Morgunblaðið - 02.06.2002, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LOKAHÁTÍÐ LEIKÁRSINS 01/02
Leikur, söngur, dans, uppistand ofl.
Listamenn í Borgarleikhúsinu gleðjast með
áhorfendum eftir velheppnað leikár
Fi 6. júní kl 20
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss.
Fö 7. júní kl 20
Fi 13. júní kl 20
ATH: Síðustu sýningar í vor
BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson
Í kvöld kl 20 - SÍÐASTA SÝNING
Sjómannadagstilboð kr. 1.800
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING
Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING
DÚNDURFRÉTTIR - THE WALL
Þri 4. júní kl. 19:30
Þri 4. júní kl. 22:00
Mi 5. júní kl. 19:30
Mi 5. júní kl. 22:00
AND BJÖRK OF COURSE ...
e. Þorvald Þorsteinsson
Lau 8. júní kl 20
Síðasta sýning í vor
SUMARGESTIR e. Maxim Gorki
Nemendaleikhús Listaháskólans og LR
Í dag kl 15 - breyttur sýningartími
Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING
JÓN GNARR
Fi 6. júní kl 20Ath. Afsláttur sé greitt með
MasterCard
PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI
þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði
Stóra svið
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
LEIKFERÐ
3. hæðin
!
"#
$ %&'
) *
)
+
,
-
*) &'
$%
.
)
' '
*
-
/ #
0
.
(
ÁSGARÐUR, Glæsibæ:
Dansleikur öll sunnudagskvöld kl.
20 til 23.30. Caprí-tríó leikur fyrir
dansi.
DALABÚÐ, Búðardal: KK með
tónleika sunnudagskvöld.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Sjó-
mannadansleikur að lokinni árshátíð
SVN kl. 23:30, Stebbi og Eyfi.
FÉLAGSHEIMILIÐ Patreksfirði:
Sóldögg spilar sunnudagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Url og
Fræbbblarnir spila sunnudagskvöld
kl. 21 til 01. Blústónleikar mánu-
dagskvöld kl. 22. Fram koma Blús-
þrjótarnir, Vinir Dóra, Centár,
Magnús Eiríksson og Andrea Gylfa-
dóttir. Allur ágóði af tónleikunum
mun renna til Geðhjálpar.
O’BRIENS, Laugavegi 73:
Mogadon sunnudagskvöld.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Andrea Gylfa treður upp á Gauknum á
morgun ásamt fleirum á blúskvöldi.
Í DAG
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
áttu áður, á Stallone tvo syni af fyrra
hjónabandi. Talsmaðurinn segir
ennfremur að Stallone hafi sagst
vonast til að eignast stúlku þegar
Flavin gekk með Scarlet Rose.
Það var ekki lognmolla í kringum
þau hjónin meðan Flavin var barns-
hafandi. Stallone bjargaði henni úr
bilaðri lyftu og var sú björgun engu
tilkomuminni en sum af áhættuatrið-
um í þeim kvikmyndum sem kappinn
hefur leikið í. Stallone, sem er alvan-
LEIKARINN Sylvester Stallone
varð pabbi í fimmta sinn þegar eig-
inkona hans, Jennifer Flavin, ól
stúlkubarn í Los Angeles á dögun-
um, að því er segir í frétt Bang
Showbiz. Stúlkan var 3,4 kg, eða um
15 merkur, og hefur hlotið nafnið
Scarlet Rose. Talsmaður Rambo
segir að bæði móður og barni heilsist
vel. Þetta er þriðja dóttir þeirra
hjóna.
Auk tveggja dætra sem hjónin
ur hlutverki hetjunnar, bjargaði
hinni 33 ára eiginkonu sinni úr lyftu
sem var föst milli hæða. Sjónarvott-
ur segist hafa séð Stallone fara úr
Armani-jakkanum sínum, brjóta
hann snyrtilega saman og svo tókst
honum að þvinga lyftuna upp og
opna dyrnar. Síðan hjálpaði hann öll-
um sem í lyftunni voru út úr henni.
Áhyggjur af velferð eiginkonunnar
munu hafa knúið kappann til að
grípa til þessa örþrifaráðs.
Bjargað úr lyftu
Reuters
Sylvester Stallone og Jennifer Flavin í spjalli hjá sjónvarpsmanninum Larry King.
Sylvester Stallone orðinn pabbi í fimmta sinn
MANÚELA Ósk Harðardóttir var á
dögunum kjörin fegurðardrottning
Íslands á Broadway. Auk þess
hlaut hún titillinn Netstúlkan en sá
titill var í höndum almennings sem
valdi á veraldarvefnum. Manúela
er 18 ára og var að klára þriðja
námsár sitt á náttúrufræðibraut í
Menntaskólanum í Reykjavík. Í
sumar hyggst Manúela leggjast í
víking, fyrst til Bandaríkjanna nú í
júní og svo fer hún í útskriftarferð
með samnemendum sínum til Krít-
ar í ágúst.
En hvernig skyldi fegursta fljóð Ís-
lands hafa það í dag?
Ég hef það mjög gott.
Hvað ertu með í vösunum?
Ég er ekki með vasa, allt mitt dót
er í töskunni.
Er mjólkurglasið hálftómt eða
hálffullt?
Alltaf hálffullt.
Ef þú værir ekki fegurðardrottning
og nemi hvað vildirðu þá helst
vera?
Ballerína.
Hefurðu tárast í bíó?
Já, ég viðurkenni það alveg en
man reyndar ekki yfir hverju ég tár-
aðist síðast.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Tónleika með Bubba Morthens
frænda mínum þegar ég var krakki.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar
á þér?
Jim Carrey.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Góður matur.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Ákveðin, skipulögð, óeigingjörn,
góð og glaðlynd.
Bítlarnir eða Rolling Stones?
Bítlarnir.
Hver var síðasta bók sem þú last
tvisvar?
Íslandsklukkan.
Hvaða lag kveikir blossann?
„Let’s stay together“ með Al
Green.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Songs in A minor með Alicia Keys.
Hvert er þitt mesta prakkara-
strik?
Ég held að það sé varla prent-
hæft…
Hver er furðulegasti matur sem þú
hefur bragðað?
Kolkrabbi og strútskjöt.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu?
Ég reyni bara að sjá ekki eftir hlut-
unum heldur læra bara af mistök-
unum.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Verður maður ekki að trúa því?
Annars væri þetta allt svo tilgangs-
laust.
Prakkarastrikið
varla prenthæft
SOS
SPURT & SVARAÐ
Manúela Ósk
Harðardóttir
ATVINNA
mbl.is
Alltaf á þriðjudögum