Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SVEINN Ásgeirsson,
útvarpsmaður og for-
ystumaður í Neytenda-
samtökunum, er látinn
á sjötugasta og sjöunda
aldursári. Sveinn var
fæddur 17. júlí árið
1925 í Reykjavík, sonur
Ásgeirs Ásgeirssonar
frá Fróðá, skrifstofu-
stjóra vegamálaskrif-
stofunnar í Reykjavík,
og Karólínu Svein-
bjargar Sveinsdóttur
húsfreyju. Sveinn varð
stúdent frá MR 1944,
lauk fyrri hluta lög-
fræðiprófs frá HÍ 1945 og útskrif-
aðist sem fil. kand. í þjóðhagfræði og
bókmenntasögu með heimspeki og
listasögu sem aukagreinar frá
Stokkhólmsháskóla 1950.
Sveinn var fréttaritari íslenskra
dagblaða á Norðurlöndunum 1945–
1950 og var m.a. viðstaddur réttar-
höldin yfir Vidkun Quisling í Ósló
1945 á vegum dagblaðsins Vísis.
Hann starfaði sem fulltrúi borg-
arstjórans í Reykjavík 1950–63,
gekkst fyrir stofnun Neytendasam-
takanna og var fram-
kvæmdastjóri og for-
maður þeirra 1953–68
og jafnframt ritstjóri
Neytendablaðsins.
Sveinn annaðist
fasta skemmtiþætti í
Ríkisútvarpinu, aðal-
lega spurningaþætti, á
árunum 1952–1960 og
flutti margvíslegt út-
varpsefni í yfir aldar-
fjórðung. Hann starf-
aði sjálfstætt við
ritstörf, skrifaði m.a.
bækurnar Horfzt í
augu við Quisling og
Svikahrappar og hrekkjalómar auk
þess sem hann þýddi fjölda bóka og
greina. Hann skrifaði m.a. fyrir
Morgunblaðið. Sveinn hlaut gull-
lampann, æðsta heiðursmerki
Blindrafélags Íslands 1985, Melvin
Jones viðurkenningu Lionshreyfing-
arinnar og var gerður heiðursfélagi
Neytendasamtakanna 1986.
Sveinn lætur eftir sig fjögur upp-
komin börn. Eftirlifandi sambýlis-
kona Sveins er Hrafnhildur Hreið-
arsdóttir.
Andlát
SVEINN
ÁSGEIRSSON
Þórhallur Björnsson sem fékk
hæstu einkunn í viðskiptadeild, eða
9,00 í meðaleinkunn, og Vilhjálmur
Skúlason sem fékk hæstu einkunn í
tölvunarfræðideild, eða 9,22 í með-
aleinkunn.
Í ræðu sinni kom Guðfinna S.
Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík, víða við. Í máli hennar
kom fram að af núlifandi Íslend-
ingum hafi um 24 þúsund þeirra lok-
ið háskólaprófi, sem er um 8,5%
landsmanna og 15% fólks á íslensk-
um atvinnumarkaði. Hún lýsti því
markmiði skólans að verða al-
þjóðlega þekktur fyrir kennslu og
rannsóknir.
Verslunarráð Íslands er bakhjarl
skólans og setur skólanum skipu-
lagsskrá, en í henni kemur fram að
hlutverk hans er að efla samkeppn-
ishæfni íslensks atvinnulífs. „Það
sem einkennir starfsandann í Há-
skólanum í Reykjavík er einlæg
virðing fyrir hlutverki skólans, þátt-
taka allra í að byggja háskóla sem
getur staðið undir þeim væntingum
og markmiðum sem sett hafa verið
og metnaður fyrir velgengni ís-
lensks samfélags, atvinnulífs, stúd-
enta okkar og fyrir öllu því starfi
sem fram fer,“ sagði Guðfinna.
Að hennar sögn hafa áhersluþætt-
ir í starfsemi skólans verið að þróast
og nú er svo komið að rannsóknir og
alþjóðlegt samstarf skipa þar heið-
urssess. Hún sagði það metn-
aðarfullt markmið að byggja alvöru
rannsóknarháskóla og benti á að nú
þegar væru rannsóknir á heims-
mælikvarða stundaðar í tölv-
unarfræðideild Háskólans í Reykja-
vík undir forystu Gísla
Hjálmtýssonar og Björns Þórs Jóns-
sonar, auk þess sem stöðugt væri
unnið að uppbyggingu rannsókna í
öllum deildum skólans.
Guðfinna sagði að alþjóðlegt sam-
starf væri sífellt meira einkennandi
fyrir skólann og gat hún ýmissa
samstarfssamninga sem skólinn er
aðili að. Að endingu kvaddi hún út-
skriftarnemana með fáeinum heil-
ræðum og óskaði þeim velfarnaðar í
framtíðinni.
Háskólinn í Reykjavík
útskrifar 195 nemendur
Morgunblaðið/Golli
HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrifaði
195 nemendur við hátíðlega athöfn í
Borgarleikhúsinu á laugardaginn.
