Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 45 ✝ Hjálmar ÞorlákurHjálmarsson var fæddur í Villingadal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, 19. júní 1909. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 16. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingi- björg Jónsdóttir, f. 18. maí 1879, d. 23. ág. 1949, og Hjálmar Þor- láksson, f. 27. mars 1874, d. 17. feb. 1957. Þau bjuggu tvö ár á Kaðalsstöðum í Hvalvatnsfirði, tíu ár í Hólsgerði í Saurbæjarhreppi og frá 1922 til dauðadags í Vill- ingadal. Þorlákur átti þrjú hálf- systkini samfeðra og þrjú alsystk- ini. Hálfsystkinin voru: Steinunn húsfreyja á Reykhólum á Barða- strönd, f. 1. des. 1898, d. 28. júlí 1990, Snjólaug ljósmóðir á Norð- firði, f. 20. júlí 1901, d. 2. júlí 1936, og Hjörtur skólastjóri á Flateyri, f. 28. júní 1905, d. 17. nóv. 1994. Af alsystkinum hans eru látnir þeir Jón bóndi í Villingadal, f. 6. okt. 1912, d. 21. okt. 1982, og Angantýr Hjörvar bóndi í Villingadal og Torfufelli, skólastjóri í Sólgarði og kennari á Hrafnagili, f. 11. júní 1919, d. 22. júlí 1998. Eftirlifandi er Sigrún húsfreyja í Kárdalstungu og fyrrverandi ljósmóð- ir, f. 28. sept. 1915. Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra framan af ævi. Frá 1932 til 1986 var hann með sauð- fjárbú í Villingadal og bjó þá lengst af í samvinnu við Jón bróður sinn og fjölskyldu hans en sinnti jafnframt oft vinnu utan heimilis um lengri eða skemmri tíma. Hann vann á jarðýtu mörg sumur við jarðvinnslu, var nokkur ár mjólk- urbílstjóri og sat í hreppsnefnd Saurbæjarhrepps í 20 ár, þar af 16 ár sem oddviti. Útför Þorláks verður gerð frá Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag, 24. maí, kveðja vinir og vandamenn aldinn heiðursmann hinstu kveðju. Til moldar er borinn frá Hólakirkju í Eyjafirði, Þorlákur Hjálmarsson frá Villingadal. Andlát hans kom hvorki ættingjum hans á óvart né okkur sem áttum því láni að fagna að mega kall- ast vinir hans. Í fullan áratug háði hann hetjulega glímu við illvígan sjúkdóm ásamt áfallandi elli. Allt til hinstu stundar tók hann samt forlög- um sínum með eðlislægri karl- mennsku og jafnaðargeði. Íslenskur bóndi, nær níutíu og þriggja ára, er fallinn frá, á miðjum sauðburði. Kallið var komið, það mátti e.t.v. búast við því, en missir okkar allra er samt mikill. Við sökn- um góðs vinar og frænda. Á miðjum sauðburði féll hann frá. Hann tók ávallt vaktir í fjárhúsunum, hann hafði yfirsýn og fylgdist vel með. Enda leitaði hugur hans síðustu dag- ana heim í Dalinn, þangað sótti andi hans og umhyggja síðustu stundirn- ar, frá sjúkrabeði. Fyrir hartnær fjörutíu árum lágu leiðir okkar saman er ég kvæntist bróðurdóttur „Þolla“ frænda eins og unga fólkið í ættinni kaus að kalla þennan yfirvegaða og hægláta bónda. Okkur varð fljótt vel til vina og bar þar margt til. Báðir höfðum við áráttu til veiða og nutum útivistar ef tími gafst til. Þótt aldursmunur væri nokkur, eða nánar tiltekið þrjátíu og eitt ár, þá hallaði heldur á mig ung- linginn á þrítugsaldrinum að fylgja þeim gamla inn dalinn og drögin við Galtárhnjúk. Þetta kölluðum við að fara í