Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 58
DAGBÓK
58 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skrítinn
málflutningur
MÉR blöskraði þar sem ég
las grein eftir unga sjálf-
stæðiskonu en í henni sagði
hún að Ingibjörg Sólrún
ætlaði sér ekki að vera í
borgarstjórn nema í 1 ár í
viðbót því hún ætli sér í
landsmálin.
Finnst mér þetta skrítinn
málflutningur því um síð-
ustu kosningar sagðist Árni
Sigfússon ætla að vinna
áfram fyrir borgina en
hætti nokkrum vikum eftir
kosningar.
Ingibjörg er traustsins
verð og hefur unnið vel fyr-
ir borgina.
G.M.H.
Félagshyggju-
maðurinn
Björn Bjarnason?
FORYSTUMENN aldr-
aðra og öryrkja hafa árum
saman bent á það að kjör
þeirra hafa ekki fylgt eftir
verðlagsþróun í landinu og
bætur ekki hækkað í hlut-
falli við almenna launaþró-
un. Sífellt hefur verið
þrengt að þessum hópi með
hækkun á fasteignaskatti,
eignaskatti og skattlagn-
ingu á þeim sparnaði sem
fólk hefur lagt fyrir til elli-
áranna.
Nú lofar Björn Bjarna-
son, borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins, því að
bæta þau kjör öryrkja og
ellilífeyrisþega. Hann seg-
ist ætla að gera það sem
flokkurinn hans vanrækti á
tólf ára valdatíma sínum í
ríkisstjórn. En sem tilvon-
andi borgarstjóri í Reykja-
vík er hann einungis að tala
um kjör þessa hóps í
Reykjavík, ekki annars
staðar á landinu. Er þetta
trúverðugt?
Annars er merkilegt
hvað Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjavík verður alltaf
mikill félagshyggjuflokkur
þegar líður að kosningum.
Þá tekur hann upp öll bar-
áttumál R-listans og þykist
ætla að gera miklu betur.
Leikskólar, grunnskólar,
aldraðir, öryrkjar. Það á að
gera allt fyrir alla. Nei,
þetta er ekki trúverðugt.
Þetta er í besta falli hlægi-
legt.
Ellilífeyrisþegi.
Tapað/fundið
Sólgleraugu týndust
SÓLGLERAUGU týndust
framan af gleraugum við
hjólreiðar í Grafarvogi eða í
Árbæ. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 587 4717
eftir kl. 16.
Göngustafur týndist
GÖNGUSTAFUR úr ljós-
um viði týndist sl. föstudag í
grennd við Aðalland í Foss-
vogi. Skivís finnandi hafi
samband í síma 581-2949.
Leðurhanskar týndust
SVARTIR leðurhanskar
týndust líklega í Domus
Medica eða á leiðinni niður
á Hlemm eða í strætó upp í
Seljahverfi. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
557 1744.
Sígarettuveski týndist
SVART sígarettuveski
týndist á Nasa aðfaranótt
mánudags. Finnandi hafi
samband í síma 697-7901.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
EINS og allir vita er bannað aðauglýsa áfengi á Íslandi. Það
bann nær þó bara til íslenzkra fjöl-
miðla; áfengisauglýsingar í erlend-
um gervihnattasjónvarpsútsending-
um eru t.d. ekki ruglaðar eða
skermaðar af stjórnvöldum. Það er
heldur engin áfengisvarnalögregla
sem klippir áfengisauglýsingar út úr
erlendum blöðum og tímaritum
svona eins og trúarbragðalögreglan í
Saudi-Arabíu kvað gera við myndir
af kristnum krossum og kvenfólki á
stuttermabolum í vestrænum tíma-
ritum, sem ferðamenn hafa í fartesk-
inu. Sennilega finnst þeim, sem vilja
banna áfengisauglýsingar, þetta
vera leiðindagloppur í kerfinu.
x x x
SVO er það Netið. Til þessa hefurekki verið hægt að koma í veg
fyrir að Íslendingar skoðuðu áfeng-
isauglýsingar á erlendum vefsíðum.
