Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmfríður Jóns-dóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði 3. apríl 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 16. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Kristbergur Árnason bóndi á Vatni, f. 2. sept. 1885, d. 6. mars 1926, og kona hans Amalía Sigurðar- dóttir, f. 25. maí 1890, d. 14. júní 1967. Systkini Hólmfríðar voru Sigrún, f. 6. mars 1911, d. 22. mars 1986, Árni, f. 21. apríl 1913, d. 10. okt. 1972, og Gísli, f. 21. nóv. 1917, d. 11. janúar 1989. Hálfsyst- ir Hólmfríðar er Sigurlaug Guð- rún Gunnarsdóttir, f. 9. okt. 1933. Hólmfríður giftist 11. júní 1939 Sigurði Jóhannssyni frá Úlfsstöð- um í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 11. júní 1916, d. 28. febrúar 2002. Foreldrar hans voru Jóhann Sig- urðsson, f. 5. júní 1883, d. 14. mars 1970, og Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, f. 25. des. 1885, d. 3. mars 1975. Börn Sigurðar og Hólmfríð- ar eru: 1) Jóhann Úlfar, f. 30. des. 1939, maki Elaine Sigurdson, þau eru búsett í Winnipeg í Kanada, börn þeirra eru Eric Jón, f. 9. nóv. 1967, maki Lara Sigurðsson, þau eiga tvö börn; og Kristine Mar- grét, f. 17. sept. 1970, maki Gerald Diamond, þau eiga tvö börn. 2) Amalía, f. 20. júlí 1945, maki Sigmundur Guð- mundsson, synir þeirra eru Sigurður Úlfar f. 5. maí 1967, Brynjar Örn, f. 19. mars 1974, sambýlis- kona Þorgerður Tómasdóttir, f. 7. okt. 1978, og Hólmar Logi f. 19. des. 1976. Jón, faðir Hólm- fríðar, andaðist frá fjórum ungum börnum 1926, en þá voru þau hjón flutt að Víðivöll- um í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1933 giftist Amalía móðir Hólm- fríðar Gunnari Valdimarssyni, f. 16. júní 1900, d. 18. okt. 1989, og fluttist Hólmfríður með þeim hjónum á Víðimýri í Skagafirði 1934. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi. Árið 1939 giftist hún Sigurði og fluttist að Úlfsstöðum í Blönduhlíð og bjuggu þau hjón þar og stunduðu búskap til 1972, að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Eftir að hún flutti til Sauðárkróks starfaði hún allmörg ár í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma okkar, þá ert þú komin til afa og þið eruð saman á ný eftir stuttan aðskilnað hvort frá öðru. Það klikkaði ekki þegar við bræð- ur fórum niðureftir, þá var tekið á móti okkur opnum örmum og okkur boðin hressing, svo ekki sé minnst á að ef við hjálpuðum eitthvað til í garðinum eða með önnur verk þá var launað með nýbökuðu hafrakexi, vöfflum, pönnukökum og þess hátt- ar kræsingum, sem þú varst vön að hafa á borðum þegar gesti bar að. Fengum við oft að hjálpa til við baksturinn, þá var gaman og stund- um var meira að gera hjá þér við að passa okkur. Það var einstakur tími þegar farið var í laufabrauðið fyrir jólin og afi sá um að allir skæru út. Allar voru svo uppskriftirnar geymdar á góðum stað, í kollinum á þér. Þið afi voruð mjög dugleg að halda húsinu, skúrnum og garðinum til fyrirmyndar, að ógleymdri kart- öfluræktinni, sem þið pössuðuð vel upp á og sáuð um að uppskeran yrði ætíð sem best. Þið afi voruð mjög dugleg að fara í fjöruna að labba og njóta útiver- unnar saman. Allt fóruð þið saman, hvort sem það var í útilegur, ferða- lög til annarra landa eða bara yfir götuna til okkar. Þær voru ófáar ferðirnar sem búið var að fara í úti- legu í Vaglaskóg. Það var líka alltaf gaman að koma til ykkar, ætíð létt yfir ykkur, afi hoppaði og skoppaði í kringum okk- ur bræðurna og þú stjanaðir við okkur af fullum krafti. Þó að heilsunni hafi hrakað hjá ykkur báðum á síðari árum reynduð þið alltaf að lifa létt og hafa gaman í kringum ykkur. Við bræður höfðum gaman af því að vera nálægt ykkur og eflaust