Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 26
N
ÝAFSTAÐINN aðalfundur
Leikfélags Reykjavíkur,
þar sem reyndar fátt bar til
tíðinda, vakti undirritaðan
enn á ný til umhugsunar um
þátt félagsins að fornu og
nýju í leikhúsrekstri og
hlutverk þess í Borgarleikhúsinu.
Það hafa lengst af verið helgispjöll að tala
um Borgarleikhúsið án þess að nefna Leikfélag
Reykjavíkur í sömu andránni, þetta tvennt hef-
ur orðið jafn óaðskiljanlegt í huga fólks og LR
og Iðnó var í rúma níu áratugi; Iðnó var í huga
fólks samnefnari við Leikfélag Reykjavíkur og
eftir að LR fluttist þaðan hefur Iðnó einna
helst minnt á ráðvilltan leikara þar sem skipst
hefur á að hlutverkin hafa ekki hentað honum
eða hann ekki hentað hlutverkinu. Í Borg-
arleikhúsinu hefur Leikfélagið undanfarin
þrettán ár barist í bökkum
við að halda úti starfsemi
af viðunandi umfangi sem
sæmir leikhúsi af þessari
stærð og mætt furðulitlum
skilningi á því hlutverki
sínu, þrátt fyrir fögur orð
þar að lútandi og ýmsar tilfæringar á papp-
írunum. Þar til fyrir hálfu öðru ári var LR eig-
andi að leikhúsbyggingunni á móti Reykjavík-
urborg en um áramótin 2000/2001 keypti
borgin hlut félagsins og samtímis var gerður
samningur milli þessara aðila þar sem LR tek-
ur að sér rekstur leikhússins gegn árlegu fjár-
framlagi borgarinnar og skuldbindur sig til að
sviðsetja sjö leiksýningar í húsinu og enn-
fremur efna til samstarfs við leikhópa um sýn-
ingar í því. Með söluandvirði eignarhluta síns í
byggingunni tókst félaginu (væntanlega) að
greiða upp skuldahala sem fljótlega varð til eft-
ir að ævintýrið í Borgarleikhúsinu hófst haust-
ið 1989.
Nú er hins vegar svo komið að skuldir fé-
lagsins eru orðnar 50 milljónir eftir eitt og hálft
ár og þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnenda
hússins – miður vinsælar sumar hverjar – hef-
ur ekki tekist að snúa þessari óheillaþróun við.
Fyrr í vetur sagði leikhússtjórinn í viðtali við
Morgunblaðið að ekki væri um annað að ræða
en haga rekstrinum í samræmi við þá fjármuni
sem fengjust og borgarstjóri hefur sagt af og
frá að Reykjavíkurborg hlaupi undir bagga
með niðurgreiðslur á nýjum skuldahala.
Leikfélag Reykjavíkur, með leik-hússtjórann og/eða formann félags-ins í fararbroddi, hefur gert virðing-arverðar tilraunir til að halda haus í
því botnlausa feni sem Borgarleikhúsið hefur
reynst því. Vandinn er ekki flókinn en hann
hefur samt reynst erfiður úrlausnar. Það er
ekki hægt að reka leikhúsið fyrir þá fjármuni
sem til þess eru ætlaðir. Hetjuleg orð leik-
hússtjórans um að rekstri leikhússins verði að
haga í samræmi við peningana eru ekkert ann-
að en það, hetjuleg. Hann hefur áreiðanlega
vonað að einhver (lesist stjórn borgarinnar)
myndi átta sig á því að hann væri að mæla af
hetjuskap sprottnum úr örvæntingu. Stað-
reyndin er sú að það er ekki hægt að reka
Borgarleikhúsið með lágmarksstarfsemi á
þremur leiksviðum, sviðsetja þar sjö leiksýn-
ingar á ári með sterkum kjarna lista-, tækni-
og annars starfsfólks sem alltaf er tiltækt (les-
ist fastráðið) fyrir þær 200 milljónir sem borgin
leggur því til.
Vissulega er hægt að reka leikhús fyrir 200
milljónir en misskilningurinn er sá að alltaf
þegar beinharðar tölur ber á góma er gerður
rangur samanburður. Möguleikhúsið rekur
sína starfsemi fyrir svo litla peninga að engum
hefur enn dottið í hug að spyrja hvernig það sé
yfirhöfuð hægt. Hafnarfjarðarleikhúsið hefur
dafnað fyrir 25 milljónir á ári. Leikfélag Ak-
ureyrar hefur það ágætt með 50 milljónir og
þrjár frumsýningar.
