Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 31
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445.
www.yogastudio.is
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni
4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu,
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar
breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og
öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin
reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og
andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist
reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994.
Hefst miðvikudaginn 5. júní – Mán. og mið. kl. 20:00.
Næsta jógakennaraþjálfun hefst helgina 21.–23. júní.
Ásmundur heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugard. 15. júní kl. 17-18.
Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarna- og grunnolíur.
SAMSÝNING norrænna leirlista-
manna verður opnuð í Galleríi
Reykjavíkur á morgun, mánudag, kl.
17. Sýningin er undir hatti Nordic
Networc sem samanstendur af ung-
um norrænum leirlistamönnum sem
var boðið að vinna að sameiginlegri
sýningu í Danmörku veturinn 2001
og var haldin í Keramikmuseet
Grimmerhus í Middelfart á Fjóni
febrúar – apríl sl. og nú er sýning
hingað komin.
Þátttakendur eru Ruth Moen (N),
Helga Birgisdóttir, Ingela Jonasson
(S), Carolyn Linda Jeans (ISL),
Heidi Graungaard (D/N), Anders
Ruhwals, Ina Sander Nielsen og
Heidi Sachman (D). Listamennirnir
hafa ólíkan bakgrunn og sýningin
samanstendur af hönnun nytjahluta,
skúlptúr og innsetningum þar sem
hver og einn listamaður vinnur
frjálst með eigin hugmyndir.
Í tengslum við sýninguna mun Lo-
uise Mazanti listakona og listfræð-
ingur frá Danmörku halda fyrirlest-
ur í Listaháskóla Íslands þar sem
hún veltir fyrir sér sérstöðu nor-
rænnar listar og hvar staðsetja skuli
keramikið í nútíðinni.
Þátttakendur sýningarinnar
munu einnig kynna sig og verk sín.
Dagskrá þessi mun fara fram í
Listaháskóla Íslands Skipholti 1
dagana 4. og 5. júní milli kl. 10 og 15.
Galleríið er opið: virka daga 12–18
og laugardaga 11–16 og lýkur sýn-
ingunni 26. júní.
Eitt verkanna á samsýningu ungra norrænna leirlistamanna í Galleríi
Reykjavík sem verður opnuð á morgun.
Samsýning
norrænna leir-
listamanna
FYRSTA þemasýning Sveinssafns
í Krýsuvík verður opnuð í dag,
sunnudag, kl. 13 og er þemað að
þessu sinni „blái karlinn“ í mynd-
um Sveins Björnssonar. Sýningin
ber yfirskriftina Bláhöfði í Krýsu-
vík og gefur þar að líta 27 myndir
sem unnar eru í olíu, vatnsliti og
olíupastel og spanna um fjörutíu
ára listferil. Auk þess eru ámál-
aðar myndir á hurðir og myndir
sem tilheyra húsinu eins og lista-
maðurinn skildi við það, hluti af
sýningunni.
Gefin hefur verið út sýning-
arskrá um Bláhöfða í list Sveins
Björnssonar.
Sýningargestum gefst kostur á
að sjá viðbætur úr mynd-
verkaskrá Sveinssafns á sjón-
varpsskjá í dagstofu Sveinshúss
og stefnt er að því að auka fjöl-
breytni þessarar viðbótar eftir því
sem á sýningartímabilið líður.
Kafli úr kvikmynd Erlends Sveins-
sonar um listamanninn styður
einnig við sýninguna en í kvik-
mynd hans er m.a. fjallað um
„bláa karlinn“.
Sveinshús er opið fyrsta sunnu-
dag í mánuði yfir sumarmánuðina.
Þemasýning
í Sveinssafni
Nýtt Lærdómsrit
er komið út og
annað endur-
útgefið: Hjálp-
ræði efnamanns
eftir Klemens frá
Alexandríu er
51. ritið í röð-
inni. Þýðandi er
dr. Clarence E.
Glad. Klemens er
einn af svoköll-
uðum „kirkjufeðr-
um“ sem hafði
mikil áhrif á mót-
un kristinnar trú-
ar í borginni Alex-
andríu í Egypta-
landi á ofanverðri
annarri öld e. Kr.
Hjálpræði efna-
manns er fyrsta ritið sem þýtt er
eftir Klemens hérlendis, en í því
fjallar höfundurinn um frásöguna af
ríkum manni sem kom til Jesú og
spurði hann hvað sér bæri að gera
til þess að öðlast eilíft líf (Mark.
10: 17–31).
Í innganginum er gerð grein fyrir
hugmyndum Klemensar, helstu
áhrifavöldum á hugsun hans og
sérkennum hins kristna boðskapar
í ritum hans.
Clarence E. Glad er heimspeki-
og guðfræðimenntaður og hefur
m.a. kennt grísku og Nýjatesta-
mentisfræði við Háskóla Íslands og
Kaupmannahafnarháskóla.
Hjálpræði efnamanns er hið
fyrsta sem nýr ritstjóri, Ólafur Páll
Jónsson, ýtir úr vör.
Samræður um trúarbrögð, eftir
David Hume, er endurútgefið, en
það kom fyrst út sem Lærdómsrit
árið 1972.
Samræður Humes um tilveru
Guðs og eðli og hlutverk trúar-
bragða eru eitt mesta tímamótarit í
hugmyndasögu Vesturlanda, en það
kom fyrst út árið 1779. Þar gerir
Hume nákvæma og gagnrýna úttekt
á því grundvallaratriði hefðbund-
innar kristinnar heimsskoðunar –
og jafnvel flestrar almennrar heims-
skoðunar til þessa dags – að heim-
urinn sé í einhverjum skilningi
„skipulagður“.
Gunnar Ragnarsson frv. skóla-
stjóri þýddi ritið en prófessor Páll
S. Árdal, einn af kunnari sérfræð-
ingum samtímans um kenningar
Humes, ritar inngang um höfundinn
og rit hans.
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Oddi hf. prentaði
bæði ritin.
Lærdómsrit
Fjallræðufólkið
er eftir Gunnar
Kristjánsson pró-
fast. Nokkrar
þekktustu per-
sónurnar í verk-
um Halldórs Lax-
ness eru í
brennidepli, eink-
um lífsviðhorf
þeirra og lífs-
speki. Gunnar varpar hér á þær
nýju ljósi með því að sýna fram á
hvernig kristin trúarheimspeki, sem
mótaði mjög heimsmynd Halldórs
Laxness á æskuárum, birtist í
skáldverkum hans og setur mark
sitt á persónusköpunina.
Í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Halldór bjó lengi að þeirri menntun
og reynslu sem hann hlaut meðal
kaþólikka snemma á þriðja áratug
20. aldar, og í verkum hans endur-
ómar alla tíð samúð með lítilmagn-
anum og virðing fyrir lífinu – grund-
vallarþættirnir í mótun svipmikilla
og ógleymanlegra persónanna.“
Gunnar Kristjánsson er prófastur
á Reynivöllum í Kjós. Hann lauk
doktorsprófi árið 1979 frá Ruhr-
háskóla í Bochum í Þýskalandi og
fjallaði doktorsritgerð hans um
trúarlega þætti í Heimsljósi eftir
Halldór Laxness.
Útgefandi er Mál og menning,
prentuð í Gutenberg. Bókin er 208
bls., kilja. Björg Vilhjálmsdóttir
hannaði kápu. Verð: 2.990 kr.
Bókmenntafræði