Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 68

Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMKOMULAG var undirritað í gær milli Fjár- festingarstofunnar – orkusviðs og aðstoðarfor- stjóra Alcoa um að halda viðræðum áfram vegna mögulegrar þátttöku bandaríska álrisans í bygg- ingu álvers í Reyðarfirði. Gildir samkomulagið til 18. júlí en fyrst var viðræðuáætlun undirrituð fyr- ir rúmum mánuði. Hefur Alcoa áform uppi um að byggja 320 þúsund tonna álver í einum áfanga og fjármagna það alfarið á eigin reikning. Að sögn Johns Pizzey, aðstoðarforstjóra Alcoa, eru góðar líkur taldar á að af framkvæmdum verði af þeirra hálfu. Verði sú niðurstaðan mun Landsvirkjun hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar á ný. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Alcoa mikinn áhuga á að kaupa Reyðarál, sem er í eigu Norsk Hydro og íslenskra fjárfesta í Hæfi og undirbúið hefur álver í Reyðarfirði. Beinist áhugi Alcoa að því að fá til sín sem mest af gögnum og upplýsingum sem Reyðarál býr yfir frá undirbún- ingsvinnu síðustu ára. Hefur fyrirtækið varið hundruðum milljóna króna til verksins, einkum vegna umhverfismats. Sömu heimildir blaðsins herma að Norðmenn hafi tekið illa í þessar hug- myndir Alcoa, ólíkt íslensku fjárfestunum, en ekki náðist í stjórnendur Norsk Hydro í gær til að fá þetta staðfest. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyð- aráls og framkvæmdastjóri Hæfis, vildi ekki stað- festa í samtali við Morgunblaðið að formlegar við- ræður um sölu Reyðaráls til Alcoa hefðu farið fram, en samtöl hefðu vissulega átt sér stað. Geir sagði það ljóst að Alcoa hefði hag af því að fá sem mestar og bestar upplýsingar um verkefnið. Rætt yrði við fulltrúa Alcoa á næstu vikum, fyrir því væri jákvæður vilji af hálfu íslenskra fjárfesta. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti fund með John Pizzey í gær. Hann segir að jákvæð skref hafi verið stigin en sjálfsagt sé að hafa allan vara á í ljósi fyrri reynslu. „Mér sýnist á öllu að menn séu að ræða málin af mikilli alvöru og miklum þunga,“ segir Davíð. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, átti sömuleiðis fund með Pizzey í gær. Hún segir samkomulag um áframhaldandi við- ræður gefa tilefni til bjartsýni um að álver rísi loks í Reyðarfirði. Um sé að ræða jákvætt skref en málið sé alls ekki í höfn. „Við færumst nær og nær því markmiði okkar að hefja álvers- og virkjana- framkvæmdir á Austurlandi, enda erum við komin það langt með málið af hálfu íslenskra stjórnvalda að erfitt yrði að snúa til baka,“ segir Valgerður. Viðræðum haldið áfram næstu sjö vikur við Alcoa vegna álvers í Reyðarfirði Alcoa hefur áhuga á að kaupa Reyðarál  Teljum að/34–35 REYKJAVÍKURLISTINN mælist með 51,6% fylgi og Sjálfstæðisflokk- urinn með 43,5% samkvæmt svörum þeirra sem afstöðu tóku í skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 22. maí. F-listi Frjálslyndra og óháðra mælist með 4,2% fylgi, H-listi Húm- anista 0,5%, A-listi Höfuðborgarsam- takanna 0,0% og Æ-listi Vinstri- hægri snú 0,1%. Munurinn á fylgi stóru framboð- anna hefur aukist frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var dagana 6. til 9. maí en þá var fylgi R- listans 48,8%, D-listans 45,9% og F- listans 4%. Í könnuninni var spurt hvaða flokk eða lista svarendur myndu kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram á morgun og til að fækka óákveðnum voru þeir sem svöruðu „veit ekki“ spurðir hvaða lista eða flokk þeir teldu líklegast að þeir myndu kjósa. Eftir fyrri spurninguna voru 14,8% óákveðin en eftir þá seinni var hlutfall óráðinna komið niður í 6,6% og 2,8% neituðu að svara. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem nefndu annaðhvort D-lista eða R- lista mælist fylgi D-listans 45,7% og R-listans 54,3%. Munurinn er töl- fræðilega marktækur þar sem vik- mörk eru 3,36 prósentustig til eða frá. 48% nýrra kjósenda styðja R- lista, 41% D-lista og 7% F-lista Skv. niðurstöðum könnunarinnar segjast tæp 86% þeirra sem kusu D- listann í síðustu kosningum ætla að kjósa hann aftur nú, en rúm 80% þeirra sem kusu R-listann síðast ætla að kjósa hann aftur. 5,3% þeirra sem kusu D-listann síðast segjast ætla að kjósa R-listann nú og rúm 9% þeirra sem kusu R-listann síðast segjast ætla að kjósa D-listann nú. Rúm 48% þeirra sem ekki höfðu kosningarétt í síðustu kosningum segjast ætla að kjósa R-listann, tæpt 41% þeirra ætlar að kjósa D-listann og rúm 7% ætla að kjósa F-listann. Úrtakið í könnuninni, sem fór fram um síma, var 1.200 manns á aldrinum 18–80 ára. Valið var af handahófi úr þjóðskrá og nettósvörun var 71,4%. Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi í Reykjavík R-listi með 51,6%, D-listi með 43,5%   5   / 6       7  8   /       ! " #$ $! %& '             .69% -69 /69 FÁTT er eins hressandi og góður göngutúr í mildum regnúða eins og þetta par reyndi í gærkvöldi þar sem það arkaði á gangstíg við Sæ- brautina. Þótt brautin væri ekki bein var hún sæmilega breið, að minnsta kosti fyrir tvo jafnfljóta og ekki að sjá að eigendur þeirra öm- uðust við regninu. Víst er að gróð- urinn tekur vætunni fagnandi og má ætla að grös og trjásprotar, sem þegar eru farnir að skarta sum- arlitunum, verði senn enn grænni. Morgunblaðið/Golli Í regnúða á bugðóttu brautinni DULDAR áfengisauglýsingar eru töluvert algengar í vinsæl- um fjölmiðlum á Íslandi að því er fram kom í rannsókn sex ís- lenskra framhaldsskólanema á áhrifum fjölmiðla á lífsstíl ungs fólk sl. haust. Lára Ósk Hjörleifsdóttir segir að mjög algengt hafi verið að þáttastjórnendur eða áhorf- endur hafi verið að drekka ákveðna tegund áfengis í út- sendingu. Þónokkuð hafi verið um að fram kæmi að bjórfyrirtæki styddu ákveðnar uppákomur eða sjónvarpsþætti. Sólveig Skaftadóttir segir að duldar áfengisauglýsingar séu hvað mest áberandi í fjölmiðl- um ætluðum ungu fólki. „Ég nefni PoppTíví, Skjá- Einn, og Sýn og nokkrar af út- varpsstöðvum Norðurljósa eins og FM 957 og Radio-X. Sömu sögu er að segja af blaðmiðlum eins og Undirtónum, Séð & heyrt og Fókusi. Aftur á móti komu fjölmiðlar eins og Morg- unblaðið, Rás 1 og Rás 2 og Stöð 2 vel út úr fjölmiðlavakt- inni.“ Duldar áfengis- auglýs- ingar  Duldar B/2–3 EFTIR kaup á 15% hlut í Össuri hf. er sænski fjárfestingarsjóðurinn Industrivärden orðinn annar stærsti hluthafi fyrirtækisins, aðeins stofn- andi þess, Össur Kristinsson, á stærri hlut, eða tæpan fjórðung hlutafjár. Seljendur hlutafjárins voru félag í eigu Össurar Kristins- sonar, Kaupþing og Össur hf. Gengi hlutafjárins við söluna var 49 krónur á hlut og heildarandvirði þeirra bréfa sem skiptu um hendur var tæpur 21⁄2 milljarður króna. Lokagengi Össurar hf. á Verð- bréfaþingi í gær var 51,50 og hækk- aði það um 3,90 í viðskiptum dagsins, eða um 8,2%. Skráð heildarviðskipti voru rúmir 2,7 milljarðar króna. Forstjóri Össurar hf., Jón Sig- urðsson, lýsir ánægju með kaup sænska sjóðsins og telur að þeim geti fylgt aukinn áhugi annarra er- lendra fjárfesta. 15% í Össuri hf. seld til Svíþjóðar  Industrivärden/ 22  Átta/6 ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka verðtryggða útlánsvexti um 0,3 prósentustig frá og með næstu mánaðamótum. Lækkunin er tilkomin vegna þess að ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa á markaði hefur farið lækkandi á undanförnum vikum. Íslands- banki lækk- ar vexti um 0,3%  Íslandsbanki/26 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.