guð fá þig til sín.
Ég man þegar við fórum til Hali-
fax í Kanada og þegar við Sigga vor-
um í sveitinni og þegar við fórum í
tölvubúðir og þegar þú gafst mér
vítamín, þú varst svo fyndinn og
skemmtilegur.
Bless, pabbi minn, Guð passar
þig.
Þin sonur,
Kristinn Ingi.
Reynir, þú varst besti fósturpabbi
í heimi. Og vonandi verður þú alltaf
hjá okkur og munt passa okkur.
Ég mun alltaf elska þig. Þú varst
góður við mig og mjög skemmtileg-
ur.
Vonandi líður þér vel.
Kveðja, þín fósturdóttir,
Sigríður Rut.
REYNIR ÖRN
KRISTINSSON
✝ Reynir ÖrnKristinsson
fæddist í Reykjavík
16. febrúar 1971.
Hann lést á heimili
sínu í Keflavík 16.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Kristinn Er-
ling Jónsson, f. 1.
júní 1951, og Ingi-
björg Jónsdóttir, f.
24. desember 1950.
Reynir Ásgeirsson,
f. 30. júní 1945,
blóðfaðir. Systur
Reynis eru Unnur
Ásta, f. 12. október 1974, og
Kristín, f. 12. október 1981.
Unnusta Reynis er Rut Marrow
Theódórsdóttir, f. 20. júlí 1963.
Sonur hans er Kristinn Ingi, f.
7. desember 1992, móðir hans er
Unnur Katrín Valdimarsdóttir,
f. 27. september 1973.
Útför Reynis verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta
blund.
(V. Briem.)
Elsku Reynir, það er
mikill sársauki sem ég
finn í sál minni. Þú ert
farinn á Guðs fund í
ljósið þar sem ekki eru
skuggar. Þú varst bú-
inn að þjást, nú ertu
frjáls.
„Þeir deyja ungir sem Guðirnir
elska.“ Ég hlýja mér og Kidda
drengnum okkar með þessum orð-
um, því hann spyr ótal spurninga. Af
hverju er pabbi dáinn? En hann var
bara 31 árs gamall, hann var svo
góður, af hverju er pabbi hjá Guði?
Ég hef sagt við hann að Guð ætli
pabba eitthvað mikilvægt að gera
hjá sér, Guð vantar örugglega góðan
kerfisfræðing. Hvernig á ég að út-
skýra þetta fyrir honum, ég þarf
stundum að klípa í sjálfa mig, mér
finnst þetta ekki vera raunveruleik-
inn.
Þú varst að ljúka námi í kerfis-
fræði og Kiddi litli var svo stoltur af
pabba sínum, þú gafst honum mik-
inn metnað, hann ætlar að verða
duglegur í skólanum eins og pabbi
sinn.
Kiddi var hjá þér í vetur og ég er
þakklát fyrir það. Þú varst honum
góður faðir og hann gaf þér mikið.
Kiddi missir ekki bara föður sinn,
hann missir einnig sinn besta félaga.
Þið voruð svo góðir saman: Elsk-
uðuð Star Wars og gátuð endalaust
horft á myndirnar, þið fóruð flesta
daga í sund og út að hjóla, hlustuðuð
á tónlist og voru báðir tölvusjúkir
eins og Kiddi orðar það. Þú kunnir
svo sannarlega að halda og njóta
barnsins í sjálfum þér.
Það er svo gott að brosa og hlæja,
þú hafðir sérstakar leiðir til að fá
mann til þess, (úgga-búgg) Þú og
Kiddi eruð svo líkir að þessu leyti, í
gær fyrir svefninn dansaði hann
mambo rassadansinn sem þú fannst
upp, við hlógum saman, þetta var
svo mikið þú sjálfur og ykkar sér-
staki húmor.
