Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT rúm fjörutíu ár séu síðanHelgi Tómasson lagði landundir fót til þess að sigraballettheiminn, þarf ekki að kynna hann fyrir þjóðinni. Hann er eitt óskabarna hennar, og með elju sinni og listrænu innsæi tókst honum að skapa sér nafn meðal þeirra ball- ettdansara heimsins sem hvað sterk- ast mótuðu tuttugustu öldina. Fyrir rúmri viku var hann sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Juilliard-listahá- skólann, þar sem starfi hans sem list- dansstjóra San Francisco-ballettsins var lýst á líkum nótum og glæstum dansferlinum, en rektor skólans, Jos- eph W. Polisi, sagði m.a. að fyrir til- stilli listrænnar sýnar Helga, stað- festu og trúmennsku, „hefði San Francisco ballettinn kannað nýjar víddir í framsæknum verkum eftir al- þjóðlega listamenn samtímans, jafn- framt því að standa vörð um glæsi- leika hinnar klassísku hefðar“. Helgi rifjar brosandi upp fyrstu kynni sín af ballettdansi þegar hann var lítill drengur í Vestmannaeyjum. „Mamma fór með tvíburasystur sinni á sýningu fjögurra dansara frá danska konunglega ballettinum. Og líklega hefur það verið frænka mín sem sagði við mömmu að ég gæti haft gaman af þessu svo hún hljóp heim í hléinu og sótti mig. Ég hef verið svona rúmlega fimm ára gamall og áhrifin voru svo gífurleg,“ segir Helgi og hlær, „að eftir það mátti ég ekki heyra tónlist í útvarpinu án þess að reyna að leika það eftir sem ég hafði séð á sviðinu, stökkva og snúa mér.“ Dansararnir í Vestmannaeyjum voru ekki af verri endanum, en leiðir Helga og eins þeirra, Stanley Will- iams, áttu eftir að liggja saman á nýj- an leik löngu seinna. Helgi segir hann vera þann ballettkennara sem hafi haft einna mest áhrif á sig í gegnum tíðina. „Hann kom hingað til New York nánast á sama tíma og ég og var nýfarinn að kenna við Balanchine- skólann þegar ég fékk námsstyrk til að læra hér.“ Danssnámið hóf Helgi strax níu ára gamall í Reykjavík, hjá Sif Þórs og Sigríði Ármann. „Tíu ára var ég byrj- aður í Listdansskóla Þjóðleikhússins og þau Bidsted-hjónin [Erik og Lise] fóru með mig til Danmerkur ári síðar í þrjá mánuði yfir sumartímann.“ Helgi viðurkennir að hann hafi strax verið mjög efnilegur, „en fyrsta árið fór ég þó ekki til að dansa, ég var bara í Tívolí allan daginn og fannst það óskaplega spennandi. Þrettán ára fór ég svo aftur með þeim og fimmtán ára var ég loks farinn að dansa sjálfur í Tívolí. Þaðan í frá dansaði ég þar á sumrin en var svo í gagnfræðaskóla heima á Íslandi yfir vetrartímann. Framtíð ballettsins er í New York Loks kom svo að því að ég hitti Jer- ome Robbins, sem var þá með dans- flokkinn sinn, Ballett USA, heima á Íslandi. Og hann bauð mér námsstyrk í New York.“ Það var árið 1960 og Helgi ekki nema átján ára gamall. Hann dansaði þó aftur sumarið 1961 í Kaupmanna- höfn, en að sögn Helga var það Erik Bruhn sem sendi hann rakleitt til baka til New York. „Framtíð ballett- sins er þar, sagði hann einfaldlega við mig, svo ég sneri aftur og fór að leita mér að vinnu. Í janúar 1962 komst ég loksins að hjá Joffrey Ballet og tveimur árum síðar var ég kominn í Harkness-ballettflokkinn sem ég dansaði með í sex ár.