Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
KOSNINGAR ykkar Reykvíkinga til
borgarstjórnar eru framundan. Kosn-
ingabaráttan hefur í of ríkum mæli
snúist upp í einvígi tveggja framboða
(D- og R-lista) eða jafnvel tveggja ein-
staklinga, Björns og Ingibjargar Sól-
rúnar, rétt eins og ekkert annað sé til
en þessi tvö framboð. Stefnuskrár
þessara tveggja fylkinga eru að
mestu orðaleppar og „klisjur“ um allt
og ekkert. Áróðursmeistarar D- og R-
lista hafa reynt að búa til ágreinings-
efni og frambjóðendurnir reyna að
vera ósammála um allt það sem hugs-
ast getur. Framboðsumræðurnar
minna um sumt á tvö börn sem eru að
kasta sandi og leðju hvort í annað.
Þann lærdóm dreg ég af átta ára
valdaferli R-listans að það muni
skipta fremur litlu máli varðandi
starfshætti borgarstjórnar hvort D-
eða R-listi hefur vinninginn. Þessi
pólitíska staða getur í framtíðinni
stuðlað að tveggja flokka kerfi, þar
sem kjósendur hefðu einungis tvo
mjög áþekka valkosti. Slíkt er lýð-
ræðinu skaðlegt og svæfir frjóa hugs-
un, en er um leið óskastaða núverandi
borgarstjórnarflokka.
Það er því fagnaðarefni að Ólafur
Magnússon læknir hefur komið fram
með þriðja framboðið, F-listann.
Hann hefur ákveðnar skoðanir á
verndun náttúrunnar og glögga sýn á
velferðarmálum aldraðra. Umfram
allt er þetta maður sem lætur flokks-
valdið ekki kúga sig og gengur póli-
tískt „uppréttur“.
Heródes og Pílatus urðu vinir á
einni nóttu, en ekki verður það sama
sagt um Björn og Ingibjörgu Sólrúnu.
Hins vegar urðu þau í einu vetfangi
sammála um eitt og það er, að telja
framboð Ólafs einskis virði og hafa
reynt að þegja það í hel með því að
beina athyglinni hvort að öðru og þó
mest að sjálfu sér. Komist Ólafur ekki
inn yrði það miður fyrir eldri borgara
– en hann hefur mjög á oddinum mál-
efni þeirra – því þá munu borgar-
stjórnarflokkarnir báðir telja, að allt
tal ellilífeyrisþega um kjör sín sé létt-
vægt hjal.
Kjósendur Reykjavíkur hafa nú um
að velja einræði annaðhvort D- eða R-
lista eða þá að kjósa þriðja aflið sem
er F-listinn. Okkar stjórnskipan gerir
ráð fyrir fjölflokkakerfi með tilheyr-
andi samningum og málamiðlunum
og hefur slíkt fyrirkomulag viðgeng-
ist í sveitarstjórnum víða um land og í
landstjórninni. Hví ekki í Reykjavík?
Ég bið ykkur því um að taka það til
umhugsunar hvort ekki sé rétt að
styðja til áhrifa þriðja aflið með því að
krossa við F á kjördag, enda er þar í
forsvari góður maður með persónu-
lega reisn og pólitískt sjálfstæði.
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
frá Heiðarbrún,
Freyvangi 15, Hellu.
Til frændfólks og
vina í Reykjavík
Frá Gunnari Gunnarssyni:
ÞAÐ er ekki nóg að vera heima hjá
sér og horfa á sjónvarpið. Sitja með
símann í höndunum og hugsa „það
hringir aldrei
neinn“. Maður
verður einfald-
lega að bera sig
eftir hlutunum.
En hvernig þá?
Aðstæður okkar
öryrkja eru ekki
góðar, því er þessi
grein skrifuð. Ég
vil reyna að varpa
ljósi á þá erfiðu og
vonlitlu aðstöðu sem margir öryrkjar
eru í hvað varðar húsnæðismál og fé-
lags- og heilbrigðisþjónustu. Þeir
sem ráða í okkar þjóðfélagi mættu
koma meira til móts við okkur og
reyna að bæta aðstöðuna.
Ég er með MS sjúkdóminn sem
hefur valdið því að ég er algerlega
upp á aðra kominn og þarf mikla
þjónustu, en því miður er hún ekki
fyrir hendi.
Ég bý í íbúð á vegum Öryrkja-
bandalagins en þar er leigan há og
þjónustan takmörkuð. Í húsinu er
gert ráð fyrir sólarhringsvakt. Meira
að segja íbúð fyrir umönnunarfólk en
engin fjárveiting virðist til staðar í
kerfinu til að veita slíka aðstoð. Að-
staðan heima er að vísu góð að því
leyti að ég bý í rúmgóðri íbúð, get
farið ferða minna á hjólastól innan-
dyra og þær manneskjur sem koma
og aðstoða mig vinna verk sín vel. Ég
fæ heimahjúkrun og aðstoð frá fé-
lagsþjónustunni við að borða á kvöld-
in og um helgar en fyrir þá þjónustu
verð ég að greiða sjálfur. Örorkubæt-
ur eru lágar og lítið fæ ég úr lífeyr-
issjóði, 4000 kr. á mánuði, þar sem ég
var aðeins 22 ára þegar ég datt að
mestu út af vinnumarkaðinum.
„Hvað á ég að gera?“ Það virðast
engin úrræði vera fyrir hendi. Þetta
reynir á líkamlega, andlega og fé-
lagslega fyrir 33 ára einstakling.
Á höfuðborgarsvæðinu eru til tvö
hvíldarpláss fyrir fólk yngra en 67
ára og hjúkrunarrými fyrir sama ald-
urshóp eru í kringum 50, það segir
sig sjálft að það er ekki nærri nóg.
En hvað ætti svo sem að gera?
Jú, það mætti bæta þjónustuna við
íbúa Öryrkjabandalagsins.
Leggja áherslu á félagsleg sam-
skipti, þannig að fólk einangrist
ekki.
Auka fræðslu um málefni öryrkja,
ég hef ekki valið þessa stöðu.
Það mætti fjölga hvíldar- og
hjúkrunarplássum fyrir ungt fólk
þannig að það þurfi ekki að fara á
elliheimili.
Því spyr ég: Hvað er MS-félagið að
gera? Hvað er Öryrkjabandalagið að
gera? Hvað er ríkisstjórnin að gera?
Fyrir fólk eins og mig – Ekki nóg!
Getum við öryrkjar gert eitthvað
sjálfir?
Fyrst og síðast, látum í okkur
heyra, því pólitísk umræða er
kannski ekki á okkar borði, enda nóg
af öðrum í því.
EIRÍKUR VERNHARÐSSON,
öryrki.
Getum við öryrkjar
gert eitthvað sjálfir?
Frá Eiríki Vernharðssyni:
Eiríkur
Vernharðsson