eftirleitir þótt við vissum báðir og aðrir í Villingadal að fullheimt væri af fjalli. Enginn vissi betur en Þorlákur hvar leita skyldi rjúpu því Dalnum var hann kunnugri en flestir aðrir enda sóttu hann og bræður hans þangað drjúgan hlut lífsviðurværis á unglingsárum. Gaman hafði frændi af að fara með stöng og vissi ég hann skoða veiðiár utan heimabyggðar með nágranna sínum einum er líkt var þenkjandi. Ekki skiluðu þær ferð- ir allar miklum afla en þeim mun fleiri gamansögur fékk ég að heyra er fundum bar saman næst. Um sjötugt hafði frændi komið sér upp flugu- stöng með öllu tilheyrandi og saman veifuðum við slíkum tækjum í góð- viðri við Eyjafjarðará í nokkur skipti. Ekki mun sú veiðitækni samt hafa aukið aflamagn frænda að nokkru ráði en hann naut þess að segja mér frá breytingum á ánni frá ári til árs, Þannig var frændi, hann miðlaði og gaf af sér. Hann bar umhyggju fyrir æskunni og fylgdist vel með ungum fænkum og frændum, jafnvel þótt þau dveldu í öðrum heimsálfum. Hann var fróður og vel lesinn og hafði skoðanir á þjóðmálunum fram undir það síðasta. Þorlákur sóttist ekki eftir að standa í sviðsljósi dagsins en hann sat þó lengi í hreppsnefnd og oddvitastól- inn skipaði hann í sextán ár. Nú á kveðjustund er mér og fjöl- skyldu minni þakklæti efst í huga fyr- ir leiðsögn og umhyggju á langri leið. Þegar ég heyri góðs manns getið tengi ég það ósjálfrátt minningunni um Þorlák Hjálmarsson frá Villinga- dal. Þannig var frændi. Þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir. Þannig var frændi. Pétur Brynjólfsson. Þorlákur situr á stól við gluggann. Lítill drengur situr á hné frænda síns. Litli lófinn rétt nær að ná utan um fingurinn. Þeir sitja saman um stund þangað til sá litli vill fara að skoða veröldina enn á ný. Gestir koma í kaffi. Þorlákur kann þá list að halda uppi samræðum. Hann spyr frétta, segir af sjálfum sér og öðrum, rifjar upp frásagnir af mönnum og málefnum og hefur auga fyrir því sem er hnyttið en hefur þó allt í hófi. Sögurnar eru margar. Þær fjalla um erindi sem fólk í sveitinni fól honum að sinna í bænum þegar hann var mjólkurbílstjóri. Hann rifjar upp grenjaleit og baráttuna við minkinn. Tíminn líður og komið að gegningum. Þorlákur stendur á fætur og býr sig út. Þorlákur mokar heyi í blásarann. Hverjum heyvagninum á fætur öðr- um er ekið að en ekki er að sjá að Þor- lákur þreytist, þótt pasturslítil þétt- býliskonan sem mokar á móti honum finni fljótt fyrir eymslum í skrokkn- um. Það er tekið í spil í jólaboðinu. Hann tekur því með ró þegar ítrekað kemur í ljós að makkerinn kann ekki nema rétt að telja punktana í bridge. Þessar myndir og margar aðrar koma í hugann við andlát Þorláks Hjálmarssonar í Villingadal. Hann var myndarlegur maður, meðalmað- ur á hæð, örlítið þéttur á velli og sterklegur. Þorlákur hafði ágætt skaplyndi enda minnist ég þess ekki að hafa séð hann reiðan á þeim nær þrjátíu árum sem við áttum samleið. Hins vegar var oft stutt í lágan hlát- urinn þegar þannig stóð á. Nú er komið að leiðarlokum. Synir mínir báðir áttu sitt athvarf á hnéi Þorláks. Fyrir það þakka ég honum og ekki síður það góða viðmót