Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 35
leikamæling, sem sýndi svart á hvítu hvort kjósendur vildu fremur styrkja Samfylkinguna eða vinstri-græna sem öflugt mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn. Úrslitin eru öllum ljós. Kjósendur völdu Samfylkinguna. Hún átti sér bakland meðal næstum þriðjungs kjósenda. Samfylkingin naut yfirburðafylgis meðal kjósenda á vinstri vængnum. Kosningar eru prófsteinn raunveruleikans. Þær sýndu, að fylgi Samfylkingarinnar er til í raunveruleikanum, svo minnt sé á orð leiðarahöfundar Morgunblaðsins. Samfylkingin gegn flokkakerfinu Mér þótti athyglisvert að lesa að leiðarhöfundur Morgunblaðsins taldi fróðlegt að sjá, hvort Frjálslynda flokknum tækist ná fótfestu í kosn- ingunum, og halda þannig áfram at- lögu sinni að fjórflokkakerfinu. Hon- um virðist yfirsjást, að þyngsta atlagan að fjórflokknum var gerð með stofnun Samfylkingarinnar. Í henni fólst einbeitt tilraun til að sam- eina jafnaðarmenn í einum flokki, og búa til þriggja flokka kerfi. Hvort menn höfðu erindi sem erfiði í þeim leiðangri kemur líklega ekki í ljós fyrr en að afloknum þarnæstu þing- kosningum. Orð leiðara Morgunblaðsins gefa hins vegar tilefni til að vekja eftirtekt á þeirri stöðu sem nú er komin upp á sveitarstjórnarstiginu. Þar er fjór- flokkurinn í reynd dauður. Í stað hans lifa þrír öflugir flokkar góðu lífi. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Sam- fylkingin og Framsókn. Vinstri- grænir eru tæpast til á sveitarstjórn- arstiginu. Stofnun Samfylkingarinn- ar fyrir tveimur árum var öðrum þræði uppreisn gegn flokkakerfinu og tilraun til að búa til nýja stöðu í ís- lenskum stjórnmálum. Niðurstaða kosninganna á laugardaginn sýnir að sú tilraun hefur þegar tekist á sveit- arstjórnarstiginu. Morgunblaðið hef- ur að vísu ekki botnað leiðarann, en miðað við forsendurnar sem höfund- ur hans gefur sér má ætla að sterkar líkur séu á að í næstu þingkosningum takist tilraun Samfylkingarinnar líka á landsvísu. Seigla og trúverðugleiki Eitt er að hafa óánægjufylgi í könnunum. Annað er að fá raunveru- legan stuðning í kosningum. Sam- fylkingin hefur sannarlega stundum átt undir högg að sækja. Ég get hik- laust fullyrt, að enginn annar stjórn- málaflokkur býr yfir jafnmikilli seiglu og Samfylkingin. Hvað sem á hefur dunið hefur Samfylkingin alltaf haldið sig við málefnin, og agað klass- íska jafnaðarstefnu sína við þarfir nú- tímans. Hún hefur forðast upphlaup og æsingar, og ekki hikað við að styðja ríkisstjórnina þegar hún hefur unnið að góðum málum. Samfylkingin hefur því sýnt að hún er heiðarlegur og trúverðugur stjórn- málaflokkur. Það er galdurinn á bak við velgengni hennar í kosningunum á laugardaginn. Kjósendur völdu Samfylkinguna af því þeir treysta henni best til að verða hið sterka og málefnalega afl sem íslensk stjórn- mál þurfa vinstra megin á miðjunni. Samfylkingin er að verða þroskað- ur stjórnmálaflokkur. Hún hefur öðl- ast trúverðugleika í augum kjósenda. Í þeirra augum er Samfylkingin öfga- laust og málefnalegt mótvægi við of- urveldi Sjálfstæðisflokksins. Það er hin sögulega niðurstaða kosninganna á laugardaginn. Höfundur er formaður Samfylking- arinnar. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 35 www.gitarskoli .com Upplýsingar í síma 581 1281 gitarskoli@gitarskoli.com Gítarnámskeið Fyrir alla aldurshópa, byrjendur og lengra komna Hefst 10. júní 4 vikur, kennt 2x í viku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.