hefur það verið gagn- kvæmt. Var það mikill kostur að þið gátuð búið svo lengi í húsinu ykkar á Grundarstígnum og verið út af fyrir ykkur, það verður skrýtið að geta ekki hitt ykkur þar lengur. Við eyddum öllum hátíðarstund- um með ömmu okkar og afa og hefð- um við ekki viljað sleppa því, enda voru það frábærir tímar sem við munum geyma í minningum okkar. Næstu jól verða öðruvísi þegar þið eruð bæði horfin á braut, en við vit- um að þið eigið bæði eftir að vera þarna hjá okkur í anda. Elsku amma okkar, nú þegar þú ert komin til afa þar sem þið eruð saman vitum við að þið fylgist með okkur bræðrum og sjáið til þess að allt gangi vel hjá okkur í framtíð- inni. Nú kom að því að þú fékkst þína hvíld og jú, þú fékkst þá ósk uppfyllta að fara frá þessum heimi að sumarlagi í skaplegu veðri, eins og þú orðaðir það. Okkar elsku amma, megi guð geyma þig og styrkja á nýjum stað, þú kastar kveðju á afa og við vitum að nú er hann búinn að blanda í glas handa þér og tekur á móti þér með bros á vör. Við elskum þig amma. Sigurður Úlfar, Brynjar Örn og Hólmar Logi Sigmundssynir. Nú eru þau bæði gengin til feðra sinna heiðurshjónin Hólmfríður Jónsdóttir og Sigurður Norðdal Jó- hannsson frá Úlfsstöðum í Blöndu- hlíð. Hann lést 28. febrúar síðastlið- inn en hún 16. maí, svo að það eru einungis tæpir 3 mánuðir á milli andláts þeirra er við kveðjum Hósu í dag. Þau hjón voru mjög samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og maður fann góðvild og gleði stafa frá þeim alla tíð. Ég man vel þann dag er við hjón- in ásamt dætrum okkar fórum að heimsækja þau á björtum sumar- degi, Blönduhlíðin skartaði sínu feg- ursta, okkur tekið af mikilli gest- risni og alúð. Heimasætan var á hestbaki, en sonurinn farinn út í heim, bæði búin að finna hamingju lífs síns. Er ég horfi til baka og hugsa til barna Amalíu sem gengin eru, finnst mér eftirtektarvert hve miklir gleði- gjafar þau voru samferðarmönnum sínum. Nú þegar við kveðjum Hósu er okkur mikið þakklæti í huga fyrir öll árin. Við Sigurlaug sendum aðstand- endum samúðarkveðjur. Garðar. Ég vel þér kveðju, sem virði ég mest, von, sem í hjarta geymi. Annist þig drottins englar best öðrum og sælli heimi. (Valdimar Jónsson frá Hemru.) Að kvöldi 16. maí andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga móðursyst- ir mín Hólmfríður eð Hósa frænka eins og ég jafnan kallaði hana. En 28. febrúar síðastliðinn lést Sigurður maðurinn hennar. Það var sælt fyrir hana að fá hvíld frá jarð- nesku lífi þar sem aldur var hniginn og heilsan þrotin. Þegar ég lít yfir farinn veg, er sterk sú minning sem ég á um þessa frænku mína og þá jafnframt mér ákaflega kærar allar þær samveru- stundir sem við höfum átt saman, en öll hennar framkoma var þannig að ætíð skein frá Hósu gleði, léttleiki og hlýja. Minnisstæðar eru mér ferðirnar sem ég fór með móður minni fram í Úlfsstaði í Blönduhlíð en á þeim ár- um bjuggu þau Hósa og Siggi þar stórbúi eða allt til ársins 1972, er þau fluttu á Krókinn vegna heilsu- brests Sigga. Stundum var farið og þvotturinn þveginn í vélinni hjá Hósu, jafnvel á haustin farið með sviðahausa í smiðju hjá Sigga, allt sjálfsagt af húsráðendum og með því verið að létta móður minni störfin. Af þess- um ferðum vildi ég ekki missa þótt þyrfti að hafa fyrir hlutunum í leið- inni, það var svo gaman að koma í Úlfsstaði. Hér á Króknum erum við síðan búin að vera nágrannar í 30 ár og þegar ég stend við eldhúsgluggann minn blasir við mér húsið þeirra Hósu og Sigga. Fóru því ekki framhjá mér allar þær vinnustundir sem þau hjónin létu af hendi rakna við garðinn sinn og allt sem mætti prýða utandyra. Og það var einstakt að sjá sam- vinnu þeirra hvort var inni eða úti, þá sérstaklega