Þú varst búinn að vera með ynd-
islegri konu í tvö ár, þið voruð ást-
fangin, áttuð svo vel saman og með
framtíðardrauma, þið voruð svo
myndarleg fjölskylda og mikill kær-
leikur á milli ykkar, hún Rut hjálp-
aði ykkur feðgunum mikið og henni
þykir vænt um Kidda eins og þér
þótti vænt um börnin hennar, Siggu,
Ívar og Arnar. Kidda þótti æðislegt
að eiga sex manna fjölskyldu. Ég
veit, Reynir, að þú vilt að hann fái að
njóta þess að tilheyra henni og það
mun hann gera, Rut tekur Kidda
sem syni sínum og börnin honum
sem bróður.
Ástkæra fjölskylda, þið eigið hlýju
í faðmlagi mínu.
Ég græt en ég veit að það eru tár
yfir því sem var gleði, það var svo
margt einstakt í þér, þú gafst mér
svo mikið, skoðanir, húmor, stuðn-
ing og hjálp, þú vildir mér og Kidda
okkar allt vel, þótt leiðir okkar
skildu þá vorum við vinir og það er
mér ómetanlegt, síðasta samtal okk-
ar var hjá mér við eldhúsborðið og
við töluðum um hvað væri drengn-
um okkar fyrir bestu, þótt það gengi
á ýmsu í lífi okkar beggja vildum við
Kidda allt það besta, ég kvaddi þig
með faðmlagi og sagði þér að mér
þætti vænt um þig og þú sagðir: við
verðum alltaf vinir: og ég mun alltaf
hugsa til þín sem vinar, þú ert eini
maðurinn sem hefur sett fingrafar á
hjarta mitt. Þökk fyrir að hafa kynnt
mig fyrir ástinni, móðurumhyggju
og gleði. Það kemst aldrei neinn
framhjá sorginni, þú lifir í minning-
unni hjá mér og drengnum okkar,
við heiðrum minningu þína saman.
Ég votta aðstandendum Reynis
mína dýpstu samúð, góður faðir,
unnusti, sonur, bróðir og vinur er
farinn.
Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni, þið eruð í bænum mínum.
Katrín Valdimarsdóttir (Kata).
Elsku, besti bróðir minn. Ég
sakna þín sárt, ég trúi því ekki að þú
sért farinn. Ég hélt þú yrðir ekki
tekinn frá mér svona fljótt. Sársauk-
inn er ólýsanlegur, en ég trúi því og
vona að þér líði loksins vel á þeim
stað sem þú ert núna. Þetta var búin
að vera erfið barátta við fíknina í
mörg ár, sem þú ætlaðir svo sann-
arlega að ná yfirhöndinni á. Þú áttir
mörg framtíðarplön með þinni ynd-
islegu kærustu Rut og ykkar börn-
um, sem gáfu þér mikla von í þess-
um erfiða heimi. En ég veit að lífið
tekur enda hjá okkur öllum og ég
veit að núna var þinn tími kominn,
þó svo það sé sárt og óréttlátt. En
núna veit ég að ég verð að kveðja þig
elsku Reynir. Ég mun alltaf sakna
þín.
Þín systir,
Unnur.
Elsku Reynir, bróðir minn. Ég
get ekki lýst tilfinningunni sem
greip mig þegar ég fékk upphring-
inguna um að þú værir dáinn. Það
var eins og ég hyrfi útúr veru-
leikanum með þér. Ég vona þó að
þér líði betur núna, því þú átt það
svo sannarlega skilið. Þú varst alveg
einstakur persónuleiki og skilur
margt eftir þig til að minnast. Þú
varst mjög lánsamur að mörgu leyti,
þú eignaðist alveg yndislegan son og
áttir alveg frábæra kærustu sem
gerði líf þitt og okkar allra ómet-
anlegt. Það er mjög sárt og erfitt að
sætta sig við að missa bróður sinn
svona ungan, en ég reyni bara að
hugsa að svona sé þetta betra fyrir
þig.
Mér hefur alltaf þótt alveg rosa-
lega vænt um þig og bara viljað þér
það besta. En ég verð víst að leyfa
þér að fara og því kveð ég nú. Ég
óska þér alls hins besta á þínum
nýja stað, hvar svo sem það er.
Þín systir,
Kristín.
