Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Í góðum gír“ frá Ingvari Helgasyni. Blaðinu verður dreift um allt land. GUÐJÓN Guðmundsson, varafor- maður stjórnar Sementsverksmiðj- unnar hf., segir að í athugun séu ýmsir möguleikar á að bregðast við lágu verði dönsku sementsverk- smiðjunnar Aalborg-Portland. Hann vill þó ekki gefa upp hverjar þær eru. Guðjón segir augljóst að um undirboð sé að ræða hjá dönsku verksmiðjunni, í þeim tilgangi að knésetja Sementverksmiðjuna og leggja undir sig íslenska markaðinn. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að tonnið af lausu sementi kostaði 1.000 danskar krónur í Færeyjum í apríl. Nýverið féll úrskurður sam- keppnisráðs vegna kæru Sements- verksmiðjunnar á hendur danska fyrirtækinu og var hann á þá leið að ekki væri tilefni til aðgerða. Sem- entsverksmiðjan hefur nú kært fyr- irtækið til Eftirlitsstofnunar Efta (ESA) og stendur athugun á því máli yfir. Erfitt að hefja starfsemi á ný Aðspurður segir Guðjón að erfitt muni reynast að hefja aftur starf- semi ef danska fyrirtækið nær að bola Sementsverksmiðjunni af markaði og hækkar svo verð í skjóli þess. „En það er síður en svo mögu- leiki í okkar huga. Ásetningur okkar er að halda verksmiðjunni gangandi og berjast fyrir því. Ef svo illa færi myndi hún hins vegar ekki fara svo glatt í gang aftur,“ segir hann. Hann segir að framleiðsla Sementsverk- smiðjunnar sé einhver sú alíslensk- asta sem til sé. „Sandurinn er af hafsbotni, líparítið úr Hvalfirði, raf- magn frá íslenskum virkjunum og ís- lenskt vinnuafl. Við megum auðvitað ekki láta undan síga með það ætl- unarverk okkar að halda verksmiðj- unni gangandi,“ segir hann. Beðið úrskurðar ESA Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að málið hafi farið sína lögbundnu leið í kerf- inu. Kært hafi verið til samkeppn- isráðs, sem hafi komist að fyrr- nefndri niðurstöðu. Nú sé beðið úrskurðar frá ESA og hún geti á þessu stigi máls ekki gefið neinar yf- irlýsingar. Varaformaður stjórnar Sementsverksmiðjunnar Ýmsir mögu- leikar í skoðun BERGLIND Eik Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ 25. maí sl. með meðaleinkunnina 9,7. Þar með varð hún dúx skólans. Berglind var í svo- kölluðu hraðnámi, þar sem hún var með það góðar einkunnir úr grunn- skóla, og lauk því stúdentsprófinu á þremur árum. Þrátt fyrir það tókst henni að dúxa, en 9,7 er meðaltal einkunna úr öllum áföngum sem hún tók á þessum árum. Fékk hún fjórar átt- ur, átta níur og rúmlega fjörutíu tí- ur. Berglind, sem verður nítján ára í sumar, segir aðspurð í samtali við Morgunblaðið að það hafi að sjálf- sögðu kallað á ákveðna vinnu að ná góðum árangri. Einnig skipti máli að ná ákveðinni tækni. „Þetta er spurning um að vinna jafnt og þétt, mæta í tímana, ná góðum glósum og lesa efnið vel yfir,“ segir hún. Jafnframt því sem hún sinnti nám- inu var hún gjaldkeri nemenda- félags Fjölbrautaskólans í Garða- bæ. Einnig segist hún stunda íþróttir. Í viðurkenningarskyni fyr- ir góðan námsárangur hlaut Berg- lind ýmsar bækur í verðlaun á út- skriftardaginn. Aðspurð hvað hún hyggist taka sér fyrir hendur í haust segist Berglind stefna á lækn- isfræði við Háskóla Íslands. Berglind Eik er dúx FG Fékk fjörutíu tíur Morgunblaðið/Þorkell ÞJÓNUSTUSAMNINGI milli barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, Barnaverndarstofu og SÁÁ hefur verið sagt upp og segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar, að þar með verði stórlega dregið úr þjónustu deildarinnar. Í blaðinu í gær kemur fram að Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Magnús Pétursson, forstjóri LSH, telji að málið sé á misskilningi byggt og ekki standi til að draga úr þjónustunni að neinu leyti eða segja neinu starfsfólki upp. Ólafur segist vona að um misskilning sé að ræða, en segir jafnframt að þau skilaboð sem hann, sem yfirlæknir, og deildarstjóri unglinga- geðdeildar fengu á fundi á föstudaginn, með sviðs- stjórum geðsviðs, hafi verið að samningurinn myndi renna út á miðnætti á föstudag og þess vegna yrðu þau að gera ráðstafanir til að mæta þeirri staðreynd. „Ég hef ekki fengið nein önnur formleg skilaboð, þannig að við höfum tekið ákvörðun um að vaktþjónusta, sú sem að í gildi hefur verið, verði ekki lengur til staðar, sem og öll þjónusta, sem kveðið er á um í ákvæðum samn- ingsins,“ segir hann og bendir á að það breytist ekki nema hann fái formlegar fyrirskipanir um að annað gildi. Fagnar