hin síðari ár þegar heilsa Hósu fór að gefa sig. Ég gat komið að þeim við bakstur sem önnur innandyraverk og var það þá gjarna Siggi sem bar ábyrgð- ina og margar fjöruferðirnar fóru þau saman. Þau eru ótalin skiptin sem við frænkurnar skáluðum í sérríi og Hósa rifjaði upp liðna daga og margt skemmtilegt bar á góma. Meðal annars sagðist hún kalla sérríið sængurkonudrykk þar sem pabbi sinn hefði jafnan gefið móður sinni sérríflösku við fæðingu hvers barns þeirra hjóna. En Hósa missti föður sinn langt um aldur fram, hann lést á afmælisdag Sigrúnar móður minnar aðeins fertugur að aldri. Um föður sinn talaði hún oft og þá sérstaklega alla músíkina og söng- inn sem fylgdi honum, flesta daga á Víðivöllum hefði verið spilað og sungið einhvern tíma dags. Amalía amma hefur þá eflaust verið í þjón- ustustörfum við þetta söngglaða fólk en ég held að mest allt hennar líf hafi byggst á umhyggju fyrir öðrum. Heilsufari Sigga og Hósu hrakaði mjög þegar kom fram á veturinn og í lok nóvember fór hún inn á sjúkra- hús og nokkru síðar fór Siggi þang- að einnig. Eins og áður er getið voru þau mjög samstiga í lífinu og því er sannarlega eins varið með dauðann þar sem svo stutt er á milli þeirra. Oft verður mér litið að húsinu þeirra og er nú brugðið við, engan að sjá þar sýsla við garðstörfin eða sópa stéttar og pússa, en snyrti- mennskan hans Sigga var einstök og alltaf fann hann sér eitthvað að starfa. Ég veit ég á eftir að sakna nær- veru þessara einstöku hjóna og þökkum við fjölskyldan á Grundar- stíg 18 fyrir að hafa átt þau að vin- um og nágrönnum. Guð varðveiti minningu þeirra. Elsku Úlfar og Amý, þið voruð rík að eiga slíka foreldra og njóta svo lengi. Amý, Simmi, Úlfar, Elaine, Siggi Úlli, Binni, Gerða og Hólmar og fjölskyldan öll, við hugsum til ykkar á kveðjustund. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Lilja Amalía. Elsku Hósa, nú ert þú búin að hitta hann Sigga þinn aftur, það eru aðeins nokkrar vikur síðan hann kvaddi þennan heim, hinn 28. febr- úar. Að svona stutt skuli vera á milli þess að þið farið er svo táknrænt fyrir það hvernig hjónaband ykkar var. Þú kveiðst því aldrei að fara yfir móðuna miklu, því þú varst svo viss um að í nýjum heimkynnum væru bara gleði og kátína, eins og var á heimilinu ykkar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst í sveitina til Hósu móð- ursystur minnar og Sigga á Úlfs- stöðum. Þar var mér tekið opnum örmum og Hósa var óþreytandi við að kenna mér ýmis húsmóðurstörf, svo sem að hnoða deig, baka og elda. Svo þegar ég kom heim á haustin fræddi ég mömmu á því að hún gerði ekki rauðgrautinn eins og Hósa. Nú ert þú farin elsku frænka og ég vil þakka þér fyrir það sem þú varst mér. Úlfari og Elaine, Amý og Simma og þeirra fjölskyldum og mömmu og Garðari sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í hverju, sem að höndum ber, og hvað sem bágt oss mætir, þín hjálp oss nálægt ætíð er og allar raunir bætir. (P. Jónsson.) Brynhildur (Binný). HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.    #  #   #  ( 1    3  ,  $    )    *++&  ,!  #  #  - )   !  #, #       .  /00 1    )     #  )       12 +  #   ,3 & #& 3  &4  $ $$'" 5 $ $$'" "6 $ $  7 #""  '%  $ $  -"8 2 ""  $ $  $ $ $  "  $ $    $ $$'") 1      9-,  ,7 : 2((; #< %      )  . 00 4#& ##  # -$ # "& $ "$('# ##"$('# '*)  $$'" 5"-)1$"$ ) "              3 1 / 3   :#&4 & = #< % 5  +  6  (  )    ,3 &      -  &   8 2 ""#$ &$$'" & &$$'") "        8   :8 1,  , & "#$%#&>? #< %    &     5  +   ) 6  (  #   -   )      # , )     7  .00 8   )           )     (  *3  #   )  (   ,3 & (  (   (      8 ":#"# ( - "  $  "#  (  $$ "8 (@2 2  & ( &:): " 8 " ): ")
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.