sem hann sýndi mér. Rósa Eggertsdóttir. Látinn er föðurbróðir okkar, Þor- lákur Hjálmarsson, tæplega 93 ára að aldri. Mestan hluta ævi sinnar átti hann heima í Villingadal, deildi heim- ili með foreldrum okkar og var einn af fjölskyldunni í dalnum. Hann átti enga afkomendur en var samt uppal- andi þar sem áhrifa hans gætti veru- lega í okkar uppeldi og alla tíð áttum við mikil samskipti við hann og drengirnir okkar líka. Þorlákur eða Frændi eins og við kölluðum hann alltaf, vann framan af ævi á búi foreldra sinna. Síðar stund- aði hann búskap í samvinnu við bræð- ur sína meðan þeir bjuggu í Villinga- dal. Hann hafði sauðfjárbú áratugum saman og eftir að þeim búskap lauk sinnti hann áfram ýmsum bústörfum, gekk meðal annars að gegningum fram á þetta ár. Sauðféð var honum kært og því sinnti hann af alúð og ár- vekni. Fyrir okkur sem í Villingadal bú- um var hann mikil stoð og stytta, allt- af reiðubúinn að hjálpa og gefa góð ráð væri eftir því leitað. Það var í hans verkahring að fylgjast með veðri og veðurhorfum og segja til um lík- legt veður í dalnum því stundum brást veðurstofan trausti bóndans. Var sérstaklega gott yfir heyskapar- tímann að fá einkaspá sem stóðst ótrúlega oft. Hann horfði til framtíðar og var tilbúinn að prófa nýja hluti og tæki sem létt gátu störfin í sveitinni. Með búskapnum sinnti Þorlákur ýmsum störfum. Vann á jarðýtum, ók mjólkurbíl og sat í hreppsnefnd í 20 ár, þarf af sem oddviti í 16 ár. Hann starfaði í ýmsum félagasamtökum og vann að mörgum málum sem til fram- fara horfðu. Verkmaður var hann góður, vann yfirleitt rólega og að því er virtist átakalítið, hélt vel út og afkastaði miklu. Hann var yfirvegaður og fátt sem raskaði ró hans. Komu þeir eig- inleikar vel í ljós þegar hann tókst á við sjúkdóm þann er varð honum að aldurtila. Stóð sú barátta með hléum í átta ár og undraði marga baráttu- þrekið. Við kveðjum nú mann af þeirri aldamótakynslóð sem með þraut- seigju og eljusemi byggði upp nútíma velferðarþjóðfélag á Íslandi. Mann sem var sáttur við ævistarfið og tilbú- inn að sinna kalli á nýjum vettvangi. Okkur og fjölskyldum okkar er efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og geymum í minningunni ótal myndir af kærum frænda. Ingibjörg, Gunnar og Guðrún. ÞORLÁKUR HJÁLMARSSON 6     ) &   '       )  )    #&     3 (  ( A  B8     1#CC$%#&D? #< %) 9 (  3&  2#( ," (    '"- (  $'" ) " & "$  <&&% ),#$$'" 8 "*'# &"% $$'" &"2#:<" $  1$") <&&%   & ": " $'" '&  $ "#") :      # )  &     '       '   )    )   #&   #&    #&   #  8  8  3   " $+EF #<)        ## ;!   ) !   6 #3  & 9 (  3&  $ GH$  &5" "$  GH "$$'" 1$ " "$$'" $  "$  3&#-<$#"$$'" "& &$    " "'& "  " ") <        #3   '    )    )       #         #&     #&  : * ,, 3  5"&  -$) ""%#&G $  -: & $'" G : & $'" A$ 1$" & "$  "": &  ) "           /  1 GI      '$$        6)     =  %  ) >    7  /00 1$""" $  .&" ""#$$'"  /$#& ""#$$'") :    #3   '    ) ! )       (   #  :8   -  3 ) 9 (  3&  A$  &$#" $$'" "& &8 #$  . &#A$ $$'" &A$ $$'" #$A$ $  '&  $ "#") EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út- för er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.