Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
2. júní 1972: „Afleiðingar
þessarar skattastefnu rík-
isstjórnarinnar munu eflaust
hafa mjög alvarleg áhrif á
þjóðfélagsstarfsemina. Ljóst
er, að sósíalistar hafa alla tíð
verið andvígir því markmiði,
að fólkið, allur almenningur,
ætti sínar eigin íbúðir og
byggi við fjárhagslegt sjálf-
stæði. Markmið sósíalista er
leiguhúsnæði handa sem
flestum undir forsjá rík-
isvaldsins. Auk þess að
draga úr fjárhagslegu sjálf-
stæði almennings hefur
þessi stefna víðast hvar, þar
sem hún hefur verið reynd,
leitt til mikilla húsnæð-
isvandamála.
Það er ekki einungis, að
skattastefna ríkisstjórn-
arinnar miði að stórauknum
álögum á almenning í land-
inu, heldur stefnir hún í sí-
vaxandi mæli að því að
draga úr sjálfstæði ein-
staklinganna í þjóðfélaginu.
Engum dylst, að íbúðir í
eigu fólksins sjálfs hafa
flestu öðru fremur gert að
engu hér á landi fyrirbrigði
eins og stéttaskiptingu og á
þann hátt stuðlað að auknu
jafnrétti þegnanna. Gegn
þessu vinnur ríkisstjórnin nú
með nýjum skattalögum.“
. . . . . . . . . .
2. júní 1982: „„Nú bendir allt
til að komið sé að skuldadög-
um og ráðamenn geti ekki
leynt vandanum lengur,“
sagði Geir Hallgrímsson.
Þegar svo er komið, þarf
sterka þjóðarhreyfingu til að
unnt sé að takast á við
vandamálin af skynsemi og
með hag allra borgara
landsins í huga. Sjálfstæð-
isflokkurinn er eina stjórn-
málaaflið, sem hefur þann
kraft, er dugir. Á sama tíma
og andstæðingum hans hef-
ur tekist að grafa undan
flokknum og gera áhrif hans
sem minnst, hefur hagur
þjóðarinnar versnað. Þetta
er ekki tilviljun heldur rök-
rétt afleiðing af vitlausri
stjórnarstefnu, þar sem Al-
þýðubandalagið gegnir lyk-
ilhlutverki. Þessu forræð-
isvaldi Alþýðubandalagsins
voru kjósendur fyrst og
fremst að hafna með því að
styrkja Sjálfstæðisflokkinn í
kosningunum, með það í
huga eiga sjálfstæðismenn
að sækja fram til frekari
sigra, hertir af erfiðleikum
síðustu ára.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
SJÓMANNADAGUR
Sjávarútvegurinn stendur íblóma á sjómannadegin-um í ár. Kjör sjómanna
eru góð og í sumum tilvikum frá-
bær eins og vera ber. Þróunin í
útgerðinni er að vísu umhugsun-
arefni, þar sem hún virðist vera
að færast á hendur örfárra aðila.
Kvótakerfið býður upp á það og
forsvarsmenn sjómanna hafa
ekki haft mikið við helztu þætti
þess að athuga. Á þessum sjó-
mannadegi hafa hins vegar orðið
þau þáttaskil í umræðum um
kvótakerfið að auðlindagjald er
orðið að lögum.
Eftir að deilum um auðlinda-
gjald er lokið að mestu, þótt þær
muni áfram snúast að einhverju
leyti um upphæðir, má búast við
að athygli þjóðarinnar beinist í
auknum mæli að málefnum smá-
bátaútgerðar. Ýmislegt bendir
til, að smábátaútgerð sé að
verða hagkvæmari útgerð en út-
gerð stórra og dýrra fiskiskipa.
Framfarir í smíði smábáta og
tæknilegum búnaði þeirra hafa
vakið upp áleitnar spurningar í
þessu sambandi. Þessi þróun
opnar alveg nýjar víddir fyrir
sjómenn sjálfa. Þeir eiga auð-
veldara með að verða sínir eigin
herrar.
En þrátt fyrir allar framfarir
eru öryggismál sjómanna efst á
blaði. Enn verða hörmuleg og
átakanleg slys á hafi úti. Við Ís-
lendingar megum ekkert til
spara til að tryggja öryggi sjó-
manna okkar. Afkoma þjóðar-
innar mun enn um langan aldur
byggjast á störfum þeirra.
