Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 23 Fáðu þér nýjan bíl fyrir sumarleyfið FERÐADAGAR hjá Betri notuðum bílum Láttu ekki bílinn valda þér áhyggjum í sumarfríinu. Á FERÐADÖGUM bjóðum við fjölbreytt og gott úrval af bílum af öllum gerðum á hagstæðu verði. Strangt skoðunarferli er trygging fyrir að vélar- og öryggisbúnaður er í góðu lagi. Nákvæm ókeypis skoðun á bíl eftir þúsund kílómetra akstur eða einn mánuð. 14 daga skiptiréttur á bíl ef kaupandi er ekki ánægður. Í boði allt að eins árs ábyrgð á mikilvægum búnaði í bílnum. Komdu á Ferðadaga á Nýbýlaveginum eða til umboðsmanna okkar á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ. Það er óþarfi að hafa líka áhyggjur af bílaviðskiptum. Sími 570 5070. www.toyota.is Við komumst ekki lengra! Öxullinn er brotinn!! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 17 98 4 0 6/ 20 02 / KO RT : LA N D M Æ LI N G A R ÍS LA N D S Vestur Suður Norður Austur 4x4 Fólksbílar Jeppar Tilboðsbílar Mikið úrval! EFNAHAGSHORFUR í Japan eru enn óljósar, þrátt fyrir að rofað hafi til síðastliðna þrjá mánuði. Útflutningur jókst og verg þjóðarframleiðsla jókst um 1,4%. Það samsvarar 5,7% hagvexti á einu ári. Hagtölurnar eru þó þær lægstu sem sést hafa frá upphafi mælinga árið 1955. Viðskiptaráðherra Japans, Heizo Takenaka, seg- ir efnahagslægðina hafa náð neðri mörkum sínum, og nú sé von á hægum bata. Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra, tekur í sama streng og leggur áherslu á að efnahagslífinu verði að sýna óskipta at- hygli. Aukinn útflutningur bjargaði hagtölunum fyrir fyrsta fjórð- ung ársins. Þrátt fyrir aukn- inguna stendur Japan öðrum Asíulöndum og Bandaríkjunum enn að baki hvað varðar ris efnahagsins, og þess vegna eykst útflutningur Japans til annarra landa. Stjórnvöld vilja þó beita öllum ráðum til þess að halda jeninu veiku gagnvart Bandaríkjadal, annars gætu batahorfurnar fjarað út. Innlend neysla jókst einn- ig lítillega, eða um 1,6%, en á enn langt í fyrri blóma. Helstu orsakir vanda japansks efnahagslífs eru taldar vera slæm bankalán, miklar skuldir ríkisins, atvinnuleysi og tregða fyrirtækja til fjárfestinga. Aukinn útflutningur hefur ekki enn skilað sér inn í japanskt efnahagslíf að öllu leyti, en von er á að úr rætist á næstu ársfjórðungum. Erfitt er þó að segja til um framtíðina, og mun japanska ríkisstjórnin áforma að breyta reiknilíkani fyrir útreikning vergrar þjóðarframleiðslu á næsta ársfjórðungi. Junichiro Koizumi Óljós batamerki í Japan Tokýó. AFP. Aukinn útflutningur og hagvöxtur jókst á fyrstu þremur mánuðum ársins NEÐRI deild rússneska þings- ins, Dúman, hefur fordæmt Letta fyrir að láta rússnesku- mælandi minnihlutann í Lett- landi sæta því sem þingið nefn- ir „pólitísku misrétti“. Einkum tóku þingmenn til þess, að í apríl var gerð breyting á lettn- esku stjórnarskránni er bannar að rússneska sé notuð í störfum opinberra stofnana. Lettar halda því fram, að þeir verði að vernda móðurmál sitt eftir að hafa verið undir sovéskri stjórn áratugum sam- an, en þá hafi leiðtogarnir í Moskvu tekið rússnesku fram yfir lettnesku. Rúmlega þriðj- ungur íbúa Lettlands er rúss- neskumælandi. Í síðasta mánuði fögnuðu Rússar þeirri ákvörðun lettn- eska þingsins að gera breyting- ar á kosningalögum, sem sett voru 1991 eftir að Lettland fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum, er kváðu á um að kjörnir fulltrúar yrðu að geta talað lettnesku. Þessi lög voru af mörgum talin síðasti þröskuld- urinn á leið Letta inn í Evrópu- sambandið, er hafði fordæmt þau. Dúman fordæm- ir Letta Moskvu. AP. BRETAR bera ekki sérlega mikla virðingu fyrir frétta- mönnum, ef marka má niður- stöður könnunar sem breska ríkisútvarpið, BBC, gerði ný- verið. Voru fréttamenn í fimmta sæti á lista yfir þær stéttir sem fólk ber minnsta virðingu fyrir. Um 12 þúsund manns tóku þátt í könnuninni. Auk fréttamanna voru m.a. á þessum lista stjórnmálamenn, lögfræðingar og fasteignasalar. Þátttakendur voru beðnir að nefna þær þrjár stéttir manna sem þeir bæru mesta virðingu fyrir og þær þrjár sem þeir bæru minnsta virðingu fyrir. Fréttamenn voru neðar á list- anum en auglýsingaforkólfar, en einungis þessar tvær stéttir fjölmiðlamanna komust á blað. Þær stéttir sem mest virðing er borin fyrir, samkvæmt könn- uninni, eru heilbrigðisstéttir, bráðamóttökuliðar og þeir sem gegna herþjónustu. Lítil virð- ing fyrir frétta- mönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.