Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 41

Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 41 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is áður en hann lést, þar sem við gátum spjallað aðeins við hann um daginn og veginn og fylgst með þegar hann gerði fótaæfingarnar sínar, sem við höfðum svo oft áður séð hann gera. Elsku amma hefur nú misst lífs- förunaut sinn og dansfélaga. Við biðjum góðan guð að blessa hana og veita henni styrk á þessum erfiða tímum. Guð blessi minningu Guðmundar Þorgrímssonar. Guðmundur Jóhann, Þórunn Hanna, Halldís Hrund og Andrea Eir. Elsku afi, nú ertu kominn þangað sem þér líður vel, þar sem ríkir ró og friður. Þú varst kominn á níræðis- aldurinn en þú lést aldurinn aldrei aftra þér. Þú varst ætíð duglegur að hreyfa þig, fórst reglulega í sund þar sem þú syntir þínar ferðir og gerðir gömlu góðu Mullersæfingarnar. Ekki má gleyma gönguferðum ykk- ar ömmu og var þá Óslandshring- urinn oft tekinn. Dansinn var líka líf ykkar og yndi og höfum við ekki sjaldan tekið sporin með þér. Oddný minnist yndislegs tíma þegar þið amma heimsóttuð hana til Austurríkis ásamt mömmu og pabba. Þið ferðuðust um hæstu tinda og dýpstu neðanjarðarvötn og rennduð ykkur á milli hæða í salt- námunni, þú áttræður og lést ekkert stoppa þig. Þetta var yndislegur tími og mun hann lengi lifa í huga henn- ar. Í huga okkar minnumst við fallega og bjarta brossins þíns sem tók á móti okkur þegar við hittum á þig. Elsku amma, það er sárt að missa lífsförunaut sinn og biðjum við því guð að styrkja þig. Oddný og Friðdóra. Um og fyrir miðja síðustu öld var líflegt í gamla timburhjallinum á Sel- nesi. Þar var tvíbýli og heimilisfólkið alls 20-25 manns. Þar af voru börnin 17, þegar flest var, auk sumarbarna. Elstur í þessum barnahópi var Guð- mundur, eða Mummi Þorgríms, eins og hann var gjarnan nefndur. Ég get ekki sagt að við Mummi höfum verið leikbræður. Til þess var aldursmun- urinn of mikill. Aftur á móti voru svo mikil tengsl og samgangur milli fjöl- skyldnanna tveggja á Selnesi að líkja mátti við eina stórfjölskyldu. T.d. var lengstum innangengt úr öðrum húsendanum í hinn og þær dyr aldr- ei læstar. Húsið þannig byggt, að bætt var við báða enda eftir því sem heimilisfólkinu fjölgaði. Ferðast var innan dyra þannig að gengið var úr einu herbergi í það næsta, þar til komið var á áfangastað. Ónæðissamt hlýtur að hafa verið þarna þegar hópur af krökkum fann upp á því að efna til kapphlaups gegnum húsið með viðkomu í sem flestum vistar- verum, þar af tveimur eldhúsum og fjórum til sex svefnherbergjum. Það er allra mál að einstaklega gott samkomulag hafi verið innan „stórfjölskyldunnar“ á Selnesi. Kannski einmitt vegna þess hvernig allt var í pottinn búið þarna. Sum- part var þetta þjóðfélag, út af fyrir sig, með heimatilbúna umgengnis- hætti. Í þessum jarðvegi ólst Mummi upp og mótaðist. Mér er reyndar nær að halda að öll börnin hafi dregið dám af hvers annars hegðan. Ekki er ólíklegt að þau elstu hafi átt talsverðan hlut í persónu- mótun þeirra yngri. Það er margt handtakið, sem hver og einn verður að geta leyst af hendi þar sem sjálfsþurftarbúskapur er stundaður. Segja má að heima í föð- urgarði hafi Guðmundur verið bæði í „verkmenntaskóla“ og „sjómanna- skóla“, svo eitthvað sé nefnt. Um tví- tugsaldur réðst hann í