Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Traust menntun í framsæknum skóla
Hársnyrtibraut og fataiðnabraut eru meðal eftirsóttustu námsbrautum
Iðnskólans í Reykjavík.
Hársnyrtar starfa á hárgreiðslu- og rakarastofum. Þeir koma einnig við sögu
í tískuheiminum og margir fyrrum nemendur okkar hafa unnið til verðlauna
á sýningum innanlands og utan.
Í klæðaskurði og kjólasaum er mikil áhersla lögð á sniðagerð og tæknilega
hönnun karlmanna- og kvenfatnaðar. Námið er góður undirbúningur undir
framhaldsnám í fatahönnun eða skyldum greinum.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
Hönnunarsvið
Flott hár og
falleg föt
Academy of
Multimedia Design
Kolding - Danmörku
Fjölmiðlunarhönnuður
• Tveggja ára alhliða nám í:
Grafískri hönnun
Viðmótshönnun
Samskiptarannsóknum
Verkefnastjórnun og
viðskiptahagfræði
• Enskukennsla
• Stuðningur við erlenda
nemendur:
Ráðgjöf
Húsnæði og fæði
Félagslíf
• Staðsett í Kolding sem er miðsvæðis í Danmörku.
Þar er ávallt mikið um að vera á sviði menningar
og mennta.
• Nemendur frá Norðurlöndunum þurfa engin
skólagjöld að greiða. Námið heyrir undir hið
opinbera danska menntakerfi.
• Kennsla hefst í september 2002
Mætið á upplýsingafund í Reykjavík.
föstudaginn 14. júní kl. 13.00 á Radisson SAS
Saga Hótel, við Hagatorg, 107 Reykjavík, salur D.
Tilkynnið þátttöku í e-pósti til jsk@ceukolding.dk.
Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni
www.multimediedesigner.com eða hjá
Jens Skov í síma +45 793 20100. Einnig er hægt
að senda tölvupóst til jsk@ceukolding.dk
Að kunna skil á samskiptum
í hinum nýja miðli
S
ko
vv
an
ge
n
28
-
6
00
0
K
ol
d
in
g
-
E
-m
ai
l:
ce
uk
ol
d
in
g@
ce
uk
ol
d
in
g.
d
k
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoli
Kvennakór Garðabæjar heldur vor-
tónleika sína kl. 20. Efnisskrá
spannar allt frá þjóðlögum til djass-
standarda. Einnig verður frumflutt
lag eftir Karólínu Eiríksdóttur
við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur
sem samið var sérstaklega fyrir kór-
inn.
Píanóleikari er Helga Laufey Finn-
bogadóttir, kontrabassaleikari er
Guðjón Þorláksson og kórstjóri er
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Kvennakór Garðabæjar er að ljúka
sínu 2. starfsári og kórmeðlimir eru
33.
Mótel Venus í Hafnarskógi
Lokatónleikar Tónlistarfélags Borg-
arfjarðar á 35. starfsárinu verða kl.
20.30. Gunnar Ringsted ogfélagar
flytja funheitan swingdjass í anda
sígaunans Django Rheinhard, blús-
lög og rólegar ballöður. Auk Gunn-
ars, sem leikur á gítar, eru í hljóm-
sveitinni þeir Dan Cassidy
fiðluleikari, Ingvi Rafn Ingvason
trommuleikari, Jón Rafnsson bassa-
leikari og Kristján Guðmundsson pí-
anóleikari. Gestasöngvari verður
Guðríður Ringsted.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
HANNES Lárusson, sem beið lægri
hlut fyrir Pjetri Stefánssyni í for-
mannskjöri Sambands íslenskra
myndlistarmanna (SÍM), segir að í
bígerð sé að stofna ný samtök, enda
sé óánægja meðal starfandi mynd-
listarmanna með störf stjórnar sam-
bandsins.
Hannes segir að sambandið hafi
ekki verið málsvari starfandi lista-
manna. „Og alls ekki þess hóps fé-
lagsmanna sem telst vera framsæk-
inn og metnaðarfullur. Sá hópur
hefur orðið undir,“ segir hann.