70 nemendur luku prófi frá við-
skiptadeild, þar af voru 67 braut-
skráðir með BS-próf í viðskipta-
fræði og 3 með BS-próf í
viðskiptafræði með tölvunarfræði-
vali. 125 nemendur luku prófi frá
tölvunarfræðideild, 44 útskrifuðust
með BS-próf í tölvunarfræði, 19 með
BS-próf í tölvunarfræði með við-
skiptafræðivali og 2 með BS-próf í
tölvunarfræði með raunvísindavali.
Þá voru 60 nemendur brautskráðir
sem kerfisfræðingar og luku fyrstu
fjarnemendurnir frá Austurlandi
kerfisfræðiprófi en það eru þau Þór-
unn Hálfdánardóttir, Jón Fjölnir Al-
bertsson og Þorsteinn Arason.
Dúxar skólans voru þeir Stefán
ALÞJÓÐLEGT þing
um bráðalækningar
stendur nú yfir í Há-
skólabíói. Til ráðstefn-
unnar eru komnir
margir færir sérfræð-
ingar læknavísindanna,
þar á meðal skoski
læknirinn James
Ferguson, sem segir
frá reynslu sinni af
fjarlækningum í sveit-
unum umhverfis Aber-
deen, þar sem hann
starfar. Fjarlækningar
hafa rutt sér til rúms
undanfarinn áratug eða
svo innan heilbrigðis-
geirans, en þar er nú-
tíma tækni á sviði fjarfundabúnaðar
nýtt til lækninga um óravegu.
Morgunblaðið hitti Ferguson að
máli og ræddi við hann um gildi
fjarlækninga, framtíð og ávinning
bæði fyrir sjúklinga og lækna.
Öryggi fyrir sjómenn
á hafi úti
Fyrst berst talið að gagnsemi
fjarlækninga fyrir sjómenn. „Und-
anfarna áratugi hafa fjarlækningar
verið stundaðar fyrir sjómenn um-
hverfis Skotland. Með þeim hætti
hefur verið reynt að stilla í hóf ferð-
um skipa í land með veika sjómenn
eða flugi þyrlu til að sækja veikan
sjómann. Meðan einungis var hægt
að notast við símann var erfitt að
vera viss um ástand sjúklings eða
útlit áverka og þess háttar. Með
nýrri tækni, sem gerir ráð fyrir bún-
aði í skipum til fjar-
funda við lækni í landi,
er hægt að þjóna sjó-
mönnum mun betur og
veita þeim aukið ör-
yggi á hafi úti,“ segir
Ferguson. Þess má
geta að þessa nútíma-
legu tækni er nú verið
að innleiða hér á landi,
og hefur íslenska fyr-
irtækið TeleMedIce
sérhæft sig á þessu
sviði. Ferguson hefur
ekki aðeins nýtt tækni
fjarlækninga á þessu
sviði, heldur einnig á
landi.
Háskólasjúkrahúsið
í Aberdeen í Skotlandi, þar sem
Ferguson starfar, þjónar öllu Norð-
ur-Skotlandi hvað varðar flóknari
lækningar. Allt þar til fyrir tæpum
áratug þurftu íbúar úr nágranna-
sveitunum að leggja á sig ferðalög
til Aberdeen svo að sérfræðingur
gæti rannsakað þá. Nú á dögum er
slíkt óþarft, enda búið að tengja
saman sjúkrahúsin með fjarfunda-
búnaði fyrir fjarlækningar.
„Þetta er algjör bylting, jafnt fyr-
ir sjúklinga og starfsfólk sjúkra-
húsa,“ svarar Ferguson aðspurður
um áhrif þessarar nýju tækni. „Við
stefnum að 80% fækkun heimsókna
sjúklinga af landsbyggðinni til
Aberdeen, sem er stórkostlegur
sparnaður fyrir þá og gefur okkur
færi á að nýta tíma okkar betur.
Einnig er öll sérfræðiþjónusta mun
aðgengilegri núna en áður, enda er
óeðlilegt að þú þurfir að líða fyrir
ónóga þjónustu sérfræðinga nú á
dögum þegar tæknin er fyrir hendi.“
Með þjálfun geta heilsugæslu-
læknar og hjúkrunarfræðingar á
vettvangi nýtt sér fræðslu frá sér-
fræðingi í fjarska, og bætt kunnáttu
sína á ýmsum sviðum með fjar-
kennslu af þessu tagi.„Þannig má
einnig auka tengsl lækna á lands-
byggðinni við okkur á háskóla-
sjúkrahúsinu, sem bætir samskipt-
in, eykur þekkingu og eyðir
einangrun í starfi,“ bætir Ferguson
við.
Tekur tíma að
venjast nýrri tækni
Aðspurður segir Ferguson að
tækninni hafi verið vel tekið víðast
hvar. „Við finnum fyrir nokkurri
tortryggni í fyrstu meðal lækna og
sjúklinga, en líkt og með aðrar nýj-
ungar þarf að læra á þær og skilja
til fulls alla þá möguleika sem tækin
bjóða. Að sjálfsögðu eru tilfelli og
aðgerðir lækna ekki allar mögulegar
um svona búnað, en ótrúlega mörgu
má sinna á þennan hátt. Í reynd tel
ég, að innan fárra ára verði tæknin
svo sjálfsögð að allir undrist að hún
hafi ekki haldið innreið sína fyrr.