“ Árið 1969 var Helgi fulltrúi Banda- ríkjanna í alþjóðlegu listdanskeppn- inni í Moskvu og hlaut silfurverðlaun, en gullverðlaunin féllu í skaut Mikhail Baryshnikov, en þeir tveir settu síðan mark sitt á ballettheiminn um langt skeið þaðan í frá. Stuttu síðar Helgi gekk til liðs við New York City Ball- ett, þar sem hann dansaði í fimmtán ár við fádæma góðar undirtektir. Fyrstu ár Helga í Bandaríkjunum voru að sönnu umbrotatímar í listum, og hinn menningarlegi bakgrunnur allra listanna breyttist mikið og hratt. Það er því forvitnilegt að heyra hvernig Helgi hafi upplifað þessa tíma í gegnum danslistina sem á svo sterkar rætur í klassískri hefð. Hann segist hafa verið ákaflega heppinn. „Robert Joffrey, sem ég vann með á fyrstu árunum hér, var eiginlega fyrstur til að bjóða danshöf- undum úr nútímadanshefðinni að koma og vinna verk fyrir sinn klass- íska ballettflokk,“ segir hann og það lifnar yfir honum við upprifjun á þess- um listrænu straumhvörfum. „Á þessum tíma var ég einungis klass- ískur ballettdansari, en í gegnum þessar hræringar fékk ég innsýn í al- veg nýjan heim og tækifæri til að upp- lifa nútímadans. Það var algjör nýj- ung fyrir mig og ég hreifst mjög.“ Helgi segir engan vafa leika á því að fyrir þessi áhrif hafi honum tekist að samtvinna þá klassík sem hann hafði kynnst í Evrópu og það sem var ferskast í danslistum í New York. „Og það eru sömu áhrif sem hafa raun- verulega skapað mig sem stjórnanda í San Francisco,“ segir hann með áherslu. „Ég var hjá [George] Bal- anchine í fimmtán ár en hann og Robbins sömdu flest verkin á þeim tíma, svo ég dansaði mjög marga nýja balletta. Þetta voru mín bestu ár, það leikur enginn vafi á því,“ segir Helgi einfaldlega, „en þegar ég fór sjálfur að stjórna löngu seinna, þá leitaði ég aftur í tímann – í þessu fyrstu ár og minntist spenningsins sem fylgdi því að taka þátt í einhverju nýju og fram- andi.“ Þú ert þá í rauninni að vinna úr þeim straumhvörfum sem þá áttu sér stað, í starfi þínu sem danshöfundur í dag? „Að nokkru leyti, en þetta eru mjög spennandi tímar fyrir mig. Fólk segir að það sem ég hef gert fyrir San Francisco-ballettinn sé ótrúlegt mið- að við þennan stutta tíma sem ég hef verið þar, en það sem allir taka eftir er sköpunargleðin sem ég hef fóstrað þar. Það á ekki bara við um klassíska ballettinn, heldur allt litróf dansins – og þá ekki síst það sem tengist sam- tímanum. Ég hef virkjað ólíka krafta úr dansheiminum til þess að vinna með okkur við öll stílbrigði danslist- arinnar, en það hefði ég aldrei getað nema vegna þess að ég hafði reynsl- una af ólíkum straumum sjálfur. Margir þeirra danshöfunda og list- dansstjóra sem nú ber hæst, höfðu engin kynni af því sem ég upplifði, því þeir komu mun seinna inn í dans- heiminn. Peter Martins [sem nú stýr- ir New York City Ballett] kom t.d. beint inn í New York City-flokkinn og hefur unnið á þrengra sviði en ég, eða nær eingöngu með stíl Robbins og Balanchine. Sjálfur vann ég hins veg- ar líka með Mörthu Graham, Alvin Ailey, Jack Cole og mörgum fleirum.“ Fæ minn innblástur úr tónlistinni Má þá finna hliðstæður í þróun danslistarinnar og þess sem hefur átt sér stað í tónlist og myndlist – þú vinnur t.d. mikið með samtímatónlist? „Ég hef samið mikið af dansverk- um við samtímatónlist,“ segir Helgi en vill greinilega ekki hafa of mörg orð um eigin danssmíðar. „Ætli það megi ekki segja að ég fái minn inn- blástur úr tónlistinni, en það getur verið hvaða tónlist sem er. Ég samdi t.d. verk við fyrsta píanókonsert Beethovens fyrir New York City flokkinn sem var ákaflega vel tekið, en núna síðast gerði ég verk við tón- list kínverka samtímatónskáldsins Bright Shen. Verkið heitir Chi-Lin, sem þýðir „Einhyrningur“ og fjallar um goðsögulegar skepnur; fönixinn, drekann, skjaldbökuna og einhyrn- inginn. Það er því ekkert mynstur í minni vinnu hvað innblásturinn varð- ar, ég heyri bara eitthvað og hugsa með mér – þetta er stórkostlegt – og stundum hefur samtímatónlist hrein- lega þau áhrif á mig að ég er óðara farinn að semja dansverk.