Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIN listahátíð tekur nú við afannarri. Að sumra mati.Listahátíð í Reykjavík lýkurum leið og heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hefst í Suður- Kóreu og Japan og óhætt er að segja að fyrstu leikir keppninnar lofi góðu um framhaldið; sú fótamennt sem boðið hefur verið upp á, og Íslend- ingar eiga kost á að fylgjast með á sjónvarpsstöðinni Sýn, er ósvikin list. Fiðluboginn er lagður til hliðar um stund, tjaldið dregið fyrir leiksviðið. Málverkin tekin af veggjum. Knattspyrnan ræður ríkjum. Fram hefur komið í fréttum að til sé fólk sem sé beinlínis illa við þessa skemmtilegu íþrótt, en þótt áhugi á sparkinu sjálfu sé ef til vill ekki fyrir hendi ættu áhugamenn um þjóð- félagsmál að geta fylgst með, bara frá öðrum sjónarhóli en fótboltafíkl- arnir. Hvað er svona merkilegt við þennan leik? Hvers vegna þessi mikli áhugi um heim allan? Eru þessir þjóðhöfðingjar og annað fyrirmenni ekki bara að sýnast? Er þetta ekki bara skemmtun almúgans? Bros Jacques René Chirac, forseti Frakklands, hefur líklega aldrei brosað breiðar en sunnudaginn 12. júlí 1998. Maðurinn, sem kosinn hafði verið í æðsta embætti landsins þrem- ur árum áður, tvívegis verið forsætis- ráðherra og lengi borgarstjóri Par- ísar hafði sem sagt oft sigrað í pólitískri keppni og því haft ástæðu til að brosa – en gleðin virtist óvenju einlæg, ef marka má ljósmyndir, eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu í fyrsta skipti, eftir sig- ur á Brasilíumönnum í úrslitaleik á Stade de France í París þennan eft- irminnilega sunnudag. Segja má að þjóðhátíðardagarnir hafi verið tveir í Frakklandi að þessu sinni, 12. júlí og svo hinn hefðbundni, aðeins tveimur dögum síðar. Forsetinn, með trefil í frönsku fánalitunum um hálsinn, réð sér ekki fyrir kæti. Gott ef ekki sást glitta í tár. En Chirac er fráleitt fyrsti þjóð- höfðinginn sem missir hreinlega stjórn á sér af gleði eftir frækin íþróttaafrek landa sinna. Mörgum er eflaust í fersku minni þegar Allessandro Pertini, forseti Ítalíu, þá á 86. aldursári, brosti sem barn í heiðursstúku Santiago Bern- abeu-leikvangsins í Madrid þegar Ítalía sigraði Vestur-Þýskaland í úr- slitaleik HM 1982. Knattspyrnan snertir einhverja sérstaka taug. Leikurinn er í eðli sínu afskaplega einfaldur; „Senda boltann á næsta mann í rauðri treyju“ var undirstaða fræða Bills Shankly, þess sem byggði upp Liverpool-stórveldið í Englandi á sínum tíma. En knattspyrnan snýst ekki bara um 22 leikmenn og einn bolta. Hún snýst líka um stolt, oft þjóðarstolt eins og þegar heimsmeistarakeppni er annars vegar. Jafnvel bara venju- legur landsleikur. Íslendingar fyllast stolti, a.m.k. margir hverjir, þegar Ísland gerir jafntefli við heimsmeist- ara Frakklands á Laugardalsvelli eða leggur Tékkland að velli á sama stað. Að ég tali nú ekki um ef sigur vinnst á Dönum. Sú stund hefur að vísu ekki enn runnið upp, og töpin eru sum verri en svo að fólk nenni að muna þau, en ég er illa svikinn ef ekki verður glatt á hjalla þegar þar að kemur. Ef… Að leggja gamla herraþjóð á ein- hverju sviði, hvort sem er við bridge- borð, á knattspyrnuvelli eða í póli- tískri refskák er annað og meira en venjulegur sigur. Spyrjið bara Sen- egala! Íbúar þessarar fyrrum nýlendu Frakka á Atlantshafsströnd Afríku eru um átta og hálf milljón. Landið er tæplega tvisvar sinnum stærra en Ís- land að flatarmáli. Senegal öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum árið 1960 eft- ir að hafa verið nýlenda í 300 ár. Franska er opinbert tungumál í land- inu og allir nema tveir þeirra 23 leik- manna, sem skipa landsliðshópinn á HM að þessu sinni, eru atvinnumenn hjá liðum í Frakklandi. Frakkar eru núverandi heims- meistarar, Evrópumeistarar og álf- umeistarar; í stuttu máli eiga þeir besta landslið heims. En hvað gerist? Strax í fyrsta leik HM kemur í ljós að ekkert er öruggt í knattspyrnu. Allt getur gerst, er líklega ofnotaður frasi, en sígildur. Þetta er í fyrsta skipti sem Frakk- land og Senegal mætast á knatt- spyrnuvellinum og litla liðið fer með sigur af hólmi, 1:0. Frakkar undrast niðurstöðuna en fréttastofur senda frá sér ljósmyndir af fagnandi Sen- egölum um víða veröld. Fyrri þjóðhátíðardagur Frakka (!) 