Á dögunum var Víkverji hins vegar
að vafra á Netinu og datt í hug að
fara inn á vef Guinness-bruggverk-
smiðjanna. Þá brá svo við að á forsíð-
unni var viðvörun um að eingöngu
íbúar landa, sem leyfðu áfengisaug-
lýsingar, mættu skoða vefinn. Þegar
áfram var haldið varð að fylla út að-
gangssíðu, þar sem m.a. var spurt
um búsetuland. Víkverji svaraði öllu
samvizkusamlega og fékk svo upp
eftirfarandi texta: „Landið þar sem
þú ert búsettur leyfir ekki að þú
skoðir þessa síðu.“ Þetta þótti Vík-
verja merkilegt og engu líkara en að
áfengisvarnaráð hefði gert góðan
samning við Guinness. Hægt var að
skoða lista yfir þau lönd, sem þetta
átti við, og þar er Ísland í góðum fé-
lagsskap hinna norrænu ríkjanna,
Frakklands, Póllands og langs lista
múslimaríkja, þar sem áfengis-
drykkja þykir andstæð trúarbrögð-
unum. Víkverja þótti nú svolítið
langt gengið að takmarka frelsi hans
á Netinu með þessum hætti, svo
hann skráði sig inn aftur og skrökv-
aði því nú að hann væri Breti. Þá
fékk hann að skoða Guinness-síðuna.
x x x
VÍKVERJA hlýnar alltaf umhjartarætur þegar hann sér að
hlúð er að gömlum og merkilegum
húsum. Hann má til með að hrósa
þeim, sem hefur keypt húsið á Spít-
alastíg 6 og ráðizt í endurbætur á
því. Ekkert hafði verið gert fyrir
þetta hús árum saman, en nú hefur
það verið gert upp að utan svo sómi
er að. Í bók Guðjóns Friðrikssonar,
Indæla Reykjavík, kemur fram að
framan af tuttugustu öldinni bjó
Lárus Pálsson hómópati eða smá-
skammtalæknir í húsinu. Það eru
greinilega engar smáskammtalækn-
ingar í gangi hjá þeim, sem nú er að
gera húsið upp. Þar var gengið rösk-
lega til verks og húsið klárað að utan
á undra skömmum tíma.
x x x
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur varlagert önnur verri mistök en að
taka þáttinn Leiðarljós af dagskrá.
Nágranna Víkverja, honum Velvak-
anda, hafa sjaldan borizt aðrir eins
haugar af bréfum vegna eins máls.
Víkverja hefur alltaf fundizt Leiðar-
ljós hörmulega leikið drasl, en þegar
viðbrögð áhorfenda eru með þeim
hætti, sem nú er komið í ljós, virðist
einboðið að Sjónvarpið taki þáttinn
aftur á dagskrá. Víkverji er greini-
lega einangraður í sinni snobbuðu af-
stöðu til sjónvarpsefnis.
LÁRÉTT:
1 skapstilltar, 8 sápulög-
ur, 9 mannsnafn, 10 eldi-
viður, 11 steinn, 13 slota,
15 fáni, 18 éta, 21 kyn, 22
þrjót, 23 fífl, 24 pretta.
LÓÐRÉTT:
2 stríðin, 3 nirfill, 4 skap-
vond, 5 aldan, 6 fæ í minn
hlut, 7 feiti, 12 kropp, 14
greinir, 15 sjávardýr, 16
stétt, 17 hamingjan, 18
verk, 19 hyggst, 20 leðju.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hnupl, 4 tæpur, 7 landi, 8 orkan, 9 ris, 11 röng,
13 kimi, 14 átuna, 15 meyr, 17 lögg, 20 sag, 22 náinn, 23
undur, 24 tunga, 25 torgi.
Lóðrétt: 1 hólar, 2 unnin, 3 leir, 4 tros, 5 pakki, 6 runni,
10 iðuna, 12 gár, 13 kal, 15 mennt, 16 ylinn, 18 öldur, 19
garri, 20 snúa, 21 gust.
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
ÉG las grein í Morgun-
blaðinu eftir Björk Vil-
helmsdóttur, sem skipar
6. sæti fyrir R-listann hér
í Reykjavík, og ég hvet
eindregið alla sem hafa
áhuga á dagvistunar-
málum að lesa þessa
grein á bls 31, laugardag-
inn 18. maí.