Morgunblaðið flytur íslenzk-
um sjómönnum árnaðaróskir á
sjómannadaginn.
Heimsókn Halldórs Ásgríms-sonar, utanríkisráðherra,
til Mið-Austurlanda er mikil-
væg. Ekki vegna þess, að við
Íslendingar getum lagt eitthvað
af mörkum, sem máli skiptir til
þess að leysa deilur þjóðanna
þar. Það er ekki á okkar valdi
og heldur ekki miklu fjölmenn-
ari þjóða en við erum. Þeir
einu, sem hafa hernaðarlegt og
fjárhagslegt bolmagn til þess,
eru Bandaríkjamenn.
Heimsókn utanríkisráðherra
á þessar slóðir og samtöl hans
við ráðamenn í Ísrael, Palestínu
og víðar er þýðingarmikil vegna
þess, að með henni getur Hall-
dór Ásgrímsson miðlað meiri og
nákvæmari upplýsingum til ís-
lenzku þjóðarinnar um stöðu
mála á þessu svæði en íslenzkir
fjölmiðlar geta af sjálfsdáðum
gert.
Utanríkisráðherra fær upp-
lýsingar frá fyrstu hendi um
sjónarmið deiluaðila og mis-
munandi viðhorf þeirra. Með
því að miðla þeim upplýsingum
til landsmanna stuðlar hann að
því, að við skiljum betur hvað
er að gerast í Mið-Austurlönd-
um.
Þetta á ekki bara við um
þessa tilteknu heimsókn heldur
er þetta kannski kjarni máls í
sambandi við ferðir íslenzkra
ráðamanna víða um heim. Þjóð-
in verður betur upplýst fyrir
vikið og það skiptir máli.
L
ISTAHÁTÍÐ í Reykjavík
lauk formlega í gær með tón-
leikum í Háskólabíói, þar
sem ítalski hljómsveitar-
stjórinn Maurizio Dini Ciacci
stýrði íslenskum og ítölskum
tónlistarmönnum með eftir-
minnilegum hætti. Á efnis-
skránni voru einungis verk frá tuttugustu öld og
bar mest á verki Stravinskijs, Brúðkaupinu, en
saga þessa merka tónverks var rakin í ítarlegri
umfjöllun hér í blaðinu í gær.
Tónleikarnir voru um margt táknrænir fyrir
þann umtalsverða ávinning sem Listahátíð í
Reykjavík er farin að skila inn í menningarlíf
landsmanna. Á sviði Háskólabíós sameinuðust
kraftar ítalskra og íslenskra tónlistarmanna í
samstarfi sem ekki einungis ber fyrir augu og
eyru fólks hér á landi, heldur verður leikurinn
endurtekinn á tónlistarhátíð í Trento á Ítalíu, því
hér er um samstarfsverkefni Listahátíðar í
Reykjavík og hátíðarinnar í Trento að ræða. Þau
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík, og hljómsveitarstjór-
inn Maurizio Dini Ciacci, sem er listrænn stjórn-
andi tónlistarhátíðarinnar í Trento, hafa hér tek-
ið höndum saman um að sýna í verki að menning
getur blómstrað á alþjóðlegum vettvangi og án
landamæra, ef henni eru sköpuð rétt skilyrði. Og
það sem meira er um vert er að í þessu sam-
starfsverkefni sannaðist enn einu sinni að ís-
lenskir listamenn standa í fremstu röð og eru
fyllilega færir um að standa fyrir sínu, ekki bara
hér heima, heldur í alþjóðlegu samhengi.
Listirnar eiga
sér sjálfstæðan
tilverurétt
Tessa Blackstone,
ráðherra lista í Bret-
landi, var gestur
Listahátíðar þegar
hún var sett fyrr í
þessum mánuði. Hér í
blaðinu birtist þá við hana viðtal þar sem hún
reifaði þær forsendur sem stjórnvöld í Bretlandi
hafa reynt að skapa listum í sínu menningarlífi. Í
því sambandi lagði Blackstone mikla áherslu á
mikilvægi þess að „missa ekki sjónar á þeirri
staðreynd að listirnar eiga sér sjálfstæðan til-
verurétt, sjálfra sín vegna“, eins og hún orðaði
það. „Stefna okkar hefur því verið að skapa um-
hverfi þar sem mikil gæði fá að blómstra og raun-
verulegir hæfileikar ná að þróast. En um leið vilj-
um við dreifa því sem listir hafa upp á að bjóða,
hvað varðar skilning, gleði og fagurfræðilega til-
finningu, til mun fleiri þjóðfélagshópa – og helst
til allrar þjóðarinnar,“ sagði hún ennfremur.