það stórræði að sækja sér aukna menntun á Laugarvatnsskóla. Á haustdegi í að- draganda heimsstyrjaldar fór hann hús úr húsi á krummavíkinni Breið- dalsvík og kvaddi alla með handa- bandi. Líklega hefur hann grunað, að héðan í frá yrði hann lítið meira en gestkomandi heima á Selnesi, sem og rættist. Lífshlaup Guðmund- ar eftir að hann hleypti heimdrag- anum var fjölbreytilegt: daglauna- vinna, landbúnaðarstörf, sjósókn, vegavinna o.m.fl. Guðmundur var enginn æringi. Líklega var hann hæglátastur allra systkinanna, dags daglega. En þeg- ar dansmúsík hljómaði héldu honum engin bönd. Þegar hér á Höfn var stofnaður dansklúbburinn Taktur, voru þau Jóhanna og hann stofn- félagar og síðar kjörin fyrstu heið- ursfélagar klúbbsins. Og segir það meira en mörg orð. Síðasta aldarfjórðunginn vorum við hjónin svo næstu nágrannar þeirra Hönnu og Mumma á Vega- mótum. Fyrir utan tíðar heimsóknir þvert yfir Hafnarbrautina, gat ég fylgst með vinnubrögðum húsbónd- ans á Vegamótum þegar hann var að sinna lóðinni eða snurfunsa bílinn. Þar endurspeglaðist snyrtimennsk- an og vandvirknin, sem hann hlaut í vöggugjöf. Ég votta hans kæru eiginkonu, Jóhönnu Þorsteinsdóttur, afkom- endum öllum, öðru skyldfólki og vin- um þeirra hjóna samúð mína. Heimir Þór Gíslason. Góður drengur er fallinn frá, langt um aldur fram. Hugurinn reikar þessa dagana mörg ár aftur í tímann. Minningarnar hrannast upp frá samverustundum okkar. Við ól- umst upp í mikilli nánd við Reyni og hans fjölskyldu enda er stutt á milli REYNIR ÞÓRÐARSON ✝ Reynir Þórðar-son fæddist 3. mars 1961. Hann lést 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þórður Sigvaldason, f. 19. maí 1929, og Sigrún Júlíusdóttir, f. 25. feb. 1932. Þau búa á Hákonarstöð- um á Jökuldal. Systkini Reynis eru Sigvaldi Júlíus, f. 1. janúar 1956, Gréta Dröfn, f. 19. maí 1958, Hákon Jökull, f. 1. nóv. 1959, og Trausti, f. 25. mars 1963. Reynir kvæntist 22. ágúst 1993 Heiði Kr. Sigurgeirsdóttur. Þau skildu. Dætur þeirra eru Perla Sólveig, f. 24. júlí 1995, og Tinna Mirjam, f. 5. ágúst 1997. Útför Reynis verður gerð frá Egilsstaðakirkju á morgun, mánudaginn 3. júní, og hefst at- höfnin klukkan 14. Grundar og Hákonar- staða. Það hefur alla tíð verið mikil og góð vinátta og samvinna milli fólksins á þessum bæjum. Alla tíð þegar við vorum börn og unglingar áttum við margar góðar sam- verustundir með Reyni. Eftir að fullorð- insárin komu tvístrað- ist fólk eins og gengur og minna hefur verið um samveru undanfar- in ár en áður var. Við fylgdumst oft að í leik og starfi. Það rifjast upp stundir þegar við vorum í göngum og réttum, heimsóknirnar milli bæj- anna, jólaboðin og síðar böllin og skemmtanir sem við sóttum oft saman. Einnig árin sem við áttum samleið á Hornafirði, ferðirnar á Hornafjörð á vertíð eru oft eftir- minnilegar en þá fór oft hópur af ungu fólki af Jökuldal samferða á vertíð, það eru ógleymanleg ár. Reynir var hress og skemmtileg- ur maður en umfram allt mjög dug- legur verkmaður. Hann stóð sig með sóma í vinnu, hvar sem hann var, og var eftirsóttur starfskraftur. Við erum þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum með Reyni í gegnum árin og það er sökn- uður í hjarta okkar. Perla, Tinna, Þórður, Silla, Sig- valdi, Gréta, Hákon, Trausti og fjöl- skyldur, ykkar missir er mikill. Við og foreldrar