“ Þegar fimmtíu ár voru liðin frá því að skrifað var undir stofnsamning Sameinuðu þjóðanna skipulagði Helgi rómaða alþjóðlega danshátíð í San Francisco þar sem 12 flokkar hittust til að sýna dansverk sem sam- in voru af danshöfundum frá jafn- mörgum löndum úr flestum heimsálf- um. Þessi viðburður var um margt einstakur, ekki síst vegna þess að þar var svo mörgum þjóðernum teflt sam- an. Það er því forvitnilegt að vita hvort ballettlistin, sem í eðli sínu er mjög vestræn, sé orðin nógu öflug til að takast á við fjölmenningarleg áhrif? „Ballettinn er orðinn mjög alþjóð- legur og það vekur t.d. eftirtekt hversu vinsæll hann er nú í Japan og Kína. Fjölmenningarlegu áhrifin, eða þjóðlegu áhrifin sér maður þó ekki mikið í klassískum ballett, þau koma helst fram í nútímadansinum.“ Ef við víkjum að líkamanum sem verkfæri dansarans, þá má segja að á þeim tíma sem þú hefur helgað dans- listinni hafi orðið mikil hugarfars- breyting hvað varðar viðhorf til lík- amlegrar tjáningar og þau tækifæri sem þar gefast? „Já, það er alveg rétt. Gullöld New York City flokksins var um 1972 rétt eftir að ég byrjaði þar og hún varir þar til Balanchine deyr 1983. Sú gull- öld var grundvölluð á sköpunargleði og jafnframt á hugmyndum um útlit dansarans. Balanchine kaust helst hávaxnar konur og vildi hafa þær í grennri kantinum en þau áhrif hafa smitað gjörvallan dansheiminn, jafn- vel þannig að það gengur of langt í sumum tilfellum. En hann var þó fyrst og fremst að leita eftir ákveðinni heildarmynd. Allt endurspeglast þetta í viðtökum áhorfenda og því hvernig fólk horfir eða skoðar. Fólk er mun frjálslyndara þegar það horfir á líkama í dag heldur en það var áður fyrr. En konunglegi ballettinn í Eng- landi er t.d. ennþá dálítið stífur,“ seg- ir Helgi glettnislega, bregður á leik og grettir sig aðeins. Hann segir þá sem starfa í Bandaríkjunum mun frjálsari til athafna í dansinum og að það eigi einnig við um klassíska ball- ettinn. „En það frelsi kom einnig inn í ballettinn úr öðrum listum.“ Útgeislunin tengd upprunanum? Anna Kisselgoff sagði blaðamanni að Helgi hefði notið þess að vera ekki fæddur í Bandaríkjunum hvað frjáls- lega líkamstjáningu varðaði. Að hennar mati bar dansstíll hans og tjáningarmáti þess augljós merki að hann var ekki fæddur inn í þá „púrit- anísku hefð sem Bandaríkin byggja á“, eins og hún orðar það. Helgi hlær bara þegar þetta er borið undir hann og segist aldrei hafa hugsað út í það, en það megi svo sem vel vera að hluti af hans útgeislun sem dansara hafi tengst uppruna hans. Hann kannast í Helgi Tómasson segir að honum hafi verið gefið svo margt í lífinu að hann langi til að skila einhverju af því til baka. Fyrir skömmu var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót frá Juilliard-listaháskól- anum í New York og Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi af því tilefni við hann um þær menningarlegu hrær- ingar sem mótað hafa dans- list undanfarinna áratuga og hans eigin þátt í því ferli. Morgunblaðið/Sverrir Helgi Tómasson að lokinni frumsýningu á Svanavatninu hér á landi í fyrra, en áhorfendur fögnuðu honum mjög og risu úr sætum með húrrahrópum og lófaklappi. Morgunblaðið/Fríða Björk Helgi Tómasson er einn þeirra ball- ettdansara sem hvað mestan svip hafa sett á tuttugustu öldina. Trúði og vissi að ég myndi ná langt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.