Hún skrifar þar um að
hún muni hvernig ástand-
ið í leikskólamálum var
þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn var við völd og tel-
ur upp fullt af hlutum
sem R-listinn hefur fært
til betri vegar.
Sonur minn er fæddur í
september 1997 og hann
fór ekki á leikskóla fyrr
en í júní 2000. Ég man vel
hvernig það var að draga
krakkagreyið til dag-
mömmu morgun eftir
morgun, þar sem hann
neyddist til að eyða deg-
inum með litlum börnum
sem varla voru farin að
ganga.
Spurningar eins og –
mamma, verð ég að fara
og af hverju verð ég að
fara til dagmömmu –
sitja fastar í mínum huga.
Líka morgnarnir sem
hann fór grátandi út í bíl
af því að hann vildi ekki
fara.
Hann var hjá ynd-
islegri dagmömmu en
það vantaði bara fé-
lagsskap á hans þroska-
stigi. Ég sótti um leik-
skóla fyrir hann daginn
sem hann varð sex mán-
aða og ég marghringdi
og spurðist fyrir um pláss
fyrir hann. Allt kom fyrir
ekki. Þremur mánuðum
fyrir þriggja ára afmælið
komst hann inn á leik-
skóla. Þarna tapaði R-
listinn mínu atkvæði.
Það mætti halda að ég
væri á sjötugsaldri þegar
ég segi mína sögu, en
þetta gerðist á síðustu ár-
um og margir jafnaldrar
mínir kannast við hana af
eigin reynslu. Sonur
minn hafði þörf fyrir góð-
an leikskóla og R-listinn
við völd, en fékk ekki
pláss fyrr en mjög seint.
Kjósandi.
Ég man líka þá tíð
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Árni
Friðriksson kemur í
dag. Mánafoss, Erla og
Kristrún fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Luda, Prizvanie og
Obsha fóru í gær. Kar-
elia kom í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa,
kl. 13 bókband, kl. 14
bingó. Vor í Vesturbæ í
Aflagranda í dag. Húsið
opnað kl. 13. Kl. 14 há-
tíðarbingó – óðir vinn-
ingar, danssýning undir
stjórn Sigvalda Þorgils-
sonar, Karlakór Reykja-
víkur eldri kórfélagar
syngja, stjórnandi
Kjartan Sigurjónsson.
Veislukaffi allan daginn.
Allir aldurshópar vel-
komnir.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Bingó er 2. og 4. hvern
föstudag. Dans hjá Sig-
valda byrjar í júní. Pútt-
völlurinn er opinn alla
daga. Allar upplýsingar
í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerð.
Dagana 25., 26. og 27.
maí kl. 13–17 verður
sýning á munum sem
unnir hafa verið í fé-
lagsstarfinu í vetur,
harmonikkuleikur
sunnudag og mánudag,
kaffi og meðlæti. Allir
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 11.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Farið verður til Vest-
mannaeyja mánud. 24.
júní með Herjólfi og
komið til baka mið-
vikud. 26. júní. 1. dagur.
Farið frá Þorlákshöfn
kl. 12 og farin skoð-
unarferð um eyjar.
Kvöldverður. 2. dagur,
skoðunarferðir á landi
og sjó. Kvöldverður. 3.
dagur. Brottför frá eyj-
um kl. 15.30. Innifalið
er: Herjólfsferðir, gist-
ing 2 nætur m/
morgunm. 2 kvöldverð-
ir, skoðunarferðir á
landi og sjó og nauðsyn-
legur akstur um eyj-
arnar. Væntanlegir
þátttakendur skrái sig
sem fyrst á þátttökulist-
ann. Rútuferð frá Gjá-
bakka kl. 10.15 og Gull-
smára kl. 10.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13. „Opið hús“, spilað á
spil.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Mánudagur
27. maí, kl. 9 gler-
skurður, kl. 11.15 og
12.05 leikfimi, Miðviku-
dagur 29. maí, kl. 11.15
og 12.05 leikfimi.
Fimmtudagur 30. maí,
kl. 13 gönguhópur.
Vinnustofur fyrir gler-
skurð og leirmótun eru
opnar áfram á umsömd-
um tíma.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids kl.