Sú áhersla sem listaráðherrann leggur hér á
listir sem skapandi frumafl í samfélaginu er at-
hyglisverð, en hún leggur áherslu á að menning
og aðrir þættir þjóðfélagsins „séu ekki aðgreind-
ir frá öðrum þáttum þjóðfélagsins eða settir hver
á sinn bás. Þeir ættu frekar að starfa þannig
saman að mörk og mæri séu brotin niður eða máð
út […]“. Enda telur Blackstone listirnar „ein-
staklega vel til þess fallnar að örva fólk til frekari
þátttöku í þjóðfélaginu, þótt ekki sé nema með
því að auka skilning þess og næmi fyrir umhverf-
inu“. Í kjölfar menningarborgarársins árið 2000,
og Listahátíðar í Reykjavík á þessu vori, er full-
ljóst að hér á landi er nú góður grundvöllur til að
skapa þann frjóa jarðveg sem Tessa Blackstone
er að lýsa þannig að íslenskt samfélag njóti góðs
af.
Að örva og
efla innlenda
frumsköpun
Þegar fyrst var efnt til
Listahátíðar í Reykja-
vík voru aðstæðurnar
í menningarlífi okkar
með allt öðrum og
ólíkum hætti en nú.
Markmið hátíðarinnar var að fá hingað til lands
framúrskarandi listafólk erlendis frá og gefa
landsmönnum tækifæri til að njóta viðburða sem
jöfnuðust á við það besta sem á boðstólum var
annars staðar. Eins og Sveinn Einarsson, for-
maður framkvæmdastjórnar Listahátíðar árið
2000, rifjaði upp í viðtali hér í blaðinu skömmu
eftir að henni lauk, var fyrsta hátíðin árið 1970
grundvölluð á þeim áherslum sem þá voru mik-
ilvægastar og segir hann hana hafa byggst á
þremur meginstoðum. „Fyrir það fyrsta höfðu
samtök listamanna staðið fyrir hátíðum til að
minna á gildi listarinnar í samfélaginu. Þau áttu
því drjúgan þátt í því að ýta Listahátíð úr vör. Í
annan stað hafði Norræna húsið mikilvægu hlut-
verki að gegna. Bæði hafði það aðgang að ýmsum
norrænum menningarsjóðum og sambönd við
norræna listamenn. Síðast en ekki síst var hlutur
Vladimirs Ashkenazys stór. Hann var búsettur
hér á landi á þeim tíma og það var ómetanlegt að
geta frá upphafi nýtt sambönd hans við stærstu
nöfn í heimi á sviði tónlistar. Framlag Ashken-
azys til Listahátíðar verður seint fullþakkað.“
Sveinn benti jafnframt á að Listahátíð hefur
alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á heimskunna
listamenn en jafnframt hefur verið lögð áhersla á
að rækta þann akur sem fyrir hendi er hér á
landi, og minna orð hans um margt á þær hug-
myndir sem Tessa Blackstone reifar: „Það hafa
alla tíð verið skilaboð frá listamannasamtökum
að örva, efla og undirstrika innlenda frumsköp-
un,“ segir hann. „Án hennar verður menningar-
lífið snautt. Að mörgu leyti má segja að þetta sé
eitt mikilvægasta hlutverk hátíðarinnar. Erlend-
ir stórviðburðir geta verið meira eins og flug-
eldasýningar. Það sem gildir er að sá í akurinn,
ekki síst þar sem við eigum svo mikið af frábær-
um listamönnum.“ Eins og Sveinn bendir svo
réttilega á smita allir þeir góðu gestir sem okkur
sækja heim á Listahátíð út frá sér og líta má á
„Listahátíð sem gróðrarstíu um leið og hátíð“, en
það hefur án efa verið eitt mikilvægasta hlutverk
hennar þá rúmu þrjá áratugi sem hún hefur verið
við lýði.
