Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 58
EIN helsta hljómsveit Íslandssíðustu ár er Stilluppsteypa,sem hefur þó aðallega starf-að erlendis, enda hafa liðs- menn hennar stundað nám ytra. Það vakti eðlilega talsverða athygli fyrir skemmstu þegar Heimir Björgúlfs- son, einn stofnenda Stilluppsteypu, sagði skilið við sveitina til að snúa sér að öðru, en hann er nú í mast- ersnámi í myndlist í Hollandi. Þrátt fyrir námið er Heimir þó ekkert að slá af í afköstum því hann opnaði sýningu á listaverkum eftir sig í Gall- eríi Hlemmi í gær, 1. júní, vænt- anlegur er diskur með nýrri hljóm- sveit hans, sem er þó ekki hljómsveit, skammt er síðan hann sendi frá sér tólftommu, væntanleg er samstarfsplata og hann er á kafi í upptökum á nýrri sólóskífu. Heimir er staddur hér á landi í stuttri heimsókn, rúma viku, til að setja upp sýningu á verkum sínum í Galleríi Hlemmi. Þar sýnir hann eitt stórt verk sem hann kallar: Allt sem glitrar er ekki illt. Einnig er hann með vídeóverk, teikningar og fleiri skúlptúra. Heimir segir að mynd- listin hafi einmitt haft sitt að segja með að hann hætti í Stilluppsteypu, enda sé hún æ stærri þáttur í lífi hans, tónlistin hefur þurft að láta undan síga. „Ég vildi leggja meiri áherslu á myndlistina og það er ekki tími til að gera allt sem ég vil gera, ég þurfti einfaldlega að gera upp á milli.“ Heimir segir þó að hann muni aldrei leggja tónlistina á hilluna, þetta sé bara spurning um hvað hann sé að fást við hverju sinni. Kænska og fríkuð lög Þótt tónlistin hafi þokast í annað sætið í forgangsröðinni hjá Heimi um þessar mundir er hann fráleitt hættur að fást við tónlist og á næstu dögum kemur út ytra fyrsta plata The Vacuum Boys, sem Heimir skip- ar með þeim Guy Amitai, Gert-Jan Prins og Dan Armstrong, en FIRE gefur plötuna út og Staalplaat dreif- ir. Platan heitir því skemmtilega nafni The Vacuum Boys Play Songs from the Sea of Love, en á henni sigla þeir félagar um haf ástar og hættu, ljóstra upp leyndarmáli spænsku galeiðunnar, finna skelk- aðan páfagauk og bjarga deginum með kænsku og fríkuðum lögum, eða svo er því að minnsta kosti lýst á kynningarblaði sem espar óneit- anlega mjög hjá mönnum löngum til að heyra skífuna. Heimir segir hálf afsakandi að The Vacuum Boys sé rokk- hljómsveit, enda er hann þekktur fyrir flest annað en rokk, í það minnsta síðan Stilluppsteypa lagði rokkið á hilluna snemma ferilsins. Heimir segist titlaður gítarleikari og söngvari á plötunni, en félagar hans í hljómsveitinni eru úr ýmsum áttum. Guy Amitai er frá Ísrael, honum kynntist Heimir í den Haag, en hann er góður vinur þeirra Still- uppsteypufélaga til margra ára, að því Heimir segir. Dan Armstrong segist Heimir hafa kynnst í gengum Staalplaat; „hann tók við mig viðtal og við urðum góðir vinir í framhaldi af því“. Gert-Jan Prins segist Heimir síðan hafa þekkt svo lengi að hann muni ekki lengur hvernig þeir kynntust. Ekki eiginleg hljómsveit The Vacuum Boys er ekki eiginleg hljómsveit að því Heimir segir, frek- ar að menn hittast og skemmta sér og taka síðan það upp sem hljómar vel. „Við erum með ákveðna hug- mynd um hvernig hljómsveitin eigi að vera svo þetta er ekki alveg stefnulaust. Reyndar var engin slík hugmynd til þegar við tókum upp þessa plötu, en eftir á varð til æv- intýri um það sem gerist á plötunni eins og lýst er á dreifimiðanum til að kynna hana. Næsta plata er break- dansplatan okkar, heitir Space Breakdance Challenge, og á henni biður forseti jarðarinnar okkur um að berjast við geimverur í break- dansi. Það er gaman að fást við annars- konar tónlist en ég hef verið í und- anfarið,“ segir Heimir, en hann er ekki bara að fást við rokk, á næst- unni sendir hann fá sér skífu sem hann vinnur með sænskum tónlistar- manni, Jonas Olsson, sem hann segir að sé í diskóanda. Platan kallast Unspoken Word Tour, tekin upp í hljóðveri í Nijmegen í ágúst og sept- ember á síðasta ári og Staalplaat gefur hana út, en að sögn Heimis átti hún að vera komin út fyrir allöngu. Það er meira í gangi hjá Heimi, því ekki er langt síðan út kom í Þýska- landi plata sem hann gerði með Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. Platan kom út á vegum þýsku útgáfunnar Bottrop-Boy á undirmerki hennar, EN/OF, sem er helgað því að flétta saman tilraunakenndri raftónlist og myndlist. Þannig varð plata þeirra Heimis og Ólafs, að helmingur um- slagsins var mynd eftir Ólaf, silki- þrykk með hitanæmu bleki, og þann- ig sást myndin ekki nema menn legðu lófa á myndina og hituðu þann- ig blekið um stund. Í hinum helm- ingnum var tólftomma með tónlist eftir Heimi byggð á vatnshljóðum. Sýningar í