13.30, morgungangan á
morgun, farið frá
Hraunseli kl. 10 „Sam-
eiginleg sýning“ á
handverki eldri borgara
í Hafnarfirði verður 25.,
26. og 27. maí í Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Op-
ið frá kl. 13–17, kaffi-
sala. Vestmanneyjaferð
2. til 4. júlí, rúta, Herj-
ólfur, gisting í 2 nætur.
Skrásetning í Hraun-
seli, sími 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Dagsferð 27.
maí, Hafnarfjörður-
Heiðmörk og vatns-
veitan í Gvend-
arbrunnum. Kaffi og
meðlæti. Leiðsögn: Páll
Gíslason og Pálína
Jónsdóttir, brottför frá
Ásgarði, Glæsibæ kl.
13, þeir sem hafa skráð
sig vinsamlegast sæki
farmiðann á skrifstofu
FEB fyrir hádegi í dag
föstudag. Fræðslunefnd
FEB stendur fyrir ferð
í Skrúðgarða Reykja-
víkur 29. maí. Brottför
frá Ásgarði, Glæsibæ
kl. 13.30, skráning á
skrifstofu FEB. Aðal-
fundur leikfélags Snúðs
og Snældu verður hald-
inn miðvikudaginn 29.
maí kl. 14 í Ásgarði,
Glæsibæ
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids. Op-
ið sunnudaga frá kl.
14–16, blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 9–16.30 vinnu-
stofur opnar, kl. 9.30
boccia, frá hádegi spila-
salur opinn.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 13.15 brids. Mið-
vikudaginn 29. maí
verður kynnt dagskrá
sumarsins í Gjábakka
og Gullsmára kl. 15,
þeir sem hafa áhuga á
hópastarfi í sumar vin-
samlega komi boðum til
starsmanna fyrir 29.
maí. Að lokinni kynn-
ingu verða kynntir
ferðamöguleikar á veg-
um Vestfjarðaleiðar á
sumri komanda. Síminn
í Gjábakka er 554 3400.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handavinna,
bútasaumur, kl. 11
spurt og spjallað.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, postulín, kl.
12.30 postulín. Fótaað-
gerð, hársnyrting. Allir
velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia. Allir velkomnir.
Hand- og listmunasýn-
ing verður 26. og 27.
maí í borðsal fé-
lagsstarfsins kl. 13.30–
17 báða dagana, kaffi-
veitingar, allir velkomn-
ir.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað við laga-
val Sigvalda. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Mánud. 27. maí kl. 13
verður farið á hand-
verkssýningar í Bólstað-
arhlíð 43 og fé-
lagsmiðstöð aldraðra
Hraunseli Hafnarfirði,
kaffiveitingar. Skoð-
unarferð um Kópavog.
Skráning í síma
562 7077, takmarkaður
sætafjöldi. Miðvikud. 29.
maí kl. 13.15 verður
spilað bingó, rjómaterta
með kaffinu, allir vel-
komnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó. Vor- og
sumarfagnaður verður
haldinn fimmtudaginn
30. maí kl. 17. Matur,
gleði, söngur, gaman.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar í síma 561 0300.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Munið eftir hefðbund-
inni heimsókn á kosn-
ingaskrifstofur flokk-
anna að morgni
kjördags. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (u.þ.b.
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard. kl.
15–17 á Geysi, Kakóbar,
Aðalstræti 2.
Félag breiðfirskra
kvenna. Sumarferð fé-
lagsins á Snæfellsnes
verður laugardaginn 1.
júní, farið frá Umferð-
armistöðinni kl. 9.
Skráning fyrir mið-
vikud. 29. maí, s.
553 0491, Margrét, eða
s. 564 5365, Gunnhildur.
Sundhópur Jóhönnu,
Gjábakki og Gullsmári.
Vegna aukins gistirýmis
eru sæti laus í ferðalag
um Norðausturhluta
landsins og á Langanes
1.–5. júlí, Allt fullorðið
fólk er velkomið. Upp-
lýsingar og skráning og
ferðaáætlun í síma
554 3400 og 564 5260.
Í dag er föstudagur 24. maí, 144.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sýnið hver öðrum bróðurkærleika
og ástúð, og verið hver yðar fyrri til
að veita öðrum virðing.
(Rómv. 12, 10.)