Straumhvörf
í starfi
Listahátíðar
Með þeirri Listahátíð
sem nú er að ljúka
urðu nokkur straum-
hvörf í sögu hátíðar-
innar, því að þessu
sinni var listrænn
stjórnandi, Þórunn Sigurðardóttir, í fyrsta sinn
við stjórnvölinn og hefur hún þann starfa með
höndum í fjögur ár. Þórunn starfar því í sam-
ræmi við nýjar samþykktir, en hún sagði í
ávarpsorðum sínum að hátíðinni að þær gefi
„tækifæri á nýjum landvinningum í erlendu og
innlendu samstarfi. Í fyrsta sinn tekur Listahátíð
þátt í að búa til verkefni, sem frumflutt er hér á
landi af innlendum og erlendum listamönnum, en
það verður síðan flutt á hátíðum erlendis. Slíkt
samstarf er afar mikilvægt fyrir íslenskt listalíf
og mun Listahátíð beita sér fyrir fleiri slíkum
verkefnum á næstunni“. Hvað þá landvinninga
sem Þórunn nefnir varðar, eru þessir nýju starfs-
hættir til mikilla bóta, því tæpast er hægt að skila
allri þeirri reynslu og listrænu stefnumótun sem
skapast í slíku starfi til framtíðar, nema fá svig-
rúm til að taka stefnumótandi ákvarðanir fram í
tímann og nýta þannig þau tengsl sem búið er að
afla.
Eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu er
ákaflega mikilvægt að Íslendingar hasli sér völl í
alþjóðlegu menningarstarfi til jafns við aðrar
þjóðir og taki þátt í þeirri orðræðu sem þar á sér
stað með því að koma íslenskum listamönnum á
framfæri samhliða því að bjóða hingað heim þeim
erlendu listamönnum sem hafa eitthvað mark-
vert fram að færa. Listahátíð getur gegnt lykil-
hlutverki í þessu sambandi. Mikilvægur liður í
þeirri þróun er aðild hátíðarinnar frá og með síð-
asta ári að stærstu alþjóðlegu samtökum lista-
hátíða í veröldinni, „European Festivals Assoc-
iation“ en í þeim samtökum eiga um 90 hátíðir
sæti. Í gegnum það samstarf aukast möguleikar
íslenskra listamanna til þátttöku í alþjóðlegu list-
umhverfi til muna, en slíkt samstarf er að sjálf-
sögðu ómetanlegt fyrir okkar litla, en sívaxandi,
menningarmarkað. Vonir standa því til að það
samstarf sem nú átti sér stað á milli Listahátíðar
í Reykjavík og tónlistarhátíðarinnar í Trento sé
aðeins vísir að því sem koma skal og að Íslend-
ingar geti nýtt þá þekkingu sem hér hefur skap-
ast í gegnum menningarborgarárið 2000 og starf
Listahátíðar, til þess að efla samstarf á fleiri víg-
stöðvum. Þannig yrði rofið stórt skarð í þá ein-
angrun sem stundum virðist gera íslenskum
listamönnum erfitt fyrir í því smáa samfélagi sem
við búum í og víkka þann markað sem þeir þurfa
svo mikið á að halda til verulegra muna.
Stuðningur at-
vinnulífsins við
menningu eykst
Undir stjórn Þórunn-
ar gerði Listahátíð nú
í fyrsta skipti sam-
starfssamning við að-
ila úr atvinnulífinu til
fjögurra ára, en það
var Búnaðarbankinn sem með þeim myndarlega
hætti gerðist máttarstólpi hátíðarinnar. Af því
tilefni sagði Þórunn að það væri „trú samnings-
aðila að með þessum samningi muni hagur
beggja aðila aukast og tengsl fyrirtækjanna efl-
ast“.
Samstarf Listahátíðar við atvinnulífið er að
færast í aukana og nú er svo komið að flest
stærstu fyrirtæki landsins koma að stuðningi við
hátíðina með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækin
sjá sér hag í því að tengja nafn sitt menningar-
legum viðburðum, auk þess sem þeim virðist vera
að verða ljóst að stuðningur við menningu skapar
þeim jákvæða ímynd í augum almennings á engu
áhrifaminni máta en hefðbundnar auglýsingar.
Það er sérstaklega ánægjulegt að verða vitni