En samanburður við þessi leikhús er út í
hött. Í Hafnarfirðinum eru settar upp 1–2 sýn-
ingar á ári, Möguleikhúsið sérhæfir sig í ein-
földum ferðasýningum með 1–3 leikara innan-
borðs hverju sinni og hinir aðskiljanlegustu
atvinnuleikhópar telja vel sloppið ef hægt er að
greiða útlagðan kostnað þótt ekki sé borið í
þann lúxus að greiða sjálfum sér laun.
Þjóðleikhúsið aftur á móti rekur hlið-stæða starfsemi í sambærilegu húsiog Leikfélagi Reykjavíkur er ætlaðað gera í Borgarleikhúsinu og hefur
það (Þjóðleikhúsið) nær 500 milljónir til þess
frá ríkinu. Þar eru settar upp 10–12 leiksýn-
ingar á ári á þremur sviðum þannig að einfald-
ur samanburður sýnir að á meðan munar að-
eins 30–40 % á framleiðslunni munar vel yfir
100% á fjárveitingum. Enginn skyldi þó ætla að
Þjóðleikhúsið sé ofhaldið af sínum fjármunum
og að hér eigi að leggja til að peningunum sé
jafnað á milli leikhúsanna tveggja. Alls ekki.
Það er hins vegar skrýtið að allt annar reikn-
ingur skuli eiga við Þjóðleikhúsið en Borg-
arleikhúsið ef á annað borð er gerð krafa um að
starfsemin sé hliðstæð að umfangi. Ekki verð-
ur heldur séð að Þjóðleikhúsinu hafi tekist að
reka sína starfsemi hallalausa á milli ára því
ríkið hefur þurft að hlaupa undir bagga og af-
greiða aukafjárveitingar til stofnunarinnar til
að staðið sé við allar skuldbindingar hennar.
Þetta hafa yfirvöld í borginni aftekið gagnvart
LR.
Það er reyndar tabú meðal listamanna að
tala upphátt um tilfærslu á peningum innan
geirans, heldur er þegjandi samkomulag um að
gagnvart fjárveitingavaldinu skuli allir snúa
bökum saman í baráttunni fyrir aukningu
heildartölunnar; einbeita sér að því að fá meira
án þess að nokkur fái minna. Það er auðvelt að
benda á fjáraustur og sóun í ýmsum greinum
opinbers atvinnulífs og færa ýmis rök fyrir því
að þeim peningum væri væri betur varið til
uppbyggingar listalífsins í landinu. Fáir fara
jafnvel með peninga og listamenn og óvíða er
jafnmikið gert fyrir jafnlítið. Um þetta eru allir
listamenn sammála enda er ábyrgð og sam-
kennd hvað sterkust í hópi þeirra.
Ábyrgðartilfinning og samkennd innanLeikfélags Reykjavíkur hefur á um-liðnum misserum birst hvað sterkastí því að gæta hagsmuna félagsmanna
gagnvart leikhússtjóranum og verja þá lít-
ilmagna sem hafa unnið félaginu um árabil en
lagt minna af mörkum til listrænnar fram-
leiðslu leikhússins. Leikhússtjórinn hefur með
höndum það vanþakkláta hlutverk að reka leik-
húsið samkvæmt þeim samningi sem félagið
hefur gert við húseigandann (Reykjavík-
urborg) en ítrekað rekið sig á að helsti dragbít-
urinn í þeim rekstri er ekki utan við húsið held-
ur innan þess; til að reka leikhúsið þarf að
ganga á hagsmuni félagsins, til að reka félagið
þarf að ganga á hagsmuni leikhússins. Sumum
þykir hér eflaust ómaklega að LR vegið en það
er skoðun undirritaðs að til að koma rekstri
Borgarleikhússins í nútímalegt og skilvirkt
horf þurfi tvennt að koma til. Annars vegar að
auka fjárveitingu til leikhússins um minnst 50%
og hins vegar að skilja algjörlega á milli Leik-
félags Reykjavíkur og rekstrar Borgarleik-
hússins. Það gæti eflaust haft í för með sér að
tilgangur félagsins væri í uppnámi en tímabært
er að velta alvarlega fyrir sér hvort sá tími sé
einfaldlega ekki liðinn að rekstur leikhúss á nú-
tímavísu sé í höndum félagsskapar á borð við
LR. Það er grundvallarmótsögn fólgin í því að
Leikfélagið skuli ráða leikhússtjóra að húsinu
sem síðan getur ekki skipulegt listrænt starf
þess án þess að sækja leyfi um allar ákvarðanir
til stjórnar félagsins. Hlutverk formanns LR í
þessu samhengi gagnvart leikhússtjóra er sér-
staklega viðkvæmt þar sem erfitt er að fá ná-
kvæm svör við því hver tekur hinar endanlega
fjárhagslegu og listrænu ákvarðanir. Við ráðn-
ingu leikhússtjórans þarf stjórn félagsins að
reyna að finna þann sem þægilegastur verður í
samstarfi og leikhússtjórinn getur hæglega
lent í þeim sporum – og það hefur sannarlega
gerst – að reyna að finna stefnu sinni leið með
eilífum málamiðlunum svo stjórnin samþykki
tillögur hans, fremur en móta ákveðna stefnu
og fylgja henni eftir í krafti þess trausts sem
honum er sýnt með ráðningu hans í upphafi.
