Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 57
ÞAÐ ríkir spenna í íslensku þjóð-
félagi, spenna sem stöðugt eykst með
hverjum degi, og tekur á sig nýjar
myndir með skoðanakönnunum og
baráttu hinna ýmsu frambjóðenda
fyrir sinn flokk og hans ágæti. Allir
eiga þeir í handraðanum betri lausnir
en hinir, sem í mótframboði eru og
segjast ætla að stýra þjóðarskútunni,
eins og á að gera það. Þeim finnst
ekkert sjálfsagðara en að stjórn
Reykjavíkurborgar og þá einnig
þeirra staða, þar sem senn verður
kosið, sé í þeirra höndum næstu fjög-
ur ár og sjálfsagt miklu lengur.
Það er brýnt að gera upp hug sinn
og þá ekki aðeins með tilliti til næstu
kosninga, sem framundan eru heldur
þeirrar, sem hefur eilífðargildi fyrir
þig og mig.
Það segir í Jósúabók Biblíunnar:
„En líki yður ekki að þjóna Drotni,
kjósið þá í dag, hverjum þér viljið
þjóna.“ (Jósúabók. 24.15.)
Sú kosning er meiri öllum öðrum
kosningum og aðeins tveir frambjóð-
endur eru í kjöri: Jesús, sonur Guðs,
sá sem er „Vegurinn, sannleikurinn
og lífið“. Frelsari okkar. Hinsvegar
mótframbjóðandi hans sem er Satan
faðir lyginnar. Það er barist um sál
þína, sem er meira virði en allur heim-
urinn. Annar boðar með lygi sinni að
ekkert sé að óttast allt sé þér í hag,
hafðu engar áhyggjur. Þér er alveg
óhætt að fljóta sofandi að feigðaósi.
Hinn er Drottinn Jesús, sonur lifanda
Guðs. Hann segir: „Því svo elskaði
Guð heiminn, að Hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver, sem á
Hann trúir glatist ekki, heldur hafi ei-
líft líf.“ (Jóh. 3.16.) Hann kom til þess
að þú, með því að trúa á Hann, glatist
ekki. Um þetta er ekki kosið á fjög-
urra ára fresti, heldur alla daga, með-
an lífsklukka okkar tifar.
Kjósið því í dag hverjum þér viljið
þjóna.
JÓHANN F. GUÐMUNDSSON,
Sléttuvegi 11, Reykjavík.
Kjósið í dag
Frá Jóhanni F. Guðmundssyni:
VIÐ erum ekki að tala um peninga-
greiðslur til öryrkja – heldur það að
búa við öryggi heima hjá sér og
góða félagslega
aðstöðu.
Ég er ung
kona um fimm-
tugt og var í góðu
starfi til fjölda
ára eða þar til ég
greindist með
MS-sjúkdóminn
og þurfti fljótlega
að láta af störf-
um. Ég var hepp-
in að fá góðar lífeyrisgreiðslur, en á
móti skerðast örorkubætur.
Ég bý í íbúð á vegum Öryrkja-
bandalagsins en engin þjónusta er á
staðnum. Ég nýt heimahjúkrunar á
morgnana og kvöldin, en þá fæ ég
aðstoð við að hátta mig kannski kl.
sjö – hálfátta. Það er svo sem allt í
lagi ef ég er ekki að fara út, en ef
mér er boðið út, t.d. í kvöldmat, fæ
ég enga þjónustu það kvöldið. Þeg-
ar ég kem heim um kvöldið þarf ég
að basla við að koma mér sjálf í
rúmið. Þetta hefur oft þær afleið-
ingar í för með sér að ég dett og ligg
ósjálfbjarga þar til öryggisverðir
svara kalli mínu frá öryggishnappn-
um og hjálpa mér í rúmið.
Ég hef ekkert jafnvægi, keyri um
í hjólastól, get hellt upp á kaffi og
get drukkið úr kaffibollanum ef ég
nota báðar hendur.
Það sem bjargar mér er að ég fer
alla virka daga í MS-miðstöðina og
fæ þar heita máltíð, aðstoð við böð-
un og félagslega afþreyingu.
Í blokkinni þar sem ég bý er
„þjónustuíbúð“ en hún er tóm og
það er engin þjónusta þar. En af
hverju? – það veit ég ekki.