yfirlýsingu ráðherrans Að hans sögn á það eftir að koma í ljós hvaða áhrif þessar ráðstafanir eiga eftir að hafa á deild- ina, en hins vegar segist hann fagna yfirlýsingu ráðherrans um að það sé fullur vilji til að gera nýj- an þjónustusamning. „Það er alveg ljóst að sá þjónustusamningur verður ekki með sama hætti og núverandi þjónustusamningur, það hefur kom- ið í ljós í þeim viðræðum sem hafa verið í gangi. Það eru ákveðin atriði samningsins sem allir aðilar eru mjög sáttir við, atriði sem hafa breytt miklu í þjónustu við börn og unglinga með geð- og hegð- unarraskanir en það eru hins vegar einnig ágrein- ingsatriði sem hafa ekki verið útkljáð,“ segir Ólaf- ur og telur veigamesta ágreiningsatriðið vera hvernig fjármagn samnings hefur verið nýtt. Magnús Pétursson segir í blaðinu í gær að það sé ekki hluverk Ólafs á spítalanum að gefa út fréttatilkynningar, en Ólafur er ósammála. Hann telur það skyldu sína að upplýsa almenning og alla þá fjölmörgu aðila, sem að eigi mikið undir þjón- ustu barna- og unglingageðdeildar komið, um þessa stöðu og annað sem kunni að skipta máli í þessu samhengi, enda beri hann mikla ábyrgð á deildinni. „Þótt formlegt valdsvið yfirlæknis sé reyndar verulega takmarkað og fari ekki saman við ábyrgðarsviðið, þá er það réttur yfirlæknis að tjá sig um þessi atriði,“ bendir hann á og segir það í samræmi við læknaeiðinn og jafnframt samvisku sína. Höfum ekki fengið nein önnur formleg skilaboð HÁTÍÐ hafsins, samstarfsverkefni Sjómannadagsráðs, Reykjavíkur- hafnar og Reykjavíkurborgar, er haldin um helgina í tilefni sjó- mannadagsins. Hátíðin hófst í gær- morgun með því að skipsflautur voru þeyttar, en hún fer að mestu leyti fram á Miðbakka. Þéttskipuð dagskrá er í boði alla helgina, allt frá heimsmeistara- keppni í kúluspili á sandi til erinda um konur og kvóta og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Í gærmorgun var sigl- ingakeppni Brokeyjar ræst með fallbyssuskoti fyrir framan Sjáv- arútvegshúsið á Skúlagötu og var myndin tekin við það tækifæri. Morgunblaðið/Þorkell Hátíð hafsins ÁRNI Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að sér skiljist að yfirmenn Samherja og Útgerðar- félags Akureyringa hafi lagst gegn því að hann flytti hátíðarræðu á sjó- mannadagshátíðinni, sem haldin er á Akureyri í dag. Þeir hafi hótað að styrkja ekki framkvæmd hátíðar- haldanna. Hann segir þetta alvarlegt mál, að menn geti haft slík áhrif með peningum sínum. Árna hefur verið tilkynnt að hann flytji ekki ræðuna eins og fyrirhugað var, en Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra var feng- in í hans stað. Árni segist hafa talað við forsvars- menn ÚA og Samherja og þeir tjáð honum að óviðunandi væri að maður með slíka stefnu í sjávarútvegsmál- um flytti ræðuna. „Mér er sagt að fyrirtækin hafi hótað að styrkja ekki sjómannadaginn yrði ég ræðumaður. ÚA var að vísu, að mér skilst, búið að láta fé af hendi, en hótaði að starfs- menn myndu ekki mæta á ballið um kvöldið,“ segir hann. Að sögn Árna er málið erfiðara en virðist í fyrstu. „Það er nú farið að fjúka í flest skjól ef þessir menn ætla að fara að ráða öllu. Þeir geta svo sem sagt að þeir hafi aðeins tjáð skoðun sína, en auðvitað er ekki tek- in svona ákvörðun nema fyrir mikinn þrýsting,“ segir hann. Vísar ásökunum á bug Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, vísar því á bug að fyrirtækið hafi haft í hótunum um að sniðganga hátíðarhöldin, eða beitt sér fyrir því að skipt yrði um ræðu- mann. „Ég sagði einungis að það væri óheppilegt, miðað við að menn vildu ná meiri sátt í sjávarútvegs- málum, að hann yrði fenginn sem ræðumaður. Við styrktum sjó- mannadagsráð eins og venjulega og hótuðum ekki að sniðganga hátíðar- höldin,“ segir hann. „Meðal annars munum við halda hátíðarkaffi fyrir Auðunsbræður, sem voru skipstjór- ar á fyrstu árum félagsins um og uppúr 1950.“ Hann segir að nú sé viðkvæmur tími í kjölfar nýrra laga um auðlindagjald og að ljóst sé að meiningar um þau séu afar misjafn- ar. Ásgrímur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs á Akureyri, neit- aði að tjá sig um málið við Morg- unblaðið í gær. Skipt um ræðumann á sjómannadagshátíð Valgerður fengin í stað Árna Steinars Á mbl.is verður í dag opnuð sýning á myndum Þorkels Þor- kelssonar frá Palestínu og Ísr- ael sem hann tók á ferð sinni þar nýverið. Sýningin er undir fyrirsögninni Palestína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.