Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 49 STEINGRÍMUR J. Sigfússon formaður vinstri grænna hefur þrásinnis að undan- förnu verið með upp- hrópanir um bága fjár- hagsstöðu sveitar- félaga. Ekki er mér að fullu ljóst hvort Stein- grími er meira í mun að koma höggi á sveit- arstjórnarmenn fyrir lélega fjármálastjórn eða löggjafann fyrir að veita ekki sveitar- félögunum nægar heimildir til tekjuöfl- unar. Þetta eru mjög ómaklegar árásir. Langflestar sveitarstjórnir hafa á undanförnum árum sýnt ábyrga fjármálastjórn og hagur sveitarfélaganna hefur batn- að enda hafa sveitarfélögin fengið leiðréttingu á tekjustofnum og ríkið aðstoðað sveitarfélögin við að ná tökum á fjármálum sínum. Allt frá árinu 1991 hafa sveitar- félögin sem heild verið rekin með halla. Mestur varð samanlagður rekstrarhalli sveitarfélaganna, samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunnar, kosningaárin 1994 eða 6.811 milljónir og 1998, 4.252 millj- ónir. Síðan hefur hallinn farið minnkandi, 1999 var hann 2.714 milljónir, 2000 var hann 2.371 millj- ónir, 2001 var hann áætlaður 871 milljón og í ár er áætlun Þjóðhags- stofnunar minnkandi halli. Vissulega er jafnvægi ekki náð en staðan hefur þó batnað verulega. Hafa verður í huga að hér er um meðaltöl að ræða, samanlagða út- komu allra sveitarfélaga í landinu og stórbættur fjárhagur Reykjavík- ur vegur mjög þungt en árið 1997 námu skuldir borgarsjóðs 96,7% af skatttekjum borgarinnar en 2001 57,2% af skatttekjum. Árangur af starfi eftirlitsnefndar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem lögum samkvæmt fylgist með fjárhags- stöðu og fjárhagsáætl- unum sveitarfélaganna í landinu sendi í janúar sl. fyrirspurnir til þrjátíu og eins sveitar- félags og óskaði upp- lýsinga um hvernig þau hygðust lagfæra fjárhagsstöðu sína. Átján þessara sveitar- félaga hafa að mati eft- irlitsnefndarinnar gert fullnægjandi grein fyr- ir áformum sínum og hefur nefndin sent þeim bréf þar sem seg- ir: „Miðað við fyrir- liggjandi áform og áætlanir sveitarstjórnar telur nefndin ekki ástæðu til að hafa fjár- mál sveitarfélagsins lengur til sér- stakrar skoðunar.“ Þessu til viðbótar má geta þess að átta sveitarfélög eru að gera grein fyrir áformum sínum og gera það vonandi með fullnægjandi hætti. Stórbætt staða Á þessu ári hafa mörg sveitar- félög sem komin voru í fjárþröng losnað úr skuldafjötrum með sölu eigna. Salan á Orkubúi Vestfjarða varð til þess að öll sveitarfélög á Vestfjörðum eru komin í góða fjár- hagsstöðu en sum þeirra áttu við mikla fjárhagserfiðleika að etja. Sömu sögu er að segja um Sveitar- félagið Skagafjörð sem eftir sölu á eignum getur varið fjármunum til framkvæmda og bættrar þjónustu í stað þess að nota þá í skuldavexti. Að sjálfsögðu er aðstaða sveitar- félaga misjöfn. Sumum þeirra hefur tekist að einsetja grunnskóla og byggja íþróttahús án þess að stofna til verulegra skulda, sem dæmi um vel rekið sveitarfélag má nefna Húnaþing vestra. Því miður eru nokkur sveitarfélög þó ennþá illa stödd og þurfa aðstoðar við til að koma fjármálum sínum í lag. Lausn á vanda félagslega íbúðakerfisins Á Alþingi var samþykkt breyting á lögum um húsnæðismál og var þar ákveðin fimm ára áætlun um lausn á vanda sveitarfélaganna vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Kaup- skyldu var einnig aflétt ef eigendur óska og ríki og sveitarfélög munu í félagi gera félagslega íbúðakerfið sjálfbært þannig að það íþyngi ekki fjárhag sveitarfélaga lengur. Árásir Steingríms J. Sigfússonar á sveit- arstjórnarmenn og löggjafarvald eru því mjög ómaklegar. Fjárhagur sveitarfélaga Páll Pétursson Höfundur er félagsmálaráðherra. Fjármálastjórn Langflestar sveitar- stjórnir hafa á undan- förnum árum sýnt ábyrga fjármálastjórn, segir Páll Pétursson, og hagur sveitarfélag- anna hefur batnað. Bíldshöfða Bakhús inni í portinu Enn meiri verðlækkun Síðustu dagar „Vi› frambjó›endur D-listans bjó›um alla Reykvíkinga velkomna á kosninga- skrifstofur Sjálfstæ›isflokksins í sínu hverfi sí›degis í dag kl. 18-20.“ Komdu í kaffi! Kristján Gu›mundsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir Kosningami›stö›in Skaftahlí› 24 Sími: 553 9634 og 553 9632 Sjálfstæ›isfélag Hlí›a- og Holtahverfis Sími: 553 9650 Sjálfstæ›isfélag Háaleitishverfis Sími: 553 9642 Opi›: Virka daga kl. 13.00 - 21.00 Helgar kl. 12.00 - 18.00 Benedikt Geirsson og Margrét Einarsdóttir Sjálfstæ›isfélag Smáíbú›a-, Fossvogs- og Bústa›ahverfis Glæsibæ Sími: 553 9653 Sjálfstæ›isfélag Langholtshverfis Sími: 553 9663 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 22.00 Helgar kl. 13.00 - 18.00 Gísli Marteinn Baldursson og Marta Gu›jónsdóttir Sjálfstæ›isfélag Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts, Hraunbæ 102 b Sími: 567 4011 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Gu›laugur fiór fiór›arson og fiorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjálfstæ›isfélag Grafarvogs, Hverafold 1-3 Sími: 557 7682 og 557 7684 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson og Alda Sigur›ardóttir Sjálfstæ›isfélag Hóla- og Fellahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Skóga- og Seljahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Bakka- og Stekkjahverfis, Álfabakka 14 a Sími: 557 7694 og 557 7695 Opi›: Virka daga kl. 17.00 - 21.00 Helgar kl. 13.00 - 16.00 Kjartan Magnússon og Tinna Traustadóttir Sjálfstæ›isfélag Vestur- og Mi›bæjar, Laugavegi 70 Sími: 552 9183 Sjálfstæ›isfélag Austurbæjar og Nor›urm‡rar, Laugavegi 70 Sími: 552 9178 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Inga Jóna fiór›ardóttir og Ívar Andersen Sjálfstæ›isfélag Nes- og Melahverfis, Hjar›arhaga 47 Sími: 552 9187 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Jórunn Frímannsdóttir og Gu›rún Ebba Ólafsdóttir Sjálfstæ›isfélag Laugarneshverfis, Laugalæk 6 (vi› hli›ina á Bónusvideo) Sími: 553 9670 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Haf›u samband vi› hverfaskrifstofuna flína. Mundu a› öflugt starf á kosningaskrifstofunum er lykilatri›i í baráttu fyrir sigri Sjálfstæ›ismanna 25. maí. Viltu leggja baráttunni li›?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.