okkar, Mansi og Kolla, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur. Systkinin frá Grund. Góður vinur er horfinn á braut. Reyni hef ég þekkt frá barnæsku þar sem við ólumst upp á bæjum sem stutt var á milli. Alla tíð hef ég átt mikil samskipti við Reyni og hafa þau ávallt verið einstaklega góð. Hann var sannur vinur. Samgangur milli bæjanna var mikill og hittumst við oft fyrst við leik en síðar við störf. Leiðir okkar lágu saman við störf bæði til sjós og lands. Sérstaklega er eftirminnileg- ur tíminn sem við vorum saman á Sigurði Lárussyni. Það var gott að vinna með Reyni. Hann var útsjón- arsamur, harðduglegur og hlífði sér hvergi. Reynir fór mörg ár til Hafnar í Hornafirði til að sækja vinnu áður en hann festi þar rætur og flutti þangað. Ég var einnig samferða honum á Höfn og bjó þar í tæpan áratug. Á þeim tíma styrktist vin- átta okkar mikið, við nágrannar úr æsku urðum aftur nágrannar á öðr- um stað. Oft kom ég til Reynis, en heimili hans var nokkurs konar fé- lagsmiðstöð Jökuldælinga á Horna- firði. Reynir kvæntist Heiði og eru dætur þeirra, Perla Sólveig og Tinna Mirjam, jafngamlar stelpun- um mínum. Á þessum árum var mikill samgangur milli heimilanna og margs að minnast. Oft komu Reynir og Perla til mín á Kirkju- brautina. Þá ræddum við sveitung- arnir málin meðan þær vinkonurnar Perla og Ísold léku sér saman. Það er sárt að hugsa til þess að Reynir geti ekki fylgst með þeim vaxa úr grasi. Að fá ekki fleiri samverustundir með góðum vini er sár tilhugsun. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við Reynir áttum sam- an og kveð hann með söknuði. Perla Sólveig, Tinna Mirjam og Heiður, við Ísold og Hólmfríður sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur okkar. Fjölskyldunni á Há- konarstöðum sendum við einnig samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Jakob Karlsson. ✝ Svandís Guð-mundsdóttir fæddist í Bolungar- vík 15. júlí 1920. Hún lést 27. maí síð- astliðinn. Foreldrar Svandísar voru Guðmundur S. Ás- geirsson, sjómaður í Bolungarvík, f. 21. sept. 1894, d. 29. ágúst 1972, og Hall- gerður S. Hall- grímsdóttir, verka- kona í Bolungarvík og Ísafirði, f. 18. nóv. 1898, d. 24. mars 1983. Svandís ólst upp í Bolungarvík hjá fósturforeldrum sínum Bergi Kristjánssyni og Ingibjörgu Tyrfingsdóttur. Svan- dís átti sjö hálfbræður, sam- mar f. 1978, sambýlismaður hennar er Ingibergur Oddsson, f. 1973, sonur þeirra er Jökull Ingi, f. 2000; Benedikt Þórður, f. 7. feb. 1982; og Júlíus Ágúst, f. 1. feb. 1984. 2) Bergur, f. 1952. Maki Ragnhildur Þórarinsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru Kristín Halla, f. 1980, unnusti hennar er Guttormur Hrafn Stefánsson, f. 1979; Þórður, f. 1982; og Signý, f. 1985. 3) Helgi, f. 1953. Maki Kristín Helgadóttir, f. 1961. Dóttir þeirra er Helga María, f. 1998. Börn Kristínar eru Magnús Jónsson, Margrét Helga Stefáns- dóttir og Andri Már Stefánsson. 4) Sigurbjörn, f. 1964. Svandís ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum í Bolungarvík. Hún flutti árið 1944 til Reykja- víkur, þar sem hún bjó síðan. Starfsvettvangur hennar var húsmóðurstarfið. Útför Svandísar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 3. júní, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mæðra voru Sigurð- ur, Valdimar og Elías, þeir eru allir látnir, samfeðra eru Sævar, Geir, Gunnar og Rögnvaldur, en hann er látinn. Svandís giftist 6. sept. 1952 Benedikti Þ. Jakobssyni, f. 1920, d. 2000. For- eldrar hans voru Jak- ob Þórðarson, bóndi á Horni og víðar í Miðfirði, f. 1860, d. 1924, og Helga Guð- mundsdóttir, f. 1877, d. 1958. Svandís og Benedikt eiga fjóra syni: 1) Jakob, f. 1951, d. 1996. Maki Gunnhildur J. Hall- dórsdóttir, f. 