Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Traust menntun í framsæknum skóla Á listnámsbraut, almennri hönnun, í Iðnskólanum í Reykjavík fá nemendur undirstöðumenntun í teikningu, grafík, efnisfræði, lita- og formfræði og listasögu. Þannig fæst undirbúningsnám fyrir hönnun og arkitektúr. Unnið er út frá óljósum hugmyndum upp í fullhannaðan og teiknaðan hlut. Kennarar deildarinnar eru viðurkenndir fagmenn á sínu sviði, útskrifaðir frá skólum víða um lönd. Ef þú stefnir á skapandi starfsvettvang er listnámsbrautin kjörinn upphafsreitur IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Hönnunarsvið Blundar í þér snillingur? TILBOÐ ÓSKAST Í Subaru Forester árgerð 1999 sjálfskiptur, ABS (ekinn 28 þús. mílur), Chevrolet Step Van árgerð 1987 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. júní kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Tilboð óskast í Chevrolet Astro LS 4x4 árgerð 1996 (ekinn 59 þús. mílur) 7 manna, skemmdur eftir veltu. TJALDVAGN Ennfremur óskast tilboð í Combi Camp Family tjaldvagn árgerð 1992. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA TVÆR stöllur sem rýnirinn þekkir lítið til, Dröfn Guðmunds- dóttir myndhöggvari og Hrönn Vil- helmsdóttir textílhönnuður, hafa tekið sig saman um sýningu í hin- um vistlegu húsakynnum í kjallara tízkuverslunarinnar Man. Og vissu- lega er ýmislegt skylt með verk- unum þótt grunnur þeirra sé af ólíkum toga, annars vegar harður en hins vegar mjúkur. Dröfn Guðmundsdóttir útfærir hluti sína frjálslega í gler og þeir eru iðulega á mörkum þess að hafa notagildi, í sumum tilvikum, eins og matarsetti, hafa þeir að sjálf- sögðu fullkomið notagildi, en svo eru önnur frjáls mótunarlist út í fingurgóma. Ekki gott að segja hvað vegur þyngra í listsköpun Drafnar, en verkið Þríbroti (5) tek- ur af allan vafa um hæfileika henn- ar í frjálsri mótun. Í heild um afar vönduð og nákvæm vinnubrögð að ræða sem undirstrika að hér hefur íslenzkri glerlist bætzt góður liðs- maður sem vænta má mikils af. Textílar Hrannar Vilhelmsdóttur hafa hins vegar oftar en ekki ótví- rætt notagildi, þótt stásslegt skreytigildið hafi drjúgu hlutverki að gegna í úrvinnslunni. Stundum gengur Hrönn full langt hvað sett- legt skreyti snertir, en slík vinnu- brögð bera einnig vott um fjöl- þætta sköpunargleði og vilja til þreifinga til margra átta. Telja má það góðan kost í upphafi ferils, þótt ekki séu slík vinnubrögð í tísku nú um stundir. Satt að segja þykja mér verk hennar þeim betri sem útfærslan er hreinni og ein- faldari, skreyti er nefnilega afar vandmeðfarið en getur verið hrif- mikið í hinum ýmsu myndum, krefst þó ekki síður mikillar þjálf- unar en einfaldleikinn, hér ræður hin þjálfaða kennd úrslitum. Það er ekki einasta um samsýn- ingu að ræða heldur einnig sam- vinnuverk í formi dúkaðs borðs, Góða veislu gjöra skal (7), sem óneitanlega leiðir hugann að list notagildis. Borðdúkur Hrannar úr bómullardamaski, en matarstellið verk Hrannar, og er hér afar smekklega að verki staðið. Borðið setur sterkan og heimilislegan svip á sýninguna, en ekki gott að segja nema að athyglin beinist helst til mikið að notagildi hlutanna á kostnað listrænu útfærslunnar. Fjölþætt sýning sem verð er fyllstu athygli, en upplýsingar mjög af skornum skammti. Dröfn Guðmundsdóttir: Þríbroti, glerverk. Hrönn Vilhelmsdóttir: Og samfarir þeirra urðu góðar, þrykkt rúnaletur á flauel. Heimilislegt MYNDLIST Sýningarsalurinn Man Opið alla daga á tíma tískuverslunar- innar. Laugardaga frá 10–18 og sunnu- daga 14–18. Til 4. júní. GLER/TEXTÍLL DRÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR HRÖNN VILHELMSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Alveg dýrlegt land er eftir Frank McCourt, höfund skáldsögunnar Aska Angelu sem kom út fyrir nokkrum árum. Árni Óskarsson þýddi. Bókin hefst þar sem Aska Angelu endar, en er sjálfstætt fram- hald þeirrar bókar. Frank McCourt hlaut Pulitzer- verðlaunin fyrir bókina Aska Angelu. Haustið 1949 brýtur Frank af sér fjötra fátækt- arinnar, kveður heimaborgina Limerick á Ír- landi, nítján ára gamall, og held- ur til New York. Hann hefur frá engu að hverfa nema móður sinni Angelu og bræðr- unum þremur, en handan við hafið bíður hans „alveg dýrlegt land“. Í New York kynnist hann stéttskipt- ingu hins „stéttlausa þjóðfélags“ og kemst að raun um að með sinn írska arf, brunnar tennur og gulan gröft í sýktum augum, er honum skipað skör lægra en þeim innflytj- endum sem aumastir þykja. En Frank berst áfram af þraut- seigju og oftar en ekki verður skop- skynið honum til bjargar í baslinu uns hann vinnur þann sigur sem hann þráir. Hann sem hraktist úr skóla fjórtán ára tekst eftir þrot- lausa baráttu að ljúka háskólanámi og gerast kennari. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 480 bls., í kiljubroti, prent- uð í Danmörku. Kápuhönnun: Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 1.799 kr. Skáldsaga ÞAÐ er alltaf ákveðinn spenning- ur sem fylgir því að heyra í nýjum söngvurum; heyra nýjar raddir og hvernig þær falla bæði að okkar eigin söngarfi og þeim sem tilheyrir heimsmenningunni. Elín Halldórs- dóttir sópransöngkona er ein af þeim fjölmörgu sem stundað hafa söngnám erlendis, en er nú komin heim til að kynna sig, áður en hún heldur í frekari landvinninga á er- lendri grund. Elín er fjölmenntuð tónlistar- kona og hefur auk söngmenntunar náð sér í próf í píanóleik. Elín Halldórsdóttir hefur margt það til að bera sem söngvarar þurfa að hafa; fyrst og fremst mikla rödd. Á besta raddsviði hennar hljómar röddin voldug og kraftmikil. Vandinn er hins vegar sá að röddin er enn mjög ójöfn milli raddsviða, og besti hluti hennar enn á of tak- mörkuðu raddsviði. Það vantar meiri hljóm bæði á efstu tónana, en þó enn tilfinnanlegar á neðsta radd- sviðið. Elín þarf að vinna talsvert betur í að fá meiri fókus í röddina; – aga hana og jafna. Þindarstuðning- ur þarf að vera jafnari, þannig að hendingar hefjist ekki á glæsilegum og þéttum hljóm sem er svo búinn löngu áður en hendingin er á enda, eins og gerðist alloft á tónleikunum. Betri fókus í röddinni myndi líka hjálpa til við skýrari framburð; en Elín átti í vandræðum bæði með sérhljóða og samhljóða. Sérhljóðar, eins og e og ö, voru nánast bornir fram sem i og u og samhljóðar voru óskýrir. Efnisskrá Elínar var sett saman af íslenskum sönglögum, ljóða- söngvum og óperuatriðum. Það sem best var á tónleikunum voru sönglög Jóns Þórarinssonar, Íslenskt vögguljóð á hörpu og Fugl- inn í fjörunni, sem Elín söng mjög fallega. Því miður voru ljóðasöngv- arnir eftir Schubert, Schumann og Strauss ekki góðir. Þar vantaði fyrst og fremst næmi fyrir orðsins list og túlkun. Styrkleikabreytingar voru víða mjög fallega mótaðar, en það dugði ekki til, þegar tilfinningin fyrir innihaldi ljóðanna var ekki fyrir hendi og maður fann ekki fyrir lýrískri framvindu laganna. Það er djarft að tefla fram ljóðum eins og Morgen, Allerseelen og Die Lotos- blume og Gretchen am Spinnrade á fyrstu einsöngstónleikum, og ef til vill hefði verið ákjósanlegra að ráð- ast fyrst í viðráðanlegri verk. Pie Jesu úr Sálumessu eftir Sig- urð Sævarsson var forvitnileg tón- smíð, einföld en mjög falleg. Óperu- aríurnar voru misgóðar í flutningi Elínar. Porgi amor úr Brúðkaupi Fígarós og Draumur Elsu úr Lohengrin voru bestar. Þrátt fyrir ágalla í tæknilegri og músíkalskri úrvinnslu söngsins hef- ur Elín Halldórsdóttir ýmislegt sér til tekna. Eins og áður sagði er það fyrst og fremst mikil rödd, en ekki síður hlýja og mikil útgeislun á sviði. Þetta eru þættir sem eru ekki öllum söngvurum gefnir og mikils virði fyrir þá sem ætla sér að feta þessa braut. Richard Simm lék með Elínu á píanóið; afskaplega vel. Gott dæmi er leikur hans í Morgen eftir Strauss; dæmalaust fallegur; brot- hættur, glitrandi og gegnsær í senn og fullkomlega í anda þessa við- kvæma ljóðs. Hann hafði íslensku lögin í hendi sér og óperuaríurnar hristi hann fram úr erminni með glæsibrag. Mikil rödd en óbeisluð TÓNLIST Söngtónleikar Elín Halldórsdóttir söng íslensk söng- lög, ljóðasöngva eftir Schubert, Schu- mann og Strauss og óperuaríur eftir Mozart, Wagner, Verdi, Puccini og fleiri. Meðleikari á píanó var Richard Simm. Sunnudag kl. 20.00. TÓNLISTARSKÓLI GARÐABÆJAR Bergþóra Jónsdóttir Elín Halldórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.