Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skrítinn málflutningur MÉR blöskraði þar sem ég las grein eftir unga sjálf- stæðiskonu en í henni sagði hún að Ingibjörg Sólrún ætlaði sér ekki að vera í borgarstjórn nema í 1 ár í viðbót því hún ætli sér í landsmálin. Finnst mér þetta skrítinn málflutningur því um síð- ustu kosningar sagðist Árni Sigfússon ætla að vinna áfram fyrir borgina en hætti nokkrum vikum eftir kosningar. Ingibjörg er traustsins verð og hefur unnið vel fyr- ir borgina. G.M.H. Félagshyggju- maðurinn Björn Bjarnason? FORYSTUMENN aldr- aðra og öryrkja hafa árum saman bent á það að kjör þeirra hafa ekki fylgt eftir verðlagsþróun í landinu og bætur ekki hækkað í hlut- falli við almenna launaþró- un. Sífellt hefur verið þrengt að þessum hópi með hækkun á fasteignaskatti, eignaskatti og skattlagn- ingu á þeim sparnaði sem fólk hefur lagt fyrir til elli- áranna. Nú lofar Björn Bjarna- son, borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins, því að bæta þau kjör öryrkja og ellilífeyrisþega. Hann seg- ist ætla að gera það sem flokkurinn hans vanrækti á tólf ára valdatíma sínum í ríkisstjórn. En sem tilvon- andi borgarstjóri í Reykja- vík er hann einungis að tala um kjör þessa hóps í Reykjavík, ekki annars staðar á landinu. Er þetta trúverðugt? Annars er merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík verður alltaf mikill félagshyggjuflokkur þegar líður að kosningum. Þá tekur hann upp öll bar- áttumál R-listans og þykist ætla að gera miklu betur. Leikskólar, grunnskólar, aldraðir, öryrkjar. Það á að gera allt fyrir alla. Nei, þetta er ekki trúverðugt. Þetta er í besta falli hlægi- legt. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundið Sólgleraugu týndust SÓLGLERAUGU týndust framan af gleraugum við hjólreiðar í Grafarvogi eða í Árbæ. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 4717 eftir kl. 16. Göngustafur týndist GÖNGUSTAFUR úr ljós- um viði týndist sl. föstudag í grennd við Aðalland í Foss- vogi. Skivís finnandi hafi samband í síma 581-2949. Leðurhanskar týndust SVARTIR leðurhanskar týndust líklega í Domus Medica eða á leiðinni niður á Hlemm eða í strætó upp í Seljahverfi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 1744. Sígarettuveski týndist SVART sígarettuveski týndist á Nasa aðfaranótt mánudags. Finnandi hafi samband í síma 697-7901. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... EINS og allir vita er bannað aðauglýsa áfengi á Íslandi. Það bann nær þó bara til íslenzkra fjöl- miðla; áfengisauglýsingar í erlend- um gervihnattasjónvarpsútsending- um eru t.d. ekki ruglaðar eða skermaðar af stjórnvöldum. Það er heldur engin áfengisvarnalögregla sem klippir áfengisauglýsingar út úr erlendum blöðum og tímaritum svona eins og trúarbragðalögreglan í Saudi-Arabíu kvað gera við myndir af kristnum krossum og kvenfólki á stuttermabolum í vestrænum tíma- ritum, sem ferðamenn hafa í fartesk- inu. Sennilega finnst þeim, sem vilja banna áfengisauglýsingar, þetta vera leiðindagloppur í kerfinu. x x x SVO er það Netið. Til þessa hefurekki verið hægt að koma í veg fyrir að Íslendingar skoðuðu áfeng- isauglýsingar á erlendum vefsíðum. Á dögunum var Víkverji hins vegar að vafra á Netinu og datt í hug að fara inn á vef Guinness-bruggverk- smiðjanna. Þá brá svo við að á forsíð- unni var viðvörun um að eingöngu íbúar landa, sem leyfðu áfengisaug- lýsingar, mættu skoða vefinn. Þegar áfram var haldið varð að fylla út að- gangssíðu, þar sem m.a. var spurt um búsetuland. Víkverji svaraði öllu samvizkusamlega og fékk svo upp eftirfarandi texta: „Landið þar sem þú ert búsettur leyfir ekki að þú skoðir þessa síðu.