Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 47 - Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Um er að ræða ca 1.000 hektara land með tveimur íbúðar- húsum, tveimur refa- húsum, byggðum 1983 og 1984, tvö fjárhús með hlöðum og arði í Vesturdalsá og Selá. Á jörðinni er skógrækt á ca 2 hekturum og ræktað land á ca 35 hekturum. Íbúðarhúsnæðið stendur hátt og er með góðu útsýni yfir dalinn. Land jarðarinnar nær frá Vesturdalsá og yfir í Selárdal að Selá. YTRI HLÍÐ 1, VOPNAFJARÐARHREPPI GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Falleg 4ra herb. 123 fm íbúð á tveimur hæðum í fallegu fjórbýli. Á neðri hæð eru: Tvær stofur, eldhús, þvottahús og gestawc. Á efri hæð: Þrjú stór herb., baðherbergi og hol. Parket og flísar á gólfum. Stæði í bílageymslu fylgir. Áhv. 5,3 millj. Verð 16,4 millj. Inga sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00 – 17:00. Falleg 2ja herb. 70 fm íbúð á 9. hæð ásamt stæði í bílskýli. Glæsilegt út- sýni af vestursvölum. Parket og góð- ar innréttingar. Baðherb. m. sturtu- klefa og innréttingu. Þvottahús og geymsla í íbúð. Gott skipulag. Rúm- gott svefnherbergi og stór stofa. Anddyrið er sjónvarpstengt og vakt- að með myndbandsvél. Tölvutengi og breiðband. Mikil sameign og ör- yggishnappur í íbúð. LAUS STRAX. Áhv. byggsj. 4,3 millj. Verð 12,9 millj. Ása Hildur tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13.00-15.00 - bjalla 901. OPIN HÚS Í DAG, SUNNUDAG LÆKJASMÁRI 56 – EFRI SÉRHÆÐ SKÚLAGATA 40 - ÍBÚÐ 901 - FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI - 9. HÆÐ - GLÆSILEGT UTSÝNI Björt og afar rúmgóð 3ja herb. 77 fm íbúð á 2. hæð í steinsteyptu þríbýli. Innan íbúðar eru tvö stór svefnherb. og rúmgóð stofa. Baðherbergi flísa- lagt í hólf og gólf. Parket á gólfum. Búið er að endurn. járn á þaki. Vel skipulögð og björt íbúð á eftirsóttum stað í miðborginni. Áhv. 6,8 millj. Verð 11,2 millj. Sigurbjörg tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14.00-16.00 BERGÞÓRUGATA 16 - 1. HÆÐ Í ÞRÍBÝLI - LAUS STRAX Falleg 140 fm íbúð á einni hæð með sérinngangi í hjarta Þingholtanna. 4 metra lofthæð í u.þ.b. 80 fm alrými þar sem eru rúmgóðar stofur og eld- húsið er hluti af alrýminu með glæsi- legum sérsmíðuðum innréttingum úr versluninni Míru, gaseldavél, blást- urssofni, háfi og tengi fyrir upp- þvottavél. Rúmgott hjónaherbergi og tvö lítil barnaherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Sérinngangur er í íbúðina frá Óðinsgötu og sér- bílastæði, sameiginlegur inngangur frá Spítalastíg. Sjón er sögu ríkari. Verð 18,9 millj. Áhv. 4,3 millj. húsbr. Sjá myndir á netinu. Guðleifur tekur á móti ykkur í dag, sunnudag, frá kl. 13.00-15.00. SPÍTALASTÍGUR 10 - OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13.00 – 15.00 Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herb. 81 fm íbúð á 1. hæð í góðu lyftuhúsi. Tvö rúmgóð herb. Stór og björt stofa og rúmg. sjónvarpshol. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Fallegar innr. Gott út- sýni. Góð sameign. Stutt í alla þjón- ustu. Eignin getur losnað strax. Áhv. 8,7 millj. Verð 12,6 millj. Haukur og Sigga sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00 – 17:00. HRÍSMÓAR 1 - 1. HÆÐ – 3JA HERB. Glæsilega 4ra herb. 100 fm íbúð á 2. hæð ásamt 27 fm stæði í bíla- geymslu í fallegu 3ja hæða fjölbýli. Stór og björt stofa með stórum suð- ursvölum. Sjónvarpsherb. Tvö rúmg. herb. Fallegar innr. Parket og flísar á gólfum. Falleg sameign. Glæsilegt útsýni. Stutt í alla þjónustu. Verð 16,9 millj. Ásgeir og Erla sýna íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00 – 17:00. NEÐSTALEITI 5 – 4RA HERB. 1. HÆÐ Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 SUMARBÚSTAÐIR - VATNSLEYSUSTRÖND Til sölu eru 2 sumarbústaðir í landi Breiðagerðis á Vatnsleysu- strönd. Annar er fullbúinn með öllum búnaði og heitum potti en hinn er fokheldur A-bústaður. Vatn úr borholu og rotþró. Verð 8,9 m. fyrir báða bústaðina. Nú er upplagt að fara í sunnudagsbíltúr og skoða því eigandi verður á staðnum í dag. Beygt niður Breiðagerðisveginn og þar verður skilti til leiðbeiningar. KRÍUHÓLAR 4 - LYFTUBLOKK Þetta er mikið endurnýjuð 120 fm íbúð á 7. hæð. Nýjar innréttingar og parket. Snyrtileg sameign. Íbúðin er laus fljótlega. Möguleiki á góðum bílskúr. Verð 13,3 m. BJALLA 7-E LÁRA. KRUMMAHÓLAR 8 - LYFTUBLOKK Hérna er um að ræða fallega 127 fm íbúð á tveimur hæðum. Góðar stofur, 3 góð herbergi, 2 baðher- bergi. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Stæði í bílskýli fylgir. Verð 12,9 m. BJALLA 6-E. KIRKJUSANDUR 3 - MEÐ BÍLSKÝLI Vorum að fá góða ca 85 fm íbúð á jarðhæð í nýlegu húsi ásamt innbyggðu bílskýli. Parket og flís- ar á gólfum. Íbúðin er laus fljót- lega. Áhv. 4,8 m. Verð 13,7 m. Ólafur og Unna íbúð 103. KÁRSNESBRAUT 77 - MEÐ BÍLSKÚR Hérna er til sýnis og sölu björt og rúmgóð 3ja-4ra herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi. Þvottahús innan íbúðar. Aukaherbergi á jarðhæð. Innbyggður bílskúr. Verð 13,9 m. Ásdís á bjöllu. jöreign ehf Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 TUNGUÁS Glæsilegt nýtt einbýli á útsýnisstað. Húsið er á pöllum, tilb. að ut- an, stór bílskúr. Til afhendingar strax. Áhv. ca 13,9 millj. Verð 29,5 millj. Nr. 2030 LAXAKVÍSL – LAUST Vandað endaraðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Góðar innréttingar. 4 góð svefnherbergi. Svalir út frá svefnherb. Parket. Stærð 203 fm samtals. Verð 23,8 millj. Nr. 2096 GAUKSHÓLAR - „PENTHOUSE“ Stórglæsileg 5 til 6 herbergja „penthouse“ -íbúð á 7. og 8. hæð í lyftuhúsi á frábærum útsýnisstað. Íbúðin er öll nýstandsett og í mjög góðu ástandi. Íb. er um 148 fm+bílsk. 27 fm. Verð 18,9 millj. Nr. 2091 HEIÐARGERÐI Stórglæsilegt einbýli, hæð og ris ásamt bílsk. Verulega endurbætt og stækkað, sólskáli, heitur pottur, falleg lóð. Stærð tæpir 180 fm + bílsk. Frábær staðsetning. Einstakt tækifæri. Nr.2075 Verið velkomin, það er heitt á könnunni! Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju áliti að úrskurður dómsmálaráðuneytis- ins, 14. ágúst í fyrra, um að hafna beiðni manns um ótímabundið dval- arleyfi hér á landi hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði ráðu- neytisins var staðfest ákvörðun Út- lendingaeftirlitsins um að hafna beiðni mannsins um ótímabundið dvalarleyfi og var synjunin byggð á því að maðurinn hefði komið ólöglega til landsins og hefði ekki búið hér á landi nema í þrjú ár. Maðurinn hélt því hins vegar fram að þegar honum var veitt tímabundið dvalarleyfi hafi honum verið tjáð að í gildi væri sú regla að ótímabundið dvalarleyfi yrði gefið út þegar hann hefði búið hér á landi í þrjú ár að því skilyrði uppfylltu að hann hefði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi. Umboðsmaður hefur beint þeim til- mælum til ráðuneytisins að taka mál mannsins til endurskoðunar, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Lögin fáorð um dvalarleyfi Í niðurstöðu ráðuneytisins var m.a. vísað til 4. gr. laga nr. 45/1965 um eft- irlit með útlendingum sem segir að Útlendingaeftirlitið veiti þau leyfi sem þurfi til landgöngu og dvalar samkvæmt lögunum og í niðurstöðu ráðuneytisins sagði að að öðru leyti væru lögin fáorð um útgáfu dvalar- leyfa. Um árabil hafi þeirri venju ver- ið fylgt að gefa fyrst út ótímabundið atvinnuleyfi eftir þriggja ára dvöl hérlendis, en jafnframt verið við það miðað að þeim útlendingum sem kom- ið hafa ólöglega til landsins, eða hafa brotið af sér með öðrum hætti, sé fyrst veitt dvalarleyfi hér á landi eftir 5 ár. Komst ráðuneytið að þeirri nið- urstöðu að telja verði þessa reglu eðli- lega. Í áliti umboðsmanns segir að þegar maðurinn fékk fyrst útgefið tíma- bundið dvalarleyfi var stjórnsýslu- framkvæmdin sú að útlendingar í hans stöðu gátu fengið ótímabundið dvalarleyfi að öllu óbreyttu eftir þrjú ár. Ári síðar var þessari framkvæmd breytt og við það miðað að þeir út- lendingar sem komið höfðu hingað til lands á ólögmætum forsendum eða gerst brotlegir með öðrum hætti ættu fyrst rétt á að fá ótímabundið dval- arleyfi eftir fimm ára dvöl hér á landi. Umboðsmaður telur ekki forsendur til þess að gera athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda. Hins vegar væri álitamál hvort og þá að hvaða marki stjórnvöldum hefði verið heimilt að láta þess breyttu stjórn- sýsluframkvæmd gilda einnig um þá útlendinga sem fengið höfðu tíma- bundið dvalarleyfi áður en hún gekk í gildi. Dvalarleyfisumsóknir beinast að mikilvægum hagsmunum Bendir umboðsmaður á að ekki yrði séð af gögnum málsins að stjórn- völd hefðu gert nokkurn reka að því að kynna þeim útlendingum sem komið höfðu hingað til lands ólöglega en fengið tímabundið dvalarleyfi á grundvelli hinnar eldri framkvæmdar þá ákvörðun að lengja það tímabil sem þessir einstaklingar þurftu að bíða til þess að geta átt möguleika á ótímabundnu dvalarleyfi. Tekið er fram að umsóknir útlendinga um dvalarleyfi beinist að mikilvægum persónulegum og félagslegum hags- munum þeirra og að stjórnvöldum hafi eins og atvikum var háttað í mál- inu verið skylt að taka efnislega af- stöðu til þess við úrlausn á umsókn mannsins um ótímabundið dvalarleyfi hvort og þá með hvaða hætti sjónar- mið um réttmætar væntingar kynnu að hafa þýðingu fyrir efnislega niður- stöðu málsins. Álit umboðsmanns Al- þingis vegna synjunar um dvalarleyfi Úrskurður ráðuneytis ekki talinn í samræmi við lög FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.