1998 var í raun mjög sögulegur. Ekki einvörðungu fyrir þær sakir að Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta skipti heldur kom þá berlega í ljós hve knattsyrnan getur verið mikið sameiningartákn. Lið Frakka skipuðu nefnilega, og skipa enn, margir leikmenn af erlendu bergi brotnir; sumir meira að segja fæddir víðs fjarri Frakklandsströndum, á einhverri nýlendunni. Grunnt hefur verið á því góða milli Frakka og Alsíringa hin síðari ár, en andrúmsloftið á Champs Elysée breiðgötunni í París breyttist á svip- stundu 12. júlí 1998. Franski fáninn og sá alsírski blöktu hlið við hlið, Als- íringar og Frakkar föðmuðust. Hvers vegna? Jú, besti maður liðsins, Zinedine Zidane, er af alsírsku for- eldri. Þjóðfélagslega mikilvægt Höfundur þessarar greinar átti samtal við Frakkann Gérard Lemarquis, sem lengi hefur verið bú- settur á Íslandi, sem birtist hér í blaðinu daginn sem Ísland mætti Frakklandi í undankeppni Evrópu- meistaramótsins haustið 1998. Þetta var fyrsti opinberi leikur Frakka eft- ir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Ástæða er til að rifja upp orð Le- marquis nú: „Ég hef fylgst með, var í Frakk- landi á meðan heimsmeistarakeppnin var í sumar, og þótt ég sé and-sport- isti sjálfur labba ég mikið og hef gam- an af að synda. Ég hef hins vegar ekki gaman af keppnisíþróttum, en samt sem áður var þetta tímabil í sumar mjög ánægjulegt sem þjóð- félagslegur atburður. Hefur verið of- boðslega jákvætt fyrir Frakkland. Blaðamaður Le Monde skrifaði í þessari viku að sigur í heimsmeist- arakeppninni hefði verið fyrir Frakka eins og Falklandseyjastríðið var Englendingum; sjálfstraust þjóð- arinnar jókst mikið. Undanfarin ár hefur Frakkland þjáðst af efnahags- kreppu og atvinnuleysi. Nú eru að- stæður jákvæðar. Allt á uppleið; at- vinnuleysi minnkar og kaupmáttur hækkar. En það vantaði eitthvað meira og sigurinn á HM var punkt- urinn yfir i-ið. Að þessu leyti var þetta mikilvægt. Annað atriði er að í þessu liði Frakklands eru menn af ýmsu þjóðerni; til dæmis frá Alsír og svertingjar. Það er ofboðslega mik- ilvægt fyrir Frakkland,“ segir Gér- ard og leggur mikla áherslu á orð sín. „Þegar úrslitaleikurinn fór fram var ég á götum Parísar, og veistu, að þeg- ar ég sá unga Araba og svertingja…“ Hann þagnar og tárast. „Fyrirgefðu. Þegar ég sá Araba og svertingja kalla Lifi Frakkland varð ég svo stoltur. Le Pen [foringi Þjóð- fylkingarinnar, hægri öfgaflokksins í Frakklandi], sagði ári áður að leik- mennirnir í fótboltaliðinu kynnu ekki einu sinni að syngja þjóðsönginn. Ég var á Champs Elysée þegar liðið kom, sá fána Alsírs þar og það hefur aldrei gerst áður. Og það var engin andstaða við fánann. Maðurinn er svo opinn og umburðarlyndur sem sigur- vegari. Sigurinn skipti því ótrúlega miklu máli fyrir þjóðfélagið. Ótrú- legu,“ segir hann með áherslu. „Ég veit að þeir eru til sem eru á móti samkeppni, en mér finnst þetta heimska og heilaþvottur,“ segir Gér- ard og vísar til stefnu Le Pens og fé- laga; sem eru á móti innflytjendum. Segja Frakkland fyrir Frakka. „Sumir skrifuðu að hefði Zinedine Zidane keyrt á gamla konu og drepið hana væri hann jafnhataður og hann er dáður núna,“ segir Gérard, en Zid- ane er ættaður frá Alsír. „Kannski er eitthvað til í því, en ég var mjög stolt- ur af þeim manni. Í þýska liðinu eru nær allir stórir og germanskir í útliti en í okkar liði voru menn sem eiga ættir að rekja í ýmsar áttir. Ég er stoltur af því.“ Lemarquis segist raunar telja Frakka fremur lélega íþróttamenn. „Hvers vegna? Þeir hafa ekki sér- staklega gaman af því að þjást og þá vantar aga. Til þess að verða bestur þarf ákveðna löngun til að þjást. En þegar samstaða er fyrir hendi eru þeir ofboðslega sterkir. Þegar hand- boltakeppnin var hér var franska lið- ið óþekkt í Frakklandi. Hingað komu engir blaðamenn nema fulltrúi fréttastofu minnar, AFP, fyrr en á lokadegi þegar ljóst var að Frakkar væru komnir í úrslit. Samstaðan var mjög mikil í því liði og ástæða þess var að þeir fóru á fyllirí saman í miðbæ Reykjavíkur á hverju kvöldi. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er hafin í Suður-Kóreu og Japan. Skapti Hallgrímsson veltir fyrir sér þessu merkilega fyrirbæri, knattspyrn- unni. Hvað er svona heillandi við þessa íþrótt? Forseti Frakklands, Jacques Chirac, fagnaði innilega þegar flautað var til leiks- loka í úrslitaleik Frakka og Brasilíumanna á HM 1998 í París. Reuters Senegalskur knattspyrnuáhugamaður brosir breitt á veitingastað í Marseille í Suður-Frakklandi eftir frækinn sigur nýlið- anna á heimsmeisturum Frakklands, fyrrverandi herraþjóð þessa Vestur-Afríkuríkis, í fyrsta leik HM á föstudaginn. Sóldýrkendur í Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands fylgjast spenntir með leik heimsmeistaranna gegn Senegal á föstudaginn í sjónvarpinu. Ekki bara 22 menn og bolti ReutersAP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.