Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ sumar Nú eru komnar spennandi vörur fyrir sumarið í Mogga- búðina, kjörið tækifæri fyrir fríska ferðalanga. Þú getur keypt boli, sundpoka, töskur, golfvörur, geisladiskahulstur, klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. Líttu inn hjá okkur fyrir ferðalagið! Hvítur bolur, nú 500 kr. Brúnn bolur, nú 500 kr. Armbandsúr, nú 750 kr. Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar. EINFALT OG ÞÆGILEGT! sumartilboð 50% afsláttur! Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Derhúfa, aðeins 800 kr. Síðermabolir, aðeins 1.300 kr. Sundpoki, aðeins 1.000 kr. Reiknivél, aðeins 950 kr. Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. Músarmotta, aðeins 450 kr. Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. í Moggabú›inni Í KVÖLD fer fram val á fegursta kvenmanni Íslands við hátíðlega at- höfn í Broadway. Alls keppa nú 24 stúlkur um krúnuna góðu og eiga þær það sameiginlegt að hafa kom- ist áfram í þeim sjö undankeppnum sem haldnar hafa verið víða um land. Að sögn Elínar Gestsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, hefur undibúningurinn gengið eins og í sögu. „Stúlkurnar hafa verið í líkams- þjálfun, ljósum og trimmformi. Allt verður gert til að líta sem best út á stóra kvöldinu,“ sagði Elín. „Þær hafa einnig tekið sér tíma til að kynnast og skemmta sér sam- an. Síðustu dögum vörðu þær til dæmis í ferð upp á hálendi Íslands.“ Fjöldi skemmtiatriða verður í boði á kepninni sjálfri. Norska söngkonan Noora tekur lagið, strengjakvartett leikur undir er stúlkurnar koma fram á kvöld- kjólum og sýnt verður atriði úr dans- og söngsýningu sem frum- sýnd verður í Broadway í haust. Hápunktur kvöldsins verður svo að sjálfsögðu þegar Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir, ungfrú Ísland árið 2001, krýnir arftaka sinn. Kynnar kvöldsins verða Bjarni Ólafur Guðmundsson og Margrét Rós og verður sjónvarpað beint frá Skjá einum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ragnheiður Guðnadóttir, ungfrú Ísland árið 2001. „Hér á landi fegurst er…“ Fegurðardrottning Íslands á Broadway í kvöld ÞAÐ er fengur að útgáfum sem þessum, því hér fá fleiri en þeir sem sækja hipp-hoppsamkundur að meta hvað í gangi er í íslenska rappgeir- anum. Enn fremur eru diskar sem þessir ómetanlegar heimildir um tón- listarsögulega þró- un hérlendis. Í Skandinavíu- löndum eins og Danmörku og Svíþjóð dafnar hipp- hoppmenning, og þar er vitað mál að ætli menn að öðlast trúverðugleika, rappa þeir á móðurmálinu. Þetta hafa ungir íslenskir rapparar einnig tileinkað sér – loksins leyfist mér að segja því um árabil hefur það fjarri verið raunin. Vinsældir XXX Rott- weilerhunda, svo og sterkar útgáfur frá Sesari A og Afkvæmum guðanna virðist hafa ýtt á þetta sjálfsagða „mál“ og hér rappa allir á íslensku – fyrir utan þrjá. Íslenskt mál er langt í frá ómþýtt, og fellur kannski ekkert sérstaklega vel, sem slíkt, að rappforminu. Mað- ur fer ósjálfrátt að pæla í því, hvern- ig finnska rappheiminum heilsast … En þegar menn komast á flug og ná góðu „flæði“ hljómar þetta svo eðlilega. Að sama skapi hljómar „út- lenska“ rappið nokkuð út úr kú hér. Ég meina … til hvers? Svo virðist einnig sem „íslenskt rapp“ sé farið að taka á sig mynd, sem ákveðinn stíll. Lögin eru jafnan hröð og beinskeytt; með hvössum textum, hverra umfjöllunarefni er í flestum tilfellum annaðhvort dóna- skapur eða hormónalegar vangavelt- ur um lífið og tilveruna. „Diss“ og dónaskapur að hætti Rottweiler er nokkuð algengur hér og sú stemma á það til að vera bæði leiðigjörn, ófyndin og fyrirsjáanleg til lengdar, ef skammturinn er of mikill. Sjálf tónlistin er oftast í aukahlut- verki, þar sem aðalmálið er að hafa „funky drummer“ taktinn sterkan undir. Og rappið flæðir misvel eins og við fáum að sjá. Fyrsta lagið, „Drusla“ á Freydís Kristófersdóttir. Hörkusvalt lag, flutt af öryggi og snerpu. Lína eins og „Þinn reður er hætt að sjúga/því þú gerir ekkert annað en að ljúga“ skellur á manni eins og „besta“ kjaftshögg. Sannarlega kraftmikil byrjun og hvatning til stúlkna til að beita þessu listformi fyrir sig í aukn- um mæli. Framlag Freydísar færði henni enda fyrsta sætið í sjálfri keppninni. Nokkrir eiga þá virkilega góða spretti á diskinum. Igore, sem syngja hið vinsæla „Hverju hef ég að tapa?“ eiga hér hið frábæra „Sekur- saklaus“ og Óli Palli og Trausti flytja vel saminn og melódískan óð, „Nýir tímar“. Einnig eiga Diplomatic’s, Pabbi minn og Pudel góð innslög – hinir síðarnefndu reyna reyndar vel á þanþol smekkvísinnar. En komast upp með það, þar sem þeir eru svo skrambi öruggir á þessu. Kristín Ýr Bjarnadóttir kemst og vel frá sínu. Sumt hér, en ekki margt, er held- ur of hraðsoðið. Sjálfstæði á t.d. fremur stirt lag og Young Gods eru hálfstefnulausir í sínu. Upplýsinga- bækling hefði þá mátt prófarkalesa betur. Tónlist Á íslensku má alltaf rappa svarið Ýmsir Rímnaflæði 2001 Geimsteinn/Samfés/Miðberg Rímnaflæði 2001 inniheldur upptökur með listamönnum sem tóku þátt í þriðju Rímnaflæðikeppninni, sem fram fór í fé- lagsmiðstöðinni Miðbergi í Reykjavík, 30. nóvember á síðasta ári. Lög eiga Freydís Kristófersdóttir, Diplomatic’s, Óli Palli og Trausti, Mc Einfari, Pudel, Sjálf- stæði, Pabbi minn, Mc I. Mediary og DJ Nasi, Igore, MC Steinbítur, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Young Gods, Mc Tony, tP and the Fuck Faces & Dyzan, Sesar A og loks Antlew/Maximum og dj. M.A. 63,10 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.