Í svona húsum þyrfti að vera að-
staða til samskipta, t.d. sameiginleg
kaffistofa þar sem fólk gæti hist, því
maður einangrast mikið hver í sinni
íbúð.
Ég sé fyrir mér sambýli þar sem
ég væri með eitt herbergi fyrir mig
sjálfa og sameiginlega stofu þar
sem fólk gæti hist og spjallað sam-
an.
Hvað stendur öryrkjum til boða
þegar við getum ekki lengur bjarg-
að okkur ein í íbúð?
Stendur til að gera eitthvað fyrir
okkur sem þannig er ástatt fyrir?
Því til þess að komast á hjúkr-
unarheimili þarf maður að vera 67
ára.
Ég er bara fimmtug!
INGA KJARTANSDÓTTIR,
öryrki,
Sléttuvegi 9, Reykjavík.
Öryggi innan
heimilisins
Frá Ingu Kjartansdóttur:
Inga
Kjartansdóttir
UPPGANGURINN í Kópavogi er
ein af þessum frægu álfasögum sem
vafrað hafa um holt höfuðborgar-
svæðisins undanfarin ár. Í Kópavogi
er allt betra en í Reykjavík, segir sag-
an. Fólksfjölgunin er örari…og…-
og...og… þar endar samanburðurinn.
Í fimm ár hafa Sjálfstæðismenn
borið saman tvö stærstu sveitarfélög-
in án þess að minnast á neitt af því
sem skiptir líf íbúanna máli.
Menning! Félagsþjónusta! Og fjár-
mál! Eigum við ekki að skemmta
skrattanum og fara í samjöfnuð og
draga ályktanir í anda kosningabar-
áttunnar.
Byrjum á vaxtagreiðslunum. Ekk-
ert svíður einstaklingi einsog að
borga háa vexti. Vextir eru blóðpen-
ingar sem er blætt í ekki neitt. Vaxta-
greiðslur á hvern íbúa í Kópavogi eru
tvöfaldar á við Reykjavík; Ályktun:
Fjármál Reykjavíkur eru að fara í
hundana en í Kópavogi er vönduð
stjórn manna sem vanda sig við að
styrkja sveltandi fjármagnseigendur.
Og áfram með samjöfnuðinn:
Framlag til menningarmála í Reykja-
vík er nær þrefalt á við Kópavog.
Ályktun: Miðborg Reykjavíkur er að
koðna niður í tilgangslausu menning-
arlífi en í Kópavogi er tónlistarsalur.
Framlag til æsku- og íþróttamála í
Reykjavík er nær tvöfalt á við Kópa-
vog. Ályktun: Æskan í Reykjavík er
múruð inni í félagsmiðstöðvum en í
Kópavogi hleypur hún um alfrjáls.
Félagsþjónustan í Reykjavík er
nær tvöfalt öflugri miðað við íbúa en í
Kópavogi. Ályktun: Reykjavík er fá-
tæktargildra en Kópavogur gefur
lágtekjufólki frjálst val um að búa
annars staðar. Allur samjöfnuður
Kópavogs og Reykjavíkur er draum-
ur Pollýönnu á móti opinberum sann-
indum. Yfirburðir Reykjavíkur eru
svo augljósir. Og ég hef ekki minnst á
stjórnunaraðferðirnar, lýðræðið og
spillingarmálin. Kúnstin við að
stjórna bæjarfélagi er að halda því í
jafnvægi. Þannig að það vaxi jafnt og
þétt án þess að vöxturinn komi niðrá
þjónustu við þá íbúa sem fyrir eru.
Ályktun: Kjósum núverandi meiri-
hluta! Ekki viljum við góða stjórn í
Kópavogi? Eða hvað? Viltu það?
(Heimild: Árbækur Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga 1990-2001)
ÞORVALDUR LOGASON,
Skjólbraut 7, Kópavogi.
Kópavogur – Reykjavík
Frá Þorvaldi Logasyni:
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi,
Austurvegi 3, 800 Selfossi,
sími 482 2849 - fax 482 2801- fasteignir@log.is
Skrifstofu okkar hefur verið falið að selja fiskeldisstöðina að
Eyjarlandi við Laugarvatn. Stöðin er 500 m² eldishús, 900 m³
eldisrými úti og inni, vatn 400 l á sek. sjálfrennandi. Einnig er
fyrir hendi möguleiki á framleiðslu á 35 kw. raforku. Stöðin
stendur á 3ja ha leigulóð. Í stöðinni eru nú um 25 tonn af bleikju
í stærðinni 50-600 grömm.