Ævintýrið í Borgarleikhúsinu gæti svo sann-
arlega fengið farsælt framhald ef Leikfélag
Reykjavíkur ber gæfu til að þekkja sinn vitj-
unartíma og yfirvöld í borginni leggja metnað
sinn í að skapa listamönnum leikhússins við-
unandi forsendur til að einbeita kröftum sínum
að ferskri frumsköpun.
Ævintýrið í Borgarleikhúsinu
ÆVINTÝRIÐ í Borgarleikhúsinu gæti svo sannarlega fengið farsælt framhald.
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
26 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ER vetursetamín í Kaliforníu áenda og þrátt fyrirað hún hafi verið
hin prýðilegasta er ég af-
skaplega ánægð að vera kom-
in heim. Í bland við gleðilega
endurfundi við vini og ætt-
ingja er eins og ákveðið sam-
anburðarferli hafi farið sjálf-
krafa af stað inni í hausnum
á mér. Kannski er það þotu-
þreytan og tímaruglið.
Það fyrsta sem kemur upp
í hugann er löggæslan og
hegðun lögreglumanna í sam-
skiptum sínum við saklausa
óbreytta borgara.
Í vetur lenti ég aðstæðum
þar sem ég fékk algjört sjokk
yfir framgöngu bandarísku
lögreglunnar. Ég var á gangi
með manninum mínum eftir
aðalgötu Berkeley (sem er
um 100.000 manna bær). Við
vorum á leið á vídeóleiguna
að skila spólu klukkan fimm
á sunnudagseftirmiðdegi og
gangstéttin var þéttskipuð
fólki, þar á meðal fólki í
hjólastólum og börnum. Allt í
einu heyrði ég mann fyrir
aftan okkur hrópa. Þetta ger-
ist gjarnan, þannig að við
kipptum okkur ekkert upp
við hrópin, en þegar þau urðu
háværari og við fórum að
greina orðaskil hætti okkur
að lítast á blikuna; ,,Frjóstu!
Upp með hendur! Þú þarna í
svarta jakkanum, upp með
hendur!!!“
Fyrir framan gekk einmitt
svartklæddur maður sem
fálmaði einhver ósköp undir
jakkann sinn. Ég leit snöggt
aftur fyrir mig og varð þá lit-
ið upp í opinn byssukjaft. Á
byssunni hélt lögga sem
beindi henni að bófanum í
svarta jakkanum, þrátt fyrir
að á milli þeirra væru
grandalaus hjón með vídeó-
spólu sem höfðu samt vit á
því að stinga sér inn í húsa-
sund sem var heppilega stað-
sett við hlið þeirra. Þar
horfðu þau á löggumanninn
snúa bófann niður, börðu svo
læstar dyrnar í húsasundinu
að utan og var loks hleypt
inn bakdyramegin á írskan
bar þar sem þau stöldruðu
við um stund til að róa taug-
arnar.