Hollandi Heimir hefur því alltaf nóg að gera að vanda, ekki síst eftir að hann sneri sér að myndlistinni af meiri krafti og þannig er hann ekki bara að sýna hér á landi, því sl. þriðjudag var opnuð sýning hans í Hollandi, sem hann hafði ekki tíma til að vera við opnun á, og rétt um það leyti sem hann snýr heim til Hollands opnar hann enn eina sýninguna. „Ég vinn myndlist og tónlist frá sama grunninum og það er ákveðin glíma hjá mér að samtvinna þetta tvennt sem best,“ segir Heimir. „Stundum er niðurstaðan eins og þetta sé tvennt aðskilið, þ.e. mynd- list sem ég geri og tónlist sem ég sem, en það er ekki svo í hausnum á mér, fyrir mér er þetta nátengt og samtvinnað. Ég vil gjarna að mörkin þar á milli hverfi og það er í sjálfu sér spennandi vandamál að fást við, það væri verra ef ég gengi um göt- urnar og hristi hausinn af því ég fengi engar hugmyndir.“ Aldrei aftur Stilluppsteypa Þótt Heimir sé hættur með Still- uppsteypu á enn eftir að koma út sitthvað sem hann tók upp með hljómsveitinni. Væntanleg er sjö- tomma þar sem hann er með, DVD safndiskur sem sveitin tók upp er enn óútkominn og síðan eru þeir sem eftir eru í sveitinni, Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson, að vinna nýja plötu og Heimir er með í megninu af þeim upptökum. Heimir leggur áherslu á að þótt hann hafi orðið leiður á Stilluppsteypu sé hann langt í frá orðinn leiður á fyrrum fé- lögum sínum í sveitinni, þeir séu enn allir góðir vinir og eigi eflaust eftir að vinna einhverja tónlist saman síð- ar. „Það verður þó ekki sem Still- uppsteypa, aldrei sem Stillupp- steypa aftur, það er búið. Mér fannst þetta ágætt, ég var búinn að vera í sveitinni í tíu ár og það var kominn tími til að fara að gera eitthvað ann- að. Hvað samstarf varðar við þá Helga og Sigtrygg erum við Helgi til dæmis að fara að spila með ástralska tónlistarmanninum Pimmon í októ- ber.“ Heimir er að vinna að nýrri sóló- skífu og fær ýmsa til liðs við sig, en hann segir að hún verði talsvert frá- brugðin því sem hann hefur áður gert, mun meira um ákveðinn takt á henni og fjöldi gesta, meðal annars hollenskur plötusnúður. „Hún hefur verið að þróast í nokkurn tíma og ég hef gefið mér ágætan tíma til að vinna hana og ekki sett mér nein tímamörk, en ég reikna þó með að ég komi henni frá mér í haust.“ Myndlistin í forgang Heimir Björgvinsson er nú staddur hér á landi að opna myndlistarsýningu, en hann er einnig í þann mund að senda frá sér skífu með nýrri hljómsveit. Morgunblaðið/Sverrir Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Spennandi tækifæri fyrir 13-14 ára stráka í sumar! Upplifið skemmtilegt ævintýri í júlí! Vegna forfalla er laust fyrir 13-14 ára stráka í unglingaskipti CISV til Hamborgar í Þýskalandi. Nýttu þér þetta einstaka tækifæri til að kynnast af eigin raun fjölskyldulífi í öðru landi. Hópurinn, 5 stelpur, 5 strákar og tveir fararstjórar munu hittast og undirbúa sig saman svo allir þekkist vel áður en farið verður. Frekari upplýsingar veita Halldóra í s. 568 9549/899 9549, Arna í s. 554 6815 og Hildisif í s. 554 00712. Einnig á heimasíðu félagsins: www.cisv.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 58.150 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herb- ergi, Expo, 3 stjörnur. Innifalinn morgunverður, íslensk fararstjórn og skattar. Heimsferðir bjóða nú spennandi viku- ferð yfir Verslunarmannahelgina til þessarar heillandi borgar þann 30. júlí, í 6 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina. Gott úrval hótel í boði. Verð kr. 40.450 Flugsæti með sköttum. Aðeins 28 sæti laus Verslunarmannahelgin í Prag 30. júlí - 6 nætur frá kr. 40.450 BANDARÍSKI leikarinn Clint Eastwood, sem hefur leikið í ríflega 80 kvik- myndum og leikstýrt fjölda mynda, mun sækja þriðju árlegu Kvikmyndahátíð Maui í Wailea á Hawaii í næsta mánuði. Í frétt Reut- ers segir að þar muni leik- arinn góðkunni veita Silv- ersword-verðlaununum viðtöku, en þau eru mestu heiðursverðlaun hátíð- arinnar. Þá mun Eastwood einnig mæta í viðtal hjá Jo- el Siegel 14. júní nk. Kvik- myndahátíðin stendur yfir 12.–16. júní. Eastwood verður þar heiðraður fyrir framlag sitt til „listsköpunar og ímyndar kvikmyndabrans- ans“, segir Barry Rivers, stjórn- andi hátíðarinnar. „Það skipti engu hvert efni myndarinnar var, Clint Eastwood lyfti þeim ætíð á hærra plan,“ segir Rivers ennfremur. Fyrstu heiðursverðlaun Kvik- myndahátíðar Maui hlaut leikstjór- inn Tim Burton. Eastwood er tíður gestur á Maui. Eastwood sæmdur heiðursverðlaunum Lyftir öllu á hærra plan Clint Eastwood fyrir framlag sitt til kvikmynda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.