Nánari uppl. og myndir á heimasíðu Bleikjubæjar ehf.,
www.bleikja.is og einnig á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.
FISKELDI
PRÓFARKALESTUR er nauðsyn-
leg þjónusta sem greinarhöfundar
eru þakklátir fyrir. Hins vegar verða
menn að geta treyst því að merkingu
ritsmíða sé ekki breytt að höfundum
forspurðum.
Frumskógar skammstafana eru
vandrataðir og mikilvægt að fara þar
með gát. Í grein minni Líflína
Alfreðs.Net sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær hafði í meðferð blaðsins
skammstöfuninni Kb/s verið breytt í
KB/s. Litla b er skammstöfun fyrir
bita (e. bits) sem notað er um flutn-
ingshraða en stóra B er notað um
bæti (e. Bytes) sem notað er um minni
í tölvum. Þessi, að því er virðist litla,
breyting blaðsins, gerði því þann
kafla greinarinnar merkingarlausan
og höfundinn þar með líka í augum
þeirra sem vit hafa á þessum málum.
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR,
Þykkvabæ 16, Reykjavík.
Ofvirkni í próf-
arkalestri?
ÞEIR sem fylgjast vel með barátt-
unni í borgarstjórnarkosningunum
og tala við væntanlega kjósendur
fá ýmsar spurn-
ingar um fullyrð-
ingar sem ekki
er allar hægt að
finna í greinum
dagblaðanna.
Sjálfstæðisflokk-
urinn gerir mikið
af því að tala við
einstaka kjós-
endur og „fræða
þá“ um alls kyns
málefni sem varða andstæðinginn,
Reykjavíkurlistann. Verða hér rak-
in tvö dæmi um slíka „fræðslu“.
Mikið ber á því að fullyrt sé að
ekki sé verið að kjósa Ingibjörgu
Sólrúnu sem borgarstjóra. Hún
muni hætta sem borgarstjóri eftir
eitt ár eða svo. Viðkomandi áróð-
ursmaður Sjálfstæðisflokksins
kveðst hafa fyrir þessu öruggar
heimildir „úr innstu herbúðum R-
listans“. Yfirleitt er sagt að í stað
hennar muni Alfreð Þorsteinsson
verða borgarstjóri, þetta er gert í
vissu þess hve lítið fylgi Fram-
sóknarflokkurinn er talinn hafa í
Reykjavík.
Nú er nánast óþarfi að taka fram
að saga þessi er uppspuni frá rót-
um. Ingbjörg Sólrún hefur marg-
tekið fram opinberlega að hún
bjóði sig fram til borgarstjóra allt
kjörtímabilið næstkomandi eða til
ársins 2006. Þetta er svo margsagt
að blaðagreinar um málið eru hér
um bil hættar að birtast. Þó kom
ein slík falsgrein í Morgunblaðinu
16. maí, sennilega eftir kosninga-
smala sem hafði ruglast á eigin
ósannindum og raunveruleikanum.
Sóðalegri er lygin um náin
tengsl Reykjavíkurlistans við ein-
stakling sem er einn þeirra fjór-
menninga sem sæta ákæru auk
Árna Johnsens vegna máls hans.
Hér er byggt mjög á fréttum
Morgunblaðsins um mál þetta
nema öllum fyrirvörum blaðsins er
sleppt og Árni Johnsen er bókstaf-
lega tengdur Reykjavíkurlistanum.
Þessi rógur kemur á óvart. Enginn
hjá Reykjavíkurlistanum hefur í
kosningabaráttunni bent á að það
var Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, sem skipaði Árna John-
sen formann byggingarnefndar
Þjóðleikhússins. En það breytir
engu um það að einstaka ákafa-
menn meðal kosningasmala Sjálf-
stæðisflokksins hafa, með vissri að-
stoð Morgunblaðsins, reynt að
tengja Reykjavíkurlistann við
Árnamál.
GUÐNÝ ARADÓTTIR,
Úthlíð 6,
Reykjavík.
Það sem sagt er í
kosningabaráttu
Frá Guðnýju Aradóttur:
Guðný
Aradóttir
♦ ♦ ♦
Kaffibollar
Cappucino
verð kr. 2.700
Mokka
verð kr. 1.890
Kaffikönnur
verð kr. 1.890
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15