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru: Jóhanna Dag- Það er komið að kveðjustund, hún Svandís tengdamóðir okkar er öll. Yndislegt vorveðrið heillaði hana. Hún fór út að ganga sér til ánægju og á þeirri göngu kvaddi hún þennan heim. Svandís vildi alltaf vera sjálf- stæð og ekki upp á aðra komin. Og henni auðnaðist að halda reisn sinni til æviloka. Já, Svandís var sjálfstæð kona og það sem vakti sérstaka athygli var hversu ákveðið hún tók málstað þeirra sem minna máttu sín. Sú lífs- sýn var byggð á hennar eigin bernsku. Svandís og Benedikt eignuðust fjóra syni og erum við tengdadætur þeirra svo lánsamar að hafa hreppt þá Berg og Helga sem eiginmenn. Elsti sonurinn Jakob lést fyrir nokkrum árum og sá yngsti, Sigur- björn, býr á sambýli fyrir fatlaða í Stigahlíð. Samband Svandísar og Benedikts við Bjössa og sambýlis- fólk hans var einstakt og víst er að þar er þeirra sárt saknað. Meðan Bjössi bjó á Kópavogshælinu voru þau hjónin mjög virk í foreldrastarfi þess og studdu það heilshugar með- an kraftar þeirra leyfðu. Heimili Svandísar og Benedikts einkenndist af mikilli gestrisni, þar sem Svandís var við stjórnvölinn og veitti af rausn. Barnabörnunum lá alla tíð mikið á, að komast í kjötboll- urnar hennar ömmu. Inn á það mat- reiðslusvið treystum við okkur ekki, því það var öruggt að engar kjötboll- ur jöfnuðust á við hennar. Síðustu árin voru Svandísi nokkuð erfið, því heilsan gaf sig. Eftir lát Benedikts haustið 2000 hélt Svandís heimili með Jóhönnu sonardóttur sinni og Inga sambýlismanni hennar. Það gerði henni mögulegt að búa áfram heima. Við kveðjum Svandísi með þakk- læti í huga og geymum með okkur góðar minningar um mæta konu. Ragnhildur Þórarinsdóttir og Kristín Helgadóttir. Líklegast hefur afa þótt tómlegt á himninum því hann hefur náð í þig og kveðjum við þig elsku amma í hinsta sinn. Við áttum margar góðar stundir saman og munu þær lifa áfram í minningunni. Þú varst hjartahlý kona og vildir alltaf hjálpa þeim sem sem minna máttu sín og líklegast réð þar þín eigin reynsla. Þú vildir ávallt bjóða okkur eitt- hvað þegar við komum til þín. Ef við afþökkuðum spurðir þú: „Er fólk hætt að borða nú á dögum eða eru allir í megrun?“ Stundum var erfitt að finna svarið við þessari spurningu svo að maður lét undan. Kjötbollur, pönnukökur og draumatertur koma fljótt upp í hugann þegar maður hugsar um ömmu. Við töluðum oft um að úlfahjörðin væri komin í mat þegar við settumst við matarborðið hjá þér, og eflaust var það rétt því sjaldnast var einn biti af kjötbollun- um eftir, svo góðar voru þær. Þó að síðustu ár hafi stundum ver- ið þér erfið hélstu ótrauð áfram og heima vildir þú vera. Þegar sólin hækkaði á lofti og túlipanarnir sprungu út ákvaðstu að skilja við þennan heim. Nú eruð þið afi og Jak- ob saman á ný og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt. Kristín Halla. SVANDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.