Kæri Reynir. Ég mun sakna þín
sárt, við höfum gengið í gegnum
margt saman. Þú hefur hjálpað mér
mikið og frætt mig um margt. Þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef ég
leitaði til þín.
Takk fyrir allt, þinn mágur,
Guðmundur.
Lífið er undarlegt. Nú er komið
að því að ég kveðji þig í hinsta sinn
elsku frændi. Það er erfitt að lýsa
þeim tilfinningum sem bærðust í
brjósti mér er fréttirnar bárust af
skyndilegu brotthvarfi þínu úr þess-
ari jarðvist. Mér finnst það svo
ósanngjarnt að þú skulir endilega
hafa þurft að fara svona snögglega.
Þú sem áttir svo marga drauma í
hjarta þínu. Það var aldrei svo að þú
hefðir ekki einhver ný plön á prjón-
unum. Og einhvern veginn var það
alltaf þannig að maður hafði ætíð trú
á þér. Eflaust var það af því að þú
varst svo góður drengur og maður
vonaðist alltaf til þess að núna í
þetta skipti mætti þetta verða öðru-
vísi, nú væri komið að þínu tækifæri
til þess að gera alvöru úr draumum
þínum. Eða þá hitt að þér tókst að
sannfæra mann um að þú hefðir svo-
sem ekkert haft neinn sérstakan
áhuga á síðustu fyrirætlunum, enda
fannst manni þú ætíð fylgja þinni
sannfæringu af ótrúlegum krafti og
einbeitingu. Ekki er allt gull sem
glóir og hefði það breytt miklu um
það sem núna er orðið ef þú hefðir
fylgt þeim boðskap er felst í þeim
orðum. Tíðar stefnubreytingar settu
mark sitt á líf þitt og þú færðist of
mikið í fang. Svo mikið að þú gast
aldrei risið undir þeim væntingum
sem þú gerðir til sjálfs þín.
Barnæska okkar var að miklu
leyti samofin, þú varst mér sem
bróðir og það leið ekki sá dagur að
við brölluðum ekki eitthvað. Oft
voru þetta uppátæki sem voru ekki
öðrum til eftirbreytni, en þess á milli
held ég að við höfum að mestu verið
foreldrum okkar til sóma.
Samverustundum okkar lauk að
mestu á unglingsárunum þegar þú
fórst að fara á sjóinn með pabba þín-
um, en við héldum alltaf sambandi
þótt það hafi verið orðið ansi slitrótt
síðustu árin.
Við gerðum oft tilraunir til að
endurvekja okkar gamla vinskap
enda vissum við báðir að sú vinátta
sem við deildum var einstök og er
fáum gefin. Ég vil þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman og ég kveð þig með sökn-
uði. Far þú í guðs friði.
Elsku Kiddi litli, missir þinn er
mikill og allt líf þitt er framundan.
Þú mátt vita að þú getur alltaf leitað
til okkar ef það er eitthvað sem við
getum orðið þér að liði með. Björn
Elvar lítur mjög upp til þín og það
gerir Viktor Ingi líka.
Elsku Rut, þetta er svo sárt, þið
sem voruð búin að plana framtíð
ykkar saman. Guð gefi þér styrk í
sorginni.
Lilla, Kiddi, Kristín, Unna og
Gummi og börn, þið hafið mikið
misst og við biðjum guð að styðja
ykkur og vernda.
Elsku Kata, þér vottum við einnig
okkar fyllstu samúð, guð geymi þig,
Vertu sæll Reynir.
Þinn frændi
Þorleifur (Leifi),
Hjördís og börn.
ar, það var yndislegt að eiga allar
þessar ógleymanlegu stundir með þér
og minningarnar koma til með að lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð, bless-
uð sé minning þín.
Þínir omustrákar
Garðar Þór og Elvar Örn.
Elsku oma. Það var alltaf svo gam-
an að heimsækja þig, þú varst alltaf
svo góð og alltaf svo ánægð. Mér
fannst alltaf gaman þegar þú heim-
sóttir mig, þú varst alltaf hress. Þú
kenndir mér að spila. Þú komst alltaf
í afmælið mitt. Þú varst alltaf tilbúin
að passa mig þegar á þurfti að halda
og nú er Guð að passa þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Óli Hafsteinn.