Fjarlækningar verða þá orðnar
sjálfsagður hluti af starfi lækna,“
segir Ferguson að lokum.
Alþjóðlega þingið um bráðalækn-
ingar stendur í þrjá daga og gera
þar virtir sérfræðingar frá Banda-
ríkjunum og Evrópu grein fyrir
stöðu greinarinnar um þessar
mundir. Þinginu lýkur á morgun.
Alþjóðlegt þing um bráðalækningar
James
Ferguson
Fjarlækningar brúa bilið
milli sjúklinga og lækna
FORSTÖÐUMANNI Þjóðmenning-
arhúss var veitt tímabundin lausn
frá embætti í febrúar sl. og hefur
nefnd á vegum fjármálaráðherra
komist að þeirri niðurstöðu að
ákvörðun forsætisráðuneytisins hafi
verið rétt, samkvæmt upplýsingum
Bjargar Thorarensen, formanns
nefndarinnar.
Í lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins segir m.a. að
veita megi embættismanni, sem hafi
fjárreiður eða bókhald með höndum,
lausn um stundarsakir, ef ætla megi
eða víst þyki að óreiða sé á bókhaldi.
Nefnd, sem rannsaka skal slík mál
samkvæmt lögunum, fór ýtarlega yf-
ir álit Ríkisendurskoðunar og skilaði
rökstuddu áliti í málinu með fyrr-
greindri niðurstöðu.
Í nefndinni voru auk Bjargar þeir
Gísli Tryggvason frá BHM og Gest-
ur Jónsson frá forsætisráðuneytinu.
Þjóðmenningarhúsið
Tímabund-
in lausn
réttmæt
NETÚTGÁFA af Blaði dagsins hef-
ur verið færð til og er hana nú að
finna á vefnum Morgunblaðið í
hægra dálki. Í tengslum við þessa til-
færslu hafa verið gerðar eftirfarandi
breytingar: Efni úr Morgunblaðinu
sem til þessa hefur verið hægt að
lesa án endurgjalds, en það eru
greinar dagsins, leiðarar og Reykja-
víkurbréf, verður framvegis að-
gengilegt þeim sem eru áskrifendur
að Gagnasafni Morgunblaðsins eða
kjósa að kaupa stakar greinar.
Þá er hægt að leita að fréttum sem
einungis er að finna á fréttavef
mbl.is og greiða fyrir aðgang að
þeim. Þessar fréttir eru nú um tvö
hundruð þúsund. Sama verð er á
þessum fréttum og efni sem selt er
úr Gagnasafni Morgunblaðsins.
Blað dagsins á
mbl.is fært til
ÍSLAND er á meðal tíu bestu staða í
heiminum til að stunda hvalaskoðun
segir á heimasíðu náttúrverndar-
samtakanna World Wildlife Fund.
Þar segir að yfir 60.000 ferðamenn
hafi stundað hér hvalaskoðun á síð-
asta ári og að það hafi verið sá geiri
ferðamannaþjónustunnar sem hafi
vaxið hvað hraðast á síðustu sjö ár-
um.
Fram kemur að ferðamenn sem
hafa áhuga á hvalaskoðun megi alls
ekki láta Hvalamiðstöðina á Húsavík
fram hjá sér fara, þar megi sjá
spennandi hvalasýningar m.a. um
sögu hvalveiða auk þess sem gaman
sé að koma þangað með börn.
Alaska, Baja í Mexíkó, Hawaii og
Noregur eru meðal annarra staða
sem nefndir eru. Á heimasíðunni
kemur einnig fram að fjöldi ferða-
manna sem stundar hvalaskoðun í
heiminum hafi aukist úr 4 milljónum
árið 1991 í 10 milljónir nú og þess
getið að í fyrsta skipti hafi tekjur af
hvalaskoðun farið yfir 10 milljarða
dollara markið eða sem nemur 1.000
miljörðum íslenskra króna.
Segja Ís-
land einn af
tíu bestu
stöðunum
WWF um hvalaskoð-
unarstaði í heiminum
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing frá
aðstandendum heimilisfólks á
Sólheimum:
„Fundur aðstandenda heimil-
isfólks á Sólheimum sendir Páli
Péturssyni félagsmálaráðherra
hlýjar kveðjur, með þakklæti
fyrir velvild hans og umhyggju
fyrir heimilinu á liðnum árum.
Jafnframt hvetja aðstand-
endur ráðherra til að leyfa Sól-
heimum að starfa áfram í anda
hugsjóna Sesselju Sigmunds-
dóttur.
Aðstandendur skora á núver-
andi stjórn Sólheima og félags-
málaráðherra að ganga frá
þjónustusamningi með fullum
sáttum.“
Vilja fullar
sættir á
Sólheimum
♦ ♦ ♦