Án nokkurrar umhugsunar
fóru þau síðan niður á lög-
reglustöð til að leggja fram
formlega kvörtun. Þar var
fyrir varðstjóri sem gerði allt
sem hann gat til að hindra að
þau færu í mál við lögguna,
viðurkenndi aldrei að gerð
hefðu verið mistök, en hélt
því blákalt fram að löggan
hefði með tilburðum sínum
verið að vernda þau. Einmitt.
Mér var ómögulegt að
skilja hvernig hann fékk
þetta út, það voru örfáir
metrar milli löggunnar og
bófans og við vorum á milli
þeirra þegar byssa var dreg-
in upp. Augljóst var að bóf-
inn var líka vopnaður, ég hef
séð nógu margar löggumynd-
ir til að vita að löggur beina
ekki byssum að óvopnuðum
mönnum og það sem ég var
hræddust við var að bófinn
myndi skjóta aftur fyrir sig
þegar hann áttaði sig á því að
löggan væri þar vígreif.
Þetta útskýrði ég fyrir varð-
stjóra og spurði hvort þessi
vinnubrögð væru viðunandi,
hvort það þætti ekki sjálfsagt
að gæta þess að óbreyttir
borgarar væru ekki í beinni
skotlínu í svona tilfellum,
hvað þá allt fólkið í kring þar
á meðal börn sem hefðu auð-
veldlega getað orðið fyrir
voðaskoti. Þá fór hann út í
miklar málalengingar um alla
þá þjálfun sem lögreglumenn
búa að og að þeir væru allir
mjög nákvæmar skyttur
o.s.frv. ,,En þessi sem átti að
handtaka, hann er ekkert
endilega þjálfaður“ sagði ég
og þá sagði varðstjóri okkur
blákalt að ef bófinn hefði
sýnt minnstu tilburði í of-
beldisátt hefði löggan skotið
hann á færi ,,þannig að þið
voruð ekki í hættu“ ítrekaði
hann. Nei, einmitt, það hefði
bara verið þægileg lífs-
reynsla að sjá mann skotinn
tveimur metrum fyrir framan
sig.
Varðstjóri sagði okkur svo
að umræddur maður hefði
verið nýbúinn að fremja
vopnað rán með byssu og
reyndi eins og hann gat að
sannfæra okkur um að lögg-
an hefði verið að vernda okk-
ur. ,,Hann hefði mjög auð-
veldlega getað tekið ykkur
sem gísla! Beint byssu að
höfði ykkar til að sleppa við
handtöku. Hugsið ykkur! Þið
ættuð að vera þakklát.“ Við
fórum án þess að þakka fyrir
okkur.
Í gær sagði systir mín mér
svo frá því að hún hefði átt
samskipti við lögregluna í
Kringlunni. Þar stóð hún í
sakleysi sínu að skoða sund-
föt þegar tveir lögregluþjón-
ar, einn einkennisklæddur og
einn óeinkennisklæddur,
komu upp að henni og sögðu
henni að vera alveg róleg en
svo vill til að hún líkist mjög
ungri konu sem er grunuð
um stórfellt búðahnupl. Syst-
ur minni stálheiðarlegu var
brugðið og hélt fyrst að verið
væri að þjófkenna sig en
löggurnar voru mjög kurt-
eisar og báðust afsökunar á
ónæðinu en ástæða þess að
þeir komu að máli við hana
var að þeir vildu fá hana til
að taka þátt í sakbendingu
nokkrum dögum síðar. Þar
átti hún að standa með hinni
grunuðu og nokkrum öðrum
sem líktust henni og restina
þekkjum við úr löggumynd-
um. Hún sagðist því miður
ekki komast í sakbendinguna
því hún yrði farin til Ítalíu,
,,ekkert mál,“ sögðu lögg-
urnar, ,,takk samt,“ sögðu
þær svo og kvöddu.
Í framhaldi af pælingum
um að allt sé eins og í sjón-
varpinu varð mér hugsað til
þess að mín löggusaga minn-
ir á atriði úr Dirty Harry-
mynd á meðan löggusaga
systur minnar minnir á atriði
úr falinni myndavél hjá
Hemma Gunn. Hvað það seg-
ir um Ísland og Bandaríkin
veit ég ekki alveg en það má
velta því fyrir sér. Eitt er
víst að mér finnst alltaf jafn
indælt að koma heim.
Birna Anna
á sunnudegi
Dirty Harry og
Hemmi Gunn
Morgunblaðið/Ásdís