“ Þetta þótti Vík- verja merkilegt og engu líkara en að áfengisvarnaráð hefði gert góðan samning við Guinness. Hægt var að skoða lista yfir þau lönd, sem þetta átti við, og þar er Ísland í góðum fé- lagsskap hinna norrænu ríkjanna, Frakklands, Póllands og langs lista múslimaríkja, þar sem áfengis- drykkja þykir andstæð trúarbrögð- unum. Víkverja þótti nú svolítið langt gengið að takmarka frelsi hans á Netinu með þessum hætti, svo hann skráði sig inn aftur og skrökv- aði því nú að hann væri Breti. Þá fékk hann að skoða Guinness-síðuna. x x x VÍKVERJA hlýnar alltaf umhjartarætur þegar hann sér að hlúð er að gömlum og merkilegum húsum. Hann má til með að hrósa þeim, sem hefur keypt húsið á Spít- alastíg 6 og ráðizt í endurbætur á því. Ekkert hafði verið gert fyrir þetta hús árum saman, en nú hefur það verið gert upp að utan svo sómi er að. Í bók Guðjóns Friðrikssonar, Indæla Reykjavík, kemur fram að framan af tuttugustu öldinni bjó Lárus Pálsson hómópati eða smá- skammtalæknir í húsinu. Það eru greinilega engar smáskammtalækn- ingar í gangi hjá þeim, sem nú er að gera húsið upp. Þar var gengið rösk- lega til verks og húsið klárað að utan á undra skömmum tíma. x x x RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur varlagert önnur verri mistök en að taka þáttinn Leiðarljós af dagskrá. Nágranna Víkverja, honum Velvak- anda, hafa sjaldan borizt aðrir eins haugar af bréfum vegna eins máls. Víkverja hefur alltaf fundizt Leiðar- ljós hörmulega leikið drasl, en þegar viðbrögð áhorfenda eru með þeim hætti, sem nú er komið í ljós, virðist einboðið að Sjónvarpið taki þáttinn aftur á dagskrá. Víkverji er greini- lega einangraður í sinni snobbuðu af- stöðu til sjónvarpsefnis. LÁRÉTT: 1 skapstilltar, 8 sápulög- ur, 9 mannsnafn, 10 eldi- viður, 11 steinn, 13 slota, 15 fáni, 18 éta, 21 kyn, 22 þrjót, 23 fífl, 24 pretta. LÓÐRÉTT: 2 stríðin, 3 nirfill, 4 skap- vond, 5 aldan, 6 fæ í minn hlut, 7 feiti, 12 kropp, 14 greinir, 15 sjávardýr, 16 stétt, 17 hamingjan, 18 verk, 19 hyggst, 20 leðju. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hnupl, 4 tæpur, 7 landi, 8 orkan, 9 ris, 11 röng, 13 kimi, 14 átuna, 15 meyr, 17 lögg, 20 sag, 22 náinn, 23 undur, 24 tunga, 25 torgi. Lóðrétt: 1 hólar, 2 unnin, 3 leir, 4 tros, 5 pakki, 6 runni, 10 iðuna, 12 gár, 13 kal, 15 mennt, 16 ylinn, 18 öldur, 19 garri, 20 snúa, 21 gust. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG las grein í Morgun- blaðinu eftir Björk Vil- helmsdóttur, sem skipar 6. sæti fyrir R-listann hér í Reykjavík, og ég hvet eindregið alla sem hafa áhuga á dagvistunar- málum að lesa þessa grein á bls 31, laugardag- inn 18. maí. Hún skrifar þar um að hún muni hvernig ástand- ið í leikskólamálum var þegar Sjálfstæðisflokk- urinn var við völd og tel- ur upp fullt af hlutum sem R-listinn hefur fært til betri vegar. Sonur minn er fæddur í september 1997 og hann fór ekki á leikskóla fyrr en í júní 2000. Ég man vel hvernig það var að draga krakkagreyið til dag- mömmu morgun eftir morgun, þar sem hann neyddist til að eyða deg- inum með litlum börnum sem varla voru farin að ganga. Spurningar eins og – mamma, verð ég að fara og af hverju verð ég að fara til dagmömmu – sitja fastar í mínum huga. Líka morgnarnir sem hann fór grátandi út í bíl af því að hann vildi ekki fara. Hann var hjá ynd- islegri dagmömmu en það vantaði bara fé- lagsskap á hans þroska- stigi. Ég sótti um leik- skóla fyrir hann daginn sem hann varð sex mán- aða og ég marghringdi og spurðist fyrir um pláss fyrir hann. Allt kom fyrir ekki. Þremur mánuðum fyrir þriggja ára afmælið komst hann inn á leik- skóla. Þarna tapaði R- listinn mínu atkvæði. Það mætti halda að ég væri á sjötugsaldri þegar ég segi mína sögu, en þetta gerðist á síðustu ár- um og margir jafnaldrar mínir kannast við hana af eigin reynslu. Sonur minn hafði þörf fyrir góð- an leikskóla og R-listinn við völd, en fékk ekki pláss fyrr en mjög seint. Kjósandi. Ég man líka þá tíð Skipin Reykjavíkurhöfn: Árni Friðriksson kemur í dag. Mánafoss, Erla og Kristrún fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Luda, Prizvanie og Obsha fóru í gær. Kar- elia kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Vor í Vesturbæ í Aflagranda í dag. Húsið opnað kl. 13. Kl. 14 há- tíðarbingó – óðir vinn- ingar, danssýning undir stjórn Sigvalda Þorgils- sonar, Karlakór Reykja- víkur eldri kórfélagar syngja, stjórnandi Kjartan Sigurjónsson. Veislukaffi allan daginn. Allir aldurshópar vel- komnir. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sig- valda byrjar í júní. Pútt- völlurinn er opinn alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð. Dagana 25., 26. og 27. maí kl. 13–17 verður sýning á munum sem unnir hafa verið í fé- lagsstarfinu í vetur, harmonikkuleikur sunnudag og mánudag, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 11. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Farið verður til Vest- mannaeyja mánud. 24. júní með Herjólfi og komið til baka mið- vikud. 26. júní. 1. dagur. Farið frá Þorlákshöfn kl. 12 og farin skoð- unarferð um eyjar. Kvöldverður. 2. dagur, skoðunarferðir á landi og sjó. Kvöldverður. 3. dagur. Brottför frá eyj- um kl. 15.30. Innifalið er: Herjólfsferðir, gist- ing 2 nætur m/ morgunm. 2 kvöldverð- ir, skoðunarferðir á landi og sjó og nauðsyn- legur akstur um eyj- arnar. Væntanlegir þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulist- ann. Rútuferð frá Gjá- bakka kl. 10.15 og Gull- smára kl. 10.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánudagur 27. maí, kl. 9 gler- skurður, kl. 11.15 og 12.05 leikfimi, Miðviku- dagur 29. maí, kl. 11.15 og 12.05 leikfimi. Fimmtudagur 30. maí, kl. 13 gönguhópur. Vinnustofur fyrir gler- skurð og leirmótun eru opnar áfram á umsömd- um tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30, morgungangan á morgun, farið frá Hraunseli kl. 10 „Sam- eiginleg sýning“ á handverki eldri borgara í Hafnarfirði verður 25., 26. og 27. maí í Hraun- seli, Flatahrauni 3. Op- ið frá kl. 13–17, kaffi- sala. Vestmanneyjaferð 2. til 4. júlí, rúta, Herj- ólfur, gisting í 2 nætur. Skrásetning í Hraun- seli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dagsferð 27. maí, Hafnarfjörður- Heiðmörk og vatns- veitan í Gvend- arbrunnum. Kaffi og meðlæti. Leiðsögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir, brottför frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 13, þeir sem hafa skráð sig vinsamlegast sæki farmiðann á skrifstofu FEB fyrir hádegi í dag föstudag. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykja- víkur 29. maí. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 13.30, skráning á skrifstofu FEB. Aðal- fundur leikfélags Snúðs og Snældu verður hald- inn miðvikudaginn 29. maí kl. 14 í Ásgarði, Glæsibæ Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Op- ið sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spila- salur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Mið- vikudaginn 29. maí verður kynnt dagskrá sumarsins í Gjábakka og Gullsmára kl. 15, þeir sem hafa áhuga á hópastarfi í sumar vin- samlega komi boðum til starsmanna fyrir 29. maí. Að lokinni kynn- ingu verða kynntir ferðamöguleikar á veg- um Vestfjarðaleiðar á sumri komanda. Síminn í Gjábakka er 554 3400. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Allir velkomnir. Hand- og listmunasýn- ing verður 26. og 27. maí í borðsal fé- lagsstarfsins kl. 13.30– 17 báða dagana, kaffi- veitingar, allir velkomn- ir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað við laga- val Sigvalda. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Mánud. 27. maí kl. 13 verður farið á hand- verkssýningar í Bólstað- arhlíð 43 og fé- lagsmiðstöð aldraðra Hraunseli Hafnarfirði, kaffiveitingar. Skoð- unarferð um Kópavog. Skráning í síma 562 7077, takmarkaður sætafjöldi. Miðvikud. 29. maí kl. 13.15 verður spilað bingó, rjómaterta með kaffinu, allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Vor- og sumarfagnaður verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 17. Matur, gleði, söngur, gaman. Allir velkomnir. Upplýs- ingar í síma 561 0300. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Munið eftir hefðbund- inni heimsókn á kosn- ingaskrifstofur flokk- anna að morgni kjördags. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2. Félag breiðfirskra kvenna. Sumarferð fé- lagsins á Snæfellsnes verður laugardaginn 1. júní, farið frá Umferð- armistöðinni kl. 9. Skráning fyrir mið- vikud. 29. maí, s. 553 0491, Margrét, eða s. 564 5365, Gunnhildur. Sundhópur Jóhönnu, Gjábakki og Gullsmári. Vegna aukins gistirýmis eru sæti laus í ferðalag um Norðausturhluta landsins og á Langanes 1.–5. júlí, Allt fullorðið fólk er velkomið. Upp- lýsingar og skráning og ferðaáætlun í síma 554 3400 og 564 5260. Í dag er föstudagur 24. maí, 144. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. (Rómv. 12, 10.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.