Við omubörnin skiljum ekki af
hverju guð lét þig fara frá okkur þú
varst alltaf svo góð við okkur og
stjanaðir alltaf í kringum okkur. Þú
gafst okkur allt sem við þurftum, ást
og umhyggju. Ég trúi þessu bara ekki
og ég vildi að þú gætir verið lengur
hér hjá mér, en guð vildi að þú kæmir
til hans núna. Þú varst alltaf svo hress
og við bjuggumst aldrei við því að þú
myndir fara frá okkur svona fljótt. En
þér líður örugglega vel núna, því núna
ertu hjá systir þinni og þið eruð
örugglega að spila Yatzy og 21.
Elsku oma mín ég á eftir að sakna
þín svo rosalega mikið en ég veit að
þú gætir mín og þú munt alltaf búa í
hjarta mínu. Þín omustelpa
Alexandra Jóhanna
Bjarnadóttir Hauth.
Það er skrítið að sitja hér og skrifa
minningargrein um þig, Ursula mín.
Aldrei datt mér í hug að þessi stund
mundi koma svona fljótt. Ég vissi að
þú varst veik og hafðir farið í aðgerð.
Ég er mjög glöð yfir því að þú hringd-
ir í mig daginn eftir að þú komst heim
og við töluðum lengi saman. Eins og
alltaf varst þú mjög hress. Við töl-
uðum um brúðkaupið sem var fram-
undan og rifjuðum upp brúðkaup
okkar Lalla. En honum kynntist þú
langt á undan mér því systir þín bjó í
Skriðustekknum þar sem Lalli ólst
upp.
Það er svo margt sem ég hugsa um
á þessari stundu. Þú varst alltaf mjög
ákveðin og stóðst við þín orð. Ég
gleymi því ekki þegar við vorum að
vinna í fiski, þar var nú oft mikið hleg-
ið. Þegar Múrinn féll í Berlín var okk-
ur boðið í þýska sendiráðið til að
gleðjast með samlöndum okkar. Þú
varst alltaf mjög hress og fékkst alla
til að hlæja með þér.
Ég veit ég á eftir að sakna þín mik-
ið en minningarnar um þig verða allt-
af í hjarta mínu. Söknuður Lalla og
Sævars er einnig mikill. Ég trúi því
vart að þú sért farin frá okkur en það
er víst komið að kveðjustund.
Elsku Bryndís, Ellý, Gísli, Soffía,
Jói og fjölskyldur, ég veit að sökn-
uðurinn er mikill en megi góður Guð
geyma ykkur og varðveita á þessari
erfiðu stundu.
Claudia.
Kær vinkona er farin frá okkur og
við eigum erfitt með að skilja það. Ég
hitti Ursulu fyrst heima hjá tengdó í
Skriðustekk, þar sat hún ásamt Gert-
rud systur sinni í kaffi. Strax mynd-
aðist góður vinskapur með okkur. Ég
get sagt frá svo mörgu sem við gerð-
um en ég kýs að geyma það í hjarta
mínu.
Elsku Bryndís, Ellý, Gísli, Soffía,
Jói og fjölskyldur, ég veit að sökn-
uðurinn er mikill en megi algóður
Guð geyma ykkur og varðveita í þess-
ari miklu sorg.
Ég kveð þig, elsku vinkona, með
þessum orðum.
Irgendwann werden wir uns seh’n!
Irgendwie werden wir versteh’n!
Irgendwo wird jetzt der Himmel
für Dich sein.
(Einhvern tímann sjáumst við aftur!
Einhvern veginn verðum við að skilja!
Einhvers staðar er himnaríki fyrir þig.)
Heike.
!
"#$
%#& &%"$ $"" &$$'"
() &%"$
* &%"$$'" +("$
" "'& " " ")
!
,-.,/ -0.
" #
$
%
#&
'
1$""1$% $$'"
&" .)1$"$$'"
""21$"$ -" $$'"
#& -)1$"$
" "'& " " ")