Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 60

Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 60
60 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4, 6.Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Sýnd kl.2, 4, 6 og 8. Mán kl. 4, 6 og 8. Vit 379. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit 377. kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd Kl. 4, 6, 8, 10 og 11.30. Mán kl. 4, 6, 8, 10B.i. 12 ára Vit 382. Sýnd kl. 8. Sýnd í lúxus kl. 6 og 9. B. i. 16. Vit 380. J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i STUART TOWNSEND AALIYAH FRUMSÝNING This time there are no interviews Frá Anne Rice, höfundi Interviewwitha Vampire, kemur þessi magnaða hrollvekja með Stuart Townsend og Aaliyahí aðalhlutverki, en þetta var jafnframt hennar seinasta mynd. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti  DV Sýnd sunnud kl. 2. Ísl tal. Vit 338 Sýnd Kl. 3.45, 5,50, 8, 10.10 og 11.15. Mán kl. 3.45, 5,50, 8, 10.10.B.i. 16 ára Vit 385. Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Sýnd kl. 5.45 og 8.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Treystu mér 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd kl. 9. B. i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10.30.Sýnd kl. 10.15. Bi 16. HK DV HJ Mbl MULLHOLLAND DRIVE JOHN Q. Sýnd kl. 6. Hér er hinn nýkrýndi Óskarsverð- launahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leik- ur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. FRUMSÝNING Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúrulegum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Ó.H.T Rás2 SK RadioX Eruð þið tilbúin? ÞAÐ er hverjum manni ljóst sem flettir myndasög- unni Harum Scarum eftir Lewis Trondheim að bókin á rætur sínar að rekja til evr- ópsku myndasöguhefðarinn- ar. Í fyrsta lagi er það stærðin (sem skiptir máli). Bókin er í sama broti og bækurnar um Ástrík, Sval og Val, Tinna, Lukku Láka, Viggó Viðutan og aðrar þær frönskumælandi hetjur sem gefnar voru út í ís- lenskri þýðingu á áttunda og níunda áratugnum. Þann tíma mætti reyndar kalla gullöld ,,íslenskra“ myndasagna því þá var gefinn út heill hellingur af þýddum merkisritum í þessum geira. Sumum þeirra var jafnvel gert það hátt undir höfði að hljóta harða kápu í takt við þá íslensku hefð að bækur skuli vera sem ending- arbestar. Stærðin gerir myndmálið skýrara og ein- hvern veginn meira (segir sig nú eiginlega sjálft) en í því A4 broti sem maður á að venjast í enskumælandi myndasögum. Í öðru lagi hefur teiknistíll- inn mjög óengilsaxneska áferð. Trondheim leikur sér með mjög einfaldaðar persón- ur sem allar bera einkenni dýra. Pennastrikin eru oft og tíðum óregluleg og titrandi sem gefur lesandanum það á tilfinninguna að teiknarinn hafi bara rissað myndirnar upp og látið síðan gott heita. Reglustika kemur hvergi nærri teikniborðinu. Þessi tækni er að sjálfsögðu hugsuð í þaula og Trondheim byggir teikningarnar á eldgamalli hefð þar sem einn af göldr- unum felst einmitt í þessu ná- kvæmnisleysi. Þessi stefna gefur teikningunum lífrænna yfirbragð en sú dauðhreins- unar- og fínstillingarárátta sem oft er að finna í banda- rískum og breskum mynda- sögum. Maður getur lengi dundað sér við að fletta bók- inni og dást að þeirri færni sem Trondheim sýnir með þesum vanmetna teiknistíl. Í þriðja lagi er söguefnið al- veg einstaklega afslappað. Harum Scarum er afþreying og sýnir enga tilburði í aðrar og dýpri áttir. Engum lífsgát- um er svarað, tilvistarpæling- ar eru sendar í sumarfrí og gagnrýni á ríkjandi öfl eða ábendingar um betra heims- skipulag eru lokaðar inni á stofnun fyrir fýlupoka. Sagan er að stofninum til leynilöggu- saga með skrímslaívafi þar sem aðalsöguhetjan, kanínan McConey, flækist inn í dular- fullt mál. Meginuppistaðan er þó grín og glens á kostnað þess konar sagna og það er engin hætta á því að menn fái martraðir eða kaldan svita af spenningi eftir lesturinn. Fimmaurabrandararnir ráða hér ríkjum og þegar lestri er lokið situr eftir dágóð summa af brosum og léttleika. Trond- heim veit sem er að þeir sem bókin var upprunulega stíluð á (franskir lesendur) njóta myndasagna á svolítið annan hátt en bræður þeirra og syst- ur vestanhafs og hinum megin við sundið. Myndasagan fær að njóta sín á kostnað upp- skrúfaðs innihalds eða æðis- genginna ofurhetjudáða. Hefðin er fyrir græskulausu gamni og sést það best á þeim snaggaralegu myndasögum sem nefndar voru hér í upp- hafi greinarinnar. MYNDASAGA VIKUNNAR Þá erum við komin til meginlandsins Myndasaga vikunnar er bókin Harum Scarum eftir Lewis Trond- heim. Fantagraphics Books gefur út 1997. Bókin fæst í mynda- söguversluninni Nexus. Blaðamaður á heljarþröm í Harum Scarum. Heimir Snorrason SÚ NÝJUNG virðist nú ná að heilla hverja stórstjörnunna á fæt- ur annarri að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með sér allan sólarhringinn. Hvort þessi nýi áhugi á rætur sínar að rekja til velgengni Ozzy Osbourne fjölskyld- unnar skal hinsvegar látið ósagt. Hjónaleysin Kid Rock og Pamela And- erson eru að sögn óð og uppvæg að koma fyrir myndavélum á heimili sínu og senda út all- an sólarhringinn. Fyrrver- andi eiginmaður Andersons, trommarinn Tommy Lee, hefur einnig lýst yfir áhuga á að sjónvarpa lífi sínu. Nýjustu fregnir herma svo að fyrirsætan og fyrrver- andi Playboy-kanínan Anna Nicole Smith ætli að setja á laggirnar sinn eigin raun- veruleika-sjónvarpsþátt. Smith er þó trúlega þekktari fyrir afrek sín í einkalífinu heldur en fyr- irsætuferil en hún hefur staðið í málaferlum und- anfarin ár um arf fyrrver- andi eiginmanns hennar. Hún giftist 89 ára millj- arðamæringi, J. Howard Marshall, árið 1994 en hann lést svo ári síðar. Smith og sonur Marshall eyddu svo næstu árum á eftir í dómsal, þar sem reynt var að skera úr um hver væri eiginlegur erfingi hins látna. Nú hefur Smith ákveðið að opna dyrnar fyrir alheim- inum og leyfa áhugasömum að fylgjast með ævintýrum sínum. Auk Smith munu lög- fræðingur hennar og aðstoð- armaður koma mikið við sögu í þáttunum. Útsending allan sólarhringinn Anna Nicole Smith býður öllum að gægjast inn á heimili sitt. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.