Á aðalfundi sambandsins, sem
haldinn var á miðvikudag, var Pjetur
Stefánsson endurkjörinn formaður
með 111 atkvæðum, Hannes hlaut 69
atkvæði, en Áslaug Thorlacius 63. Í
stjórn voru kosin Ragnhildur Stef-
ánsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson
og Einar Garibaldi. Í varastjórn
voru kjörin Ósk Vilhjálmsdóttir og
Valgarður Gunnarsson. Einar og
Ósk sögðu af sér strax á fundinum, af
óánægju með niðurstöðu hans. Kosin
var þá ný varastjórn og náðu kjöri
Pétur Örn Friðriksson og Inga Elín
Kristinsdóttir. Pétur Örn sagði svo
af sér.
Framboð gegn formanni
af svipuðum toga
Hannes segir að framboð Áslaug-
ar til formanns hafi verið að vissu
leyti af sama toga og hans, eiginlega
klofningsframboð. „Til þess kom
meira af misskilningi en af ágrein-
ingi,“ segir hann.
Hann segir hugmynd að stofnun
nýrra samtaka hafa verið til í nokkur
ár. „Menn hafa talið að tími sé kom-
inn til að stofna samtök starfandi
listamanna, sem væru málsvari
þeirra en ekki þeirrar breiðfylkingar
sem myndar SÍM og samanstendur
að mestu leyti af lítið starfandi
áhugafólki,“ segir hann. Hann segir
að ákveðið hafi verið að láta einu
sinni enn á það reyna hvort hægt sé
að breyta SÍM innanfrá, en nú sé það
fullreynt og lítið að gera annað en að
stofna ný samtök.
Afgerandi kosning
Um kosninguna á aðalfundinum
segir Pjetur Stefánsson formaður
það að vissu leyti vera gott að menn
takist á. Þarna hafi baráttan snúist
um túlkun á lagagreinum. „En nið-
urstaðan í formannskosningu var sú
að ég hlaut mikið traust og afgerandi
kosningu,“ segir hann. Hann vill ekki
tjá sig ítarlega um afstöðu þeirra
sem sögðu af sér. „Auðvitað er ekki
gott þegar fólk segir af sér. Þetta er
ágætis fólk, en það verður að gera
þetta upp við sig sjálft. Samkvæmt
kosningafyrirkomulagi ganga næstu
menn inn í stjórnina,“ segir hann.
Ný samtök í bígerð
Morgunblaðið/Golli
Hannes Lárusson
Óánægja innan Sambands íslenskra
myndlistarmanna
SÖNGSKÓLINN í Reykjavík tók
formlega við nýju húsnæði skólans
við Snorrabraut í gær kl. 16.30. Árið
1978 keypti skólinn Hverfisgötu 45,
norska sendiráðið, af norska ríkinu.
Nú, 24 árum og næstum 3.000 nem-
endum síðar, hefur skólinn keypt
Snorrabraut 54 af tölvufyrirtækinu
Oz, en húsið er betur þekkt sem hús
Osta- og smjörsölunnar. Fyrsti
kennarafundur í nýjum heimkynn-
um skólans var haldinn strax í gær
klukkan fimm.
Garðar Cortes skólastjóri segir að
nýja húsnæðið muni breyta miklu
fyrir starfsemi skólans. „Rýmið
eykst gífurlega og við verðum með
stærri sali og meira rými fyrir söng-
kennsluna. Við flytjum úr 450 fer-
metra húsnæði í 800 fermetra hús
og 280 fermetra húsi í 380 fermetra
hús, þannig að þetta breytir öllu fyr-
ir okkur og er miklu rýmra um
starfsemina. Þarna eru líka fjörutíu
bílastæði og ýmislegt fleira prakt-
ískt.“ Á Hverfisgötunni kom Söng-
skólinn sér upp annexíu, Smáranum
við Veghúsastíg, sem var tónleika-
salur skólans. Smárinn var seldur
eins og stærra húsið, en á Snorra-
brautinni fær Söngskólinn nýjan sal.
„Það er góður 150 manna salur nú
þegar í húsnæðinu, en svo er þarna
líka matsalur og eldhús og margt
fleira sem er öðruvísi en á Hverf-
isgötunni. Nú er bara að flytja sál-
ina af Hverfisgötunni upp á Snorra-
braut, en ég hef engar áhyggjur af
því að það takist ekki með því góða
fólki sem er búið að vera með mér
öll þessi ár og hefur búið til þessa
góðu sál Söngskólans.“
Morgunblaðið/Kristinn
Garðar Cortes tekur lagið ásamt félögum sínum við afhendingu nýja húsnæðis Söngskólans.
Söngskólinn í Reykjavík flytur um set